Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993.
5
Fréttir
Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri í umhverfisráðuneytinu:
Erum illa staddir ef
olíuslys kæmi upp hér
Nr. 932 Aðalgjaldkeri til starfa hjá stóru opinb. fyrirtæki. Starfs-
svið viðkomandi er m.a. við alls konar fjármálaumsýslu, þ.m.t. að
sjá um greiðslur og innheimtur, og hafa frumkvæði og getu til
að endurskipuleggja alla tölvuvinnslu verkefnanna. Leitað er að
einstaklingi sem hefur haldgóða menntun og reynslu til að takast
á við þetta stóra og fjölbreytta verkefni.
Nr. 933 Öryggisvörður til starfa hjá fyrirtæki er sérhæfir sig í vörslu
fyrirtækja og stofnana. Vinnutími er frá kl. 20.00 til 8.00. Leitað
er að aðila sem hefur góða og fágaða framkomu, hefur hreint
sakavottorð og getur lagt með sér bifreið til nota í þágu starfsins.
Ath. næturvinna.
Nr. 934. Viðskiptafræðingur til starfa í ráðuneyti. Starfssvið viðkom-
andi er við ýmissa útreikninga, eftirlit með kostnaðaruppgjörum,
merkingu fylgiskjala v/greiðslu ásamt þátttöku í ýmiss konar
stefnumarkandi verkefnum.
Nr. 935. Sérhæft skrifstofustarf á ferðaskrifstofu. Leitað er að ein-
staklingi sem hefur mikla og góða þekkingu á ferðaiðnaðinum
ásamt kunnáttu í farseðlaútgáfu. í boði er fjölbreytt og krefjandi
starf ásamt ágætum launum fyrir réttan aðila.
Nr. 936. Sölumaður óskast til starfa hjá heildverslun er flytur inn
og selur vörur sínar i matvöruverslanir og söluturna o.s.frv. Leitað
er að einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af sölustörfum
á þessum markaði, hefur jákvæða og góða framkomu.
Nr. 937. Bókari 'A daginn til starfa hjá hóteli sem staðsett er mið-
svæðis í Rvk. Starfssvið viðkomandi er við bókhald og ýmis önn-
ur tilfallandi skrifstofustörf. Leitað er að einstaklingi sem hefur
mjög gott vald á fjárhagsbókhaldi. Æskilegur vinnutími er frá kl.
10.00 til 14.00 en annað vinnutímaform kemur einnig til greina,
þ.e.a.s. frá t.d. 9,00 til 13.00.
„Það eru sigUngar olíuskipa hér við
land með töluvert mikið magn af tíl
dæmis svartolíu. Vissulega gætí orð-
ið mikið óhapp hér. Farmamir, sem
koma til landsins, eru 20-25 þúsund
tonn. Við höfum lengi verið að byggja
upp viðbúnað gagnvart þessu en það
hefur gengið hægt. Við erum illa
staddir í dag ef slíkt kæmi upp, ef
miðað er við mengunarbúnaö," sagði
Magnús Jóhannesson, ráðuneytís-
stjóri í umhverfisráðuneytinu.
Magnús segir að verið sé að vinna
að samkomulagi við Norðurlönd um
samvinnu ef stór mengunaróhöpp
verða. Hann segist jafnframt telja
brýnt að skylda erlend skip hér við
land til að taka hafnsögiunenn.
„Það er verið að vinna að því að
bæta mengunarmálin. Ég geri mér
Karlarnir við Reykjavíkurhöfn eru nú í óðaönn að búa sig undir vetrarvertíðina. Hugað er að netum og þeim
komið fyrir um borð I bátum. Trillukarlarnir hafa margir hverjir lent í kröppum dansi við að draga björg í bú og
eru frásagnir þeirra oft á tiðum mergjaðar. Karlarnir láta þó enga hræðslu á sér sjá þótt veður geti gerst válynd
og kæti skín úr augum þeirra. Til veiða skal haldið hvað sem tautar og raular. DV-mynd GVA
Nr. 938. Sölumaöur til starfa hjá heildverslun við sölustörf á ýmiss
konar rafeindaáhöldum fyrir skrifstofur. Leitað er að einstaklingi
sem getur unnið sjálfstætt og skipulega, hefur þekkingu og reynslu
af sambærilegum störfum og ekki hvað síst hafi menntun og þekk-
ingu á ýmsum þáttum er snúa að rafeindabúnaði.
Nr. 939. Sölumaður til starfa hjá heildverslun er flytur inn og selur
m.a. skó og ýmsan fatnað. Leitað er að vönum sölumanni sem
hefur þekkingu á fatnaði og starfsreynslu við sölu á slíkum vörum.
- nauðsyníegt að skylda erlend skip til að hafa leiðsögumann
vonir um að á árinu 1995 verði kom-
inn viðunandi búnaður. Á sama tíma
erum við að líka að auka samvinnu
við önnur Norðurlönd með aðild að
sérstöku samkomulagi - Norður-
landaríkin hjálpi þá hvert öðru ef
stór óhöpp veröa og leggi til bæði
búnað og mannafla," sagði Magnús.
Á vegum ríkisins er verið að vinna
að því að koma upp mengunarvama-
búnaði í höfnum í kringum allt land-
ið. Gert er ráð fyrir að hann verði
kominn upp á síðari hluta árs 1994.
Verkið var nýlega boðiö út og fékkst
íjármagn til verksins á fjárlögum síð-
asta árs - þannig mun ríkið leggja
fram 75 prósent kostnaöar við meng-
unarbúnaðinn en sveitarfélögin 25
prósent.
„Það er verið aö tala um búnað upp
á um 100 milljónir á 3-4 ára tímabih.
Við verðum að sníða okkur stakk
eftír vextí en á mótí kemur að við
reynum að efla samstarf við önnur
ríki til að tryggja okkur gagnvart
stórum óhöppum."
Erlend skip fái
íslenska leiðsögumenn
,,Ef erlend skip eru að koma í höfn
á íslandi þurfa þau að tilkynna um
sig með sólarhrings fyrirvara - það
er raunverulega ekki önnur tilkynn-
ingarskylda. Þó skip sigh hér í gegn-
um lögsöguna, og eiga ekki erindi til
landsins, vitum við ekkert af þeim.
TU að draga úr líkum á að atburðir
endurtaki sig sem hafa gerst hér, þar
sem menn þekkja ekki staðhætti, er
mjög æskhegt að skylda erlend skip
að hafa íslenskan leiðsögumann.
Þannig myndi hann koma um borð
strax og skipið kæmi upp að landinu.
Við höfum fjölmörg tilvik sem hafa
orðið hér við land, t.d. Marianne
Danielsen og Erik Boye.
Flestöh óhöppin, strönd og árekstr-
ar í höfnum hafa tengst erlendum
leiguskipum og við höfum fengið ol-
íumengun í hafnir vegna þessara
óhappa í sumum tilfellum," sagði
Magnús Jóhannesson. -ÓTT
Atvinnutækifæri
Janúar 1993
Þar eð fjölmörg fyrirtæki hafa aflagt allan bölmóð og svartsýni
og hafa ákveðið að snúa vörn i sókn hafa þau falið mér að út-
vega sér gott, kraftmikið og metnaðarfullt starfsfólk til m.a. eftirtal-
inna framtiðarstarfa.
Nr. 931 Viðskiptafræðingur til starfa hjá fyrirtæki sem starfar á fjár-
magnsmarkaðnum. Leitað er að nákvæmum og framtakssömum
einstaklingi sem hefur þekkingu og reynslu af meðhöndlun verð-
bréfa, gott vald á tölum og notkun töflureiknis.
Ferðamenn í fyrra:
Fækkaði um
níu hundruð
Utlendingum, sem heimsóttu ís-
land á síöasta ári, fækkaði um 897 frá
árinu 1991. Ahs kom 142.561 útlend-
ingur til landsins árið 1992.1991 voru
þeir hins vegar 143.458. Þrátt fyrir
þennan samdrátt er árið 1992 það
næstbesta í ferðamannaþjónustunni
frá upphafi.
íslendingar drógu einnig heldur úr
ferðalögum sínum á árinu en sam-
kvæmt tölum Útlendingaeftírhtsins
skhuðu sér 147.872 íslendingar th
baka á árinu samanborið við 148.854
árið 1991.
I desembermánuði varö hins vegar
aukning þegar 4.562 útlendingar
komu th landsins en 1991 kom 4.481.
Þjóðverjar voru duglegastir við að
heimsækja okkur á síðasta ári. Hing-
að komu 24.520 þjóöverjar, 21.706
Bandaríkjamenn, 16.050 Svíar, 14.396
Danir og 13.900 Bretar.
Th gamans má geta þess aö aðeins
einn ferðalangur kom frá eftirfar-
andi löndum á árinu: Barbados,
Belize, Kambódíu, Gambíu, Lesótó,
Líbíu, Máritíus, San Marínó, Sey-
cheheeyjum, St. Lucia, Svashandi og
Úganda.
Einnig vil ég komast í samband við alla þá sem eru að leita sér
að nýju starfi og/eða vilja breyta um starf, hvort heldur um er að
ræða vel menntaða einstaklinga, aðila sem sækjast eftir stjórnunar-
starfi, sérhæfðu starfi eða öðrum ótilgreindum störfum.
Umsóknareyðublöð og allar nánari upplýsingar um störf þessi sem og
önnur fást á skrifstofu minni að Hafnarstræti 20, 4. hæð. Skrifstofan er
opin frá kl. 9.00-12.00 og 13.15-16.00.
STARFSMANNA ÞJ ÓN USTA hf.
HAFNARSTRÆTl 20, VIÐ LÆKJARTORG, ÍOI REYKJAVÍK, SÍMI624550.
-Ari