Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Page 14
14 MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð í lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Olía á eld íslendingar voru ekki fyrr búnir að taka við áramóta- boðskap stjómmálaforingjanna, þar sem hvatt er til stillingar, þrautseigju og æðruleysis í efnahagserfiðleik- unum, en fyrstu áföllin dynja yfir. Vextir eru hækkaðir og niðurgreiðslur eru skertar á öðrum kjötvörum en kindakjöti. Egg hækka og bensínverð hækkar frá 6 til 8% lítrinn. Þessar verðhækkanir koma í kjölfarið á verð- hækkunum vegna gengisfellingar, skerðingu á bama- bótum og húsnæðisbótum, lækkun persónuafsláttar og hækkun skatthlutfalls í tekjuskatti. Hér era að koma í ljós afleiðingar þeirra ráðstafana sem samþykktar voru á Alþingi fyrir hátíðamar. En til viðbótar hækka vextir um 2% sem er eins og olía á eld. Bankamir gefa þær skýringar að þeir séu að búa sig undir hækkun verðbólgu, en því miður hefur þess lítt orið vart að bankamir hafi tekið mið af lækkun verð- bólgu á undanförnum mánuðum við vaxtaákvarðanir sínar. Sama gildir raunar um bensínverðið. Bensín lækkaði á heimsmarkaði í lok síðasta árs en þeirrar lækkunar hefur ekki gætt hér heima. Hins vegar stend- ur ekki á hækkun þegar tilefni gefst. Það þarf engum að koma á óvart þótt viðbrögð al- mennings og verkalýðshreyfingar séu hörð. Forseti Al- þýðusambandsins segir að þessar aðgerðir feh í sér 7 til 10% kjaraskerðingu og telur óhjákvæmilegt að laun- þegar blási til orrustu með harðri andstöðu gegn ríkis- stjóminni. Á mæltu máh er forseti ASÍ að boða átök á vinnumarkaðnum og formaður BSRB hefur síst verið hógværari í yfirlýsingum sínum. Ekki boðar þetta gott. Atvinnuleysi fer vaxandi og enginn málsmetandi maður hefur gert sér vonir um að úr rætist á næstunni eða á þessu ári. Líkur eru jafnvel á því að atvinnuleysi breiðist út. Segja má að lækkun á niðurgreiðslum og skerðingar, sem felast í aðgerðum ríkisstjómarinnar, komi ekki á óvart. Þær lágu fyrir. En vaxtahækkun ofan 1 allt annað er reiðarslag, sem bætir ekki úr skák og gerir nánast að engu þær tilraunir og yfirlýsingar ríkisstjómarinnar um bættan hag atvinnurekstrarins. Heimihn finna og fyrir vaxtahækkun, hla skuldsett eins og þau eru. Bankamir em ekki beint hjálplegir, blessaðir. Engum blandast hugur um að kjaraskerðing er óhjá- kvæmheg. Að því leyti verður þjóðin að axla þá byrði og ríkisstjómin verður að taka þeim ágjöfum og óvin- sældum sem því fylgja að bera ábyrgð á umdehdum aðgerðum. Á hinn bóginn er ekki sama hvemig að ráð- stöfunum er staðið og nú er áríðandi að verkalýðshreyf- ingin, bændur og aðrir hagsmunaaðhar fái áheyrn hjá stjómvöldum. Menn verða að minnsta kosti að tala sam- an og gera heiðarlegar tilraunir th að skhja afstöðu hver annars. Fjármálaráðherra hefur raunar ljáð máls á slíkum viðræðum, enda er fyrir mestu um þessar mundir að vinnumarkaðurinn leysist ekki upp í átök ofan í áht annað. íslendingar hafa einfaldlega ekki efni á því að upp- sögnum á samningum fylgi verkföh og vinnustöðvanir. Verkalýðshreyfingin þarf að veija atvinnuna og stjóm- völd þurfa að verja þær áætlanir sem gerðar hafa verið í efnahagsmálum. Mestu varðar að verðbólgan komist ekki á skrið og ná vöxtum niður á nýjan leik. Hér hafa báðir aðhar og allir aðhar hagsmuna að gæta og hvað sem hður stríðsyfirlýsingum og gagnrýni, má ekki missa sjónar á meginmarkmiðum. Bræðravíg em engum th gagns en koma öhum í koh. Ehert B. Schram „Þess í stað á hið opinbera á hverjum tíma að hafa tiltækan fjölda starfa fyrir þá sem missa vinnuna", segir m.a. í grein Jóns. Atvinnutrygging- ar í stað atvinnu- leysistrygginga Það kerfl atvinnuleysistrygg- inga, sem við búum við hér á landi, byggist á þeirri grunnhugmynd að tryggja þeim sem rétt eiga á bótum vissa lágmarksframfærslu missi þeir vinnuna. Þannig er því ætlað að koma í veg fyrir að fólk svelti heilu hungri ef það verður af at- vinnutekjum. Á framfæri hinna Þetta kemur þannig út að nánast má segja að tiltekinn fjöldi manna, sem missir vinnuna, fari á fram- færi hinna sem vinna, njóti sultar- launa, en leggi ekkert af mörkum til samfélagsins meðan atvinnu- leysiö varir. Ég fæ ekki hetur séð en að þetta kerfi sé í veigamiklum atriöum andstætt hagsmunum þeirra at- vinnulausu, sem bæturnar þiggja, og þeirra sem vinna fyrir tekjum og fjármagna þannig í raun stór- fellt og nánast þvingað iðjuleysi. Kerfið felur að vísu í sér nauð- synlega neyðarlausn fyrir þá at- vinnulausu með því að tryggja þeim vissa lágmarksframfærslu. Það verkar á hinn bóginn óþarflega niðurlægjandi. Höfnun vinnu- markaðarins og fjarvistir frá hon- um skapa einnig ónauðsynlega sál- arkreppu og einangrun. Úrlausnir Það sem hér hefur verið úthstað gefur til kynna þá lausn sem skapa þarf og þróa. Við eigum að breyta núverandi atvinnuleysistrygginga- kerfi á þann veg að láta það hætta að fjármagna mannskemmandi og niðurlægjandi iðjuleysi. Þess í stað á hið opinbera á hveijum tíma að Kjallarinn Jón Erlendsson yfirverkfræðingur Upplýsinga- þjónustu Háskóla íslands hafa tiltækan fjölda starfa fyrir þá sem missa vinnuna. Störf sem væru við allra hæfi. Greidd væru fyrir þau laun sem væru hærri en nemur núverandi atvinnuleysis- bótum, en það miklu lægri en markaðslaun að ekki væri komið í veg fyrir að markaðurinn fengi næga starfskrafta þegar hann væri tilbúinn að taka viö þeim. ■Sá sem missti vinnuna myndi þannig nánast daginn eftir geta gengið að starfi við sitt hæfi. Lækk- aði í launum, en lenti ekki í sálar- kreppu mannskemmandi iðjuleys- is og útskúfunar. Að því gefnu að störfin, sem unn- in væru, sköpuðu meiri verðmæti en næmi viðbótinni við atvinnu- leysisbæturnar, sem inna þyrfti af hendi, gæti þjóðfélagið réttlætt fyr- ir sér viðbótarkostnaðinn. Stefna ætti á hinn bóginn að sjálfsögðu að því að skapa miklu meiri verðmæti en þessu næmi. Lausnir af þessu tagi eru þekktar sem neyðarlausnir á samdráttar- tímum. Það sem hér er nýtt af nál- inni er sú hugmynd að gera sköpun nýrra starfa og hvers kyns tæki- færa að umfangsmikilli og sívirkri starfsemi. Byggja tryggingakerfið fyrst og fremst á því að tryggja vel skipulögð og arðbær störf í stað mannskemmandi útskúfunar og iðjuleysis. - Hugmyndir þessar eru í þróun hjá höfundi sem veitir nán- ari upplýsingar þeim sem máhð varðar og áhuga hafa. Jón Erlendsson „Við eigum að breyta núverandi at- vinnuleysistryggingakerfi á þann veg að láta það hætta að fjármagna mann- skemmandi og niðurlægjandi iðju- leysi.“ Skodanir aimarra Siðferðileg skylda Evrópulanda „Vanmat umheimsins á fyrirætlunum Serba og htih skilningur á málefnum og sögu Balkanskagans höfðu hörmulegar afleiðingar. Ekkert réttlætir land- vinningastríð Serba í Bosníu-Herzegóvínu. Þeir verða ekki stöðvaðir við samningaborðið í Genf eða London eða Brussel eða Róm. Og nú er aht útht fyr- ir að uppúr sjóði í Kosovo sem er í suðurhluta Serb- íu... Hinn 15. janúar rennur út sá frestur sem ríki múslima gáfu vesturveldunum th að stöðva stríðið í Bosníu-Herzegóvínu. Eha hafa samtök múshma hótað að skerast í leikinn - með hemaðaríhlutun. Evrópulöndunum ber siðferöheg skylda th þess að koma Bosníu th bjargar. Serbum verður að setja úrshtakosti í eitt skipti fyrir öh.“ Úrforystugrein Alþbl. 5.janúar Haf a íslendingar ekkert lært? „Af verkunum að merkja ætti þessi ríkisstjóm að fara frá nú þegar. Henni vih th happs að önnur skárri er ekki í kortunum. Það er ömurleg staöreynd og ætti að vera Alþýðuflokknum sérstakt umhugsim- arefni, flokknum sem boðaði róttækar umbætm- eft- ir framsóknaráratuginn. Eftir fimm ára setu í stjóm er hann enn að bregðast við „áfóhum“ eins og þau hafi orðið í gær. í viðskiptum verður ársins 1992 kannske minnst fyrir mhljónahundruöin sem erf- ingjar hermangsins í Sameinuðum verktökum dehdu á mihi sín. Eða fyrir háttalag forsvarsmanna Stöðvar 2, spúttnikk-fyrirtækis á upplýsingaöld. Þar fóm bandíttar, ekki bissnissmenn... Þessi dæmi og miklu fleiri sanna enn að íslendingar hafa ekki lært siðaöra manna hætti.“ Úr forystugrein Pressunnar 30. des.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.