Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Side 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.1992, Side 15
FÖSTUDAGUR 4. SEPTEMBER 1992. 15 Föðurlandsleysingjar í þorpinu var veriö að drepa fólk. Fólkið var búið að setja upp hvítan fána. Það vildi ekki vera drepið. Fólkið átti bíla og peninga og trakt- ora, og skartgripi og þeir létu sér nægja að drepa eina konu í þetta skiptið, Serbamir - en hirtu góssið. Það dugði ekki að hengja upp hvít- an fána því þegar menn ætla sér að drepa fólk þá taka þeir ekki mark á hvítum fánum. Og þetta var um daginn. Hitler tók ekki mark á því þótt gyðingur hengdi upp hvítan fána. Hann taldi það nauðsynlegt - þótt það væri „leiðinlegt skítverk" - að drepa fólkið. Hann taldi þetta meginverkefni sitt sem stjómmálamanns: að eyða fólki af tilteknum kynstofni. Þetta var fyrir hálfri öld. Rasismi í reynd En núna hefur það gerst í Evrópu að menn vilja aftur fara að eyða fólki. Það fer ekki lengur á milli mála: þar sem áður hét Júgóslavía er framkvæmdur rasismi. Serbar ofsækja Króata og íslama, hrekja þá burt eða drepa - af því að þeir eru Króatar eða íslamar en ekki Serbar - eins og fólk á að vera sam- kvæmt þeirra skilningi. Það er flóttamannafulltrúi Sameinuðu þjóðanna sem segir þetta. íslendingar em aðilar að Samein- uðu þjóðunum og engum dettur í hug að segja sig úr þeim. Það að vera aðili að Sameinuðu þjóðunum þýðir þátttöku í því samstarfi þjóð- anna sem er öflugast og mikiivæg- ast og þar sem smáþjóðir eins og við hafa eitt atkvæði rétt eins og Kínveijar. Við höfum haft mikinn hag af því að vera í Sameinuðu þjóðunum, sérstaklega efnahags- legan - annars sætrnn við ekki ein að 200 mílna landhelgi okkar. Það var nefnilega alþjóðlegt samstarf Kjallariim Einar Heimisson sagnfræðingur og rithöfundur að leysa vandamál fólksins - og það er eitt af meginverkefnum Samein- uðu þjóðanna, ekki síður en að tryggja efnahagslegt sjálfstæði smáþjóða eins og okkar ef svo ber undir. Sameinuðu þjóðimar dreifa hóp- um flóttamanna á aðildarþjóðim- ar, sem auk þess leggja fram pen- inga til starfsins. íslendingar, sem hlutu tryggingu á efnahagslegu sjálfstæði fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna, hafa hins vegar ekki ver- ið mjög fúsir að leggja fram pen- inga til þessara verkefna þeirra. Arið 1989 lögðu hinar Norður- landaþjóðimar 50-70 sinnum meira á mannsbarn í þessar stofnanir en við; þegar þær borguðu 5-7 dollara á mannsbarn borguðum við 10 sent! Það er slæmt því þannig „Við brugðumst Tékkum árið 1968. Við brugðumst gyðingum á fjórða áratugn- um. I bæði skiptin vissum við hvað var að gerast, við fordæmdum morðin - en í bæði skiptin töldum við það verkefni annarra að hjálpa.“ sem tryggði okkur efnahagslegt sjálfstæði með þessum hætti. Að taka og gefa í alþjóðlegu samstarfi Þegar menn eru aðilar að alþjóð- legu samstarfi þá taka menn; og ekki síður: menn gefa. Einn hluti þess að taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi er að liðsinna fólki sem á að drepa í heimalöndum þess, Uðsinna fólki sem á sér aðeins eitt heima- land: Sameinuðu þjóðirnar. Stofn- anir Sameinuðu þjóðanna og flótta- mannafulltrúi þeirra vinna að því kynnum við okkur á alþjóðavett- vangi og þeir sem leggja lítið af mörkum í shku samstarfi - og vilja láta aðra gera hlutina fyrir sig - geta ekki búist því að eiga þar öfluga bandamenn ef eigin hags- munamál ber á góma. Þegar íslendingar brugðust Þegar Hitler var að drepa fólk fyrir hálfri öld átti það sér ekki öfluga bandamenn annars staðar - menn vildu ekki trúa; og ekki hjálpa. Hérlendis áttu fórnarlömb nasismans sér einkar fáa talsmenn, ,Við bregðumst ekki núna því við vitum núna betur, við vitum um hvað :r að ræða ... “ Símamynd Reuter og það fólk sem vildi hðsinna þeim fékk þá einkunn að vera „ekki“ íslendingar. Glæpir Hitlers voru rasismi í reynd. Núna er verið að framkvæma rasisma í reynd í Júgóslavíu - rasisminn er aflgjafi stríðsmannanna þar rétt eins og Hitlers - og það er staðreynd máls- ins, það er ástæða þess að við verð- um að fylgjast með, gaumgæfa; og taka á móti fólki með hvíta fána ef þörf krefur: ef Sameinuðu þjóð- inar biðja okkur um það - en helst óbeðin. Við brugðumst Tékkum árið 1968. Við brugðumst gyðingum á fjórða áratugnum. í bæði skiptin vissum við hvað var að gerast, við for- dæmdum morðin - en í bæði skipt- in töldum við það verkefni annarra að hjálpa. Samt er aðstaða okkar betri til þess en flestra annarra að hjálpa þvi atvinnuleysið er hér miklu minna. Við bregðumst ekki núna því við vitum núna betur, við vitrnn um hvað er að ræða: við erum öll ís- lendingar og við vitum hvað það þýðir að vera íslendingur; að eiga atkvæði, að vera ein af Sameinuðu þjóðunum, heyrast, skiija, hlusta; það er að vera íslendingur í nútím- anum. Á fjórða áratugnum bjuggu menn til orðið „foðurlandsleys- ingi“. Menn notuðu það til að skamma þá sem ekki voru taldir „þjóðernissinnaðir". í nútímanum eru skilgreiningamar aðrar. Föð- urlandið birtist í samtímanum sem foðurland sem er aðih að samfélagi þjóðanna, sem er aðih að Samein- uðu þjóðunum - og þar viljum við vera fullght land sem gefur og tek- ur og á sinn sess meðal hinna - en engir „fóðurlandsleysingajar". Þá gleymum við ekki foðurlands- leysingjunum í Júgóslavíu! Einar Heimisson Sumarspamaður námsmanna: Nýtið foreldra til hlutafjárkaupa Fiölmargir námsmenn eru um þessar mundir að velta því fyrir sér hvemig best sé að ávaxta hluta sumartekna sinna th frambúðar. Þeir sem höfðu þokkalegar tekjur í siunar geta án efa lagt eitthvað fyrir til íbúðarkaupa eða tíl að nota þegar haldið verður í nám erlendis. Bankamir vita greinUega að um myndarlegan hóp er að ræða og slást um hylli hans með aUs kyns gylhboðum. Fæst þessara tílboða standast þó samanburð við þann möguleika sem hér er til umfjöUunar. Þessi möguleiki felst í því að þeir sem ftUlnýta persónuafslátt sinn og greiöa skatta geta fengið hluta skattsins endurgreiddan ef þeir kaupa hlutabréf í einstökum fyrir- tækjum eða í hlutabréfasjóðum. Þannig geta hjón, sem kaupa hlutabréf fyrir 190 þúsund krónur fyrir næstu áramót, fengið 76 þús- und krónur endurgreiddar í ágúst á næsta ári. Líklega greiða margir foreldrar námsmanna umtalsverða skatta en hafa ekki tök á að nýta sér þennan kost á endurgreiðslu. Því ætti það að vera auðsótt fyrir marga námsmenn að fá að nýta foreldrana eða aðra vini og vanda- menn til hlutabréfakaupa. Aðferð- in er í fullu samræmi við tílgang laganna um skattaafsláttinn, þ.e. að auka þátttöku einstaklinga í at- vinniUífinu. Kjallaiiim Glúmur Jón Björnsson efnafræðinemi Hverjar eru reglurnar? í stuttu máh eru reglurnar, sem um þennan skattaafslátt gUda, þannig að einstakhngur, sem greið- ir skatta, getur keypt hlutabréf fyr- ir aUt að 100 þúsund krónur og fengið 40% upphæðarinnar endur- greiddar við skattauppgjör í ágúst á næsta ári. Hjón geta tvöfaldað þessa upphæð og geta því keypt bréf fyrir 200 þúsund krónur og fengið 40% eða 80 þúsund endur- greidd næsta ár. Eina skUyrðið er að kaupandi eigi bréfin í minnst tvö ár. Það var sett eftir að menn höfðu stundað það að koma á síðasta opn- unardegi ársins í hlutabréfasölum- ar og kaupa bréf sem þeir seldu svo á fyrsta opnunardegi eftir áramót. Sumir gengu jafnvel svo langt að greiða fyrir bréfin með innstæðu- lausum ávísunum rétt fyrir lokun og seldu þau svo aflur um leið og opnað var eftir áramótin og hlupu með peninginn (sem þeir höfðu aldrei átt) og lögðu hann inn á ávís- anareikning sinn. . menn höfðu stundað það að koma á síðasta opnunardegi ársins í hluta- bréfasölurnar og kaupa bréf sem þeir seldu svo á fyrsta opnunardegi eftir áramót.“ Reglur um skattaafslátt vegna hlutabréfakaupa einstaklinga voru hertar og nú virðist eiga að fella þennan afslátt niður. Dæmi um mennta- skólanema Hann sleppti því að fara á „hátíð orgs og ælu“ og hafði vit á því að láta ekki draga af sér skylduspam- að. Hann á því um 80 þúsund sem hann er thbúin til að leggja til hhð- ar fyrir framtíðina. Foreldrar hans hafa ekki tök á að nýta sér skattaaf- sláttinn sem fæst við hlutabréfa- kaup og hann semur því við þá. Þeir kaupa fyiir hann hlutabréf fyrir þessa peninga og afhenda honum endurgreiðluna sem kemur frá skattinum í ágúst á næsta ári. Sú upphæð er 32 þúsund. Að tveimur árum hðnum getur menntaskólaneminn svo farið að bíða eftir rétta tækifærinu til að selja bréfin aftur. Ef th vih lætur það á sér standa og ef th vih neyð- ist hann th að selja bréfin á svipuðu verði eða lægra en hann keypti þau á. Ekki er þó trúlegt að sá skaði nægi th að hann endi í tapi, þar sem hann hefur heh 40% upp á að hlaupa. Hitt gæti svo aht eins gerst að bréfin skhuðu sjálf hagnaði og hehdarávöxtun yrði yfir 40%! Nýtið kosti hlutabréfasjóða Th að lágmarka hugsanleg skakkaföh af völdum lækkunar á gengi hlutabréfa 1 einstökum fyrir- tækjum bjóða verðbréfafyrirtækin upp á svonefiida hlutabréfasjóði. Þeir em settir saman úr hlutabréf- um marga fyrirtækja og því mun áhættuminni en bréf í einstökum fyrirtækjum. - Kaupþing, Verð- bréfamarkaður íslandsbanka og Fjárfestingarfélagið Skandia bjóða t.d. öh upp á slíka sjóði. Verð á hlutabréfúm hefúr al- mennt lækkað það sem af er þessu ári eftir mikla uppsveiflu árin þar á undan. Það er því hægt að gera mun betri kaup núna en t.d. fyrir einu ári. Ef th vih er þetta síðasta árið sem hægt er að nýta þessa leið, því fyr- ir Alþingi hggur lagafrumvarp um að feha þennan skattaafslátt niður. Það er því um að gera að nýta þetta tækifæri th góðrar ávöxtunar. Með því era slegnar tvær flugur í einu höggi. - Tekjur þínar og fleiri ein- staklinga auknar en tekjur ríkisins minnkaðar. Glúmur Jón Björnsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.