Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 04.12.1992, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1992. UtlöncL SÞ sendir þúsundir hermanna til Sómalíu: > BÆKUR f í JÓLAGJÖF? Bandarískir hermenn eru nú að búa sig undir að verða sendir til Sómalíu á vegum Sameinuðu þjóðanna til að tryggja hjálparstarf við hungraða. Við erum ekki að leita að átökum - segir talsmaður bandariskra stjómvalda Byssumar þögnuðu á götum Moga- dishu, höfuðborgar Sómalíu, í fyrsta skipti í margar vikur skömmu áður en Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna ákvaö í gærkvöldi að senda herlið undir forustu Bandaríkjamanna til að vemda hjálparstarf til sveltandi Sómala. „Við bjóðum þá velkomna með friði,“ sagði Osman Hassan Ali, fjár- málamaður og náinn ráðgjafi Mo- hameds Farah Aideeds, grimmasta herstjórans í allri Sómalíu. Álján hundrað bandarískir land- gönguliðar bíða á skipum undan ströndinni eftir því að verða fluttir í land. Öryggisráðið var einhuga í at- kvæðagreiðslunni og búist er við að þúsundir hermanna til viðbótar eigi efdr að fylgja í kjölfarið. Hermenn- imir gætu alls orðið tuttugu þúsund, eða fleiri. Öryggisráðið heimilar hersveitun- um að beita valdi til að tryggja að hjálparstarf alþjóðastofnana geti far- ið eðlilega fram. Ráðið setti ekki nein tímatakmörk á aðgerðimar, hinar mestu á þess vegum í Afríku frá því í Kongódeilunni á sjöunda áratugn- um. Bandarískir embættismenn sögðu að framvarðasveitirnar væm um 80 kílómetra frá Mogadishu og þær mundu líklega fyrst taka sér stöðu á alþjóðaflugvelli borgarinnar. „Við emm ekki að leita að átökum. Við ætlum ekki að fara þangað með logandi byssur. Við ætlum að reyna að veita bágstöddum aðstoð," sagði Pete Williams, talsmaður bandaríska vamarmálaráðuneytisins. George Bush Bandaríkjaforseti ætlar að skýra leiðtogum þingsins frá flutningi bandarísku hersveitanna til Sómalíu. Þá hefur hann einnig í hyggju að ávarpa þjóðina og upplýsa hana um aðgerðirnar. Forsetinn seg- ist vona að hersveitirnar verði kall- aðar heim áður en Bill Chnton tekur við forsetaembættinu þann 20. jan- úar næstkomandi. Sjö aðrar þjóðir, þar á meðal Bret- ar, Frakkar og ítalir, ætla einnig að senda hermenn til Sómalíu. George Bush hefur rætt við rúmlega tíu þjóðaleiðtoga til að afla stuðnings þeirra við aðgerðirnar. Reuter €B tZltjjlBClSÞl uppáhaldsbók Bók sem lýsir heiminum eins og hann heföi verið ef Hitlers- þýskaland hefði unnið heims- styrjöldina síðari nýtur raikilla vinsælda meðal sívaxandi hóps nýnasista í Þýskalandi. Talsmaður útgefenda bókar- innar sagði að þýsk þýðing skáld- sögunnar „Fatherland'* eftir breska ritliöfundinn Robert Harris seldist óvepjuvel í austur- hluta Þýskalands. „Verslunarmenn f Austur- Þýskalandi segja að kaupendum- ir séu snoðinkollar," sagði tals- maðurinn. Prins fordæmir daudadómyfir SalmanRushdie Meðlimur úr fyrrum keisara- fjölskyldunni í íran sagði í gær að dauðadómurinn yflr breska rithöfundinum Salman Rushdie væri afbökun á íslamstrú og hvatti íslamstrúarmenn alfs stað- ar til aö láta andstöðu sína við hann í ljós. Khomeini erkiklerk- ur heitinn dæmdi Rushdie til dauða fyrir bókina Söngva sat- ans. Reuter Símamynd Reuter Þá skaltu kynna þér Heitt í kolunum í Moskvu: ódýru Urvalsbækurnar á næsta sölustað eða hringdu og fáðu bæklinginn okkar í pósti BÆ Sími 63 27 00 Hnef ar á lofti I þinghúsinu Slagsmál bmtust út í rússneska fuiltrúaþinginu í gær, aðeins nokkr- um mínútum eftir aö Jegor Gajdar, starfandi forsætisráðherra, biölaði til miðjumanna um stuðning til að hrinda árásum harðlínumanna á rót- tækar efnahagsumbætur hans. Þingmenn skiptust á höggum, hrintu hver öðrum og létu almennt ófriðlega í þrjár mínútur á meðan Ruslan Khasþulatov, íhaldssamur forseti þingsins, reyndi árangurs- laust að stilla til friöar. „Vemdiö mig gegn þessum móðg- unum! Vemdið mig fyrir þessum þingmönnum!" hrópaöi Khasbulatov áður en hann sleit fundi og yfirgaf þingsalinn. Upp úr sauð eftir aö eftir að róttæk- ir þingmenn þustu að ræðupallinum til að mótmæla ákvörðun um að halda leynilega atkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingu sem mundi draga úr völdum Borís Jeltsíns for- seta. Frjálslyndu þingmennimir hróp- uðu ókvæðisorð í tíu mínútur áður en harðlínumenn komu þingforseta til bjargar. Nokkrum sekúndum síð- arlogaðialltíslagsmálum. Rcuter DV Ástralía: Konafann kynlim ífjöru Læknar í Sydney i Ástralíu hafa staðfest að hlutur sem kona fann í fjöru nokkra fyrir sunnan borg- ina sé kynlimur karlmanns. Lim- urinn var færður lögregluni til rannsóknar í haust og liggur niö- urstaða fyrir. Undanfarið hefur ýmsa líkams- parta rekið á fjörur Ástrala. Þar hafa fundist hendur og fætur af saman manninum og einnig skór með fótum af öðrum manni. Lim- urin sem konan fann er af þriðja manninum. Engin skýring hefur fundíst á þessum reka. Hefndifyrir slæmaklippingu með íkveikju hjá rakaranum Jacob Mandel, 19 ára gamall maður frá Los Angeles, hefur veríð dæmdur til árs vistar á geð- deild fangelsisins fyrir að hafa kveikt í rakarastofu. Jacob sagð- ist hafa komið ilia klipptur út af rakarastofunni. Hann ákvað því að hefna sín með því að brenna ofan af rakaranum. Sáliræðingur, sem kannaði andlegt ástand Jacobs, sagði að hann væri haldinn sjúklegri hræðslu við að vera iUa klipptur. Umræddur rakari hefði skilað verki sínu óaðfmnanlega. Amerískrisa- eðlafannstí Ástralíu Visindamenn hafa fundið í Ástralíu steingerð bein úr risa- eðlu sem áður haíði aðeins fund- ist í Ameríku. Áströlsku beinin eru þar að auki 10 milljónum ára eldri en þau amerisku. Pundur- inn gerir það að verkum að risa- eðlufræðingar verða að endur- skoða fræði sín. Norskakon- ungsfjölskyldan ódýrustíEvrópu Norðmenn era alls ekki ósáttir við að eiga ódýrustu konungstjöl- skylduna í Evrópu. Hið opinbera þarf árlega að greiða jafnvirði rúmlega 300 milljóna íslenskra króna með Haraldi V. og hans fólki. Haraldur, Sonja og bömin tvö em á launaskrá en enginn annar úr fjölskyldunni. Danska konungsfjölskyldan er Iltlu dýrari í rekstri og saraa má segja um kóngafólkið í Belgíu og á Spáni. Breska konungsfjöl skyldan her höfuð og herðar yfir aðrar í útgjöldum. Ellefu manns úr fjölskyldunni fá árlega á sjö- unda milljarð króna sér til fram- færis. Þingmaðurkáf- aðiátíukonum Tíu konur hafa kært Bob Packwood, öldungadeildarþing- mann frá Oregon, fyrii' kynferð- islega áreitni. Konumar segja að hann haíi leitað á þær í tíma og ótíma. Á endanum hafi þær ekki þolaö við og kært manninn. Packwood kenrúr því um að hann hafi átt við ofdrykkju að stríða og því ekki alltaf ráðið við hendurnar á sér. Hann er nú far- inn í áíengismeðferð og lofar bót og betrun. Packwood sleppur þó vart svo létt því siöanefnd þingsins hefur fengiö málið til meðferöar. Heima í héraði krefjast menn afsagnar þingmannins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.