Dagblaðið Vísir - DV - 26.09.1992, Qupperneq 52
á-—«£"
Frjálst,óháð dagblað
LaxáíKjós:
Leigan lækk-
ar verulega
- seglr Árni Baldursson
„Málið er komið í höfn, eftir
margra vikna samningaviðræður
milli mín og bænda í Kjósinni, frá
því var gengið í fyrrinótt. Landeig-
endur og leigutaki Laxár í Kjós náðu
samkomulagi um að ríða á vaðið meö
verulega verðlækkun og kjarabætur
til stangaveiðimanna með þessum
samningum," sagði Ami Baldursson,
leigutaki Laxár í Kjós, í gær en Laxá
í Kjós er fyrsta áin sem hefur verið
gengið frá samningum um þetta
haustið af þeim veiðiám sem eru
leigðar til eins árs í einu.
„Lækkunin er veruleg en viö get-
um ekki gefið upp hve hún er mikil
eins og er. Það kemur í ljós á næstu
dögum. En Kjósarbændur hafa kom-
ið verulega til móts við stangaveiöi-
menn með lækkun veiðileyfa með
þessum breyttu samningum," sagði
Ámi Baldimsson ennfremur.
DV hefur heimildir fyrir því að
leigan á ánni var 29 milljónir í smnar
og að þetta er töluverð lækkun.
Þetta gæti hreyft við öðmm leigu-
tökum þvi að einhver þurfti að byija
og það hafa landeigendur við Laxá í
Kjós og leigutaki gert með þessum
tímamótasamingi sem lækkar leig-
unaenhækkarhanaekki. -G.Bender
É ™ ab iamhiíba nifl Æk IhbbaAi Jftu
Alumax
/ /
Fyrstu sex mánuöi þessa árs tap-
aöi Amax, aöaleigandi Alurnax,
25,3 miUjónum dollara sem jafii-
gildir rúmiega 1300 milijónum is-
lenskra króna. Á sama tímabih
1991 var hagnaðurinn bins vegar
37 milljónir doliara eða rumlega
2000 mÚJjónir króna. Haft var eftir
Allen Bom, stjómarformaxmi Am-
ax, í sumar að rekja rnætti tapið til
lækkandi verðs á ílestum tegund-
um máhna sem fyrirtæki Amax
vinna úr. Hann sagði að nú væri
öll áhersla lögö á að mlnnka kostn-
að með því að loka verksmiðjum
og fresta framkværadum eins og
við nýtt álver í Harrisonburg. Síð-
astíiðið ár hefði Aiumax til dæmis
lokað sex framleiðslustööum og
fækkað starfsfólki um fimm og
hálft prósent.
í viðskiptatímaritinu Porbes er
einnig viðtal við Allen Born, stjórn-
arformann Araax, þar sem hann
segír Alumax-fyrirtækið hafa fjár-
fest of raikið undanfarið og gagn-
rýnir forstjóra fyrirtækisins, Paul
Drack.
„Margir telja að þessar miklu
fiárfestingar muni skila sér á end-
anum og þetta séu í raun góðar fjár-
festingar þó þær séu ekki á alveg
réttum tíma. Þetta skýrir það hins
vegar af hverju þeir viíja fara sér
hægar í uppbyggingu heldur en
menn áður vonuðu. Það er bersýni-
legt að það er ekki bara markaðs-
vcrðið sem hefur áhrif á vifja
þeirra,“ sagði Davfð Oddsson for-
sætisráðherra þegar hann var
spurður hvort miklar fjárfestingar
fyrirtækisins og slæm staða þýddi
það ekki að hætt yröi við frara-
kvæmdir á Keilisnesí.
Davíð sagði að sérfræðingar
væru ahnennt séð sammála um að
framboð frá austantjaldslöndum
mundi fara minnkandi og þvi væru
bjartari tímar framundan í álheim-
inum.
í úttekt sem Paul A. Reardon og
Robert H. Ray, tveir sérfræðingar
ráðgjafafyrirtækisins Moody, iiafa
gert á ál- og nikkelframleiöslu í
Samveldi sjálfstæöra ríkja er nið-
urstaðan Mns vegar sú að fram- .
leiðslugetan sé það mikil í fyrrum
Sovétríkjunum og landið svo rikt
af málmumað líklegt sé að framboð
þaðan á heimsmarkaðinn muni
ekki minnka á næstunni heldur
þvert á móti aukast næstu árinu.
Aö mati lvan Propokov, tals-
manns rússnesku álútflytjend-
æma, verður útflutningurinn á
: þessu ári sá sami að magni tilogi
fyrra, það er 843 þúsund tonn, en
getur jafnvel orðið 100 þúsund
tonnum mebi.
-Ari
LAUGARDAGUR 26. SEPTEMBER 1992.
Veörið á sunnudag
ogmánudag:
Skúrir
víða
um land
Suðaustlæg átt verður og víða
strekkingsvmdm-, skúrir víða um
land, síst á Norðurlandi. Hiti verð-
ur víðast hvar á bilinu 5-10 stig,
hlýjast norðanlands.
Veðrið í dag er á bls. 61
Húsavík:
Heilsuböð í
boriioluvatni
Jóhannes Siguxjónsson, DV, Húsavik:
Á undanfomum áriun hefur oft
verið rætt um það hvort ekki mætti
nota heitt vatn úr gömlum borholum
á Húsavík í heilsubótarskyni. Aðilar
í ferðamálum hafa velt þessu fyrir
sér og síðustu árin Félag psoriasis-
sjúkhnga.
Könnuð var gömul borhola á Höfð-
anum en þegar borað var þar fyrir
löngu fannst nóg heitt vatn. Það þótti
ekki heppilegt fyrir hitaveitu, m.a.
vegna þess hvað það var ríkt af ýms-
um snefiiefnum.
Félag psoriasissjúklinga lét opna
þessa holu og setti upp einfaldan út-
búnað til heilsubaöa þama á Höfðan-
um fyrr í sumar. Plastlögn er rennt
niður í borholuna og er lítil dæla
fremst á henni. Vatnsyfirborðið er á
17 metra dýpi en vatninu er dælt upp
af 27 metrum og er 65 gráða heitt.
Þaö seytlar í heljarmikið ostakar sem
fengið var úr Mjólkursamlagi KÞ.
r Hitiþarerþægilegur,um35gráöur.
Þessi aðstaða hefur verið í notkun
. ínokkumtímaogteljaþeirsemhana
hafa reynt að hún hafi skilað nokkr-
um árangri.
Húsviskir psoriasissjuklingar i „ostakarinu" góða.
LOKI
Mættum við biðja Alumax
um dulitla offjárfestingu?
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um
frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir
hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað
í DV, greiðast 3.000 krónur.
Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku
greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafn-
leyndar er gætt. Við tökum við frétta-
skotum allan sólarhringinn.
■ Áskrift - Dreifing: Simi
Röntgentæknar:
Engar viðræður
eruframundan
„Þetta vom ekki samantekin ráö
heldur em þetta allt persónulegar
uppsagnir,“ sagði Dagný Sverrisdótt-
ir, röntgentæknir á Borgarspítala, en
um mánaðamót láta flestir röntgen-
tæknar viö spítalann af störfum og
er fyrirsjáanlegt að þaö mun hafa
mikil áhrif, ekki síst á slysadeildina.
Eftir mánaöamót verða fimm
röntgentæknar starfandi á Borgar-
spítala sem er um þriðjungur þeirra
sem þar starfa núna. Dagný sagöi aö
nú væri undirmannað á deildinni.
Hún sagði að þaö vantaði röntgen-
tækna í sex stöðugildi á Borgarspít-
ala. Nú er skortur á röntgentæknum
og ekki er von á nýju fólki fyrr enn
eför rúmt ár.
Dagný sagði að. ekki væm neinar
viðræður í gangi við forráðamenn
spítalans og hún sagðist ekki vita til
að óskað hefði verið eftir samræðum.
Hún sagði fyrirsjáanlegt að starf
röntgendeildarinnar myndi lamast
og aðeins hægt að veita lágmarks-
þjónustu.
„Ég reikna ekki með að nokkur
röntgentæknir, sem hér er að hætta,
fari á aðra spítala upp á sömu kjör
og við erum að hætta út af. Ég er
ekki búin að gera upp við mig hvað
ég geri, “ sagði Dagný. -sme
QFennei
Reimar og reimskífur
Vauisen
SuAurtandsbraut 10. S. 68M99.