Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 4
4
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
Fréttir
Alþýðubandalagið kallar aðra flokka tdl samstarfs í efhahags- og atvinnumálum:
Nýjar tillögur sem gera ráð
fyrir 12-1800 nýjum störfum
- lagðar fram af forystusveit flokksins í dag
Samkvæmt nýjmn tillögum Al-
þýöubandalagsins um atvinnu- og
efnahagsmál, sem kynntar veröa í
dag, er gert ráö fyrir að á 8-12 mán-
uðum sé hægt að skapa 1200-1800 ný
störf verði farið að tUlögimum. Störf-
in eru sundurliöuö í átta undirflokka
eftir atvinnugreinum.
Það er þingflokkm- Alþýðubanda-
lagsins, ásamt fleirum úr forystu-
sveit flokksins, sem unnið hefur
umrætt plagg. Er um að ræða ítarleg-
ar tillögm í fjölda Uða þar sem tekiö
er á nýrri atvinnuþróunarstefnu og
lýst er breytingum á rekstrarskUyrö-
um atvinnulífsins, breyttri skatta-
stefiiu gagnvart fyrirtækjum og
fleiru. Þá er að finna tUlögur um
breytingar í ríkisfiármálum, skatt-
kerfisbreytingar, aðgerðir ríkis- og
sveitarfélaga í framkvæmdamálum,
endurskipulagningu í sjávarútvegi,
ýmsar aðgerðir í iðnaöi, þjónustu-
greinum, skipasmíðum, ferðaþjón-
ustu og matvælaframleiðslu.
Meðal þess sem er að finna í hinu
ítarlega efnahags- og atvinnumála-
plaggi alþýðubandalagsmanna eru
tUlögur um breytingar innan ríkis-
fjármálanna sem myndu skila 5-6
milijörðum króna á 14-24 mánaða
tímabili. Enn fremur verulegar
skattabreytingar fyrir atvinnulifið
sem eiga aö geta bætt rekstrarskU-
yrði þess upp á 6-7 mUljarða króna.
Er þá einkum horft tU útflutnings-
greinanna í því sambandi.
í tUlögum Alþýðubandalagsins er
gert ráð fyrir ýmsum stórvægUegum
skattabreytingum. Er meðal annars
lagt tíl að aðstöðugjald verði lagt nið-
ur án þess að tíl komi íþyngjandi
skattbreyting fyrir fyrirtækin á móti.
Eins og áður sagði munu forystu-
menn Alþýðubandalagsins kynna tíl- \
lögumar í dag. Að því er fram kom
í ávörpum Ólafs Ragnars Grímsson-
ar, formanns Alþýðubandalagsins,
og Svavars Gestssonar alþingis-
manns á stofnfundi kíördæmisráðs
Alþýðubandalagsins í Reykjavík í
gær, líta þeir á þessar tiUögur sem
grundvöU fyrir umræðu allra stjóm-
málaflokka, hvort sem þeir era í
stjóm eða stjómarandstöðu. -JSS
Stofnfrmdur kjördæmisráðs Alþýðubandalagsins í Reykjavlk í gær:
Alþýðubandalagið blæs til „víðtækrar þjóðarsamstöðu“
Kjördæmisráð Alþýðubandalagsins i Reykjavík var stofnaö með formlegum hætti i gær. Meðal þeirra sem sátu
stofnfundinn voru alþingismennirnir Svavar Gestsson og Guðrún Helgadóttir. DV-mynd ÞÖK
„Það er ekki sjálfgefið að íslending-
ar haldi efnahagslegu sjáifstæði sínu.
Ef þeir ekki átta sig gæti farið fyrir
okkur eins og Færeyingum. Ég mælti
slík vamaðarorð tU þeirra fyrir
tveim árum og slík vamaðarorð
mæli ég aftur í dag. Þess vegna þarf
að róa lífróður núna,“ sagði Ólafur
Ragnar Grímsson, formaður Alþýðu-
bandalagsins, á stofnfundi kjör-
dæmisráðs Alþýðubandalagsins sem
haldinn var í gær.
Að nýstofnuðu kjördæmisráði
standa Alþýðubandalagið í Reykja-
vfk, Birting og Æskulýðsfylking Al-
þýðubandalagsins í Reykjavik.
Formaður var kjörinn Ámi Þór Sig-
urðsson og varaformaður Arthúr
Morthens. í sljóminni eiga sæti
Gunnlaugur Júlíusson, Kristinn
Karlsson, Matthías Matthíasson, Sig-
urbjörg Gísladóttir, Sigþrúður
Gunnarsdóttir og Sjöfn Ingólfsdóttir.
Á stofnfundinum flutti Svavar
Gestsson alþingismaður ávarp um
pólitíkina í Reykjavík. Hann sagði
m.a. að ýmislegt hefði þróast á þann
veg að ekki væri lengur hægt að segja
um Reykjavík að innviðir borgarinn-
ar væm sterkir og hún bæri með
trúverðugum hætti höfuö og heröar
yfir önnur byggðarlög í landinu. í
þessu kjördæmi væri við að glíma
alvarlegri félagsleg vandamál en
nokkurs staöar annars staðar. Mikil-
vægt væri að ná sátt um framtíðar-
þróun höfuðborgársvæðisins og
stöðu höfuöborgarinnar meðal
landsmanna. Setja þyrfti skýr
markmið í atvinnumálum, félags-
málum, þjónustu viö aldraða, skóla-
málum o.fl. Hann vék að tillögum
þingflokks Alþýðubandalagsins í
efnahags- og atvinnumálum sem
kyimtar verða í dag.
„Ég tel að eins og póliták hefur ver-
ið að þróast að undanfömu beri okk-
ur alþýöubandalagsmönnum að leita
víðtækrar þjóðarsamstöðu. Ég tel
það nauðsynlegt að við tökum upp
ný vinnubrögð og að menn reyni
ekki aðeins að koma fram málum
með hefðbundnum hætti, sem stjóm
og stjómarandstaða hafa gert. Ég er
að tala um að við náum þjóðarsam-
nefnara um nýja sfjómarstefnu, að
við, stjómarandstæðingar, leggjum
fram tillögur til úrbóta og séum
reiðubúin til aö standa á framkvæmd
þeirra með öllum aðilum í þessu
þjóðfélagi. Með gömlu skotgrafapóli-
tíkinni leysum við ekki þau vanda-
mál sem uppi eru.“
Ólafur Ragnar sagði að leiða þyrfti
saman að einu borði til umræðna
stjómvöld, atvinnulíf, samtök launa-
fólks og sveitarfélög tíl samvinnu og
samhæfingar. Umræddar tillögur
ættu að vera grundvöllur mnræðu
milli allra flokka í landinu þar sem
þeir mættust á jafiiréttisgrundvelli.
„Það verður að mínum dómi próf-
steinn á forystu ríkisstjómarflokk-
anna hvort hún er reiðubúin að
koma að umræðuborðinu," sagði Ól-
afur Ragnar.
JSS
í dag mælir Dagfari
Sighvatur gerir það ekki enda-
sleppt. Nú er hann búinn að opna
Sogn með pompi og pragt. Það
munaði ekki miklu að ekkert yrði
úr. Menn muna enn orrahríðina
þegar svokallaðir sérfræðingar í
geðafbrotinn fundu það út að Sogn
væri ómögulegur staður af því að
staðurinn væri svo langt frá
Reykjavík. Svo komu innansveit-
armenn og hikstuðu á að taka þessa
minnstu meðbræður sína í hrepp-
inn og að lokum gerðist það svo
þegar vistmennimir vom á leið til
landsins að væntanlegir starfs-
menn neituðu að .mæta og heimt-
uðu hærri laun til að taka að sér
starfið.
Þá varð Sighvatur reiöur. Alveg
ógurlega reiður. Hann fór í símann
og skammaði starfsmennina fyrir
blakkmeil og hótaði að talca að sér
starfið sjálfur. Sighvatur sagðist
ekki líða það aö hafa vistmenn en
enga starfsmenn enda var aldrei
meiningin að vistmennimir gengju
lausir um á Sogni. Ráðherrann var
líka búinn að hafa mikið fyrir því
að ná í vistmennina. Þeir höfðu
verið geymdir í mörg ár úti í Sví-
þjóð og höfðu beðið þess lengi að
komast heim.
Ráðherrann fór sjálfur út á flug-
völl til að ná í þá. Gott ef hann dró
ekki fram rauða dregilinn og
ávarpaði þá við komuna. Allavega
var sú móttökuathöfn með ráð-
herrann í broddi fylkingar einstæð
í sinni röð. Það var í fyrsta skipti
sem löggiltir afbrotamenn fá opin-
bera móttöku og ráðherra til að
bjóða sig velkomna heim sem sýnir
hvað ráðherranum þykir vænt um
þessa vistmenn sína.
Það er út af fyrir sig skiljanlegt.
Sighvatur ráðherra hefur barist
fyrir því frá fyrstu tíð að reisa rétt-
argeðdeild að Sogni. Loksins þegar
það mál var í höfn, hafði hann uppi
á nokkrum íslenskum afbrota-
mönnum sem höfðu nánast
gleymst í útlöndum. Ef þeir hefðu
ekki komið heim, hefði ekkert Sogn
verið til og enginn þurft á Sogni
að halda og ráðherrann hefði misst
af því réttlætisbaráttumáli að reisa
réttargeðdeild að Sogni.
En þegar vistmennimir em
fundnir og komnir heim, taka
starfsmenn upp á þeim fjandskap
að neita að mæta til vinnu. Neita
að fara austur, rétt eins og ætlunin
hafi verið að stinga þeim inn en
ekki vistmönnunum. Var nema von
að Sighvatur ærðist? Helst var að
heyra að reka ætti starfsmennina
á stundinni enda hefði ráðherran-
um ekki munaö um að gæta vist-
mannanna sjálfur, svo mikill vinur
þeirra sem hann er. Búinn að heilsa
upp á þá á flugvellinum og aka
þeim austur á leið.
Hver var sekur? Hver var að
hrella kerfið? Ekki vistmennimir
sem komu heim eins og ljúf lömb,
ekki ráðherrann sem hefur barist
svo hatrammlega fyrir þessu hæli
að enginn sérfræðingur fæst til að
taka þar til starfa? Nei, sökudólg-
amir í málinu, vandræðagemsam-
ir í þessu Sognarmáli era starfs-
mennimir sjálfir sem þó eiga að
ganga lausir á staðnum! Er þetta
nokkur hemja?
Nú er búið að semja við starfs-
mennina. Þeim tókst sem sagt að
blakkmeila ráðherrann. Þeim tókst
að hækka kaupið, sem þeir vora
búnir að semja um viö ráðherrann,
en vildu svo hækka, þegar þeir átt-
uðu sig á því að það vom ekki vist-
mennimir sem létu verst heldur
ráðherrann sem sótti vistmennina.
Hreppsbúar í grenndinni viö
Sogn hafa verið með böggum hildar
út af þessu máli. Einkum þá af ótta
við ósakhæfa en hættulega afbrota-
menn sem þar eiga að gista. Þær
áhyggjur em óþarfar. Heimamenn
eiga þess í stað að hafa gætur á
ráðherranum annars vegar þegar
hann kemur í heimsóknir austur
og svo starfsmönnunum hins veg-
ar. Þeir síðastnefndu geta tekiö upp
á því að leggja niöur vinnu og
gæslu og þá er fjandinn laus. Þá
er ráðherrann laus og allt getur
farið í bál og brand og vistmennim-
ir geta þurft að stilla til friðar og
hvað gerist þá?
Sighvatur er reiður og það að
vonum. Hann var búinn að lofa
vistmönnunum þægilegri heim-
komu sem lenda svo í klónum á
þessum hættulegu starfsmönnum.
Og ráðherrann var búinn að
ákveða að reka starfsmennina ef
þeir létu ekki af blakkmeilinu en
situr svo uppi með starfsmennina
sem em honum illir viðureignar.
Við skulum fylgjast með atburðun-
um á Sogni. Ékki vegna vistmann-
anna heldur starfsmannanna sem
era greinilega hættulegir umhverfi
sínu.
Dagfari