Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 25
25
• Bónorð á Brúarfossi
- smyglaði rússneskri pennavinkonu gegnum Holland til fslands
„Þegar ég sá hana koma gangandi
niöur stígann á hótelinu hélt ég að
við hefðum kannski misskilið hvort
annað í bréfunum. Hún leit út fyrir
að vera ekki nema fimmtán ára þótt
hún sé tvítug. En hún var enn fall-
egri en á myndinni sem ég hafði séð
af henni í bæklingnum." Þetta segir
Gunnar Ólafsson sem fyrir rúmum
mánuði hitti í fyrsta sinn rússneska
pennavinkonu sína sem hann hafði
skrifast á við í hálft ár. Fundur þeirra
áttí sér stað í Múnchen en nú eru
þau gift á íslandi. Til að koma penna-
vinkonunni, Tatiönu Zinchenko,
hingað heim þurftí Gunnar hins veg-
ar að leika á verði laganna.
Bauð allri
fjölskyldunni
„Ég hafði boðið bæði Tatiönu, móð-
ur hennar, fósturföður og bróður að
koma og hitta mig í Þýskalandi. Ef
okkur Tatiönu litist vel hvoru á ann-
að vildi ég bjóða fjölskyldu hennar
að vera á íslandi í vetur til að hún
yrði ekki einmana hér í skammdeg-
inu. Þau höfðu hins vegar bara feng-
ið sex daga vegabréfsáritun til
Þýskalands en ég hafði pantað far
með Brúarfossi frá Rotterdam í Hol-
landi. Eftír að ég hafði haft samband
við íslenska sendiráðið í Bonn og
beðið um að vegabréfsáritun biði á
íslandi tókum við lest ffá Miinchen
til Rotterdam og þegar við nálguð-
umst landamæri Hollands gætti ég
þess að hafa íslenska vegabréfið mitt
vel sýnilegt á hnjánum. Eg sýndi lest-
arverði miðana okkar en það komu
engir landamæraverðir til að skoða
vegabréfin. Á hóteh sem við gistum
þurftum við heldur ekki aö sýna
vegabréf.
Sluppu fram
hjá vörðum
Það var hins vegar búiö aö herða
eftirlit á hafnarbakkanum í Rotter-
dam. Þetta var um viku eftir að Rúm-
enar fóru sem laumufarþegar til ís-
lands. Þegar við vorum á leið um
borð var kallað í mig en ég svaraði
á íslensku og veifaði vegabréfmu
mínu og sagði að við værum aö fara
til íslands. Hálftíma seinna komu svo
verðimir mn borð og sögðu að fjöl-
skyldan hefði þurft að vera með
vegabréfsáritun til Hollands. Ég
benti þá á að hún væri komin á ís-
lenskt yfirráðasvæði. Það var svo á
Brúarfossi sem ég bar upp bónorðið
á rússnesku og Tatiana svaraði já,
auðvitað, á ensku. Mér tókst svo aö
útvega fjölskyldunni þriggja mánaða
dvalarleyfi hér á landi. Bróðir Tati-
önu vill hins vegar vera hér lengur
og ég ætla að reyna að fá dvalarleyf-
ið framlengt fyrir hann.“
Leist best á Gunnar
Sjálf segir Tatiana, með aðstoð
bróður sins, sem túlkar yfir á ensku,
að það hafi verið vegna áhuga á að
Gunnar Ólafsson og Tatiana Zinchenko gengu i hjónaband 20. september
síðastliðinn, réttum mánuði eftir að þau hittust i fyrsta sinn. Gunnar sá
mynd af Tatiönu í bæklingi yfir pennavini fyrir hálfu ári. Tatiana kom með
nöfn og myndir af tiu vinkonum sínum sem hafa áhuga á að kynnast fslensk-
um karlmönnum. DV-mynd Ljósmyndastofa Þóris
Til að Tatiana verði ekki einmana í skammdeginu í vetur bauð Gunnar fjöl-
skyldu hennar að dvelja hjá þeim. Hér er fjölskyldan, Viktor Chtchukini,
Vera Chtchukina og Andrei Chevtchenko ásamt hinum nýgiftu. DV-mynd GVA
búa í öðru landi sem hún lét birta
mynd af sér í bæklingi með nöfnum
og heimilisföngum stúlkna sem ósk-
uðu eftir pennavinum og jafnvel eig-
inmönnum. Hún fékk bréf víða að
en leist best á Gunnar. Hann varö
líka jafn hrifinn.
„Mér leist vel á hana og skrifaði
henni strax,“ segir Gunnar sem
reyndar skrifaöi fleiri stúlkum í
bæklingnum. „Ég sagði Tatiönu frá
mínum hugmyndum um hvemig
samband karls og konu ætti að vera.
Bréfið var sex vikur á leiðinni og
svarbréf hennar jafn lengi. Hún virt-
ist á sömu skoðun rnn hjónaband og
ég og þá skrifaði ég að mig langaði
til að heimsækja hana í Rússlandi.
Hún sagði að það gæti tekið ár fyrir
hana að komast úr landi ef við hefð-
um áhuga á að giftast. Við sendum
síðan skeyti á milli og ákváðum að
hittast í Þýskalandi."
íslenskar konur
hafna rómantík
En hvers vegna leitaði Gunnar að
konuefni í bæklingi? „íslenskar kon-
ur hafna rómantík þó þær vilji hana
innst inni. Ég er alinn upp í Banda-
ríkjunum frá eins árs aldri og kom
hingað 19 ára. Þar eru samskipti
karls og konu miklu rómantískari
en hér og karlamir gera miklu meira
fyrir kvenfólkið. Sumum íslenskum
konum fannst ég væminn og aðrar
misskildu mig. Einu sinni fylgdi ég
stúlku heim í leigubíl og steig út úr
bílnum til að opna bílinn fyrir hana
og til að fá að kyssa hana við útidym-
ar. Hún hélt að ég hefði eitthvað
meira í huga þegar ég ætlaði líka út
úr bílnum.
íslenskar stúlkur era ekki vanar
rómantík og ég kenni íslenskum
körlum um það. Ég er orðinn 31 árs
og mig hefur alltaf langað til að hitta
stúlku sem vildi lofa mér að sýna þá
rómantík sem býr innra með mér.
Og Tatiana hugsar eins og banda-
rískar stúlkur. Ég hafði líka heyrt
að þær sovésku konur sem hér búa
vildu vera heimavinnandi húsmæð-
ur.“ Gunnar tekur það þó fram að
slíkt sé ekki skilyrði af hans hálfu
en hann segist ánægður með að Tat-
iana vilji vera heima fyrst um sinn.
Undrandi á
vöruúrvalinu
Það sem kom Tatiönu mest á óvart
hér á íslandi var vöraúrvalið í versl-
unum og að hvergi skyldu vera bið-
raðir. Hún var líka hissa að sjá úti-
sundlaug í íbúðarhverfi en þykir svo-
lítið kalt því hún er vön hlýju lofts-
lagi frá bænum Sochi við Svartahaf-
ið. „Það tók svolítinn tíma að útskýra
fyrir Tatiönu og fjölskyldu hennar
að vöramar myndu ekki hverfa úr
hillunum strax og þess vegna þyrfti
ekki að birgja sig upp,“ segir Gunn-
ar, ljómandi af hamingju.
-IBS
FJÖLSKYLDUTiLBOÐ:
4 hamborgarar
franskar
2 I kók
1 I ís
1299
STÉLIÐ
Tryggvagötu 14
h La bit al
M ú s ■ *»
LAUGAVEGI 13 - SÍMI (91) 625870
40 KOMA! ▲▼▲▼ ▲▼ ▲
Nýji glæsilegi
haust-vörulistinn
frá Habitat er kominn.
OPIÐ ER Á LAUGARDÖGUM
FRÁ KL. 10.00 TIL 14.00