Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Page 18
18
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
Veiðivon
Flugan sat
föst í berginu
Nú er veiði lokið í flestum ám en sjóbirtingur er veiddur í einni og einni ennþá. Veiðimenn geta alla vega yljað sér
í vetur við minningarnar frá sumrinu. DV-mynd G.Bender
Veiðimenn eru misheppnir eins og
sá sem við fréttum af fyrir fáum dög-
um. Hann var veiða í veiðiá fyrir
vestan og veiðin var ágæt. En maök-
urinn var af skomum skammti og
nú átti að reyna fluguna. En þar sem
hylurinn var djúpur og fiskurinn lá
djúpt í honum varð að setja nokkrar
sökkur á og stóra túpu. Þetta var
allt sett á með miklum tilfæringum
og ailt var í góðu lagi.
Var fyrsta kastið stórglæsilegt, en
enginn fiskur tók. En ekki var hægt
að segja það sama um næsta kast.
Þessi hylur var mikill og djúpur með
stórum klettum í kring. Veiðimaður-
inn býr sig undir að taka kastið og
sveiflar stönginni meistaralega. En
þá gerðist slysiö, flugan með öllum
sökkunum lenti uppi á klettinum
beint á móti og sat þar fóst. Það var
ekki nokkur möguleiki að losa hana
þama, sama hvaö var reynt og togað,
ekkert gekk. En flugan og sökkurnar
sitja ennþá á klettinum, þar nær
þeim engin.
Kristján Gíslason
með aðra bók
Þessa dagana er verið að vinna á
fullu þær veiðibækur sem eiga að
koma út fyrir jólin.
Kristján Gíslason hefur lokið við
sína aðra bók og aftur er það Forlag-
ið sem gefur bókina út. Fyrri bók
Kristjáns, sem kom út fyrir tveimur
árum, var feiknarlega vel tekið af
lesendum.
Stangaveiðiárbókin kemur út hjá
ísafold í fimmta sinn og er verið að
vinna hana þessar vikurnar. Bókin
um Laxá í Kjós, sem Fróði ætlaði aö
gefa út, kemur víst ekki um þessi
jól. Hana er búið að salta í bili.
Skrif DV um lækkun á veiðileyfum
hafa vakið mikla athygli hjá stanga-
veiöimönnum, leigutökum og land-
eigendum. En þögn annarra fjöl-
miðla hefur vakiö ennþá meiri at-
hygli. Sumir vilja bara alls ekki ræða
málið, það þykir einkennilegt mjög.
-G'.Bender
Séra Bjami heitinn Jónsson var
eitt sinn spurður aö því hvort
honum þætti ekki óguðlegt aö
menn væru að veiða lax á sunnu-
dögum.
„Qjú, víst er það,“ svaraði séra
Bjarm. „En verra þykir mér þó
hvað hinir sömu ljúga miklu á
mánudögum."
kokkur
Eitt sinn er Lási kokkur, sá eini
og sanni, hafði verið í löngum
viðræðum við stýrimanninn uppi
í brú, spurði bátsmaðurinn Lása
hvað þeim hefði fariö á milli.
„Góði besti," stundi Lási, „hann
spurði svo mikið að ég lét það út
um annað og inn um hitt."
Sýklamir
„Veistu það, Pétur minn, að
djúpur andardráttur drepur sýkl-
ana,“ sagði einn af heimilislækn-
unum í Garðabæ viö eldri mann
sem leitaö hafði ráða hjá honura
við hvimleiðum kviiia.
„Er þaö svo,“ andvarpaði Pétur.
„En hvemig fáum viö sýklana til
aö anda nógu djúpt?“
Áhausnum
Ótgerðarmaður nokkur orti
þessar visur endur fyrir löngu:
Ég er á hausnum hvínandi,
hjálp fæst engan veginn.
Gapir við mér gínandi,
gjaldþrot beggja megin.
Skal þó meðan skapa nýt,
skulda fylla sekki.
Hérna megin hef ég krít,
hinuraegin ekki.
Finnurþúfimmbreytingai? 172
við?
Heimilisfang:..
Myndirnar tvær virðast við
fyrstu sýn eins en þegar betur
er að gáð kemur í ljós að á
myndinni til hægri hefur
fimm atriðum verið breytt.
Finnir þú þessi fimm atriði
skaltu merkja við þau með
krossi á hægri myndinni og
senda okkur hana ásamt nafni
þínu og heimilisfangi. Að
tveimur vikum hðnum birtum
við nöfn sigurvegara.
1. verðlaun: TENSAI ferðaút-
varpstæki með kassettu að
verðmæti 5.220 krónur frá
Sjónvarpsmiðstöðinni, Síð-
umúla 2, Reykjavík.
2. verðlaun: Fimm Úr-
valsbækur að verðmæti kr.
3.950. Bækumar, sem eru í verö-
laun, heita: Falin markmið, 58 mín-
útur, Október 1994, Rauði drekinn
og Víghöfði. Bækumar em gefnar
út af Frjálsri fjölmiðlun.
Merkið umslagið með lausnmni:
Finnur þú fimm breytingar? 172
c/o DV, pósthólf 5380,
125 Reykjavík
Vinningshafar fyrir hundraö
og sjötugustu getraun reynd-
ust vera:
LPéturSveinsson
Akralandi 1,108 Reykjavík.
2. Valgerður Anna Jónas-
dóttir
Safamýri 11,108 Reykjavík.
Vinningamir verða sendir
heim.