Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992.
5
Landlæknir um mengaða brjóstamjólk:
Fé vantar til mælinga
á blýi og díoxíni
- mælir þó með brjóstagjöf
„Margt bendir til að það sé ekki
jafn mikið af blýi í bijóstamjólk ís-
lenskra kvenna og kvenna í ná-
grannalöndunum. Blýmagn í and-
rúmslofti hér er verulega lægra og
hefur farið minnkandi frá því að
mælingar hófust. Nú er það 0,1
I míkrógramm," segir Ólafur Olafsson
landlæknir og bendir á að banda-
ríska vinnueftirlitið telji leyíilegt
blýmagn í lofti vera 50 míkrógrömm.
Ölafur mælir óhikað með því að
íslenskar konur hafi börn sín á
bijósti en tekur fram að landlæknis-
embættið hafi í hyggju að athuga blý-
innihald brjóstamjólkur. Hins vegar
vanti til þess fé. Fyrir nokkrum árum
varð að hverfa frá slíkri könnun
vegna mikils kostnaðar. Greining á
hverju sýni kostar um 10 þúsund
krónur.
Auk blýs geta krabbameinsvald-
andi díoxínefnasambönd sest að í
móðurmjólk. Mælingar á díoxínefna-
samböndum, sem myndast við
brennslu á sorpi, hafa aldrei farið
fram á íslandi.
Alls eru til 210 mismunandi díoxín-
efnasambönd. Fimmtán þessara
efnasambanda eru talin mjög hættu-
leg og töluvert hættulegri en strikn-
ín. Díoxín berst með fæðukeðjunni.
Á írlandi hefur díoxínmagn í kúa-
mjólk mælst tífalt á við það sem eðli-
legt getur talist. Ástæðan reyndist sú
að kýr voru á beit í nágrenni við
sorpbrennslustöð.
„Það er alveg rétt að viss hætta
stafar af opnum sorpbrennslum,"
segir landlæknir. „Það er meiningin
að reyna að skoða þetta þó við höld-
um ekki að þetta sé vandamál. Hins
vegar verður að viðurkenna það að
viðvitumþaðekkiörugglega." -IBS
Landlæknir mælir óhikað með þvi að íslenskar konur hafi börn sin á brjósti.
Fjárlagafrumvarpið fyrir 1993:
Ungirstóðhestarfá
einkavætt uppeldi
- selja á Stóðhestastöð ríkisins að Gunnarsholti
„Fyrirhuguð sala leggst ekki vel í
mig og ég á ekki von á að það gangi
vel. Stofnunin fékk fjárveitingar frá
ríkinu til byggingarframkvæmda og
fleira en rekstrarlega hefur hún stað-
ið undir sér. Til skamms tíma borg-
aði ríkið tapið en undanfarin tvö ár
hefur hún skiiað hagnaði. Stöðinni
er því gert að standa undir sér,“ seg-
ir Eiríkur Guðmundsson, forstöðu-
maður Stóðhestastöðvar ríkisins.
í íjárlagafrumvarpinu fyrir 1993 er
gert ráð fyrir að Stóðhestastöð ríkis-
ins að Gunnarsholti verði seld. Síð-
astliðið haust lauk framkvæmdum
við nýtt hesthús fyrir stöðina sem
kostaði um 40 milljónir krónur. Ár-
lega fá á sjötta tug ungra stóðhesta
uppeldi og dóm í stöðinni. Eiríkur
er eini starfsmaður stöðvarinnar allt
árið en yfir vetrarmánuðina vinna
hjá honum tveir aðstoðarmenn.
-kaa
Fréttir
Norðurá í Borgarfirði:
15% lækkun
á leigunni
Samningaviðræður um leigu á
veiðiánum fyrir næsta sumar eru
að komast á fuRt þessa dagana
og leigan á hverri ánni af annarri
að veröa tilbúín. Lækkun verður
í mörgum fengsælum veiðiám.
„Við náðura 15% lækkun á leig-
unni í Norðurá og það var nauö-
synlegt. Markaðurinn tekur ekki
við hærra verði á veiðileyftun,“
sagði Jón G. Baldvinsson, form-
aður Stangaveiðifélags Reykja-
víkur. „Við eigum von á að betur
gangi að selja í ána þegar veiði-
leyfin lækka,“ sagði Jón enn-
fremur.
„Þessar lækkanir eru eðliiegar
miðað við ástandið, veiðUeyfi
seldust ekki fyrir tugi milljóna í
sumar. Þaö hlaut að koma að
þessu eins og gerst hefur í Norð-
urá og Laxá í Kjós,“ sagði Grettir
Gunnlaugsson, formaður Lands-
sambands Stangaveiðifélaga.
Það er mikið skrafáð þessa dag-
ana og margir leigutakar hafa
farið fram á lækkun. Einfaidlega
vegna þess að leiga á veiðiám
hefur ekki gefið krónu af sér síð-
ustu sumur. -G.Bender
Ólafsíjarðargöngin:
Sjö árekstrar á þessu ári
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þetta hlýtur að stafa af því að
menn aka of hratt í göngunum," seg-
ir Jón Konráðsson, lögreglumaður á
Ólafsfirði, en það sem af er árinu
hafa 7 árekstrar orðið í jarðgöngun-
um í Ólafsíjarðarmúla.
Sá síðasti þeirra varð fyrir nokkr-
um dögum en þá mættust tvær bif-
reiðar á milli útskota sem til þess eru
ætluð. Önnur þeirra lenti í ganga-
veggnum öðrum megin en fólk í bif-
reiðunum slapp án meiðsla. Það að
of hratt sé ekið í göngunum styðja
menn einnig með þeirri staðreynd
að fyrsta árið sem þau voru í notkun
og menn að venjast því að aka þar
um varð þar ekkert umferðaróhapp.
RETTIR A Ð
HAUSTI
— ú r n ýj u o g Ijú ffe n g u lambakjöti
Það er á haustin sem kostur gefst á að matbúa úr nýju lambakjöti.
Hvort sem þú kýst að elda eitthvað einfalt og fljótlegt eða glíma við
margbrotna sælkeramatreiðslu er hægt að treysta því að
nýtt lambakjöt er eitt besta hráefni sem hægt er að fá.
Nýtt lambakjöt, náttúrulega gott.
SAMSTARFSHÓPUR
UM SÖLU LAMBAKJÖTS