Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1992, Blaðsíða 29
ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1992. 37 Ólöf Davíðsdóttir sýnir á Vestur- götu 5. sýnir steina Og gler í gömlu og kunnuglegu húsi á Vesturgötu 5 hefur Olöf Davíös- dóttir komið sér fyrir á annarri hæð með vinnustofu og sýningar- Sýningar sal. Hún opnaði sýningu á verk- um sínum fyrir rúmri viku og mun sýningin standa út mánuð- inn. Þrjár aðrar listakonur sýna verk sín ásamt Ólöfu. í verkum sínum blandar Ólöf saman steinum og gleri. Yfirleitt eru tveir steinar saman í verkinu en steinamir eru blágrýti sem hún hefur tínt á Snæfellsnesi. Sumir steinamir eru slípaðir, aðrir ekki. Munir Ólafar em margvíslegir og sumir hafa meira notagildi en aðrir. Má þar nefna spennur og þverslaufur sem að sjálfsögöu em með stein í miðjunni. Sýning- in er opin á verslunartíma út mánuðinn. Naut geta leikið ýmsar kúnstir. Naut Naut geta hlaupið hraðar upp í móti en niður í móti! Shakespeare Yfir fjögur hundruð kvikmynd- ir hafa verið gerð upp úr leikrit- um Williams Shakespeare. Blessuð veröldin Naglaklippingar Þaö var tahö óhappamerki að klippa neglur sínar á sunnudög- um. Eyrnalokkar I Norður-Evrópu vom eyma- lokkar upphaflega notaðir til þess að koma í veg fyrir að ilhr andar kæmust inn um eyru fólks. Færð á vegum Mjög hvasst er í nágrenni Reykja- víkur en þó ágætlega fært, eins er fært austur um Hellisheiði og Þrengsli og er þar skafrenningur og snjókoma. Fært er fyrir Hvalijörð um Borgaríjörð og Snæfellsnes nema Umferðin Fróðárheiði er ófær og þungfært er um Kerlingarskarð. Fært er frá Pat- reksfirði en þungfært til Bíldudals og Kleifaheiði er ófær vegna óveð- urs. Steingrímsfjarðarheiði er aðeins fær jeppum og stærri bílum til ísa- fjarðar. Breiðadals- og Botnsheiðar em ófærar. Víða um land er hálka á vegum. [g] Hálka og snyórfT) Þungfært án fyrirstöðu [X] Hálka og [/] Ófært skafrenningur Ofært Höfn í: fevöld, þriðjudaginn áttunda desember, verða haldnir aðventu- tónleikar í Laugameskirkju. Á efn- ísskránni em verk eftir Couperin, Geminiani og Telemann. Listamennimir sem fram koma þessum tónleikum em Peter Tompkins sem leikur á barokkóbó, Camilla Söderberg leikur á blokk- flautu, MartialNardeau og Guðrún Birgisdóttir spila á barokkflautur, Judith Þorbergsson leikur á bar- okkfagott, Ólöf Sesselja Óskars- dóttir á viola da gamba og Elín Guðmundsdóttir á sembalL Tónleikarnir hefjast klukkan Á barokktónleikum í Laugarneskirkju veröa ftutt verk eftir Couperin, Geminiani og Telemann. 20.30 og em um það bil klukku- stundar langir. Aðgangseyrir er 800 krónur en 500 krónur fyrir nem- endur. Böm fá ókeypis aðgang. Tunglmyrkvi á morgun Annaö kvöld verður almyrkvi á tungh sem mun sjást vel hér á landi ef veðurguðimir leyfa. Stjamfræð- ingar híða þessa myrkva með nokk- urri eftirvæntingu því búast má við aö hann verði skrautlegur vegna mikils ryks í andrúmsloftinu. Rykið er vegna tíðra gosa í Pinatupo á FiUppseyjum en skýjafar í lofthjúp jarðar ræður einnig miklu um fegurð myrkvans. Skuggi fer að færast yfir tungUð um níuleytið annað kvöld en tunglið Stjömumar verður almyrkvað frá klukkan 23.07 til 0.22. TungUð verður í suðaustri frá Reykjavík. Sólarlag í Reykjavík: 15.36. Sólarupprás á morgun: 11.06. Síðdegisflóð í Reykjavik: 17.19. Árdegisflóð á morgun: 5.40. Lágfjara er 6-6 !4 stundu eftir háflóð. o A skýringar- myndinni má sjá hvernig jörðin gengur fyrir tunglið. Miðmyrkvinn yfir íslandi verður um kl. 23.44 fyrir miðnætti þegartunglið er í suðri í Rvík. 28.00 Tunglmyrkvi 9. des. 1992 Aðalheiður Guðmundsson og Stuart James Lee eignuðust sitt fyrsta bam þann 24. nóvember síð- astíiðinn. Barniö fæddist á Landspítaianum og vó 3258 grömm eða 13 merkur og mældist 51 sentímetri. Miles Davis. Dingo Háskólabíó hefur nú hafið sýn- ingar á myndinni Dingo með Miles Davis og CoUn Friels í aðal- hlutverkum. Sagan hefst á því að nótt eina árið 1969 er einkaþotu trompetleikarans BiUys Cross og hljómsveitar hans snúið við á áætlunarleið hennar og lent í Bíó í kvöld smábæ í ÁstraUu. íbúar og þar með taUnn Dingo, tólf ára gamaU drengur, flýta sér á flugvöllinn til að taka á móti átrúnaðargoðinu. Dingo hlustar á hljómsveitina og hrífst svo mjög að tveimur áratugum síðar ákveður hann að taka sig upp, fara til Parísar og finna Billy Cross og spila með honum. Cross hefur hins vegar ekki leikið lengi á trompetið þeg- ar Dingo finnur hann enda orð- inn fjörgamaU. Dingo nær þó aö kveikja neista hjá gamla mannin- um og þeir leika saman í djass- klúbbi í París. Nýjar myndir Stjömubíó: í sérflokki Háskólabíó: Dingo Regnboginn: Á réttri bylgjulengd Bíóborgin: Sálarskipti BíóhöUin: Kúlnahríð Saga-Bíó: Borg gleðinnar Laugarásbíó: Babe Ruth Gengið Gengisskráning nr. 234. - 8. des. 1992 kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollgengi Dollar 62,020 62,180 63,660 Pund 99,037 99,292 95,827 Kan. dollar 48,729 48,855 49,516 Dönsk kr. 10,2385 10,2650 10,3311 Norsk kr. 9,7233 9,7484 9,6851 Sænsk kr. 9,2382 9,2621 9,2524 Fi. mark 12,3867 12,4186 12,3279 Fra. franki 11,6568 11,6869 11,6807 Belg. franki 1,9300 1,9350 1,9265 Sviss. franki 44,1895 44,3035 43,8581 Holl. gyllini 35,3693 35,4605 35,2501 Vþ. mark 39,7169 39,8194 39,6426 It. líra 0,04506 0,04517 0,04533 Aust. sch. 5,5944 5,6089 5,6404 Port. escudo 0,4464 0,4476 0,4411 Spá. peseti 0,5538 0,5552 0,5486 Jap. yen 0,50075 0,50204 0,51001 irskt pund 105,077 105,348 104,014 SDR 86,7579 86,9817 87,7158 ECU 78,0336 78,2349 77,6684 Símsvari vegna gengisskráningar 623270. Krossgátan 1 T~ J r U 7 d °l 1 II w* j ir \4 5 1 )L /? 23" il J Lárétt: 1 peningur, 5 vesöl, 8 goggurinn, 9' hjálp, 10 borðir, 11 eldstæöi, 13 kemst, 15 tré, 16 svar, 17 kusk, 19 huggi, 21 flökt, 22 hyggur. Lóðrétt: 1 lengdarmál, 2 dá, 3 blæs, 4 viður, 5 lagast, 6 fíflið, 7 fuglahópur, 12 kona, 14 guðir, 15 vafi, 18 haf, 20 hræöast. Lausn á síðustu krossgátu. Lárétt: 1 henda, 6 vá, 8 erja, 9 sat, 10 þót- an, 12 fól, 13 tusk, 15 trippin, 18 iðka, 20 púi, 22 narti, 23 að. Lóðrétt: 1 helftin, 2 er, 3 njóli, 4 datt, 5 asa, 6 vansi, 7 átök, 11 jörð, 14 uppi, 16 pat, 17 nið, 19 KR, 21 úa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.