Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. Fréttir_____________________________ Hvassar umræður á Alþingi um ný viðhorf 1 EES-málinu: Stjórnarandstaðan vill fresta afgreiðslu - utanríkisráðherra og stjómarsinnar vilja að Alþingi samþykki EES-samninginn Mikið pappírsflóð fylgir EES-málinu. Staflinn er ekki lítill fyrir framan Ólaf Þ. Þórðarson, þingmann Framsóknar- flokksins. DV-mynd GVA Harðar deilur urðu utan dagskrár á Alþingi í gær milli stjórnarandstöð- unnar og utanríkisráðherra um EES-samninginn og breytt viðhorf eftir aö Svisslendingar hafa fellt aðild að honum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kristín Einarsdóttir, þingkona Kvennahsta, bað um og.hóf umræð- una. Hún benti á gerbreytta stöðu EES-málsins eftir að Svisslendingar hefðu fellt samninginn. Eftir það væri EFTÁ ekki lengur aðili að samningnum og hann ekki lengur í takt viö raunveruleikann. Hún sagði að réttast væri að hætta við allt sam- an því samningurinn væri orðinn úreltur og út í bláinn fyrir Alþingi að fara að samþykkja shkan samn- ing. Jón Baldvin Hannibalsson utanrík- isráðherra sagði það vekja upp spumingar um framhald málsins að Svisslendingar fehdu samninginn. Hann sagði að í samningnum væri ákvæði um hvernig fara skuh með málið ef svona nokkuð kæmi upp. Þar segir að felli eitthvert aðiidarríki samninginn, skuli boðað til ráð- stefnu th að meta áhrif fráviks frá fullgildingu samningsins og skoða möguleika á að samþykkt verði bók- un um breytingar, sem verði með fyrirvara um nauösynlega meöferð innanlands, það er hjá þjóðþingun- um. Hann sagöi að nú yrði brugðið við eins og að framan er lýst. Þær breytingar sem nú þyrfti að gera væru aðeins tæknilegs eðhs. Hann sagði að Alþingi íslendinga væri ekk- ert að vanbúnaði að samþykkja samninginn. Það væri og nauðsyn- legt til þess að við höfum aðgang að framhaldi málsins. Páh Pétursson sagði allar aðstæður nú gerbreyttar. Aðild EFTA áð EES- samningnum væri dauð. Hann sagði það yrði forkastanlegt að láta forseta Islands staðfesta lög sem aldrei tækju gildi. Bjöm Bjarnason tók undir með Jóni Baldvin um nauösyn þess að Alþingi samþykkti samninginn. Ahir aðrir stjónarandstæðingar sem tóku til máls voru þeirrar skoð- unar að staöan væri gerbreytt og að ekki ætti að samþykkja samninginn nú heldur bíöa og sjá hverju fram yndi. Eyjólfur Konráð Jónsson var einn- ig þeirrar skoðunar. Hann sagði það klárt stjómarskrárbrot aö sam- þykkja samninginn nú. Ólafur Ragnar sagði að utanríkis- ráöherra hefði sagt ósatt í sjónvarpi á sunnudag að nauösynlegt væri að Alþingi samþykkti samninginn th þess að við gætum verið aðhar að máhnu áfram. Þjóðirnar sem undir- rituðu samninginn ættu ahar áfram aðhd að máhnu. Þetta hefði komið fram í utanríkismálanefnd í gær- morgun. -S.dór Ekkifariðað ræða afgreiðslu málafyrirjðia- fríáAlþingi „Það er ekki farið að ræða neitt saman um afgreiðslu mála fyrir jólafrí. Ég tel enda aö nægur tími sé til stefnu. Ég tel það alveg ein- boðið að ríkisstjómin leggi áherslu á afgreiðslu hárlaga- frumvarpsins og efnahagsráð- stafana sem hún er með á prjón- unum. Ég trúí þvi ekki að ríkis- stjórnin sem hehd muni hafa sömu áherslur varðandi EES- samninginn og afgreiöslu hans og utanríkisráðherraA sagöi Páh Pétursson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins. „Ríkisstjórnin verður að semja við stjómarandstöðuna um þau mál sem hún ætlar að afgreiða fyrír jólafrí. Og ég trúi ekki öðru en að hún leggi hofuðáherslu á fjárlagafrumvarpið og aht sem lýtur að því. Ríkisstjórnin hlýtur að átta sig á því að það er ekkert nema tímaeyösla að ætla að sitja hér marga daga yfir EES-máhnu. Því á að fresta fram i janúar," sagði Ragnar Amalds, formaður þingflokks Alþýöubandalagsins. „Það er ekkert hægt að segja til um þetta mál fyrr en Jón Baldvin er kominn heim af ráðherrafundi EFTA um næstu helgi,“ sagði Össur Skarphéðinsson, formaður þingflokks Alþýðuflokksins. „Samkomulagsvilji stjórnar- andstöðunnar ræöur því hvort EES-máhð, flárlagafrumvarpiö og efnahafgsráðstafanirnar fást afgreidd fyrir jól. Ég er að vona að menn standi við fyrri fyrirheit um 2. umræðu um EES-málið 12. til 15. desember. Síðan var um það talað, þó ekki væri um það samkomulag, að 3. umræða EES- málsins hæfxst 16. desember. Það era engin rök fyrir því að falla frá því. Ég tel að nægur tfmi sé til að lj úka afgreiðslu allra mála fy r- ir jól. Nú, en takist það ekki, þá er bara að halda áfram milh jóla og nýárs,“ sagði Jón Baldvin ut- anríkisráðherra. „Það er hægt að Ijúka öllum þessum málum fyrir jólaleyfi ef vilji allra stendur til þess,“ sagði Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins. -S.dór í dag mælir Dagfari Bersöglissögur Þá er jólabókaflóðið að hellast yfir okkur einn ganginn enn. Margt er þar merkhegra bóka og þó vekur sérstaka athygh ævisagnaritun, sem nú er greinhega í tísku, enda má segja, sem löngu var vitað, að meðal íslendinga er flöldinn allur af einstakhngum sem hafa lifað svo merkhega ævi að hún má ekki gleymast. Dagfari hefur verið að glugga í þessar bækur að undanfórnu auk þess sem þær hafa verið auglýstar af vandvirkni af þeim sem sögum- ar flalla um. Höfundar og söguper- sónur era áhugasamar um að bæk- umar komist til skha, enda lítið varið í að gefa út bækur ef þær era ekki lesnar. Þetta hefur orðið th þess að haldnar era skemmtanir og kokktehboð fyrir fínt fólk og prúðbúið þar sem troðið er upp með söng og sph og ýmsa þá sem koma við sögu. Lesið er upp úr bókunum og sumir dansa og halda tískusýningar og svo árita hinar frægu persónur bækur sínar og aht er sem sagt gert th að enginn missi af ritverkinu- og þeirri bók- menntasögu sem þama er skráð. Hér áður fyrr þótti nóg að aug- lýsa að rifhöfundur hefði sent frá sér nýja bók og lesendur fengu að vera í friöi með að ákveða hvaða bók skyldi keypt og fór það val eft- ir því hversu vel höfundurinn var ritfær. Nú er ekki aðalatriðiö hvað stendur í bókinni eða hver höfund- urinn er, því mestu máli skiptir um hvem er skrifaö og þá er það ekki nærri alltaf að sögupersónan sjálf sé þar í sviðsljósinu. Heldur hitt, frá hverjum hann segir og hverjir era aðrir nefndir í bókinni. Þannig er það vænlegast th árangurs aö birta kvennafarssögur og drykkju- sögur og láta þess rækhega getið hveijir hafi tekið þátt í þeim bóifor- um og öhu því drykkjusvalli Raunar sýnist Dagfara aö jóla- bókamarkaðurinn gangi helst út á það að fletta sig klæðum og opin- bera einkalíf sitt með bersöglissög- um, sem taka öðram klámsögum og rómönum fram. Og nú getur enginn beðið með að segja frá sjálf- um sér í bóhnu og helst er það bita- stætt ef viðkomandi hefur skhið nokkram sinnum eða hefur farið í endurhæfingu á Vog eða farið á hausinn. Þá er bókin efst á vin- sældalista og pottþétt metsölubók. Enda sýnist manni að þvf fyrr sem menn hafa náö þessum árangri í lífinu því fyrr geta þeir gefið út ævisögur sínar. Nú era um það bh fimm eða sex merkar bækur á markaðnum sem flalla um fólk sem rétt er komið á miðjan aldur og varla það. Það hggur svo mikið á með ævisagnaritunina að fólk hef- ur ekki lengur tíma th að lifa ævina á enda, áður en það finnur hjá sér hvöt th að segja frá þessari sömu ævi. Hér áður fyrr voru einstaka sinn- um gefnar út æviminningar ein- staklinga ef þeir höfðu komið við sögu í atvinnulífi, sfjómmálum eða unnið afrek á hsta- og meningar- sviði. Þessar sögur heyra fortíðinni til, enda ekki lengur bitastætt í jóla- bókaflóðinu að gefa út bækur sem hafa ekki frá neinu merkilegu að segja öðru en því sem sögumaður hefur gert í opinberu lífi. Nú eru það leyndardómar einkalífsins sem slá í gegn og því fleiri konum eða körlum sem sögupersónurnar hafa sængað með því ríkari ástæða th birtingar í ævisögunni. Einn góður samborgari hefur th að mynda náð því að búa með tveim konum í tólf ár samfleytt og auðvitað er sú frá- sögn afrekasaga og hetjusaga í senn, sem verðskuldar fyhstu at- hygli og bókmenntaverðlauh seinna meir. Það eru svoleiðis bæk- ur sem seljast. Nú er verið að gefa út um þessi jól bók um hundrað auðugustu ís- lendingana. Það er merkhegt fram- lag th þjóðarsögunnar og vonandi að þessir hundrað ríku menn og konur verði að minnsta kosti rík fram 'yfir jól svo bókin verði ekki orðin úrelt þegar hún er lesin. En hvers vegna ekki að gefa út um næstu jól sérstaka bók um þá hundrað íslendinga sem mest hafa sofið hjá? Það ætti að vera auðvelt að vinna þá bók með því að safna saman helstu metsölubókunum undanfarin ár og tína til þær ævi-. minningar sem tíunda framhjá- höldin og bólfarirnar í löngum bunum. Þá verður hka fljótlega hægt að gefa út bók um þá hundrað íslend- inga sem mest hafa drukkið og svahað á öldinni og þannig verður hægt aö halda til haga mestu af- reksmönnum þjóðarinnar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.