Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
Spumingin
Ert þú hjátrúarfull(ur)?
Eiður Páll Birgisson garðyrkjunemi:
Já, ég er hjátrúarfullur.
Lárus Guðjónsson flugmaður: Svona
mátulega en þó ekki þannig að það
stjómi lífi mínu.
Ragnhildur Ægisdóttir nemi: Nei,
alls ekki.
Lilja Ægisdóttir, starfsmaður á aug-
lýsingastofu: Nei, hreint ekki.
Hafdís Sveinbjörnsdóttir nemi: Nei,
ég er alveg laus við það.
Stefán Höskuldsson nemi: Nei, ég er
bara hjátrúarfulíur þegar ég segi að
ekkert komi fyrir mig, 7-9-13.
Lesendur
Símaskrá í tölvu-
tæku formi
Björn Björnsson skrifar:
Nýverið birtist frétt í DV þess efnis
að Póstur og sími ætli fljótlega að
markaðssetja símaskrána í tölvu-
tæku formi. Ekki er nema gott eitt
um þetta framtak að segja þar sem
tölvuvæðing er orðin svo mikil sem
raun ber vitni.
En þá kom reiðarslagið. Hvert ein-
tak átti aö kosta 60.000 krónur - og
eitthvað til viðbótar fyrir læsingu!
Nú vill svo til að prentunarkostn-
aður hverrar símaskrár er um 1000
krónur hvert eintak. Fyrirtækið sem
ég starfa hjá fær um það bil 220 ein-
tök á hverju ári. Með því að gefa
okkur eitt eintak af tölvutæku
skránni, sem sett yrði á tölvunetið
okkar, kæmumst við af með um 50
eintök af prentuðum skrám. P&S
myndi því spara sér um 170.000 á ári.
Ég sjálfur fæ tvö eintök inn á mitt
heimili. Ég myndi afsala mér báðum
eintökunum. Árleg uppfærsla yrði
eflaust aðeins á einum disklingi og
færi dreifingarkostnaður P&S því
lækkandi með árunum. P&S gæti
einnig selt hvert eintak fyrir fjölföld-
unarkostnaði og látið almenning um
að að fjölfalda eftir vild og/eða notað
sama eintakið á margar vélar. Og í
stað þess að hver símnotandi fengi
eina símaskrá á hvert númer sjálf-
krafa, eins og verið hefur, þá fengju
þeir sem þess óskuðu að kaupa hana
á t.d. 1000 krónur. Sá hluti fasta-
gjaldsins sem hingað til hefur greitt
prentunarkostnað þeirra eintaka
sem sparast gæti þá greitt fyrir frek-
ari þjónustu viö viðskiptavini P&S.
Umhverfissinnar munu eflaust
Upplag prentaðrar sfmaskrár myndi minnka til muna ef símaskrá í tölvu
tæku formi væri einnig til staðar.
taka undir þetta sjónarmið um að
minnka verulega pappírssóunina. Ef
P&S gæti á fyrsta ári minnkað upp-
lagið sitt um 10-20.000 eintök með því
að dreifa ókeypis tölvutækri síma-
skrá þá spöruðust u.þ.b. 10-20 millj-
ónir króna en ef á aö selja þessa
framleiðslu þá spái ég því að P&S
fengi varla inn fyrir kostnaði eins
og áður sagði.
Gaf ekki franska símamálastjómin
mörgum miUjónum símnotenda
tölvuútstöð og sparaði með því
ómældar fjárhæðir og minnkaði
skógareyðingu og umhverfisspjöll?
Skrípaleikur í menntamálaráði
ívar B. hringdi:
Það er undarlegur skrípaleikur
sem hefur átt sér stað í menntamála-
ráði að undanfomu. Öllum er kunn-
ugt um stjómarbyltinguna sem gerð
var en varð síðan að engu. Enn lætur
þó núverandi minnihluti til sín taka
og fór fram á, á dögunum, að ftmdi
yröi frestað þar sem átti að ákveða
hvaða tilboði yrði tekið í útgáfurétt
Bókaútgáfu Menningarsjóðs. Þóttist
minnihlutinn ætla aö athuga laga-
lega stöðu sína í menntamálanefnd.
Meirihlutinn harðneitaði frestun-
inni og ætlar nú aö leiða þetta undar-
lega mál til lykta.
Nú er yfirlýst að það eigi aö leggja
Menningarsjóð niður í núverandi
formi. Aörar breytingar eru á döfinni
sem gera þaö að verkum að mennta-
málaráð verður lítið nema nafniö
eitt nái þær fram að ganga. Þetta
veit minnihlutinn mætavel. Samt
lætur hann eins og hann sitji í ríkis-
stjórn og berst með kjafti og klóm
fyrir að halda sæti sínu í ráðinu.
Skilur þetta fólk ekki hvað er að
gerast í kringum það? Þaö er að berj-
ast í samkundu sem er svo gott sem
dauö. Næsta skref minnihluta full-
trúanna ætti því að vera að reyna
að pota sér í einhveija aðra nefnd
eða ráö úr því að þeim finnst svona
gaman.
Meirihlutinn má þó eiga það aö
hann skilur að vitjunartími bókaút-
gáfu menningarsjóðs er runninn
upp. Útgáfan er úr takt við tímann
og því ber aö leggja hana niður. Það
er ekkert vit í því að vera að halda
úti fyrirtækjum sem eru skuldug upp
fyrir haus og eiga enga framtíð fyrir
sér.
Undarlegar ráðstafanír
Einar Vilhjálmsson skrifar:
í haust seldi landbúnaðarráðu-
neytið jörðina Garða á Álftanesi á
50 mifijónir króna og afhenti Kristni-
sjóðið andviröið, fyrir hönd ríkis-
sjóðs. Kaupandi var Garðabær.
Hvers konar ráöstafanir eru þama
aö fara fram á almannafé? Þarf Al-
þingi ekki að fjalla um þvílíkar ráð-
stafanir á tímum þegar þarfar stofn-
anir lamast vegna fjárskorts, til
dæmis sjúkrahús, löggæsla á sjó og
landi, slysavamir og skólar? Geta
ráðherrar ráðstafað ríkiseignum á
þennan hátt, eða andvirði þeirra, án
þess aö fyrir liggi heimild frá Al-
þingi? Það nátttröll í nútímanum,
sem kirkjan og hvers konar trúar-
brögð em, vekur undrun og óhug,
ekki sfst þegar hugsað er til írlands
og Júgólavíu þar sem trúairuglið
kyndir eldana.
Það er eitthvað bogið við mennta-
kerfi þjóðar þar sem slíkar stofnanir
þrífast.
Þegar foreldrar hafa gefið bömum
sínum nafn er nánast regla að af-
henda þau kirkjunni. Þaö er kafiað
skím. Þar með hefur kirkjunni bæst
nytsamur sakleysingi.
í bamaskóla byijar síðan heila-
þvottur kirkjunnar á sakleysingjun-
um sem oftast endar með fermingu.
Sú athöfn er til þess að láta bamið
staöfesta að það tilheyri kirkjunni.
Altarisgangan er síðan þátttaka í
leiknu mannsblóti þar sem drukkið
er af hlautbolla og etiö af fóminni.
Fermingu ætti ekki að leyfa fyrr
en við kosningaaldur. Þá fyrst má
ætla að von um gjafir ráði ekki
ákvörðuninni.
Hringið í síma
632700
milli kl. 14 og 16
-“eða skrifið
ATH.: Nafnog súmanr. verður
að fylgja bréfúm
Tek ofan fyr-
irSighvati
Þórður hringdi:
Ég tek ofan fyrir Sighvati Björg-
vinssyni hefibrigöísráðhen-a
vegna Sognmálsins. í staö þess
að láta fámennan klíkuhóp beija
sig niður hélt hann sínu striki.
Árangurinn er nú kominn í ljós,
fullbúiö meðferöarheimili fyrir
geðsjúka afbrotamenn að Sogni.
Þetta heimili er betra en gerist
og gengur með önnur sams konar
á Norðurlöndum, að því er kunn-
ugir segja.
Tveggjaþrepa
virðisauki
Helgi Sigurðsson hringdi:
Enn em sfjórnarflokkamir
famir að gæla við 2ja þrepa virð-
isaukaskatt á vörur og þjónustu.
Þeir eru aö reyna aö slá ryki í
augu fólks, þannig að þaö átti sig
ekki fyllilega á því sem verið er
að ræða um.
Aðalkjörorð ráöherranna er aö
það skipti höfuðmáh í hvaða
flokki einstakir vöruflokkar og
þjónustuþættir lendi. En það er
ekki aðalatriðiö. Aöalatriðið er
að þama er verið að þenja virðis-
aukaskattinn yfir á fleiri þætti en
áður var. Við erum að tala um 4
prósent annars vegar og 22 pró-
sent hins vegar. Kjami málsins
er sá að þetta er aukin skatt-
heímta - ekkert annaö.
Hvíti víkingur-
innáskjánum
Jóna Guðmundsdóttir skrifar:
Ég er ein þeirra fjölmörgu sem
beið spennt eftir að sjá Hvíta vik-
inginn hans Hrafns Gunnlaugs-
sonar á skjánum. En raikfi urðu
vonbrigði mín þegar hann loksins
birtist Rennandi blóö svína og
manna, misþyrmingar, rudda-
Iiáttur, öskur og óhijóö eru aðals-
merki þessarar myndar. Sögu-
þráöurinn týnist aö mestu í öllum
þessum aðgangi.
Ekki dettur mér í hug að halda
að víkingar fyrri tíma hafi verið
eins og Lúsíustúikur á aðvent-
unni. En þetta er einum of mikið
af því góöa. Synd, því Hrafn getur
fariö á kostum ef harrn vill það
viö hafa.
Fjölmiðlarog
fíkniefni
Ásgeir Magnússon hringdi:
Mig langar að minnast á um-
fjöllun fjölmiðla varðandi fikni-
efhi. Þegar einhver er tekinn með
fíkniefhi í fórum sínum er sagt
frá þvf eins og um smádreitil af
bruggi hafi verið að ræða. Hér
áður var gert úr þessu mikiö mál
með stórura fyrirsögnura og til-
heyrandi.
Þykir þetta kannski enginn sér-
stakur glæpur lengur? Verða
menn aö vera með fleiri kíló i
fórum sínum til þess að það þyki
eitthvað athugavert við það?
Þessi breyttí hugsunarháttur
gagnvartfikniefnum er hættuleg-
ur, Fiolniiðlar eiga að taka fastar
á þessum málum.
heimsmælikvarda
Eiín S. hringdi:
Frammistaða Sigrúnar Hjálm-
týsdóttur söngkonu i íslensku
óperunni er fagnaöarefni. Það er
gott til þess aö vita að við skulum
eiga enn einn söngvarann á
heirasmælikvarða.
Þaö er svo aftur á móti synd aö
við skulum tapa öllum okkar
bestu söngvurum til útlanda af
því aö þeir geta ekki lifað af list
sinni hér heima. Við hljótum að
geta búiö betur að þessu fólki.