Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÚLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, 105 RVlK, SlMI (91)63 27 00 SlMBRÉF: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Askrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDGÖTU 25. SlMI: (96)25013. Blaðamaður: (96)26613. SlMBRÉF: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr. Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr. Skárra er að vera inni Eðlilegt framhald af staðfestingu Alþingis á samningi íslands um Evrópska efnahagssvæðið er, að við fetum í fótspor annarra ríkja Fríverzlunarsamtakanna og göngum með þeim inn í sjálft Evrópusamfélagið, en frestum því ekki til síðari tíma og lakari kjara. Mælanlegur efnahagsgróði verður minni af Samfélag- inu en Svæðinu, en þeim mun meiri efnahagstrygging í viðsjárverðum viðskiptaheimi. Við þurfum að ganga í Evrópusamfélagið, svo að það skaði okkur ekki eins og það skaðar allt sitt umhverfi í austri, vestri og suðri. Skilningur okkar á Evrópusamfélaginu og gildi aðild- ar okkar að því verður meiri, ef við lítum á það og umgöngumst það eins og risavaxið landbúnaðarráðu- neyti. Það er gróf samlíking, en eigi að síður rétt í veiga- miklum atriðum, sem varða okkur sérstaklega mikið. íslenzka landbúnaðarráðuneytið er ekki stjórnvald í hefðbundnum skilningi. Það er um leið kynningar- og áróðursstofnun fyrir hinn hefðbundna landbúnað og baráttutæki hans gegn almannahagsmunum í þjóðfélag- inu, einkum hagsmunum skattgreiðenda og neytenda. A svipaðan hátt eru ráðuneyti Evrópusamfélagsins leikvöllur þröngra sérhagsmuna. Þau ríki, sem komin eru inn í hið evrópska himnaríki, nota Samfélagið til að þjónusta gæludýrin sín. Þar gildir þetta einkum um landbúnað, en einnig um sjávarútveg sem skylda grein. Þessi blanda stjórnvalds og þrýstihóps veldur því, að Evrópusamfélagið kemur nær hvarvetna fram sem of- beldisstofnun í umhverfi sínu. Það neitar sanngjömum viðskiptum og samningum til þriggja átta, þótt það hafi samþykkt að stækka sig til norðurs, í okkar átt. Evrópusamfélagið hefur reist tollmúra í austri, vestri og suðri. Það meinar Austur-Evrópu að afla sér gjaldeyr- is til uppbyggingar með því að gefa evrópskum neytend- um kost á ódýrum mat. Það meinar þriðja heiminum að lækka matvöruverð í Evrópu í sama skyni. Alvarlegust er þó oftieldishneigð Evrópusamfélagsins í garð Bandaríkjanna, eins og komið hefur fram í lang- dregnum viðræðum í Gatt, alþjóðlega tollaklúbbnum, þar sem rambað var í sífellu á yztu nöf til að reyna að koma í veg fyrir minni háttar aukningu á tollfrelsi. Varðgæzla sérhagsmuna af hálfu Evrópusamfélags- ins gengur svo langt, að líta má á Samfélagið sem eina helztu ógnunina við heimsfriðinn um þessar mundir, því að viðskiptastríð milli Vesturlanda getur hæglega leyst af hólmi kalda stríðið milli austurs og vesturs. í meginlöndum Evrópusamfélagsins ráða menn, sem hafa engin póhtísk markmið önnur en eigið endurkjör og finna enga þörf til að marka sér stöðu í veraldarsög- unni. Þetta eru pólitíkusar á borð við Kohl, Mitterrand og Mayor. Slíkir munu ekki breyta Evrópuskrímslinu. Sjávarútvegur í löndum Evrópusamfélagsins er því- líkur ómagi á kerfinu, að búast má við stöðugum tilraun- um þess til að beita okkur ofbeldi í fiskveiðum og fisk- vinnslu. Hætta er á, að sérhagsmunir fái þar að leika lausum hala eins og í okkar landbúnaðarráðuneyti. Bezta leiðin til að verja hagsmuni okkar gegn þessu skrimsh er að gerast aðilar að því og gerast um leið aðhar að þeirri varðgæzlu sérhagsmuna í sjávarútvegi, sem þar er stunduð. Þetta minnir óbeint á máltækið um, að heiðra skuh skálkinn, svo að hann skaði þig ekki. Þetta eru ekki fagrar forsendur, en eigi að síður ghd- ar. Staðreyndin er, að Evrópusamfélagið skaðar okkur síður, ef við erum aðhar, en ekki utangarðsmenn. Jónas Kristjánsson lækkun matvælaverðs er einhver sú besta kjarabót sem hægt er að veita öllum almenningi. Matarskattur á f ulla ferð Við þessi áramót hafa orðið ein- hverjar mestu skattahækkanir sem dunið hafa yfir landsmenn í mörg ár. Þarf að fara aftur til áramót- anna 1987/88 til að finna sambæri- legar skattahækkanir. Það er tákn- rænt fyrir stjómmálaástandið í landinu aö í báðum ofangreindum tilvikum eru það Sjálfstæðisflokk- ur og Alþýðuflokkur sem standa að slíkum skattahækkunum. í fyrra tilvikinu hjálpuðu að vísu framsóknarmenn til en þeir vora þá í stjóm ásamt áðurgreindum flokkum. Þannig má ef til vill byrja á því að spyrja hvernig stendur á því að stjórnmálaflokkur, sem þykist mest allra flokka hafa skattalækk- un á stefnuskrá sinni og hefur hvað hæst um það atriði við allar alþing- iskosningar, sem sé Sjálfstæöis- flokkurinn, stendur ávallt að stór- felldum skattahækkunum um leið og hann er kominn í ríkisstjóra. Besta kjarabótin Þegar við borgaraflokksmenn stóðum í samningaumleitun viö stjómarflokkana í ríkisstjóm Steingríms Hermannssonar um stjómarsamstarf árið 1989 lögðum við höfuðáherslu á það atriöi að dregið skyldi úr skattlagningu á matvælum enda er lækkun mat- vælaverðs einhver sú besta kjara- bót sem hægt er að veita öllum al- menningi. Lengi vel gekk hvorki eða rak því einkum alþýðuflokks- menn vom lítt fáanlegir til að hreyfa við matarskattinum sem þeir höfðu haft veg og vanda af að koma á. Við kröfðumst þess að tekið skyldi upp lægra skattþrep fyrir matvæh, helst ekki hærra en 10%, þannig að virðisaukaskattur yrði í tveimur þrepum. Framsóknar- flokkurinn og Alþýöubandalagið töldu sig geta fallist á þetta sjón- KjaUarmn Júlíus Sólnes verkfræðingur armið en Alþýðuflokkurinn var til þess ófáanlegur enda vildi hann ekki viðurkenna að það væri neinn matarskattur þótt landsmenn væru að sligast undan allt of háu matvælaverði. Lá við að ekkert yrði af þátttöku okkar í ríkisstjórn- inni af þessum sökum. Að lokum tókst þó að fá Alþýðu- flokkinn til þess aö fallast á þá málamiðlun að virðisaukaskattur af öllum helstu innlendum matvæl- um skyldi niðurgreiddur á heild- sölustigi þannig að skattlagningin yrði 14% í stað 24,5%. Niður- greiðslukerfi vegna nautakjöts og hvíta kjötsins svokallaða skyldi haldið óbreyttu. Þögðu þunnu hljóði Lengra komumst við ekki í þess- um stjórnarmyndunarviðræðum og féllumst við því á þessa lausn til að ná þó þessu fram. Mér er þaö minnisstætt að meðan á þessum viðræðum stóð þögðu launþegahreyfmgin og bændasam- tökin þunnu hljóði þótt þeim væri vel kunnugt um þessar kröfur okk- ar borgaraflokksmanna. Með smá- stuðningi úr þeim herbúðum hefð- um við eflaust getað náð meiru fram. Hinn 1. janúar 1990 lækkuðu helstu innlend matvæli svo sem mjólk, lambakjöt, fiskur o.fl. um nærri 10% af þessum sökum og hélst verð þeirra nánast óbreytt allan þann tíma sem við sátum í rikisstjórn. Samkvæmt upplýsing- um Þjóðhagsstofnunar lækkaði matarreikningur þjóðarinnar við þessar aðgerðir um nálægt 2,5 milljarða króna á ári hverju og átti þessi aðgerð ekki hvað minnstan þáttinn í því að grundvöllur þjóðar- sáttarsamninganna í febrúar 1990 skapaðist. Þannig má segja aö við höfum lækkað matarreikning þjóðarinnar um samtals nærri 7,5 milljarða króna fram til síðustu áramóta en nú er sem sagt þessu lokiö og mat- arskatturinn kominn á fulla ferð. Júlíus Sólnes . lækkaðimatarreikningur þjóðar- innar við þessar aðgerðir um nálægt 2,5 milljarða króna á ári hverju og átti þessi aðgerð ekki hvað minnstan þátt- inn í því að grundvöllur þjóðarsáttar- samninganna 1 febrúar 1990 skapaðist.“ Skoðanir annarra Forseta fórnað? ...raunar fæ ég ekki betur séð en þeir séu til- búnir til að fóma forsetanum til að ná fram baráttu- máli sínu um þjóðaratkvæði. Kjörorðið er þjóðarat- kvæði um EES, hvað sem það kostar. Verði þeim að óskum sínum, þannig að nauðsynlegt verði aö efna til þjóðaratkvæðagreiðslu þar sem forsetinn neitar að staðfesta vilja meirihluta Alþingis er ekki aðeins rekinn fleygur milli þings og forseta, heldur verða embætti hans og persóna dregin inn í harðar pólitísk- ar deilur.“ Óli Björn Kárason, framkv.stj. AB, i Pressunni Verslun á vonarvöl „Of margar verslanir í alltof miklu húsnæði kalla á óeðlilega mikla álagningu sem kemur illa við við- skiptavininn en nýtist kaupmanninum ekki hið minnsta. Þetta er ein af ástæðunum til að fólk flykk- ist í stórhópum til útlanda að versla og gerir góð kaup. Þessu svara kaupmenn meö því að gera versl- anir sínar senn betur úr garði og auka kostnað sinn og fæla viðskiptavinina frá með óeðhlega háu verð- lagi.“ ÚrforystugreinTimans9.jan. Ekki stríð heldur samstarf „Höfuðmarkmið verkalýðshi'eyfingarinnar, rík- isstjómar og Alþingis hlýtur að vera að draga úr og helst útrýma atvinnuleysi... Það er erfitt að sjá hvernig verkalýðsfélögin eiga að geta unniö að þessu markmiði í stríði við stjómvöld. Þau hljóta að leita eftir samstarfi við þau til þess að draga úr atvinnu- leysi. Með sama hætti er erfitt að sjá hvemig ríkis- stjóm og Alþingi geta setið aögerðarlaus frammi fyrir því mikla atvinnuleysi sem hér er að verða." Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 10. jan.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.