Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Side 3
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. 3 Fréttir Kirkjugarðar Reykjavíkurprófastsdæmis hækka útfarir um 22.500 krónur: Utfararþjónustan niðurgreidd um 19 milljónir í fyrra - fá mánaðarlega 140 krónur úr vasa hvers Reykvíkings Stjóm Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæmis ákvað nýverið að hækka útfararþjónustu á sínum veg- um um 22.500 krónur. Að undan- fómu hefur stjómin verið gagnrýnd af Verslunarráði, Verðlagsstofnun og samkeppnisaöilum í útfararþjónustu fyrir að greiða niður þjónustuna með kirkjugarðsgjaldi, sem almenningur greiðir og innheimt er af hinu opin- bera. Að jafnaði er útfararkostnaður nú 90 til 120 þúsund krónur. Samkvæmt upplýsingum úr íjár- málaráðuneytinu fá kirkjugarðamir tæplega 140 krónur frá hveijum Reykvíkingi á mánuði. Þar af fara ríflega ll krónur í Kirkjugarðssjóð, en í hann hafa Kirkjugarðamir í Reykjavík ekki sótt fjármuni. Alls greiða Reykvíkingar rúmar 140 milljónir á ári til kirkjugarðanna og að auki um 12,3 milijónir í sjóð- ínn. Auk þessa fá kirkjugarðamir »V .i .XU Alls greiða Reykvíkingar rúmar 140 milljónir á ári til kirkjugarðanna. Forstjóri Kirkjugarða Reykjavikur: Brjótum ógjarnan lögin viljandi „Útfararþjónustan hefur verið rek- in á núlli og upp á síðkastið undir því. Því höfum við gripið til þess að niðurgreiða þjónustuna að hluta með kirkjusjóðsgjaldinu. Sú skerðing, sem við höfum orðið fyrir á undan- fömum ámm, gerir hins vegar það að verkum að gjaldið stendur ekki undir rekstrarkostnaði kirkjugarð- anna,“ segir Ásbjöm Björnsson, for- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkurpróf- astsdæmis. Að sögn Ásbjöms er nú útlit fyrir að kirkjugarðamir verði af umtals- veröum tekjum þegar aðstöðugjaldið verður fellt niður. Fái kirkjugarð- arnir ekki niðurfelhnguna bætta verði rekstyr þeirra í mikilh óvissu þegar á næsta ári. Asbjöm segir að sú ákvörðun stjómar Kirkjugarðanna að hætta niðurgreiðslum á útfararþjónustu byggist fyrst og fremst á því að menn álíti það ólöglegt að kirkjugarðs- gjöldin séu notuð til þessa. Versnandi fjárhagur kirkjugarðanna spih þó einnig þar inn í. „Við vhjum ógjaman brjóta lög viljandi. Menn hafa viljað hta á þetta sem einhvern glæp hjá okkur þó þetta viðgangist um aht land. í mörg ár hefur nýtt frumvarp um sjóðinn verið að velkjast í kerfinu. Sam- kvæmt því yrði heimilt að nýta gjald- ið til útfararþjónustu. í því sambandi ætti það sama að gilda um okkur og samkeppnisaðilana. Við höfum ekki nokkra tilhneigingu til að níðast á þeim. En auðvitað hljótum við að viðurkenna að við erum sjálfseignar- stofnun safnaöanna í Reykjavík og greiðum ekki skatta eins og þessi fyrirtæki. Að því leytinu er sam- keppnisstaðan ójöfn." -kaa Verslunarráö íslands: Ólögleg starfsemi verði stöðvuð „Samkvæmt þeim upplýsingum sem nú liggja fyrir orkar það tæpast tvímæhs að samkeppnisrekstur Kirkjugarða Reykjavíkurprófast- dæma á sviði líkkistusmíði og -sölu og almennrar útfararþjónustu, eins og hann hefur verið og er rekinn, á sér ekki lagastoð." Svo segir m.a. í bréfi Verslunarráðs íslands til Þorsteins Pálssonar dóms- málaráðherra. í bréfinu segir enn fremur að það hggi fyrir að stórfehd úthiutun fjár af skatttekjum tfl Kirkjugarða Reykjavíkin-prófasts- dæma tfl Kirkjubyggingasjóðs hafi verið innt af hendi í trássi viö lögin. Beinir Verslunarráð þeim ein- dregnu tflmælum tfl ráðherra og ráðuneytis hans að hlutast tfl um að „þegar verði tekið fyrir öll undan- brögð frá gildandi kirkjugarðslögum og aö ólögleg starfsemi viðkomandi aðfla verði stöðvuð." Jafnframt að vísað verði til réttra aðfla rannsókn á starfsemi og þ.á m. skattalegri rannsókn á rekstri Kirkjugarða Reykjavíkurprófasts- dæma utan kirkjugarðslaga undan- farinár. -JSS um 40 milljónir af innheimtu að- stöðugjaldi í Reykjavík. Gera má ráð fýrir að látinn Reykvíkingur um sjö- tugt hafi greitt á þennan hátt á annað hundrað þúsund krónur til kirkju- garðanna fyrir andlátið. Á síðasta ári voru samtals 833 út- farir á vegum Kirkjugarða Reykja- víkurprófastsdæmis. Samkvæmt því fóru tæplega 19 mifljónir í niður- greiðslu á útfararþjónustu, einkum líkakstur til og frá kirkj u. -kaa Panasonic SD-BT55P BRAUÐGERÐARVÉL JAPIS3 BRAUTARHOLTI OG KRINGLUNNI S. 62 52 00 JÓLATILBOÐSVERÐ 26.980,- frá 19.580, Með nýju Panasonic brauðgerðarvélinni getur þú bakað brauð með lítilli fyrirhöfn. Þú setur hráefnið í vélina og ákveður bökunartímann, og á meðan þú sefur hnoðar hún og bakar brauð, þú vaknar síðan við ilm af nýbökuðu brauði. VERÐ ÁÐUR KR. 33.600 JÓLATILBOÐSVERÐ NN-5252 & NN-5452 ÖRBYLGJUOFNAR Nettir og fyrirferðalitlir 800 w. 21 lítra Panasonic örbylgjuofnar, NN-5452 er með alsjálfvirkri affrystingu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.