Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.1992, Blaðsíða 15
MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 1992. 15 Áltálvonir og EES-draumsýn íslenskur almenningur hefur aö undanfömu fengiö miklar og mis- jafnar áifréttir. Fyrst kom keðja af fréttum um að Áljón heföi enn á ný verið að ræða við og skrifa undir einhvers konar álsamning við Altantsálhóp- inn sem segist vilja og samt ekki vilja byggja álbræðslu á Keilisnesi. í viðtali við DV14. f.m. sagði iðnað- arráðherra að verið væri „að ljúka öllum efnisatriðum í samningnum er varða byggingu álvers nema því sem tengist tímasetningum, upp- hafi framkvæmda og framleiðslu". Á meðal þess, sem áifurshmum hefur verið lofað, er að selja raf- magnið með miklu tapi sem við skattborgaramir eigum að greiða. Framan af starfstímabilinu á raf- orkuverðið að vera 10,5 mills að lág- marki en 14 milis að hámarki, þótt vitað sé að það kosti okkur um 20 mills að framleiða það. Síðan á það að miðast við álverð á heimsmark- aði sem enginn veit hvað verður. Samt eru forvígismenn Atlantsál- hópsins, sem hafa haldið iðnaðar- ráðherra uppi á snakki um bygg- ingu álvers síðustu 2 árin, svart- sýnir á að til framkvæmda komi á næstu árum, enda hafi engin ákvörðun um upphaf framkvæmda verið tekin, að sögn Per Olaf Aron- son, forsfjóra Gránges. Fjórar ástæður eru einkum nefndar: mikið framboð á áli m.a. vegna komu Rússa inn á markaðinn, minni eftirspum vegna efna- hagssamdráttar, þröngur fjármagnsmarkaður vegna sóunar í Persaflóastríði o.fl. sem gerir fjármögnun álvers á Keihsnesi erfiða, lágt heimsmarkaðsverð á áli sem veldur taprekstri álbræðslna. Þetta hafa allir þeir vitað um langan tíma sem vita vildu. Samt hefur iðnaðarráðherra látið ríkið greiða tugi milljóna fyrir álsnakk Kjallarirm Dr. Hannes Jónsson fv. sendiherra sitt síðustu 2 árin án nokkurs raun- verulegs árangurs. Davíð og Kaiser Við þessar aðstæður hygg ég að enginn lái Davíð Oddssyni þótt honum hafi blöskrað árangursleysi iðnaðarráðherra og neyðst til að taka í taumana með viðræðum sín- um í London nýlega við forstjóra Kaiser Aluminium. Davíð gerði tví- mælalaust rétt í því að færa út og víkka þannig álviðræðumar. Með því fæst vafalítið fram raunhæfara mat á stóriðjumöguleikum okkar heldur en að að einangra viðræð- urnar við Atlantsálhópinn hvort sem úr framkvæmdum Kaiser verður eða ekki. Fjórir framan- greindir efnahagserfiðleikar áliðn- aðarins hljóta þó að gilda um Kais- er ekki síöur en Atlantsálhópinn. Munurinn er þó sá að álbræðslur Kaiser em gamlar og brýnt að end- umýja þær og búa nýjar verk- smiðjur fullkomnustu tækni og samkeppnishæfni. Spumingin er þá þessi: Er þörf Kaiser fyrir endumýjun svo brýn að þeir séu fáanlegir til að greiða kostnaðarverð, 20 mills, fyrir raf- magn til ábræðslu hér á landi? Á það þarf að láta reyna. Ekkert rétt- lætir að við skattborgaramir greið- um niður orkuverð fyrir erlenda iðjuhölda. ísal á sviðið En í bakgrunni tveggja framan- greindra álfrétta er svo sú þriðja, hið flókna og margslungna rekstr- armál ísal í Straumsvík og deila þess við starfsfólk sitt. Þrátt fyrir gjafverð okkar á raf- orku til þess segist ísal hafa tapað um 500 milljónum króna fyrri helming ársins og muni tapa núllj- arði á árinu öllu. Vegna taprekstursins segist ísal ekki geta gert kjarasamninga við starfsfólk sitt samkvæmt tillögu sáttasemjara, sem alhr aðrir at- vinnurekendur hafa þó gert. En er tapið eina skýringin? Eða bókhaldskúnstir? Eða draumsýnin um ísland í EES um næstu áramót? EES-draumsýnin Stöldmm aðeins við EES-draum- sýnina eins og hún horfir við ísal. Gerumst við aðilar að EES getur ísal þegar um næstu áramót sagt upp íslensku starfsfólki sínu og fyllt störfin með ódým erlendu vinnuafli, t.d. frá írlandi, Portúgal eða Spáni. Til þess hefði það fulla heimild samkvæmt 4., 28. og 31. gr. EES-samningsins. Að sjálfsögðu veit forstjóri ísals þetta fullvel. Hann reiknar með því að íslensk stjómvöld verði svo glámskyggn að samþykkja EES- aðild. Það skýrir að verulegu leyti hortugheit hans við íslensk laun- þegasamtök. Ljóst er að ef við slysumst ekki inn í EES gætu álversframkvæmd- ir hér á landi haft í för með sér ahmörg ný atvinnutækifæri, bæði við byggingarframkvæmdir og rekstur verksmiðju. En slysumst við inn í EES tryggja 4., 28., 31., 34., 65. og bókun XVI erlendum aðilum EES-svæðisins sama rétt til verktöku, öflunar að- fanga og vinnu á íslandi og okkur íslendingum sjálfum. Nýju atvinnutækifærin vegna hugsanlegra álversframkvæmda og reksturs álvers em því sýnd veiði en ekki gefin gerumst við aðil- ar að EES. Þá er engin trygging fyrir því að við njótum þeirra frem- ur en erlendir verktakar og útlent verkafólk. Ég hef lengi verið undrandi yfir því hversu sofandi íslenskir verk- takar og íslensk launþegahreyfing hafa verið á verðinum gegn þessari EES-ögrun við íslenskt atvinnulíf. Hannes Jónsson „A meðal þess sem álfurstunum hefur verið lofað er að selja rafmagnið með miklu tapi sem við skattborgararnir eigum að greiða.“ Hættulegra að vera barn á íslandi en í nágrannalöndum Á meðfylgjandi mynd má sjá að dánartíðni bama vegna slysa hefur lækkað á Norðurlöndum frá árinu 1971 en jafnframt er ljóst að fleiri börn deyja hér á landi vegna slysa og ennfremur meiðast fleiri og deyja í mnferðarslysum en á öðnun Norðurlöndum. Hver er skýringin á þessum mun? Flest slysin verða í þéttbýh og hlutfah íbúa er býr í þéttbýh er svipað á íslandi og í nágrannalönd- unum. Bifreiðafjöldi er mestur á íslandi og vegir em verri en í ná- grannalöndunum og gæti það haft einhver áhrif á slysatíðnina. Erfitt er að benda á eina skýringu en eft- irfarandi atriði hafa trúlega áhrif á slysatíðnina. Á íslandi em fleiri „lyklaböm" vegna óvenjulangs vinnutíma for- eldra, stuttur skóladagur og færri böm era í heilsdagsvistun á dag- heimilum en í nágrannalöndunum, (Mannvemd í velferðarþjóðfélagi. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1988 nr. 2). Enn fremur virðast færri skólar vera einsetnir hér á landi. Fleiri atriði má nefna, s.s. að fram að þessu hefur hjálmanotkun bama við reiöhjólaakstur verið til muna minni og síður lögð áhersla á að aðskilja íbúðarbyggð frá akst- ursbrautum en í nágrannalöndun- um. KjáUaiiim Ólafur Ólafsson landlæknir Við sem erum fuhorðin höfum trúlega of mikla tiltrú á hæfni og viðbrögðum bama í umferð en rétt er og teljum aö böm eigi oftar sök- ina á slysum í umferð en bifreiða- stjórar. Athyglisverð rannsókn Athyghsverð rannsókn var gerö í Englandi fyrir nokkm á viðhorf- um foreldra, kennara og lögreglu á „ábyrgð" 9 ára bama og eldri varð- andi umferðarslys. Mun fleiri töldu að bráðlæti, skortur á athygh og gætni bama í umferðinni væri oftar orsök slysa en ónóg aðgæsla bifreiðastjóra! Lögreglumenn virtust þekkja böm best og áht þeirra var meira í takt við skoðanir bamasálfræðinga og lækna (Accid Annal Prev. 1981:16, 241-64). Ekki hefur farið fram athugun á þessu atriði hér á landi en af hárri tíðni bamaslysa í umferðinni má ætla að við treystum bömum um of í umferðinni. Böm era í meiri hættu í umferð- inni en fullorðnir og til þess hggja eftirfarandi ástæður: • Bömeigaerfiðarameðenfuh- orðnir að meta hraða með tihiti tíl fjarlægðar (óþroskað sjónsvið) að „A Islandi eru fleiri „lyklabörn“ vegna óvenjulangs vinnutíma foreldra, stutt- ur skóladagur og færri börn eru í heils- dagsvistun á dagheimilum en í ná- grannalöndunum. “ Há tíðni barnaslysa í umferðinni bendir til þess að við treystum börnun- um um of, segir m.a. i greininni greina lóðrétta og lárétta fleti, jafn- vel að greina hti rétt og mun á hægri og vinstri í hraða umferðar- innar. • Þau velja oftar stystu leiðina milh tveggja punkta. • Þau era auk þess lægri í vexti en fuhorðnir! Aögerðir: • Böm 6-10 ára, sem ferðast á reiðhjóli, skulu nota þar th gerða hlifðarhjálma. Foreldrar skulu vera ábyrgir fyrir notkun bama á hlíföarhjálmum. Slík ákvæði hafa t.d. verið sett í lög í Ástrahu (Breska læknablaðið 1991). Svíar telja að íhuga megi að setja slíkt í lög þegar 20-25% bama bera hlífð- arhjálma. Á sumum stöðum hér á landi hefur fræðslan borið árang- ur, t.d. á Þórshöfn bera öh böm hjálma eför að foreldrar sameinuð- ust um að taka hjól af þeim bömum er ekki bára hjálma. Hafa ber í huga að árið 1989 slösuðust 173 böm og unglingar, þar af 40 á höfði, við hjólreiðaakstur á Reykjavikur- svæðinu einu saman. Niðurstöður margra rannsókna sýna að draga mætti úr alvarlegum meiðslum um 60-70% ef böm og unglingar not- uðu hhfðarhjálma. • Draga úr umferðarhraða við íbúðargötur og á verslunarsvæð- um, leyfa ekki hraðari akstur þar en 30 km hraða. Ef barn verður fyrir bifreið sem ekið er á 30 km hraða deyr 1 barn af 20, en ef bif- reiðinni er ekið á 65 km hraða deyja þau öh (Breska læknablaðið, 19. september 1992). • Aðskilja sem mest íbúðar- og skólasvæði frá umferðaræðum. • Mun meira fé verður að veija th fræðslu og fyrirbyggjandi að- gerða, t.d. efla slysafræðslu á hehsugæslustöðvum og ráða fólk th þess (hj úkrunarfræðinga og sál- fræðinga). • Veija meira fé th bættrar skráningar. Góð skráning er hvati th fyrirbyggjandi aðgerða og gerir okkur kleift að meta áhrif þeirra. • EflasemmeststarfUmferðar- ráðs og SVFÍ, sem hafa unnið ómet- anlegt slysavamarstarf. ólafur Ólafsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.