Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993
Smáauglýsingar
Dodge 4x4 Power Ram 250 pickup,
árg. ’89, til sölu, 6 cyl., sjálfskiptur,
Cummings, turbo, dísil. Á sama stað
til sölu Mitsubishi Lancer 4x4 station,
árg. ’87. Upplýsingar í síma 91-814024
eða 91-73913.
■ Jeppar
Til sölu Scout '76, ekinn 139 þús., skoð-
aður ’93, beinskiptur, 8 cyl. Mjög góð-
ur bíll, verð 350 þús. Úpplýsingar í
síma 91-643457 eftir kl. 17.
Toyota double cab, árg. '92, til sölu.
Upplýsingar í síma 91-666793.
...........- "
■ Ymislegt
Kjarabót heimilanna
991313
TILBODALÍNAN
Hringdu og sparaöu þúsundir
• Spaenskur veitingastaður býður 50%
afsl. af mat. *30% afsl. af einkatímum
hjá vönduðum málaskóla. *20% afsl.
af ættfræðinámsk. *30%afsl. afvönd-
uðum stereo-ferðatækjum. Uppl. í s.
99-13-13. Mínútugjald er kr. 39.90.
STÖÐVUM BÍLINN
eff vi6 þurfum aö
tala í farsímann!
^uypERQAR ^/|
Talaðu við okkur um
BÍLASPRAUTUN
BÍLARÉTTINGAR
Auðbrekku 14, sími 64-21 -41
Vjnningstölur 9. jan. 1993
(33) (38) ^
VINNINGAR FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5al5 1 2.455.523
2.4SN BTT- 427.024
3. 4af5 108 6.820
4. 3af5 3.106 553
Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.336.725 kr.
Mennmg
Stjömubíó - Heiðursmenn: ★★★
Sannleikurmn í málinu
Heiðursmenn (A Few Good Men) er gerð eftir
vinsælu leikriti sem gekk í tvö ár á Broadway
og hefur Rob Reiner, leikstjóri myndarinnar,
látið hafa eftir sér að leikritið væri „mjög gott
gamaldags réttardrama” og það er nákvæmlega
það sem mynd hans er einnig. Heiðursmenn er
langt frá því að vera frumleg, engin óvænt
spennuatriði, aðeins fyrirsjáanleg spenna í rétt-
arsalnum í lokin og það er fátt í handritinu sem
kemur áhorfandanum á óvart. En Heiðursmenn
er sýnishom af fagmennsku í kvikmyndabrans-
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
anum eins og hún getur hest orðið og hefur
myndin þar að auki mikið skemmtanagildi.
Aðalpersónan Daniel Kaffee (Tom Cruise) er
lögfræðingur sem vegna óska fóður síns hefur
kosið að vinna í hernum. Kaffee er búinn að
starfa í nokkra mánuði og hefur aldrei komið
inn í réttarsal þegar honum er skipað að verja
tvo hermenn sem sakaðir em um að hafa myrt
félaga sinn í herdeild á Kúpu. Kaffee telur þetta
enn eitt afgreiðslumálið og vill ljúka því hið
fyrsta. Foringi í hemum, sem hafði rannsakað
máhð, Joanne Galloway (Demi Moore), er á
öðru máh og er vonsvikin yfir að hafa ekki feng-
ið sjálf að veija tvímenningana. Hún telur þá
saklausa en gengur erfiðlega að koma Kaffee í
skilning um að hann þurfi að hafa fyrir hlutun-
um ef réttlætið eigi að ná fram að ganga, máhð
sé flóknara en svo að hægt sé að afgreiða það á
einfaldan og hljóðlátan hátt en þannig viU her-
Tom Cruise leikur lögfræðinginn Daniel Kaffee
sem tekur að sér að verja tvo hermenn sem
ákærðir eru fyrir morð á félaga sinum.
inn ljúka því. Kaffee var einmitt skipaður verj-
andi til að ekki yrði farið að rannsaka máUð
niður í kjöUnn.
Það koma margar persónur við sögu fyrir utan
Kaffee og Galloway. Jack Nicholson leikur her-
foringja sem trúir aðeins á hoUustu við foður-
landið og bibhuna, Kiefer Sutherland undir-
mann hans sem hlýðir blint, Kevin Bacon ákær-
andann sem lumar á staðreyndum sem Kaffee
hefur ekki gert sér grein fyrir og Kevin Pollack
aðstoðarmann Kaffees sem er viss um að þeir
ákærðu eru sekir.
Eins og í flestum kvikmyndum þar sem dram-
að er mest í réttarsal felst spennan í orðum og
þá er eins gott að leikararnir standi sig. Satt
best að segja er leikur í myndinni mjög góður
hvar sem á er litið og hápunkturinn í dramatík-
inni milU Tom Cruise og Jack Nicholson er
magnað atriði. Það er sérlega gaman að fylgjast
með Tom Cruise sem hefur ekki gert betur síðan
í Born on the Fourth of July. Nicholson er ekki
í stóru hlutverki en gerir hlutverkinu frábær
skil og það að hann skuli ekki rúlla yfir aðra
leikara í þeim atriðum sem hann kemur fram í
segir nokkuð um góða frammistöðu annarra
leikara.
Rob Reiner hefur átt að fagna mikiUi vel-
gengni og listinn yfir myndir hans sýnir fag-
mennsku og fjölbreytni en meðal fyrri mynda
hans eru When Harry Met Sally, The Princess
Bride, Stand By Me og Misery. Reiner er einn
af fáum leikstjórum sem getur sameinað góða
skemmtun og listræna úrvinnslu og er Heiðurs-
menn gott dæmi um slík vinnubrögð.
HEIÐURSMENN (A FEW GOOD MEN)
Leikstjóri: Rob Reiner.
Handrit: Aaron Sorkin eftir eigin leikriti.
Kvikmyndun: Robert Richardson.
Tónlist: Marc Shaiman.
Aðalhlutverk: Tom Cruise, Jack Nicholson, Demi Mo-
ore, Kevin Bacon, Kiefer Sutherland, Kevin Pollack
og J.T. Walsh.
Sviðsljós
Tia í hnapphelduna
Tia Carrere, sem lék stórt hlutverk í myndinni Wayne’s World, gekk að
eiga Elie Samaha á dögunum. Þau voru búin að vera að stinga saman
nefjum í tæplega tvö ár áður en þau ákváðu að stíga skrefið til fulls. Auk
hjónabandsins hefur Tia í nógu að snúast. Framundan eru upptökur á
spennumyndinni Rising Sun þar sem Sean Connery verður í aðalhlut-
verki. Lífið virðist því blasa við Tiu sem þyrfti reyndar ekkert að kvarta
þótt hlutverkunum fækkaði. Samaha er nefnilega moldrikur fasteignasali
sem gæti haldið uppi heilu kvennabúri ef því væri að skipta.
Tennis-
stjarnan trúlofuð
Annabel Croft, skærasta tennisstjarna Breta, er gengin út. Hún opinber-
aði nýlega trúlofun sína og Mels Coleman siglingakappa. Trúlofunin kom
ekki á óvart enda hafa þau verið saman í fimm ár. Croft, sem lagði
tennisspaðann á hilluna fyrir nokkrum árum, hefur unnið við sjónvarp
að undanförnu en hyggst nú snúa sér að barneignum.