Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Side 15
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
15
Wy
3 ■ '■'£xs* Æk
Þingmenn kjósa oftast fremur að verða „hetjur" ákveðins hóps en að hugsa um hag þjóðarheildarinnar.
DV-mynd GVA
Sjóðasukk áfram
í dag er ég ríkur, í dag vil ég gefa
demanta, perlur og skínandi gull.
Gakk þú í sjóðinn og sæktu þér hnefa,
unz sál þín er mettuð og barmafull...
Þeir voru örlátir - á peninga ann-
arra, það er skattborgaranna - ráð-
herramir og þingmennimir, sem
komu á sjóðasukkinu fyrir mörg-
um árum. Þeir, sem hlutu náö, svo
sem dyggir stuðningsmenn í kosn-
ingum, gátu gengið lítið hindraðir
og tekið fé hjá opinberum sjóðum,
meira og minna niðurgreidd lán.
Þetta var oft ekki greitt - og er svo
enn. Ráðherrar núverandi ríkis-
stjómar hafa sagt margt ljótt um
sjóðasukkið, þótt margir þeirra
hafi borið ábyrgð á því ásamt ráða-
mönnum í öðrum flokkum. Það
átti að stöðva sjóðasukkið, og eitt-
hvað hefur verið gert í þá átt. En
sumpart heldur sukkið áfram, og
við erum að fá reikninga fyrir nú-
tíöarvanda og „fortíðarvanda“,
sem leiðir af þessu glapræði.
Steininntókúr
Mikill halli hefur verið undanfar-
in ár á lánasjóðum atvinnuveg-
anna, og í fyrra tók steininn úr að
sögn tímaritsins Vísbendingar.
Þetta em, eins og menn vita, sjóð-
ir, sem útvega fyrirtækjum lang-
tímalán. Halli helztu sjóðanna, sem
ritið skoðaði, var rúmir tveir millj-
arðar króna í fyrra og um sjö milij-
arðar króna, þegar ríkisframlögum
er bætt við hallann, eins og sjálf-
sagt er. Þetta er gífurleg upphæð,
til dæmis er þessa dagana talað um,
að ríkiö „auki framkvæmdir" á
næsta ári um tvo milljaröa króna
og er taiin mikil aukning. Eitt pró-
sent af allri framleiöslu í landinu
er um 3,8 milljarðar króna, svo að
sjö milijarðar samsvara nærri
tveimur prósentum af framleiðsl-
unni.
Þetta kostar sjóöasukkiö okkur
um þessar mundir.
Langmestur hluti ríkisframlag-
anna í sjóðina fer til að bæta út-
lánatap þeirra. í fyrra seig á ógæfu-
hliöina, en meira munar þó í reikn-
ingnum, að tap sjóðanna frá hðnum
tíma hefur verið viðurkennt, með
- 7 milljarða halli á lánasjóðum atvinnuveganna
því að sjóðimir leggja í afskrifta-
sjóð fyrir töpuð útlán. Þannig lögðu
sjóðimir hátt á sjöunda mifijarð
króna í slíka afskriftasjóði á síðasta
ári. í þessum afskriftasjóðum em 7
prósent eigna sjóðanna, en til sam-
anburðar má nefna, að í afskrifta-
sjóðum banka em 2-3 prósent
eigna. Sjóðimir viðurkenna þannig
meira en áður það mikla tap út-
lána, sem þeir standa frammi fyrir.
Bein útlán sjóðanna vora 70 milij-
arðar króna um áramót, en þá vom
útlán banka og sparisjóða samtals
190 milijarðar króna. Á þessu sést,
hvílíkt bákn þessir sjóðir hafa ver-
ið samanborið við bankakerfið.
Ríkisstjómin hefur staðið fyrir
því að vinda nokkuð ofan af þess-
um sjóðum, þótt hvergi nærri sé
nóg. Þannig er mikilvægt, aö útlán-
um Framkvæmdasj óðs hefur nú
verið hætt og stjóm hans lögð nið-
ur. Lánasýsla ríkisins hefur tekið
að sér að innheimta útlán sjóðsins,
sem nema yfir 20 milljörðum
króna. Þar af er gífurlega hátt hlut-
fall örugglega tapað, reikningur,
sem berst skattgreiðendum næstu
árin.
Lögum um Byggðastofnun, ann-
an slíkan „sjóð“, var breytt fyrir
rúmu ári. Stofnunin á að verða
„þróunarstofnun, sem fylgir eftir
stefnu stjómvalda í atvinnu- og
byggðamálum". Hætt er við, að
þessi breyting dugi hvergi. Þvert á
móti sýnir reynsla að undanfomu,
að Byggðastofnun hefur ekki
brugðið vana sínum. Hún er við
sama heygarðshomið.
Draumur
sukkaranna
Alltof litáð hefur verið gert til að
stöðva sjóðasukkið, og stór hluti
þjóðarinnar virðist líta á það sem
gott og blessað. Varla líður svo dag-
ur, aö ekki berist fréttir af einhveij-
um hópi, sem æpir á meira af því
tagi. Það er samdráttur í efnahags-
málum. Margir fara á höfuðið.
Landsbankinn gengur í miklu rík-
ara mæli en áður fram gegn tap-
fyrirtækjunum. Sum pláss eiga í
Laugardags-
pistilliiui
Haukur Helgason
aðstoðarritstjóri
vanda af þessum sökum. Hvað ger-
ist? Menn kalla eftir framlagi úr
ríkissjóði. Ríkiö eigi beinlinis aö
bera tapreksturinn á herðum
skattborgaranna í landinu. Svona
var þetta, og svona viija margir
hafa það, kannski langflestir, með-
an þeir reikna dæmið ekki til enda.
Sukkaramir era fjölmargir, og þeir
hafa lykilvöld í þjóðfélaginu.
Sljómmálamenn verða byggða-
heljur með þvi að styða kröfur um,
að ríkið beri tapreksturinn uppi -
enn einu sinni.
Ríkissijómin hefur ekki stöðvaö
þetta. Hún fer sjálf svipaðar leiðir,
, oghúnsehu-fýrirgreiðslumönnun-
um ekki stóliim fyrir dymar. Ríkis-
stjómin segist á næsta ár ætla að
leggja tvo miljjarða aukalega í „við-
bótarframkvæmdir". Þetta verður
auðvitað gert með erlendum lán-
um. Lánasjóðir atvinnuveganna
em einmitt þannig gerðir, að þeir
útveguðu fyrirtækjum lánsfé, sem
var að miklu leyti erlent. Þetta hef-
ur farið eins og fólk veit, ef það
hugsar málið. Lítum á Fram-
kvæmdasjóð sem dæmi.
Framkvæmda-
sjóður drepinn
Framkvæmdasj óður er til kom-
inn vegna Marshafi-aðstoðarinnar
1948. Hann tók lán erlendis og miðl-
aði þeim til annarra sjóða atvinnu-
veganna. Vegna spilhngar stjórn-
málamanna fór þetta úrskeiðis.
Framkvæmdasjóðúr tók að lána
Álafossi á sjöunda áratugnum. Þar
fór eins og fólk þekkir. Eftir endur-
skipulagningu 1985 var farið að
veita fleiri bein lán úr sjóðnum,
einkum til fiskeldis. Þar fór einnig
eins og fólk veit. Þetta drap sjóðinn.
Tap sjóðsins nam í fyrra rúmum
tveimur mifijörðum króna. Eigið fé
hans var aðeins hálfur milljarður.
Ríkið greiddi því afganginn af tap-
inu. Það er þú og ég.
Byggðastofnun lagöi í fyrra tvo
milijarða króna í afskriftasjóð tap-
aðra útlána, en það samvaraöi
fimmtungi heildarútlána Byggða-
stofnunar. Ríkið lagði lengi vel fé
til rekstrar stofnunarinnar og sér-
stakra þróunarverkefna, og var
ætlazt tU, að útlánin stæðu undir
sér að öðm leyti. í fyrra varð ríkið
þó að reiða fram 1450 milijónir
króna úr vasa skattborgranna.
Rekstrartap Byggðastofnunar
ásamt styrkjum var þá rúmir tveir
milijarðar króna.
Mikið af þessu var vegna fyrir-
tækja í fiskeldi, enn einu af gælu-
verkefnum stj ómmálamanna.
Lán stofnunarinnar til fiskeldis
vom 900 milljónir króna um ára-
mót. Megniö af því er tapað fé.
Hér hefur verið drepið á hluta af
kostnaði landsmanna vegna þess,
sem sett hefur verið í glötuð verk-
efni úrþessum sjóðum. Nefiit hefur
verið Alafoss og fiskeldiö. En hér
hefur aðeins verið minnzt á kostn-
að, sem kemur út úr reikningum
síðasta árs. Lengi má rekja þessa
sorgarsögu. Til dæmis hefur einn
„sjóðurinn", Stofnlánadeild land-
búnaðarins, lagt 1,7 milljarða
króna í loðdýrarækt, aðeins sam-
kvæmt reikningi síðasta árs, eða
tæp 20 prósent af öllum útlánum
sjóðsins. Fólk kannast við fall þess-
arar greinar. Endurgreiðslum af
skuldum loðdýraræktar við sjóð-
inn var frestað í nokkur ár.
Sígur á ógæfuhlið
Framlög sjóða til taprekstrar era
miklu meiri en þetta. Fjárhagur
sjóðanna verður vafalaust slæmur
nú í ár. Aflakvótar minnka og
framleiðslukvóti í sauðflárrækt.
Þar mun koma fram, að þessir op-
inbera sjóðir hafa verið að halda
gangandi taprekstri um langt ára-
bil, sumpart vonlausum taprekstri.
Hafa þessir sjóðir orðið til ein-
hvers gagns? Þegar á allt dæmiö
er htið, hefur ógagnið verið miklu
meira. Reikningurinn, sem skatt-
borgarinn fær sendan nú og á næst-
unni, segir þá sögu. í fjölmörgum
tilvikum hefur vonlausum fyrir-
tækjum verið haldið gangandi,
þannig að dauöastríð þeirra hefur
bara lengzt. Ekki þýðir að tala í
þessu tilviki um, að „atvinnu hafi
verið haldið uppi“. Allir sjá, aö
ekki stoðar sú „kleppsvinna" að
sóa fjármunum til vonlauss rekstr-
ar, bara til þess að halda uppi at-
vinnu. Vinnuaflið væri betur kom-
ið við önnur verkefiii. Austur fiár
til þessa rekstrar hefur verið óarö-
bær með öllu. Hann hefur þvert á
móti hindrað, að annar rekstur
hafi getað fengið flármagn, rekstur,
sem skilaði þjóðinni arði. Þetta sjá
allir, þegar þeir hugsa til þess, að
verið er að spila með takmarkað
fjármagn, svo að ekki hefur verið
mikið til skiptanna. Gæludýrum
ráðamanna hefur verið hyglað og
þá á kostnað annarra landsmanna.
Þetta hefur skapað ósanngjamar
samkeppnisaðstæður.
Fleiri en áður skfija þetta glataöa
sjóðasukk. En gallinn er sá, aö það
heldur áfram - og margir vfija
áfram sjóðasukk.
Haukur Helgason