Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992. Johan og Hans, ferjusjómenn: Faereyjar standa og falla með f iskinum Margir munu f lýja land - segja Hans Jakop og Vilmimd, fiskvinnslumenn „Ástandið er mjög slæmt og fólk er almennt svartsýnt á framhaldið. Það eru margir sem hafa flust úr landi og það er víst að margir fleiri eiga eftir að flýja ástandið,“ segja þeir Hans Jakop Hansen og Vilmund Olsen sem vinna í Bacalao frystihús- inu í Þórshöfn í Færeyjum. Þeir kveðast þó nokkuö öruggir með vinnu því Bacalao stendur vel að vígi miðað við mörg önnur frystihús í landinu. Hans'Jakop og Vilmund kváöust ekki hafa mikla trú á stjómmála- mönnum landsins og sögðust ekki trúa að nýjar kosningar myndu leysa vanda landsins. „Landsstjómin hefur ekki staðið sig vel en kosningar munu ekki breyta neinu því við fáum alltaf sömu vonlausu stjómimar. Það er því erfitt að segja hvað hægt er að gera til að koma Færeyingum til bjargar. Eftir atburöi undangeng- inna daga er ekki lengur hægt aö tala um sjálfstæði Færeyja. Danska stjómin hefur veitt Færeyjum 500 1 Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskipta- skuldabrétum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi. Nánari upplýsingar um peningamark- aðinn birtast i DV á fimmtudögum. Fréttir Þeir segja ljóst að engin þörf sé á hinum stóra skipaflota Færeyja núna þegar enginn fiskur er til að veiða. „Sjómenn em mjög svartsýnir á ástandið og telja aö það verði enn verra. Það er hins vegar ekkert ann- aö að gera en að vona að fiskurinn komi aftur,“ segja þeir Hans og Joh- an. Johan kemur frá Klakksvík og hann segir að þar sé ástandið mjög slæmt. „Það er allt að fara á hausinn í Kiakksvík. Frystihús og útgerð standa þar mjög höllum fæti þar sem enginn fiskur er til að veiða eða vinna," segir Johan. Johan og Hans segja aö laun sín hafi lækkað um 30-40 prósent á síð- ustu tveimur árum. Þeir eru í þeim hópi opinberra starfsmanna sem hófu fimm daga verkfall í dag til að mótmæla þeirri ákvörðun ríkis- stjómarinnar að skikka starfsmenn sína í vikulangt launalaust frí. „Þetta verkfall mun kosta verka- lýðsfélagið um 3 milljónir danskra króna en landstjómin mun sleppa frá öllu saman. Við viljum því ekki fara í verkfall en hvað er hægt að gera? Stjómmálamenn landsins em gjör- samlega ábyrgðarlausir og þrátt fyrir að kosið verði á nýjan leik breytist ekkert því þetta er allt sama tóbak- ið,“ segja þeir Johan og Hans. -ból Þeir Hans Jakop Hansen og Vilmund Olsen hafa ekkl mikla trú á stjórnmála- mönnum landsins eftir atburði undangenginna daga. DV-mynd ból milljónir (5 milljarða íslenskra komum til með að borga þessa pen- króna) núna en það er þó alveg Ijóst inga til baka með vinnu okkar," segja aöþaðerumviö,fólkiðílandinu,sem þeirHans JakopogVilmund. -ból Færeyjar á hausnum: „Það er enginn fiskur eftir til að veiða og nú vilja íslendingar ekki heldm- leyfa okkur að veiða í lögsögu sinni. Um 90 prósent af tekjum ríkis- ins em af sjávarútvegi svo það er ljóst að Færeyjar em búnar að vera ef enginn fiskur kemur á land,“ segja þeir Hans vélstjóri og Johan skip- stjóri á Ritunni. Þeir em ferjusjó- menn og sigla með vörur og farþega á milli Þórshafnar og annarra staða á Færeyjum. Hans og Johan eru i hópi þeirra opinberu starfsmanna sem hófu fimm daga verkfall i dag. Þeir segja stjórnmála- menn landslns vera gjörsamlega ábyrgðarlausa. DV-mynd ból Tíu ára sorgarsaga óarðbævra fjárfestinga segir Bjami Olsen, hagstofustjóri í Færeyjum Aö mati Bjama Olsen, hagstofustjóra i Færeyjum, stafar efnahagskreppa Færeyinga aðallega af gífurlegum offjárfestingum og lélegri fiskigengd. DV-myndir ból Fyrir einungis um 10 ámm vom Færeyjar taldar gósenland enda stóð þar allt í blóma. Atvinna var næg, nóg af fiski og landiö skuldaði lítið sem ekkert erlendis. Síðan þá hefur leiðin legið niður á við og nú er svo komið að Færeyjar em á hausnum og Danir hafa gripið inn í stjórn landsins. - Hvað er það sem gerist og veldur þessu? „Það em margar samverkandi ástæður sem liggja að baki efnahags- kreppu Færeyinga nú en aðalástæð- umar em þó óarðbærar fiárfestingar og léleg fiskigengd," segir Bjami Ols- en, hagstofustjóri í Færeyjum. „Þegar fiskveiöilögsagan var færð út í 200 mílumar byijuðu Færeying- ar að fiska á heimaslóð og þá kom meiri fiskur á land hér heima. Þá þurfti frystihús til að vinna aflann og fjárfestingarþörfin jókst í landi. Póhtíkin spilar svo inn í þessa þörf og stjómvöld mótuðu byggðastefnu sem miðaði að því að fólk gæti búiö þar sem það var. Hið opinbera fjár- festi því í höfnum, skólum og ganga- gerð og lánað var til byggingar frysti- húsa,“ segir Bjarni. Hann segir að almenn vaxtalækk- un á alþjóðlegum lánamörkuðum, sérstaklega í Danmörku, um 1983- 1984 hafi leitt til þess að mikið fram- boð varð á lánsfé til fjárfestinga og fasteignakaupa. „Auðvelt var að taka lán og vaxta- kjör voru mjög góð. Þegar það fer saman með mikilli fjárfestingarþörf verður útkoman gífurlegar fjárfest- ingar á alls konar sviðum sem gátu engan veginn borgað sig. Á árunum frá 1985-1989 tvöfölduðust erlendar skuldir landsmanna. Arðsemi fjár- festinganna var hins vegar mjög lé- leg þannig að þegar borga átti til baka af lánunum var það ekki hægt. Ofan á þetta bætist svo að fiskurinn hverfur og það er í raun stærsta vandamálið nú,“ segir Bjarni. Frá árinu 1989 hafa stjórnvöld í Færeyjum dregið stórlega úr fjárfest- ingum sínum og eru hætt að ganga í ábyrgð fyrir lánum einkaaðila til fjárfestingar í sjávarútvegi. En betur má ef duga skal og nú virðist vera komið að skuldadögum. Sérstök ráö- gjafarnefnd í efnahagsmálum hefur í tíu ár varað ríkisstjómir Færeyja við ástandinu en ekkert mark hefur verið tekið á vamaðarorðum hennar. Minnkandi botnfiskafli og lækk- andi aflaverðmæti hefur leitt tíl gíf- urlegrar tekjulækkunar ríkissjóðs en um 90 prósent af útflutningsverð- mæti Færeyja byggjast á fiskveiöum og fiskvinnslu. Erlendar skuldir Færeyinga em um 80 mihjarðar ís- lenskra króna og nú er svo komið að rúmlega þriðja hver króna, sem Færeyjar fá í útflutningstekjur, fer út úr landinu aftur í afborganir og vexti af erlendum lánum. -ból Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst innlAn Overðtu. Sparisj. óbundnar Sparireikn. 0,75-1 Allir nema Isl.b. 3ja mán. upps. 1,25 Sparisj., Bún.b. 6 mán. upps. 2,25 Sparisj., Bún.b. Tékkareikn., alm. 0,25-0,5 Allir nemalsl.b. Sértékkareikn. 0,75-1 Allir nema Is- landsb. VlSITÖLUB. REIKN. 6 mán. upps. 1,5-2 Allir nema Isl.b. 15-24 mán. 6,0-6,5 Landsb., Húsnæðisspam. 6-7 Landsb., Bún.b. Orlofsreikn. Gengisb. reikn. 4,25-5,5 Sparisj. ÍSDR 5,75-8 Landsb. ÍECU 8,5-9,4 Sparisj. ÓBUNDNIR SÉRKJARAREIKN. Vísitölub., óhreyfðir. 2-2,75 Landsb., Bún.b. óverðtr., hreyfðir 2,75-3,5 Landsb. SÉRSTAKAR VERÐBÆTUR (innan tímabils) Visitölub. reikn. 1,25-3 Landsb. Gengisb. reikn. 1,25-3 Landsb. BUNDNIR SKIPT1KJARAREIKN. Visitölub. 4,5-6 Búnaðarb. óverðtf. 5-6 Búnaöarb. INNLENDIR QJALDEYRISREIKN. $ 1,75-2,15 Islb. £ 8,25-9,0 Sparisj. DM 7,5-8,1 Sparisj. DK 8,5-9,0 Sparisj. Landsb. ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst útlAn óverðtryggð Alm.vix. (forv.) 11,5-11,8 Bún.b, Lands.b. Viðskiptav. (forv.)1 kaupgengi Allir Alm.skbréf B-fl. 11,75-12,4 Landsb. Viðskskbréf’ kaupgengi Allir útlAn verotryggð Alm.skb. B-flokkur 8,75-9,25 Landsb. afurðalAn l.kr. 12,00-12,25 Bún.b.,Sparsj. SDR 8-8,75 Landsb. $ 5,5-6,25 Landsb. £ 12,5-13 Lands.b. DM 11,5-12,1 Bún.b. HCjsnœðlslán 4.9 Ufeyrissjóöslán Dróttarvextir teg MEÐALVEXTIR Almenn skuldabréf september 12,3% Vefðtryggö lán september 9,0% VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala ágúst 3234 stig Lánskjaravísitala september 3235 stig Byggingavísitala október 188,9 stig Byggingavisitala september 188,8 stig Framfærsluvísitala i ágúst 161,4 stig Framfærsluvísitala í septemberl 61,3 stig Launavisitala iseptember 130,2 stig Húsaleiguvlsitala 1,9% i október var1,1%ijanúar VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða KAUP SALA Einingabréf 1 6,456 Einingabréf 2 3,456 Einingabréf3 4,231 Skammtímabréf 2.141 Kjarabréf Markbréf Tekjubréf Skyndibréf Sjóðsbréf 1 3,094 3,109 Sjóðsbréf 2 1,937 1,956 Sjóðsbréf 3 2,134 2,140 Sjóðsbréf 4 1,734 1,751 Sjóðsbréf 5 1,298 1,311 Vaxtarbréf 2,1803 Valbréf 2,0436 Sjóösbréf 6 620 626 Sjóðsbréf 7 1008 1038 Sjóðsbréf 10 1064 1096 Glitnisbréf Islandsbréf 1,337 1,362 Fjóröungsbréf 1,134 1,150 Þingbréf 1,344 1,363 Öndvegisbréf 1,329 1,348 Sýslubréf 1,308 1,326 Reiðubréf 1,306 1,306 Launabréf 1,009 1,024 Heimsbréf 1,065 1,098 HLUTABRÉF Sölu- og kaupgengi á Verðbréfaþingi íslands: HagsL tilboð Lokaverð KAUP SALA Olis 1,96 1,70 2,00 Hlutabréfasj.ViB 1,04 isl. hlutabréfasj. 1,20 1,01 1,10 Auðlindarbréf 1,03 1,03 1,09 Hlutabréfasjóð. 1,42 1,20 1,42 Ármannsfell hf. 1,20 > 1,00 1,95 Ámeshf. 1,85 1,20 1,85 Bifreiðaskoðun Islands 3,42 3,42 Eignfél. Alþýöub. 1,60 1,20 1,60 Eignfél. Iðnaðarb. 1,50 1,40 1,60 Eignfél. Verslb. 1,20 1,10 1,20 Eimskip 4,30 4,30 4,50 Flugleiðir 1,45 1,45 1,62 Grandi hf. 2,20 2,10 2,60 Hafömin 1,00 1,00 Hampiðjan 1,40 1,25 1,40 Haraldur Bööv. 2,60 2,40 2,60 Islandsbanki hf. 1,20 1,70 Isl. útvarpsfél. 1,40 1,40 Jarðboranir hf. 1,87 1,87 Marel hf. 2,50 2,45 2,90 Olíufélagiö hf. 4,50 4,50 4,65 Samskiphf. 1,12 S.H.Verktakarhf. 0,80 0,90 Síldarv., Neskaup. 3,10 Sjóvá-Almennar hf. 4,00 4,25 7,00 Skagstrendingur hf. 4,00 3,00 4,00 Skeljungurhf. 4,40 4,10 4,50 Softishf. Sæplast 3,25 3,55 Tollvörug. hf. 1,45 1,35 1,95 Tæknival hf. 0,50 0,95 Tölvusamskipti hf. Z50 3,00 ÚtgeröarfélagAk. 3,80 3,30 4,04 Útgeröarfélagið Eldey hf. Þróunarfélag Islands hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.