Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. 5 > ) ) DV Smáveirusótt í hundum: Grunur um fjölda smitaðra hunda - tveir hundar í hundageymslu hafa þegar drepist Upp er komin smáveirusótt í hund- um sem þegar hefur dregið að minnsta kosti tvo hunda til dauða. Að sögn Brynjólfs Sandholt yfirdýra- læknis er ekki vitað hversu útbreidd- ur sjúkdómurinn er en allt bendir til að hann sé eingöngu bundinn við höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. „Við höfum fengið tvö tilfelh til krufningar og báðir þeir hundar voru í hundageymslu og veiktust með viku miliibili. Hundarnir þar eru í einangrun og við eigum von á að geta hindrað frekari útbreiðslu þaðan. Við höfum einnig fengið upp- lýsingar um einkenni hjá hundum af höfuðborgarsvæðinu, Ketlavík og Suðurnesjunum sem geta bent til þessa sjúkdóms, án þess að viö getum staðfest að um sambærilega veiki sé aö ræöa,“ segir Brynjólfur. Ekki er vitað hvernig veikin barst til landsins. „Þessi sjúkdómur getur hafa borist með bólusettum hundum sem eru smitberar, með skófatnaði ferðamanna eða hundum sem smygl- að er til landsins. Það er allt til í dæminu og ekki hægt að segja mikið um það,“ segir Brynjólfur. Hann segir að útbreiðsla sjúkdóms- ins sé undir hundaeigendum sjálfum komin. Hundaeigendur ættu að halda hundunum sem mest heima, forðast þá staði þarsem mikið er um hunda og þrífa upp saur sem er að- alsmitleiðin. „Þetta er smitsjúkdómur sem getur farið hratt um. Ef hundaeigendur halda hundum sínum í einangrun þá er von til þess aö útbreiðslan verði hæg. Síðan ættum við að geta stöðvað þetta á næstu 1-2 mánuðum með bólusetningum," segir Brynjólfur. Að sögn Katrínar Harðardóttur, dýralæknis á Dýraspítalanum, hefur síminn verið rauðglóandi síðan frétt- ist af smáveirusóttinni, Hundaeig- endur eru mjög áhyggjufullir og spyija mikið um veikina. Sjúkdóm- urinn lýsir sér fyrst og fremst í því að hundurinn verður mjög slappur og algjörlega lystarlaus. Hann fær skyndileg uppköst og niðurgang og mjög oft fylgir blóð með. Kostnaðurvegna Pálsminni ensagtvar Það var ranghermt í DV í gær að Páll Pétursson, alþingismaður og eiginmaður Sigrúnar Magnúsdóttur borgarfuiltrúa Framsóknarflokks- ins, hefði kostað borgarsjóð rúm 62 þúsund krónur það sem af er þessu kjörtímabili vegna ferðalaga sem hann hefur farið með eiginkonu sinni á reikning borgarinnar. Hið rétta er að borgarsjóður hefur greitt 33.600 krónur vegna ferða Páls en hann fór með í opinbera heimsókn til Færeyja sumarið 1991. í þá ferð fóru sex borgarfulltrúar og embætt- ismenn og allir með maka. Sigrún Magnúsdóttir, borgarfull- trúi og eiginkona Páls, segir að borgarendurskoðandi hafi leiðrétt uppgefinn kostnað vegna Páls en misskilningur hafi komið upp vegna ferðar til Akureyrar þar sem haldið var þing Samband íslenskra raf- veitna en Páll og Sigrún sóttu bæði þingið, hún sem fulltrúi í stjórn Veitustofnana Reykjavíkur og hann sem stjórnarmaöur í Landsvirkjun. Borgin greiddi fyrir Sigrúnu og LandsvirkjunfyrirPál. -sme „Þetta er mjög smitandi og er sér- staklega hættulegt fyrir hvolpa. Þessi sjúkdómur hefur ekki áður fundist í landinu og því má reikna með að mótstaða hundanna sé nán- ast engin. Við ráðleggjum fólki fyrst og fremst að koma með hundana í bólusetningu en við eigum von á bóluefni núna í vikunni. Það eru bara hundar sem veikjast af þessari veiru en hún er mjög skyld kattafárs- veirunni," segir Katrín. -ból Fréttir Kona slasaðist: Ókábrúar- stólpaáHamra- borgarbrú Kona var flutt með sjúkrabíl á slysadeild eftir að hafa misst stjórn á bíl sínum á Hafnarfjarð- arvegi og lent á brúarstöpli undir svokallaðri Hamraborgarbrú í Kópavogi á laugardagsmorgun. Meiðsl konunnar voru ekki tal- in mjög alvarleg. Áður en komið er að brúnni er aflíðandi beygja og var talsvert hált á veginum. Þessir þættir eru taldir orsök slyssins, að sögn lögreglunnar í Kópavogi Þrjú banaslys hafa orðið á Hafnarfjarðarvegi í Kópa- vogi það sem af er þessu ári. -ÓTT SEX JOLAPAKKATILBOÐ Á AMBRA TÖLVUM T Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkatilboð Venjulegt verð:116.699. Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð rnsno Venjulegt verð:126.699. Fjölskyldupakki AMBRA 386SX 25 MHz 4 MB, 85 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatilboð msM Venjulegt verð: 144.699. Nú færðu jólagjöf heimilisins í Nýherja. Jólagjöf sem öll fjölskyldan hefur gagn og gaman af, ekki síst unga fólkið sem býr sig undir framtíðina. Leggðu leið þína í Nýherja nú fyrir jólin og nýttu þér einstakt JÓLAPAKKATILBOÐ á AMBRA tölvum, prenturum o.fl. Ef þú kaupir eitthvað á JÓLAPAKKA- TILBOÐINU máttu velja þér jólapakka undir Nýherjatrénu. Taktu alla fjölskylduna með þér. Nýherji er í Skaftahlíð 24, á milli Laugavegs og Kringlunnar. AMBRA 386 tölvurnar eru til afgreiöslu strax. AMBRA 486 tölvurnar eru til afgreiðslu 18. desember. NÝHERJI SKAFTAHLÍÐ 24 • SlMI 69 77 00 Alltaf skrefi á undan Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 9 nála prentari Jólapakkati Iboð 142.900 Venjulegt verð:156.699. Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Jólapakkatilboð 140.900 Venjulegt verð:166.699. Fjölskyldupakki AMBRA 486SX 25 MHz 4 MB, 107 MB DOS 5.0, Windows 3.1 Litaprentari Hljóðkort, tölvuleikir Jólapakkatilboð maoG 84.699. œœ Venjulegt verð:184.699. CD » Raðgreiðslur KAUPLEIGU- SAMNINGAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.