Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Qupperneq 8
8
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993.
Útlönd
Olíulekinn
tryggdurfyrir
700milljónir
Oliuflutnlngaskipið sem
strandaði við Hjaltíandseyjar var
með 700 mifljón dollara tryggingu
fyrir olíuleka að því er norska
öyggingafyrirtækið Skuld sagði
í gær.
Michael Thorp, talsmaður
Skuld, sagöi að skipið heföi verið
í góðu ásigkomulagi þegar þaö
strandaði í fárviðri í gær. Hann
sagði að skipið væri 1 eigu fyrir-
tækis á Bermúdaeyjum.
Fuglaparadís
stendurógnaf
olíulekanum
Olíulekinn við Hjaltlandseyjar
gæti haft aivarlegar aíleiðingar
íyrir fjölbreytt fuglalíf á eyjun-
um. Æðarfugl og aörar tegundir
sjófugia hafa þar vetursetu og
skarfar halda til í klettunum.
Urahverfisverndarmenn sögðu
að þessir og þúsundir annarra
sjófugla, þar á meðat langvíur,
væru í hættu.
Fuglaskoðarar Ðykkjast til
Hjaltlandseyja á ári hverju og á
eyjunni Noss undan austur-
strönd Hjaltíands er fræg fugla-
paradís.
„Þama gæti hugsanlega orðið
stórslys," sagöi Nancy Harrison
hjá konunglega breska fugla-
vemdarfélaginu.
Olíuskipiðvarí
góðustandi
Oliuskipið Braer var skoöað í
Noregj fyrir skömmu og þá var
niðurstaðan að það væri í góðu
standi. Skipið var skráð í Líberíu,
eins og mörg önnur oliuskip, en
í eigu Statoii í Noregi.
Braer var smíðað fyrir 17 árum
eför regium sem þá giitu en nýrri
olíuskip era búin út á annan veg
tii aö koma í veg fyrir slys. Eink-
um hafa menn óttast vélarbilanir.
Því eru aðalvélar haföar fleiri en
í Braer svo skipin verði ekki ai-
veg vélarvana þótt vélarbilun
verði.
Ekkifariðeftir
reglumum
öryggiolíuskipa
Eigendur oliuskipa em sakaðir
um aö fara ekki eftir alþjóölegum
reglum um öryggi olíuskipa. Til
þess megi rekja mörg olíuslys
fremur en að reglumar séu ekki
nógu strangar.
Þrátt fyrir þetta er talið líklegt
að fram komi kröfur um að regl-
umar verið hertar eftir slysið viö
Hjaltland í gær. Enn er ekki vitaö
með vissu hvaö olli slysinu er lík-
legast er talið að þaö megi rekja
til mannlegra mistaka eins og
sagt er að gildi um 80% allra slysa
sem veröa á sjó.
Norskir haffræöingar segja aö
1 þaö minnsta ellefu dagar llði
áður en olian frá slysinu viö
Hjaltíandseyjar beristtil Noregs.
Töluveröar iíkur eru þó á að
olían berist ekki út á rúmsjó því
hvass vestanvindur heldur henni
fast viö vesturströnd eyjanna.
Skaöinn veröur þvi mestur þar.
Ekki eru taldar líkur á að olian
berist í vesturátt enda em haf-
straumar á þessum slóðum aust-
Jægir og munu beina olíunni inn
á Noröursjó fari svo að olluna
fariaöreka. NTBogíteuter
Olíuskipið Braer er komið upp i fjöru við Sumburugh-höfða syöst á Hjaltlandseyjum. Mlkiö af oliu hefur runnið úr skipinu og eru hverfandi líkur taldar á
aö hægt verði aö bjarga nokkru af farminum, 84.500 tonnum af hráolíu. Simamynd Reuter
Strand Braer við Hjaltlandseyjar eitt versta olíuslys sögunnar:
Rokið heldur olíunni í
einum f lekk við land
- olían flæðir úr tönkum skipsins og búist er við að það liðist í sundur 1 dag
Björgunarmenn við Hjaltlandseyj-
ar segja að meðan vestanrokið helst
við eyjamar þurfi ekki að óttast að
olían frá norska olíuskipinu Braer
berist út á rúmsjó. Rokið veldur því
einnig að ekkert er hægt að aðhafast
til að koma í veg fyrir að olían renni
í sjóinn. Sem stendur sé veðrið því
bæði bölvun og blessun í einu versta
olíuslysi sögunnar.
Helmingi meira en í
olíuslysinu við Alaska
Braer var á leið frá Noregi til
Kanada með 84.500 lestir af hráolíu
þegar það varð vélarvana suðvestur
af Hjaltlandseyjum í gær og rak upp
í fjöru syðst á eyjunum um hádegis-
bihð. Þetta er nær helmingi meira
af olíu en í Exxon Valdes-slysinu við
Alaska.
Fljótlega fór olían úr skipinu að
leka í sjóinn og í gærkvöldi mátti
finna megnan olíufnyk langar leiðir
frá slysstaðnum.
Björgunarmenn segja að allar líkur
séu á að skipið liðist endaniega í
Olíuslysið vió Hjaltland
tlandseyjar
eirvík
Á Sumburghhöfða
eru alkunnar
varpstöðvar
sjófugla.
Sumburqhhöfði
sundur í briminu við ströndina í dag.
Allt frá því skipið strandaði var von-
laust að ná því á flot og er það nú
komið hátt upp í fjöru.
Ekki er vitað með vissu hvað gerð-
ist áður en slysið varð. Áhöfnin sendi
út neyðarkall í gærmorgun og sagöi
að skipið væri vélarvana og ekki
væri annað sýnt en að það ræki á
land. Áhöfninni, 34 mönnum frá Pól-
landi, Grikklandi og Filippseyjum,
var bjargað með þyrlum. Eftir það
horfðu menn á skipið reka að landi
og stranda.
Olían gengur í gusum á land
Aðstæður em mjög erfiðar á slys-
stað. Sröndin er klettótt og grýtt.
Lögreglan bannaði fólki í gær að fara
fram á klettana við strandstaðinn
enda gengur olían í gusum á land og
hættulegt að vera nærri.
Heimamenn segja að sehr veltist
nú þegar um í fjörunni nærri slys-
staðnum ataðir í olíunni. Þeir óttast
að gjöful krabba- og humarmið ónýt-
istvegnamengunarinnar. Reuter
Olíuslysið við Hjaltland:
Bætist í hóp alvarlegra óhappa
Olíuslysið viö Hjaltlandseyjar í
gær er eitt fjölmargra alvarlegra
slysa af því tagi sem orðið hafa á
undanfómum árum.
Þann 3. desember síðastliðinn
strandaði grískt olíuflutningaskip
nærri spænsku hafnarborginni La
Coruna. Um borð í skipinu vom 586
þúsund tunnur af olíu og lak hluti
hennar út.
Rússneskt olíuskip lenti í árekstri
við flutningaskip í gríska Eyjahaflnu
í maíbyijun í fyrra. Olíuleki úr tank-
skipinu ógnaði eyjunum Tinos og
Andros.
Ohufláki spillti hafsvæðum undan
ítölsku borgunum Genoa og San
Remo, svo og frönsku eyjunni Kor-
síku, í september 1991. Talið er að
olían hafi komið úr olíuflutninga-
skipi sem sökk undan Genoa í apríl
1990.
í janúar 1991 dreifði stór oliubrák
úr sér á Persaflóa eftir að opnaö var
fyrir olíuleiðslu úti í sjó á meðan á
hemámi íraka í Kúveit stóð. Þá var
olía einnig látin leka úr olíuskipim
sem lágu við bryggju. Tahð er að sex
til átta milljónir tunna hafl farið í
sjóinn.
Eldur braust út í norska olíuflutn-
ingaskipinu Mega Borg þegar það
var á sigiingu í Mexíkóflóa í júní 1990.
Rúmlega 70 þúsimd tunnur af olíu
fóm í sjóinn og stefndu upp að strönd
Texasfylkis.
í mars 1989 strandaði Exxon Valdez
í Alaska og fóm 240 þúsund timnur
af olíu í sjóinn. Olíubrákin varð 260
ferkílómetrar að flatarmáh og óttuð-
ust umhverfissinnar aö sjávarlif
hefði orðið fyrir miklum skaða.
Reuter