Dagblaðið Vísir - DV - 06.01.1993, Page 18
18
MIÐVIKUDAGUR 6. JANÚAR 1993.
Iþróttir unglinga
Landsbankamót Hauka 1 körfubolta yngri flokka:
Vilmus fra Lrthaen
sigraði í 7. flokki
- „ísland nýtur mikfllar virðingar í Litháen,“ sagði Rita Alsauskiené, túlkur hópsins
Körfuknattleiksdeild Hauka hef-
ur síöastliðin 8 ár staðið fyrir yngri
flokka móti í körfubolta á milli jóla
og nýárs í samvinnu við Lands-
banka íslands. Keppt var í 7., 8. og
10. flokki að þessu sinni. í 7. flokki
sigraði Vilnius frá Litháen. í 8.
flokki vann KR og í 10. flokki sigr-
aði ÍBK. Auk þessara Uða tóku 12
íslensk Uð þátt í mótinu.
í ágúst kom upp sú hugmynd að
gera þetta mót alþjóðlegt í sam-
vinnu við Hafnarflarðarbæ og Úr-
val-Útsýn og í þvi skyni var auglýs-
ingabækUngur sendur út um aUa
Evrópu. Mjög margar fyrirspumir
bárust um mótið en aðeins eitt Uð
kom tU þátttöku að þessu sinni og
var það ekki af lakari endanum.
Hér var um að ræða 7. flokk frá
körfuknattleiksskóla í Vilnius, Lit-
háen BasketbaU School of Vilnius
City, tíu 12 ára leflqnenn, tvo þjálf-
ara og einn túlk. Óhætt er að fuU-
yrða að íslensku strákamir hafa
lært sitthvað af gestunum og þá
ekki hvað síst þjálfaramir.
Ferðrn tU íslands var mjög erfið
og var undirbúningstíminn stuttm-.
Flug fékkst loks frá Riga til Kaup-
mannahafnar 25. desember en þar
varð sólarhringstöf og síðan komið
með Flugleiðavél til íslands 26. des-
ember. Ferðin til íslands tók aUs
um 40 klukkustundir.
ÞorkeU Jónsson frá Landsbank-
anum úthlutaði verðlaunum.
Bjami Magnússon, útibússtjóri í
Breiðholtsútibúi, startaði þessu
móti 1983 og var honum sérstaklega
boðið á mótið að þessu sinni. Eftir
keppnina bauð bæjarstjóm Hafn-
arfjarðar leikmönnum VUnius og
fylgdprUði tíl veislu í Hafnarborg.
Stefnum í tíu erlend lið
á næsta ári
í samtaU við ungUngasíðu DV
sögðu þeir Þórir Jónsson og Hörður
Hilmarsson hjá Úrval-Útsýn aö fyr-
irvarinn hefði verið of stuttur fýrir
hin erlendu Uð tU að geta tekið
þátt í mótinu að þessu sinni. „En
við stefnum í að fá minnst tíu er-
lend Uð á mótið á næsta ári,“ sögðu
þeir félagar.
ísland vinsælt í Litháen
Rita Alsauskiené, túlkur Lithá-
enska hópsins, var mjög ánægð
með ferðina hingað:
„Við erum mjög þakklát fyrir að
fá tækifæri til að koma tíl íslands.
Þið vomð fyrsta þjóðin sem hafði
þor til að viðurkenna sjálfstæði
okkar og fyrir það erum við að ei-
lífu þakklát. Viðurkenning ykkar
gaf okkur von og kjark tU þess að
beijast tíl þrautar. Þetta sýnir okk-
ur einnig að með samstöðu geta
smáþjóðir staöið vörð um sjálf-
stæði sitt. Mig langar svona í lokin
að minna á að í Vilnius er búið að
gefa götu nafnið íslandsgata í þakk-
lætisskyni fyrir stuðning ykkar.
Vegna þessa er ísland ávaUt ofar-
lega í huga fólks í Litháen og von-
andi er þessi heimsókn okkar hing-
að aðeins upphafið af nánari sam-
skiptum körfuboltaUða milU land-
anna, yngri sem eldri flokka," sagði
Rita.
Æfum fimm sinnum í viku
Þjálfari Utháenska Uðsins er My-
kolas Rotomskis, 48 ára gamafl:
„Ég hef heyrt að körfubolti sé
vinsæl íþrótt á íslandi og óska ís-
lenskum Uðum velfarnaðar í Evr-
ópukeppnum. í Litháen nýtur
Umsjón:
Halldór Halldórsson
körfubolti mikiUa vinsælda og er
nánast þjóðaríþrótt. Þessir strákar
sem ég er að þjálfa núna æfa fimm
sinnum í viku efdr hádegi en eru
í skólanum fyrir hádegi. - Þú spyrð
mig hvort ég sé ánægður með
frammistöði minna manna? Þá er
því til að svara að ég er aldrei fylU-
lega ánægður því það er aUtaf hægt
að gagnrýna sitthvað þó svo að
leikir vinnist - og auðvitað er ég
kröfuharður," sagði Mykolas.
Ánægður
Finnur VUhjálmsson, fyrirUði 8.
flokks KR, sem sigraði í Lands-
bankamóti Hauka, var að vonum
ánægður með útkomuna:
„Ætlunin er einnig að ná sama
árangri í íslandsmótinu," sagði
Finnur.
Vilnius-KR 35-22
Leikur Vilnius gegn KR í 7. flokki
var á stórum köflum mjög vel leik-
inn. KR-strákamir héldu lengi
nokkuð vel í við hina erlendu gesti
en eftir því sem á leikinn leið var
aldrei vafi um úrsUtin - því strák-
amir frá Litháen vom einfaldlega
of sterkir fyrir KR-ingana að þessu
sinni og sigruðu, 35-22. Hin sterka
pressuvöm þeirra kom íslensku
strákunum mjög í opna skjöldu.
Leikurinn var skemmtílegur og
vom KR-strákamir íslenskum
körfubolta til mikils sóma.
Stigahæstir hjá Vilnius: Petkus 11,
Ardisauskas 5, Aktinas 4, Kiaausas
4, Doviltis 3, Sakalys 3, Pugzlys 2 og
Broga 1 stig.
Stigahæstir hjá KR: Davið 7, Smári
4, Gummi 3, Joi 2, Ingi 2, Jón 2 og
Sveinn 1 stig.
Úrslit ieikja
7. flokkur:
Haukar - Vilnius.......6-55
IBK-KR................32-30
UMFN - Baukar.........46-32
Vilnius - IBK.........46-16
KR-UMFN...............30-39
Haukar - IBK..........22-39
Vilnius -KR...........35-22
UMFN-IBK..............26-25
Haukar - KR...........19-43
Vilnius - UMFN........62-18
Sigurvegari Vilnius.
8. FLOKKUR
Haukar - UMFN.........49-32
KR-UMFG...............38-27
Valur - Haukar........26-45
UMFN-KR...............35-68
UMFG-Valur............30-28
Haukar-KR.............32-41
Valur-KR..............18-fl
Haukar - UMFG.........36-37
Sigurvegari KR.
10. FLOKKUR
UMFN-KR................5141
IBK-UMFN IBK-KR Haukar-KR 52-49 81-36 83-43
Haukar-ÍBK 47-53
IR - Haukar 47-60
KR-ÍR 25-51
Haukar-UMFN 49-40
IR-UMFN 46-48
ÍBK-ÍR 7644
Sigurvegari IBK
Lið mótsins
Lið 7. flokks var vahð á mótinu og
er það þannig skipað: Guðbergur
Ólafsson, UMFN, Klausas, Vilnius,
Petkus, Vilnius, Dovilitis, Vilnius
og Ingj, KR.
Lið 8. flokks var vahð og er þann-
ig skipaö: Hermann, UMFG, Finn-
ur Eyþórsson, KR, Steinar, KR og
Brynjar, Haukum.
Lið 10. flokks var og vahð en það
er þannig skipað: Stefán Freyr
Guðmimdsson, Haukum, Friðrik
Ólafsson, Haukum, Örvar Kristj-
ánsson, UMFN, Gunnar Einarsson,
ÍBK og Guðmundur Þorsteinsson,
ÍR. ^ -Hson
flokki, Davíð Pðll Viðarsson, UMFN, 8. flokki, og Vigfús Þór Árnason,
KR, 10. flokki.
Strákarnir frá Vilnius í Litháen sigruðu í 7. flokki á Landsbankamóti Hauka i körfubolta. Fremri röð frá vinstri: Arnas Petkus, Darius Januauskas,
Sarunas Broga, Aivaras Kiausas og Algis Akstinas. Aftari röð frá vinstri: Mykloas Rotonskis, þjálfari, Raimondas Ardisauskas, Tomas Doviltis,
Irmantas Milus, Rita Alsauskiené, túlkur, Tadas Pugzlys, Ona Dindaité, þjálfari, og Andrius Sakalys.
DV-myndir Hson