Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992.
óháÖ dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SiMI (91)63 27 00
SiMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91)63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613.
SlMBRÉF: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Áfram án Sviss
Slæmt er, aö Svisslendingar skuli hafa hafnaö aðild
aö Evrópska efnahagssvæðinu, EES. En þaö breytir
engu um þá stööu, aö hagsmunir okkar eru aö halda
ótrauð áfram í átt til aðildar aö EES.
Naumur meirihluti kjósenda í Sviss, 50,3 prósent,
greiddi atkvæði gegn aðild aö EES. Jafnframt var samn-
ingurinn felldur í 16 kantónum landsins af 23. Hvort
tveggja heföi þurft að koma til, að meirihluti þjóðarinn-
ar og einnig meirihluti kantónanna heföi samþykkt
samninginn. Hin aldagamla einangrunarstefna Sviss-
lendinga réö úrshtum. Þeir reynast ekki reiöubúnir til
að taka svo virkan þátt í samstarfi þjóða. Þeir hafa jafn-
an viljað standa utan við fjölþjóðastofnanir, eins og til
dæmis Sameinuðu þjóðimar. Þýzkumælandi Svisslend-
ingar era um þrír fjórðu hlutar þjóðarinnar. Það voru
þeir, sem felldu samninginn, meðan frönskumælandi
Svisslendingar samþykktu hann. Hinir þýzkumælandi
Svisslendingar hafa verið íhaldssamari, og þeir hafa
ríghaldið í gamla tímann. Þessi niðurstaða mun vafa-
laust reynast svissnesku þjóðinni dýr.
Svisslendingar eiga um þessar mundir við nokkra
efnahagsörðugleika að etja. Atvinnuleysi er um Qögur
prósent. í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu kemur án efa
fram ótti við aðkomumenn, sem kynnu að taka vinnu
frá landsmönmnn, ef yrði af EES. Ástandið í Þýzkalandi
bætir ekki úr. í Þýzkalandi er upplausn eins og kunn-
ugt er vegna deilna um aðkomumenn. Svisslendingar
vilja standa sem lengst frá þeim vanda. Því hafa þeir
kosið að vera utan við Evrópska efnahagssvæðið. En
hætt er við, að vegur Sviss sem miðstöðvar viðskipta-
lífs verði ekki hinn sami og áður eftir þessa atkvæða-
greiðslu. Óhætt mun að spá því, að ríki eins og til dæm-
is Lúxemborg muni brátt hirða talsvert af þeim ávinn-
ingi, sem Sviss hefur haft á því sviði.
Hver eiga að verða viðbrögð okkar, íslendinga?
Andstæðingar Evrópska efnahagssvæðisins segja, að
niðurstaða þjóðaratkvæðisins í Sviss gjörbreyti málinu.
Ekki sé ástæða til að staðfesta samning, sem sé „út úr
heiminum“. Alþingismenn eigi að snúa sér að öðrum
verkefnum. Fjarri lagi sé að taka í lög hér á landi samn-
ing, sem fyrir hggi, að verði ekki í þeirri mynd, sem
rætt er um. Sumir segja, að nú þurfi að gera alveg nýj-
an samning um EES.
Þó breytist EES-samningurinn í raun ekkert í efnis-
atriðum, að öðra en því að Sviss dettur út og hugsan-
lega kemur upp spuming um, hvað verði um hlut, sem
Sviss átti að greiða í Þróunarsjóð EB. Jón Baldvin
Hannibalsson utanríkisráðherra lýsti í DV í gær, að í
grein 129 í EES-samningnum og bókun við þá grein segi,
hvemig bregðast skuh við, ef eitthvert eitt ríki staðfesti
samninginn ekki. Þar segir, að hin ríkin muni þá koma
saman á svokahaða ríkjaráðstefnu til að meta, hvaða
tæknilegar breytingar þurfi að gera og möguleikana á
því að semja um þær breytingar í viðauka. Síðan verði
hvert land út af fyrir sig að ráða, hvernig það fer með
staðfestingu á þeim viðauka, það er hvort máhð fer aft-
ur fyrir þing, að sögn utanríkisráðherra. Sú er skoðun
utanríkisráðherra, að Alþingi verði að hafa lokið fuh-
gildingu EES-samningsins fyrir áramót, th þess að við
eigum áfram aðild að málinu.
Hagsmunir íslands era, að ekki verði slakað á heldur
unnið áfram að aðild að EES með öllum nauðsynlegum
hraða.
Haukur Helgason
höfundur m.a.
Fríverslun við alla
nema Evrópuríki?
Eitt sinn henti þaö að ég fékk
heimsókn af prúðbúnum mönnum
sem sögðust vera í tilteknum trúar-
söfnuði og vildu endilega ræða við
mig. Þó ég sé yfirleitt fremur tregur
til ákvað ég að slá til í þetta sinn
því ég var dálítið forvitinn.
Þetta hefði ég átt að láta ógert því
þessir sendiherrar almættisins
voru óstöðvandi í sínum málflutn-
ingi. Boðskapurinn varð æ ótrú-
legri eftir því sem á leið en þó tók
fyrst steininn úr þegar sendimenn
hótuðu því að ef ég ekki samþykkti
allt sem þeir segðu og gengi í þeirra
raðir biðu mín óskemmtileg örlög
að lokinni þessari jarðvist.
Þessi heimsókn rifjaöist upp fyrir
mér þegar mér varö ljóst aö nú er
ég aftur kominn í svipaða aðstöðu
og farinn að skrifast á við dr. Hann-
es Jónsson fv. sendiherra. Hann
hoðar hörmungar fyrir iðnaöinn
og þjóðina í heild ef ekki verði
hætt við EES aðild.
Semjum við alla nema
gömlu nýlenduveldin!
í fyrri grein sinni talar Hannes
um brostnar vonir manna um auk-
inn útflutning iðnaðarvara við inn-
gönguna í EFTA og samningana
við EB. Hann segir þessa samninga
ekki hafa leitt til annars en minnk-
andi markaðshlutdeildar íslensks
iðnaðar. Ég reyni að malda í móinn
og halda því fram að örðugt sé að
byggja upp iðnað á áratugum óða-
verðbólgu, gjaldeyris- og verðlags-
hafta, lánsíjárskorts, vitlausra
skattalaga og örgustu óstjómar í
efnahagsmálum. Ég vil ekki kenna
fríverslun um okkar heimatilbúnu
vitleysu.
Ekki stendur á svari frá Hannesi.
Nú segir hann það misskilning
minn að hann sé á móti fríverslun
og EFTA, þvert á móti: „Fyrir okk-
ur íslendinga er hagkvæmara að
KjaUarinn
Sveinn Hannesson
framkvæmdastjóri Félags
íslenskra iðnrekenda
beita okkur fyrir ómengaðri frí-
verslun í hnattrænu samhengi með
108 ríkjum GATT, án takmarkaðs
fullveldisafsals, heldur en að ein-
angra okkur innan tollmúrs með
18 gömlum nýlenduveldum Evrópu
í EES.“
Heimatilbúnir tollmúrar
Enn verð ég að gera athugasemd-
ir. Ég fæ ekki séð hvemig EES er
um að kenna ef við erum að ein-
angra okkur innan tollmúra þegar
við ráðum sjálf hvaða tolla við höf-
um gagnvart löndum utan EES svo
sem Bandaríkjunum og Japan.
Ég fæ heldur ekki séð hvemig er
hægt að vera á móti EES samn-
ingnum sem ætlað er að ryðja í
burtu flestum hindrunum í við-
skiptum og samskiptum okkar við
okkar helstu viðskiptalönd í Evr-
ópu, en hvetja til þess að í staðinn
verði gerðir samningar um frí-
verslun við Bandaríkin, Kanada,
Mexíkó, Japan, Rússland auk Asíu-
og Afríkulanda. Ætla mætti að all-
ur heimurinn bíði í ofvæni eftir að
gera við okkur samninga um frí-
verslun.
Hnattrænt samhengi
Því miður held ég að andstæðing-
ar EES-samningsins geri sér of há-
ar hugmyndir um möguleika okkar
til að gera fríverslunarsamninga
við hinar og þessar þjóðir. Það er
ekki auðvelt að sjá hvemig við ís-
lendingar, einangraðir frá okkar
nágranna- og viðskiptalöndum
(gömlu nýlenduveldum Evrópu),
ætlum okkur að takast á við það
verkefni að koma á „ómengaöri frí-
verslun í hnattrænu samhengi".
Þegar umræðan er komin á þetta
stig fer nú heldur að fara um mig
líkt og forðum þegar sendiherrar
almættisins litu inn hjá mér og fóru
að útskýra fyrir mér sití hnattræna
samhengi.
Sveinn Hannesson
„Því miður held ég að andstæðingar
EES-samningsins geri sér of háar hug-
myndir um möguleika okkar til að gera
fnverslunarsamninga við hinar og
þessar þjóðir.“
Skodanir aimarra
Vakning gegn
verðhækkunum
„í kjölfar þjóðarsáttarsamninganna í febrúar 1990
má segja að vakning hafi orðið meöal þjóðarinnar
um að koma í veg fyrir verðhækkanir. Þeir sem
hækkuðu verð á vöru og þjónustu fundu fyrir þunga
almenningsálitsins. Það skapaðist raimveruleg trú á
að hægt væri að ná verðbólgunni niður. Nú er hætta
á að við missum þessa trú. Hver einasta frétt um
verðhækkun grefur undan þeirri trú. Þess vegna
eiga stjómvöld ekki að samþykkja beiðni Landsvirkj-
unar um hækkun á gjaldskrá umyrðalaust, heldur
á að fara fram á rækilega athugun á því hvort kost-
ur er á frekari spamaði eða annars konar hagræð-
ingu í rekstri fyrirtækisins."
Úr forystugrein Mbl. 5. des.
Veiðigjaldið
er kjánaskapur
„Fiskiþing gekk svo langt, að samþykkja að togar-
ar skyldu fá að veiða upp að 6 mílna grunnhnu fyrir
Vestfjörðum. Þetta er helstefna, sem enga framtíð
leyfir fyrir byggðir landsins. Það era blindir menn,
sem ekid sjá þetta... Útiloka ætti strax alla veiði tog-
skipa innan 200 milna lögsögunnar, nema þeirra, sem
leggja upp til vinnslu í landi, þau fengju heimildir til
að veiða upp að 50 mílna grunnlínunni um takmark-
aðan aðlögimartíma, t.d. 5 ár, og þá aðeins í afmörk-
uðu hólfi viðkomandi vinnslustöðvar í landi.
Ef menn ætla að lifa áfram á fiskveiðum í þessu
landi, þá verður að velja síðari kostinn. Hinn kostur-
inn er ekki dl. Veiöigjaldið er hara kjánaskapur, sem
aldrei getur komið til framkvæmda."
önundur Ásgeirsson, fyrrv. forstj. Olís. - í Mbl. 5. des.