Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 9
ÞRiÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Utlönd PaulWatson: Norðmenneru „Hvalimir hugsa til Norð- manna með sama huga og gyð- ingar hugsa til nasista. Þetta eru fjöldamoröingjar. í augum hval- anna er litill munur á Noregi og Þriðja ríki Hitlers," segir hval- friðunarmaðurinn Paul Watson. Watson lét þessi orð falla í bréfi til dagblaðsins Norðurfióss í Tromsö. Þar hefur hann í heiting- um við Norðmenn og segist vera sendiherra hvalanna í mann- heimum. Hann boðar komu sína á hrefnumiðin á næsta ári en nú um áramótin gerðu menn hans tilraun tii að sökkva hvalbát á Lófóten en mistókst. Lögreglumaður tekinn fyrir ölv» unviðakstur Búið er aö svipta lögreglumann í Rönne á Borgundarhólmi öku- réttindum vegna ölvunar við akstur í Svíþjóð um jólin. Sviar vísuðu málinu heim til Rönne og þar var dæmt í máli mannsins. Bftir því sem dagblað þeirra á Borgundarhólmi segir var iög- reglumaðurinn dauðadrukkinn undir stýri. Þar segir að vin- anadamagnið í blóði mannsins hafi reynst vera þijú prómill en heljarmenni þarf til að lifa slíkt af, hvað þá aka. Barentssvæði stofnaðánorð- urslóðum Stofnun svokallaðs Barents- svæðis úr norðurhéruðum Nor- egs, Svíþjóðar, Finnlands og Rússlands er í höín og standa vornir til að íbuar á þessum slóð- um hafi með sér nána samvinnu í atvinu- og menningarmálum á komandi árum. NTB og Ritzau Breskir vísindamenn hafa fundið leyndarmál aMieimer: Prótín í heilanum orsök elliglapa Breskir vísindamenn telja að þeir hafi fundið orsökina fyrir alzheim- er-sjúkdómnum og hvers vegna hann tengist efri árunrnn að því er fram kemur í grein sem birtist í gær. Þeir sögðust hafa rekið upphaf þessarar ólæknandi heilabilunar til endurvaxtar taugafrumna í heila sem sem kemur fyrir hjá öllum þegar þeir komast á sextugsaldurinn. Uppgötvunin sem birt er í janúar- hefti ritsins Neuroreport er fyrsta heildarskýringin á alzheimer og tengir efnafræði heilans og líffæra- fræði við aldurinn. í greininni er skýrt frá því að taugafrumum í heilanum fari fækk- andi þegar árin færast yfir. Tauga- frumumar sem eftir eru reyna að bæta þær upp með því vaxa á nýjan leik og fylla í sköröin sem dauðu frumumar skildu eftir sig. Sérstakt prótín auðveldar þennan endurvöxt og of mikið magn þess veldur alz- heimer. „Endurvöxturinn gerist hjá öll- um,“ sagði leiðtogi rannsóknarhóps- ins, dr. Gareth Roberts, við lækna- skóla sjúkrahúss heilagrar Maríu í London. „Þegar við eldumst deyja sumar taugafrumur en þær sem eftir lifa fara í gegnum annað vaxtarstig og koma okkur í gegnum síðustu ára- tugi lífsins. Við getum okkur til um aö þessi endurvöxtur sé tvíeggjað sverð þar sem nokkrir reynast við- kvæmir fyrir auknu magni prótíns- ins sem auðveldar endurvöxtinn. Mikill meirihluti alzheimer-tilfell- anna virðist því vera leiðinleg auka- afurð,“ sagði Gareth Roberts. Reuter Perot ætlar að gæta Clintons Bandaríski auðkýfingurinn Ross Perot hefur stofnað flokk úr grasrótarsamtökum sinum og segist nú ætla að hafa nákvæmt eftirlit með Bill Clinton, verðandi forseta, allt næsta kjörtímabil. Simamynd Reuter Norðmennbúa sig undirstór- flóðvegna lægð- arinnar miklu Norska veðurstofan varar við stórflóði og sjávargangi við sunn- an- og vestanveröan Noreg í dag þegar lægöin mikla, sem gert hef- ur mikinn usla á Norður-Atlants- hafi síðustu daga, kemur að ströndum landsins. Fólk í bæjum við ströndina er varað við að sjór geti gengið á land á háflóðinu enda er stór- streymt um þessar mundir. Byij- að var aö loka höfnum á þessum slóðum í gær og búast monn við hinu versta. Danirsaka Norðmenn um „heimsvalda- stefnu“ Sendiherra Ðana í Hollandi deildi hart á Norðmenn þegar hann fylgdi úr hlaði kæru stjórn- ar sinnar á hendur þeirri norsku vegna yfirráða á hafsvæöinu milli Grænlands og Jan Mayen. Málið var tekið fyrir hjá Alþjóða- dómstólnum í Haag í gær. Sendiherrann sagði aö Norð- menn hefði farið með yfirgangi um noröurhöf í marga áratugi og teidu sig eíga þar allt sem einhver slægur væri í. Þeir hefðu byijað árið 1931 á þessari „heimsvalda- stefnu“ með því að krefjast yfir- ráða á Austur-Grænlandi. Sviarerualveg húmorslausir Danir segjast«hafa fengið end- anlega sönnun fyrir því að frænd- ur þeirra handan viö Eyrarsund- iö séu alveg húmorslausir. Þetta hafi berlega komið i ljós með við- brögðum við garaansemi um að sprengja upp kjarnorkuverið í Barsebáck. Svíar svöruðu með því að henda kæstri síld í Danl NTB Ritzau sorpframleidendur SORPA kemur til móts viö óskir fyrirtækja um aö losa farma af flokkuðum úrgangi á gámastöövum. Frá og meö 16. janúar verður fyrirtækjum heimilað til reynslu aö losa farma allt aö 2m3gegn greiðslu fyrir hverja losun. Gámastöövar taka ekki á móti spilliefnum frá fyrirtækjum. 2 sem gildir fyrir 6 losanir kostar 10.500 kr. Greiðsla fyrir hverja losun er 1.750 kr meö vsk (bvst. 189,6stig ). Ekki verður hægt aö greiða fyrir einstaka losun. Kortin eru seld á skrifstofu SORPU í Gufunesi, öllum sendibílastöövum á höfuðborgarsvæðinu og Snælandsvídeó, Háholti, Mosfellsbæ. er möguleg hjá mörgum fyrirtækjum, Aukin hagkvæmni í förgun úrgangs s.s. meö því aö: ■ Nýta sér lækkandi gjaldskrá móttökustöövarinnar með aukinni þyngd. ■ Nýta sér þjónustu gámafyrirtækja og annarra flutningsaðila. ■ Fyrirtæki innan svæöa eöa meö svipaða starfsemi vinni saman. SORPA er fús til aö aðstoða fyrirtæki viö val á aðferðum. ALMENNINGUR ÞARF EKKI AÐ GREIÐA FYRIR LOSUN Á GÁMASTÖÐVAR. S0RPA SORPEYÐING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS bs Gufunesi, sími 67 66 77 Upplýsingar um þjónustuaðila hjá Gulu línunni sími 626262

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.