Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Blaðsíða 32
44
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
Helgarpopp
Ronnie James Dio söngvari í einkaviðtali við DV:
Framtíð Black Sabbath
- er sem óskrifað blað
Hljómsveitin Black Sabbath hef-
ur verið á hljómleikaferð um heim-
inn síðustu sex mánuði og ætlar
að halda áfram langt fram á næsta
ár. Með hléum að sjálfsögðu.
Hljómsveitin tók sér einmitt frí
þessa vikuna, frá sunnudegi til
laugardags.
„Við spiluðum í Groeningen í
Hollandi á sunnudaginn og verðum
svo næst á Akranesi, á laugardags-
kvöld,“ segir Ronnie James Dio,
söngvari hljómsveitarinnar, í
einkaviðtali við DV. Hann og Vinny
Appice trommuleikari notuðu
tækifærið til að skjótast heim til
Los Angeles til að heilsa upp á fólk-
ið sitt. Hið sama gerðu Tony Iommi
gítarleikari og Geezer Butler bassa-
leikari. Þeir þurftu þó ekki að fara
nema til Bretlands til að hitta kon-
ur og böm.
Það er löng leið frá Los Angeles
til Akraness. Vinny og Dio þurfa
því að leggja af stað á fimmtudag
til að verða komnir tímanlega á
hljómleikana. „Maður getur lítið
staðið við heima. En það er þess
virði að skjótast,“ segir söngvar-
inn.
Byrjuðu í Brasilíu
Hljómleikaferð Black Sabbath til
að fylgia eftir plötunni Dehumaniz-
er hófst í Suður-Ameríku í apríl.
Hljómsveitin kom fram í Brasilíu
og Argentínu. Ronnie James Dio
segir að viðtökumar hafi veriö
ótrúlega góðar. Black Sabbath á
þar bersýnilega fjölmarga aðdá-
endur. Þá segist Dio hafa orðiö
áþreifanlega var við að margir
könnuðust við tónlist hans og
hljómsveitarinnar Dio sem starfaði
á niunda áratugnum.
Hann bjóst fyrirfram við því að
ástandið þar syðra væri svipað og
í löndum þriðja heimsins en segir
að sér hafi komið þægilega á óvart
hve þróunin í löndunum tveim hafi
verið mikil hin síðari ár.
Eftir þrjár vikur í Suður-Amer-
íku lá leiðin til Bandaríkjanna og
þaðan til Bretlands. Síðustu daga
hefur Black Sabbath svo spilað á
meginlandi Evrópu og ætlar til
Kanada og Bandaríkjanna eftir að
hún hefur verið hér. Eftir áramótin
hggur leiðin síðan til Asíulanda.
Hljómsveitin leggur mikið á sig
til að kynna sem flestum nýju plöt-
una. Enda segir Dio að fjórmenn-
ingamir séu allir mjög sáttir við
hana.
„Útkoman varð mjög góð. En
vinnslan var erfið, drottinn minn
dýri,“ segir hann. „Við vonun í eitt
og hálft ár að fullgera plötuna. Það
tafði okkur verulega að trommu-
leikaraskipti urðu í hljómsveitinni
í miðju kafi. Cozy Powell datt af
hestbaki og slasaðist alvarlega. -
Þetta hljómar eins og hrakfaUasaga
frá hljómsveitinni Spinal Tap en
svona er þetta nú samt. - Nú, Vinny
Appice kom í hópinn og þá var
hljómsveitin allt í einu orðin eins
skipuð og þegár ég gekk í hana
árið 1979. Ég get alveg játað það að
ég var feginn að fá Vinny í hópinn.
hann passar miklu betur í Black
Sabbath en Cozy Powell.
Fyrir bragðdð hljómum við mun
nútímalegar en við hefðum ella
gert,“ heldur Dio áfram. „Mér
fannst engjnn tilgangur í aö endur-
reisa Black Sabbath aöeins til þess
að fara í hljómleikaferð og fá gamla
aðdáendur til að mæta - hafa pen-
inga af fólki. Enginn okkar þurfti
Black Sabbath. Góður starfsandi í hljómsveitinni en liðsmennirnir umgangast hver annan með varúð, segir Ronnie James Oio songvari.
á því að halda að standa þannig að
málum. Því var miklu skynsam-
legra að reyna að búa til eitthvað
sem stenst samanburð við það sem
fremstu. rokksveitir heimsins eru
að gera um þessar mundir. Ég tel
að okkur hafi tekist það og ég held
að hinir þrír séu sama sinnis. De-
humanizer er nútíma plata. Hljóm-
urinn er nútímalegur og við erum
í árásarhug og reiðir. Þannig eiga
menn líka að hljóma meðan
ástandið í heiminum er eins og það
er um þessar mundir."
Tværplöturíeinu
Um svipað leyti og Dehumanizer
með Black Sabhath kemur út er
gefin út plata með safni bestu laga
hljómsveitarinnar Dio. Hún heitir
Diamonds - Best Of Dio. Ronnie
James Dio telur að það skipti engu
máli að báðar plötumar komi út í
einu.
„Þetta snýst allt um markaðs-
setninguna," segir hann. „Ég hafði
ekkert með Diamonds... að gera
nema að samþykkja lögin sem voru
valin á hana. Útgefandinn annast
þá útgáfu alfarið. Enda vissi hann
fyrirfram að ég myndi eingöngu
sinna Black Sabbath og Dehum-
anizer plötunni. Auðvitað hef ég
ekkert á móti því að Diamonds...
seljist vel. Mér fmnst bara að mér
komi útgáfan ekkert við. Ég held
að nafnið mitt sé ekki einu sinni
nefnt á plötuumslaginu!
Hins vegar hef ég áfram minn
plötusamning við Wamer sem ég
undirritaði fyrir tólf árum og held
áfram aö vinna fyrir þaö fyrirtæki
einhvem tíma síðar. Nú er ég hins
vegar í Black Sabbath og sinni þá
engu öðm á meðan, með fullu sam-
þykki útgefandans, sem reyndar
dreifir plötum Black Sabhath í
Bandaríkjunum. Ég hef ekkert
ákveðið hvað tpkur við.þegar við
ljúkum því að fylgja Dehumanizer
eftir. Hvort það verður sólóplata
eða önnur plata með Black Sabbath
verður tíminn að leiða í ljós. Útgef-
andinn er ekki farinn að krefjast
þess að ég fari að gera eitthvað í
nýrri plötu svo að ég sef rólegur
hennar vegna. En ég lofa því að ef
okkur tekst að þrauka á þessari
plánetu, sem við föram svo illa
með, kemur sólóplata frá mér fyrr
eða síðar. Kannski fyrr en síðar,“
segir Dio og hlær.
Nável saman
Ronnie James Dio söng með
Black Sabbath á ámnum 1979 til
Umsjón
Ásgeir Tómasson
1983. Þá var hann rekinn úr hljóm-
sveitinni. Hann segir að átökin,
sem þá urðu, skipti engu máh leng-
ur.
„Þegar við héldum okkar fyrstu
hljómleika var eins og þessi tíu ár
þurrkuðust út í einu vetfangi," seg-
ir hann. „Við náðum mjög vel sam-
an frá fyrstu stundu. Að því leytinu
að hljómsveitin nær mjög vel sam-
an hefur ekkert breyst. Okkur hef-
ur hins vegar öllum farið fram sem
tónlistarmönnum síðan í gamla
daga.
Breytingin, sem orðið hefur, er
fyrst og fremst sú að nú era allir
eldri og þroskaöari en fyrir tíu
áram. Við horfum til gömlu áranna
og viðurkennum það fúslega að við
vorum þá ungir, villtir og vitlausir.
Nú höfum við allir stofnað heimili
og þar af leiðandi fer fritíminn í að
sinna fjölskyldunum. Áður eydd-
um við öllum okkar tíma saman,
bæði í vinnunni og utan hennar.
Og auðvitað fór ekki hjá því að við
færam stundum hver í taugamar
á öðrum.
En taktu ekki orö mín svo að við
séum orðnir gamlir og ráðsettir
núna,“ bætir Dio við og hlær. „Þótt
við séum komnir nokkuð við aldur
og höfum þroskast með allri þeirri
lífsreynslu sem við höfum aflað
okkur eigum við okkar „óþroskuðu
stundir" núna. En þegar á heildina
er litið era öll viðhorfin til hljóm-
sveitarinnar og hver til annars
önnur en áður. Eðlilega.“—
Óráðin framtíð
Ronnie James Dio segir að platan
Dehumanizer hafi fengið mjög góð-
ar viðtökur gamalla Black Sabbath
aðdáenda og vænn hópur nýrra
hafi bæst við. Hann segir fjórmenn-
ingana ekkert kippa sér upp við
slæma dóma sem platan hefur
fengið í tónlistartímaritum, aðal-
lega breskum.
„Það er svo sem ekkert nýtt að
Black Sabbath fái slæma dóma í
breskum blöðum. Það er frekar
regla en undantekning," segir
hann. „í bandarískum blöðum hef-
ur okkur verið betur tekiö. Þar er
platan skoðuð í samhengi við ann-
að sem Black Sabbath hefur gert
og hljómsveitin nýtur sannmælis
fyrir að hafa verið til í hér um bil
25 ár. Það er heilmikið afrek út af
fyrir sig. Það sem okkur finnst best
er að það flykkist fólk á öllum aldri
á hljómleikana okkar, ungir og
gamhr, og það þekkir tónlistina á
Dehumanizer alveg jafn vel og Iron
Man, Paranoid og fleiri sígild lög
sem hljómsveitin hefur sent frá
sér. Platan hefur selst vel. Hún
þýtur ekki upp í efstu sæti vin-
sældalista og hrapar svo niður aft-
ur. Þvert á móti selst hún vel og
öragglega og á áreiðanlega eftir að
gera svo lengi,“ segir söngvarinn.
Hann vfil lítíð ræða framtíð
hljómsveitarinnar eftir að hljóm-
leikaferðinni, sem nú stendur yfir,
lýkur í Japan næsta sumar.
„Við tökum okkur áreiðanlega
gott frí frá Black Sabbath eftir að
ferðinni lýkur. Síðan verðum við
einfaldlega að skoða hug okkar.
Hvort við viljum halda áfram að
vinna saman. Við náum vel saman
músíklega. En við geram okkur
líka grein fyrir að við erum í erfiðu
starfi. Það gekk illa að koma plöt-
unni saman. Og við erum ákaflega
varkárir í samskiptunum hver við
annan. Það gekk ýmislegt á í gamla
daga og við viljum ekki láta það
gerast aftur. Þess vegna ræðum við
hlutina ekki hreinskilnislega, ég
játa það hreinskilnislega. Við
útkljáum ekki máhn augliti tíl aug-
litis.
Tony Iommi hefur sagt í viðtölum
að á næsta ári verði Black Sabbath
áreiðanlega til en kannski með allt
öðrum mannskap," heldur Ronnie
James Dio áfram. „Við skulum
ganga út frá að hann eigi ahtaf eft-
ir að verða í hljómsveitinni. Hvað
mig varðar þá tek ég sjálfstæðar
ákvarðanir og reikna með að hinir
geri það líka. Ég tel mig ekki þurfa
á Black Sabbath að halda í framtíð-
inni til að koma mér og tónhst
minni á framfæri. Ég er ákaflega
ánægður í hljómsveitinni eins og
sakir standa en lifi það ákaflega vel
af þótt ég verði ekki með þegar
hljómsveitin kemur næst saman.
Ég er farinn að eldast og veit ekki
hvaö ég endist í hljómsveit mikið
lengur.“ Hann hlær.
„Sem sagt, ég vildi að ég gæti
sagt að Black Sabbath eigi eftir að
verða ahtaf til. En svarið er að ég
veit það hreinlega ekki. Stefnan hér
áður fyrr var að taka upp nógu
mikið af plötum og spha á hljóm-
leikum þar th menn voru orðnir
dauðleiðir hver á öðram og gátu
ekki unnið saman lengur. Nú
ákváðum við að taka upp eina
plötu, fylgja henni eftir og sjá svo
th. Svona htur máhð út. Þetta er
heiðarlegasta svarið sem ég get
gefið um framtíð Black Sabbath.“