Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Qupperneq 2
2
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993.
Fréttir ______________________________________________________________________________pv
Sveik út um 1 miUjón króna í greiðslukortaviðskiptum:
Breytti upphæðunum á
greiðslukortanótunum
- 1.995 króna hálsbindi kostaöi 11.995 krónur á Visareikningnum
„Við vorum í Austurveri um miðj-
an desember og komum þar að
tveimur hressum stelpum sem voru
að selja hálsbindi við söluborð á
ganginum. Okkur leist vel á bindi
sem kostaði 1.995 krónur og ákvað
konan að gefa mér það í jólagjöf.
Þegar við síðan fengum Visareikn-
inginn okkar milli jóla og nýárs virt-
ist konan hafa verið heldur rausnar-
leg þar sem bindið hafði hækkað í
verði um 10 þúsund krónur, kostaði
orðið 11.995. Við höfðum nótuna í
höndunum og vorum viss um að
þetta væru mistök. í bankanum kom
hins vegar í ljós að tölunni 1 hafði
verið bætt framan við upphæðina á
sölunótunni og hún þannig hækkuð
um 10 þúsund krónur," sagði mið-
aldra maður í samtali við DV.
Upp er komið stórfellt svikamál hjá
greiðslukortafyrirtækjunum Visa og
Kreditkortum þar sem söluaðili hef-
ur breytt upphæðum á fjölda
greiösluicortanótna og þannig svikið
□5 5qi05b8
.
ismsjs HEIMILDARNUMER . Autborizalion no. '
'VORULYSING / D«scViplion UPPHÆD / Amount
\fo( uV" -
□ vOrur □ MATVÖRUR \
□ HÓTEL / RESTAURANT □ BÍLALEIGA / CAR RENTAL \
-05 5qiQgb8
^IMILDAnNUMtH 'fjfthOruaUon no.
r COflULÝClNG / bw’rtuon UPPHÆD/ Amouni
' " \\Wh>r
1 ;■ vORUR □ matvorur \ ‘
CJ HOTEL / RESTAURANT □ bIlaleica / car rental
SAMTALS
TOTAL KR.
SAMTALS
TOTAL KR.
CARDHOLDER S DECLARATION
The issuer ol the card idemilied on trns rfem is
eulhorued lo pay Ihe amouni shown as TOTAL
upon proper presemation I promise lo pay such
TOTAL (looeiher with any oiher charges due ihe-
reon) subiecl lo and in accordance with Ihe agree-
menl governmg the use ol such card
SÖLUNOTA
SALESSLIP
EINTAK
KORTHAFA
CAROMOLOERS OFClARATiON
Tha itsurr ol (he eard Kferurfied un th.» n>n .»
■ulhonied to fur ln« Ann>mi sNr-w Jt 'OIAL
upcm pnx»r preserrfita" I promisa w |.ar
TOTAL l'ogethai «Mih any trfiarges dve ih«
raon) lo and in accord jnca iv.m iha m/*
me >l Qotermng the uia o' swji iwui
Hér sést sölunótan sem notuð var þegar hálsbindi var keypt í Austurveri
12. desember. A eintaki korthafa stendur 1.995 krónur en á eintaki Visa
hefur 1 verið bætt framan við og bindið orðið 10 þúsund krónum dýrara
fyrir vikið. Svikin komu fyrst i Ijós þegar korthafinn fékk Visareikninginn
sinn, þar stendur að bindið hafi kostað 11.995 krónur.
út ríflega eina miUjón króna. Við- um tvítugt og selt hefur fatnað, aðal-
skipti þessa manns, sem mun vera lega hálsbindi, áttu sér öll stað með
svokölluðum strauvélum. Áttu við-
skiptin sér stað á yfirstandandi
kortatímabili, alveg fram að jólum,
og eins á tímabilinu á undan.
Manninum tókst að selja þriðja
aðila flestallar folsuðu sölunótumar
fyrir jól. Sá keypti þær í góðri trú
og kom þeim síðan rétta boðleið um
kerfið. Sölumaðurinn flúði land milli
jóla og nýárs og herma heimildir að
hann hafi haldið til suðlægra landa.
Upp komst um svikin milli jóla og
nýárs þegar kvartamr fóra að berast
til kortafyrirtækjanna frá fólki sem
komið hafði auga á misræmi milli
upphæða á greiðslunótum og korta-
reikningnum sínum.
Ekki eru öll kurl enn komin til
grafar í þessu máli en uppgjör yfir-
standandi kortatímabiis er eftir.
Svikin munu þegar nema um 800
þúsundum króna hjá Visa og tæpum
200 þúsundum hjá Kreditkortum.
Sviknu sölunótumar eru merktar
Söluskrifstofu Alfreðs Hermanns-
sonar. Málið verður kært til
RLR.
Korthafar blæða ekki
Einar S. Einarsson, framkvæmda-
stjóri hjá Visa, segir umræddan sölu-
mann hafa bætt einni eða tveimur
töliun framan við upphæðimar á
sölunótunum og hækkað þær þannig
um allt að 30 þúsund krónur.
„Þetta er í fyrsta skipti sem mál
af þessu tagi á sér staö hér á landi.
Það hefur reyndar verið fiktað við
nótu og nótu en aldrei í þessum stíl.
Það hafa hins vegar verið hrögð að
svona svikum erlendis,“ sagði Einar.
Einar og Gunnar Bæringsson,
framkvæmdastjóri Kreditkorta,
sögðu aö korthafar yrðu ekki fyrir
tjóni svo framarlega að þeir hefðu
afrit sölunótu undir höndum.
Greiðslukortareikningar yrðu leið-
réttir og ef fólk hefði þegar greitt fals-
aðar upphæðir yrði því endurgreitt.
-hlh
Þrettándinn er i dag og af þvi tilefni verður viða efnt til þrettándagleði, kveikt [ bálkesti, flugeldum skotið, álfa-
dans stiginn og sungið. Björn Einarsson virðist ekki ætla að láta sitt eftir liggja i þrettándagleðinni og kastar hér
eldsmat á bálköst vlð Snælandsskóla i Fossvogsdal en þar mun eldur loga glatt í kvöld. DV-mynd BG
Hald lagt á margar heimatilbúnar sprengjur:
Sumar gætu sprengt
upp heilu húsin
Lögreglan í Hafnarfirði hefur upp-
lýst mörg sprengjumál undanfama
daga. Margir unglingspiltar hafa ver-
ið handteknir og við húsleit hafa
fundist bæði sprengjur og efni til að
búa þær til. Að sögn lögreglu hafa
sumar þessara sprengja verið nógu
öflugar til að granda heiiu húsunum.
Lögreglan hefur unniö mikið for-
vamarstarf og lagt krafta sína í að
finna sökudólgana og framleiðslu
þeirra, bæði fyrir gamlárskvöld og
fyrir þrettándahátíðina í dag.
Flestir sprengjusmiðanna em
unglingspiltar allt að 17 ára. Hópar
af þeim hafa verið yfirheyrðir og í
kjölfarið er leitað heima hjá þeim.
Lögreglan hefur auk tilbúinna
sprengja lagt hald á ýmiss konar
búnað til sprengjugerðar, þar á með-
ai nokkur slökkvitæki. Hlutislökkvi-
tækjanna er notaður í sprengjumar
en þaö gerir þær mjög öflugar og að
sama skapi stórhættulegar.
Lögregla vili beina þeim tilmælum
til foreldra aö vera á varðbergi gagn-
vart þessum hlutum og láta strax
vita verði þeir varir við að böm
þeirra séu að fikta við sprengjutil-
búning. -ból
Yfirdráttur Reykjavlkur:
Knúði Landsbankann til að taka lán
- sagðiPáUPétursson
Yfirdráttm- Reykjavíkurborgar í ursson, þingflokksformaður Fram-
Landsbankanum varð til þess að sóknarflokksins, á Alþingi í gær.
bankinn varð aö taka 1.250 milljónir Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
króna að láni hjá Seðlabankanum sagðist ekki vera sammála skýringu
um áramótin, þetta fullyrti Páll Pét- Páls á lántöku Landsbankans. -sme
Halldór Blöndal í Egyptalandi og Jórdaníu ásamt fríðu föruneyti:
2 milljónir í viðræður um ferða- og f lugmál
- sárafáir Jórdanar og Egyptar komið hingað síðastliðin þrjú ár
Halldór Blöndal hélt til Egypta-
lands ásamt fríðu fóruneyti á laug-
ardag til viðræðna við feröa- og'
flugmálaráðherra Egypta, Fouad
Sultan, um ferða- og flugmál milli
landanna. í dag, miðvikudag, held-
ur íslenski hópurinn síðan til Jórd-
aníu þar sem sömu málaflokkar
verða ræddir við þarlendan ferða-
málaráðherra, Yanal Hikmat.
Ferðinni lýkur á laugardag.
Ferð þessi er farin í boði fyrr-
nefndra ráðherra Egypta og Jórd-
ana en þar méð er ekki sagt að hún
sé ríkissjóði að kostnaðarlausu.
Með Halldóri í for em kona hans,
Kristín Eymundsdóttir, Ólafur S.
Valdimarsson, ráðuneytísstjóri í
samgönguráðuneytinu, Þórhallur
Jósepsson, aöstoðarmaður Hall-
dórs, Bjöm Theódórsson, fram-
kvæmdastjóri hjá Flugleiðum, og
Birgir Þorgilsson ferðamálastjóri.
Samkvæmt upplýsingum úr fjár-
málaráðuneytinu fær ráðherrann
fuila dagpeninga, rúmar 15 þúsund
krónur á dag, konan .helminginn
af þeirri upphæð og ráðuneytis-
stjórinn og aöstoðarmaðurinn 80
prósent. Reglugerð heimilar að
Bjöm og Birgir fái hálfa dagpen-
inga og hótelkostnað greiddan eins
og hinir. Dagpeningar fyrir hópinn
nema þannig tæpum 500 þúsund-
um. Ef miðaö er við gistingu á
Sheraton hótelinu í Kaíró, sem ekki
er mjög dýrt, er hótelkostnaður
ekki undir 300 þúsundum króna.
Flug á Saga Class fyrir hópinn
kostar síöan um 1.200 þúsund krón-
ur. Þar að auki fær ráðherrann
greidda risnu en skilar reikningum
yfir útlagðan kostnað. Alls getur
kostnaöurinn við þessa ferð því
numið ríflega 2 milljónimi króna,
meiru ef hótelið er í dýrasta flokki.
Sú óskrifaða regla er í gangi að
gestgjafar HaUdórs komi hingað í
boði hans en þá er kostnaður við
ferðir og uppihald greiddur af
þeim.
Hvorki Egyptar né Jórdanar hafa
verið tíðir gestir hér á landi síðastl-
iðin ár þrátt fyrir að Steingrímur
J. Sigfusson, fyrrverandi sam-
gönguráðherra, hafi farið í sams
konar ferð til Egyptalands fyrir um
tveimur árum.
Árið 1990 komu hingað 20 Egypt-
ar og 17 Jórdanar. 1991 vora Egypt-
amir 25 en Jórdanar aðeins 4. Þeg-
ar rætt var við útlendingaeftirlitið
í gær vom tölur yfir komu útlend-
inga til landsins 1992 ekki tilbúnar
en í nóvember 1992 kom enginn
Egypti en 2 Jórdanar. Þess má geta
að 1989 og 1992 kom Hussein Jórd-
aníukonungur hingað í stuttar
heimsóknir ásamt fóruneyti og hef-
ur þáttur Jórdana þessi ár væntan-
lega veriö vænlegri þess vegna.
- Enhverertilgangursvonaferða?
„Tilgangurinn er fyrst og fremst
sá að kynna Island sem ferða-
mannaland og hugsanlegt samstarf
Flugleiða og þarlendra flugfélaga,
koma á viðskiptum í flugi og ferða-'
málum,“ sagði HaUdór Kristjáns-
son, skrifstofustjóri í samgöngu-
ráðuneytinu.
- Verður uppskeran önnur en inn-
antómar viijayfirlýsingar?
„Það er rétt að ræða við ráðherr-
ann um það.“
-hlh