Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Side 2
2 MÁNUQAGUR 12. OKTÓBER 1992. Fréttir Sagðist vera að leita að peningum: Rændi 7 ára stúlku og reyndi að nauðga henni - snarræði lögreglu varð baminu til bjargar Lögreglan bjargaöi sjö ára gam- alli stúlku með snarræði úr hönd- um bamsræningja aðfaranótt laug- ardags. Maðurinn komst inn á heimili stúlkunnar, inn í svefnher- bergi hennar og hafði uppi kynferð- islega tilburði gagnvart henni. For- eldramir vöknuðu við hljóðin í stúlkunni og flúði þá maðurinn og tók stúlkuna með sér. Hringt var á lögreglu og 15 manns fóm strax á staðinn. Eftir ábendingum frá for- eldrum bamsins héldu lögreglu- mennirnir í Fossvogskirkjugarð- inn þar sem þeir handtóku mann- inn. Tahö er að honum hafi ekki tekist að koma fram viija sínum. Maöurinn heitir Trausti Róbert Guðmundsson og er 21 árs að aldri. Hann hefur oft komiö við sögu lög- reglu. Hann var einn af fóngunum sem flúðu úr Síðumúlafangelsinu í júní í fyrra. Trausti Róbert hefur nú verið úrskurðaður í gæsluvarð- hald af Héraðsdómi Reykjavíkur og var gert að sæta því til 11. nóv- ember. Trausti Róbert neitaði að gefa lögreglu upp nafn sitt við hand- töku. Hann var undir áhrifum áfengis, það kemur síðar í ljós hvort fíkniefni vom með í spilinu eða ekki. Blóð hans fer í rannsókn eftir helgi og þá kemur væntanlega í ljós hvers kyns var. Að sögn Sigurbjamar Víðis Egg- ertssonar viðurkenndi Trausti Ró- bert aö hafa farið inn í húsið í leit að peningum en sagðist hafa gripið bamið af hræðslu þegar það fór að kalla á móður sína. Hann getur ekki gert grein fyrir þvi hvers vegna hann fór með bamið út og neitar að hafa haft einhveija kyn- ferðislega áreitni í huga. Trausti Róbert hefur þriggja sól- arhringa frest til þess að kæra þennan úrskurð til Hæstaréttar. Geir Jón Þórisson, aðalvaröstjóri lögreglu, var á vakt þetta kvöld og hann var spurður hvort hann héldi aö glæpir væm að gerast harka- legri en áður. Hann segir þennan atburð mjög sérstakan og vonar að þettageristaldreiaftur. -em Lagt var hald ð peninga, áfengi, spilaborð og gögn en siðan er það dómarans að ákveða hvaö af þessu verður gert upptækt. DV-mynd Sveinn Hreinsað út úr tveimur spilavítum: Forsprakkar spila- vítanna lausir úr haldi Aðfaranótt laugardags réðst lög- reglan inn í spilaklúbba í Ármúla og Súöarvogi. Tólf manns vom hand- teknir og lentu í yflrheyrslu hjá lög- reglunni. Ráöist var inn í klúbbana báða í einu en tveir óeinkennis- klæddir lögregluþjónar höfðu farið inn í spilavítið í Armúla fyrr um kvöldið. Tugir manna voru við spil í báðum klúbbunum. Gmnur lék á að ólögleg starfsemi færi fram í klúbb- unum tveimur, ólöglegt fjárhættu- spil og áfengissala. Að sögn Friöriks Gunnarssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns var lokið máliðkomlðtilRLR við að yfirheyra forsprakka spilavít- anna á laugardag. Það þurfti ekki aö fara fram á gæsluvarðhald yfir nein- um. Máhð fer til RLR í dag, mánu- dag, því grunur er um aö um hegn- ingarlögbrot sé að ræða. RLR kemur síöan til með að rannsaka hvort rekstraraðilamir hafi haft ábata af spilunum og hvort um ólöglega sölu áfengis hafi verið að ræða. Það vom 12 manns sem lentu í yfir- heyrslu hjá lögreglunni. Sjö þeirra eru rekstraraðilar spilavítanna, þrír í Ármúlanum en fiórir í Súðarvogin- um, aðrir vom starfsmenn klúbb- anna. Ekki er áhtiö að spilavítin tvö séu tengd. En spilavítiö í Ármúlan- um er talið tiltöluíega nýtt en í Súð- arvoginum hefur það verið rekið í hinum ýmsu myndum í þó nokkum tíma. Samkvæmt heimildum er rúh- ettan nýkomin í Súöarvoginn. Aö sögn Friðriks Gunnarssonar aöstoðaryfirlögregluþjóns var aldrei lagt saman hversu mikia peninga var lagt hald á. Hann sagöi ennfremur aö ekki væri ólíklegt aö fleiri klúbbar væra th af þessu tagi. Einnig að það væri ahtaf reynt að fylgjast með aliri svonastarfsemi. -em Neitar nauðgunartilraun Rúmlega fimmtugur maður, sem er grunaöur mn að hafa reynt að nauðga konu í kirkjugarðinum við Suðurgötu á laugardagsmorgim, hef- ur verið í yfirheyrslum há Rann- sóknarlögreglunni. Að sögn Sigur- bjamar Víðis Eggertssonar hjá RLR hefur hann verið úrskurðaður í gæsluvarðhald th 28. október. „Hann neitar að hafa reynt að fremja verkn- aðinn en getur samt enga skýringu gefið á ástandinu. Maðurinn hefur kært úrskuröinn th Hæstaréttar. Konan var flutt á Borgarspítalann og var þar fram yfir hádegi á laugar- dag en er nú komin heim th sín,“ segir Sigurbjörn. -em Móðir bamsræningjans kallaði eftir hjálp í DV í fyrra: Lýsir abyrgo á hendur kerf inu - sá son sinn handtekinn á skjánum Trausti Róbert Guðmundsson, sem rændi 7 ára stúlkunni og reyndi að nauðga henni, er einn af strokufóng- unum sem flúðu úr Hegningarhús- inu á Skólavörðustíg í júní í fyrra. Þessi tvítugi fangi á mjög hörmulega afbrotasögu að baki, eins og fram kom í viðtali við móður hans í DV þann 29. júní í fyrra. DV hafði sam- band við Gunnlaugu Helgu Jónsdótt- ur, móður Trausta, og spuröi hana hvemig henni hefði orðið við. „Hér fengu náttúrlega allir áfah því fyrstu fréttimar sem við fengum af þessu vom í gegn um Stöð 2. Það er harka- legt að sjá son sinn handtekinn á skjánum. Ég held að Trausti hafi hreinlega verið uppdópaður umrætt kvöld og hafi ahs ekki vitaö hvað hann var að gera. Ég held að hann hafi ekki ætlað að nauöga baminu. Hann var reyndar aö horfa á þáttinn Þögnin rofin á Stöð 2 á fimmtudags- kvöldið og það hafði mikh áhrif á hann. Þessi atburður gerist í beinu framhaldi af því. Hann hefur ömgg- lega fengið einhveijar ranghug- myndir í vímunni. Ég stend fast við það að kerfið eigi sök á hvemig fór fyrir syni mínum. Hann þarfnast hjálpar en enginn vhl sjá það,“ segir Gunnlaug. Trausti hefur aldrei lifað eins og eðlhegt bam. Hann hefur þvælst á milii heimila, stofnana og fangelsa nánast aht sitt líf. Núna hefur hann þroska á við fiórtán ára ungling. Hann hefur aldrei gengið í gegnum sálfræðimeð- ferð en móðir hans hefur stöðugt barist fyrir því aö hann fengi ein- hveija hjálp en hann hefur ahtaf Líf sonar míns hangir á bláþræði, sagði Gunnlaug Helga Jónsdóttir í viðtali við DV í fyrra. Gunnlaug Helga er móðir unga mannsins sem rændi stúlkubarninu. DV-mynd GVA verið lokaöur inni. Foreldramir vom sviptir forræðinu frá 15. maí 1986 og forsjá hans fengin forstöðu- manni Unglingaheimilisins í Kópa- vogi. Gunnlaug áformar að reyna að vinna í því að fá kerfið th þess að hlusta á sig. Hún segir það löngu orðið tímabært. „Núna erum við á heimilinu að reyna að hugsa rökrétt ogjafna okkur,“ segir hún aö lokum. -em Atvinnuleysistryggingasjóöur: 500milljónirfrá sveitarfélögunum Samband íslenskra sveitarfélaga mun mæla með því við sveitarfélögin að þau leggi fram á árinu 1993 fiár- framlag að upphæð 500 mhljónir króna í Atvinnuleysistryggingasjóö. Framlagið verður miðað við íbúa- fiölda sveitarfélaga. Er þetta gert samkvæmt samkomulagj ríkis- sfiómarinnar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um aðgerðir th aö draga úr atvinnuleysi á árinu 1993. Vegna þessa fiárframlags sveitarfé- laganna mun ríkissfiómin gera ráð- stafanir th þess að á árinu 1993 verði Atvinnuleysistryggirigasjóði heimh- að að ráðstafa því fiármagni, þó þannig að dragi samsvarandi úr at- vinnuleysisbótum og að uppfyhtum reglum sem settar verða um úthlut- un úr sjóðnum. Þessum greiðslum skal einungis varið th sérstakra verkefna th eflingar atvinnulífs á vegum sveitarfélaga. Ofangreindar ráðstafanir ghda ein- göngu á árinu 1993 og mun ríkis- sfiómin beita sér fyrir nauðsynleg- umlagabreytingum. -JSS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.