Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Uflönd Woody Allen vill að Mia Farrow fari i geðrannsókn. Allenbergeð- veiki á Farrow Lögfræðingar leikstjórans Woody Allen segja óixiákvæmi- legt að senda Miu Farrow í geð- rannsókn áður en málarekstur þeirra sambýlinganna heldur áfram. Að sögn vill Allen fá úr því skorið af fagmönnum hvort Mia sé hæf til að ala upp börn. Með þessum ásökunum um geðveiki minnka enn vonir manna um að Mia og Allen nái sáttum. Lögreglan yfirheyrði Allen fyr- ir helgina vegna ásakana um að hann haíi leitað kynferöislega á sjö ára fósturdóttur sína. Ekkert hefur spurst út um hvað leik- stjóranum og lögreglunni fór á milh. Siberiusprengj- an árið1908var loftsteinn Rússneskir vísindamenn segj- ast hafa ráðið gátuna um hvað gerðist í Tunguska-skógi í Síheríu áriö 1908. Gífurleg sprenging varö þar í andrúmslofmu um 8 kíló- metra yfir jörðu. Sprengingin var á við þúsund kjarnorkusprengjur af sömu gerð og varpað var á Hiroshima. Vísindamennirnir segja aö loft- steinn hafi sprungið yfir skógin- um og valdið eyðileggingu sem líktist mjög áhrifum.kjarnorku- sprengju. Allur skógur eyddist á þúsund ferkílóraetra svæði og má enn sjá þessa merki. Loft- steinninn var 30 metrar í þver- mál. araðréttasinn Dan Quayle, fráfarandi vara- forseti Bandaríkjanna, sest við skriftir þann 20. janúar þegar hann og George Bush forseti víkja úr embættum sínum. Til- gangur varaforsetans er að rétta hlut sinn eftir að hafa verið skot- spónn háðfugla allt frá því hann lagði upp í kosningabaráttuna með Bush áriö 1988. Quayle reiknar meö að Ijúka verkinu fyrir sumarið. Hann veröur í Washington þann tíma enda þurfa börnin aö klára skóla- göngu vetrarins áður en íjöl- skyldan hverfur á ný heim til Indiana. Konur i omistu- Sean O’Keefe, fráfarandi flota- málaráðherra Bandaríkjanna, sagði á dögunum að eðlilegt væri að konur geröust orrustuflug- menn, kafbátasjómenn og lantl- gönguliðar. Tfl þessa hefur; bandarískum konum ekki verið treyst fyrir þessum verkum. Ráðherrann sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að konur mönnuðu árásarskip og réðust til landgöngu við hhðina á körlum. O'Keefe víkur senn úr embætti og hafa orö hans takmörkuö áhrif. dv Látlaust óveður hamlar hreinsun olíunnar við Hjaltlandseyjar: Eyjarskeggjar hefna strandsins með galdri - Gissur jarl fer með seiðinn samkvæmt fornum hefðum frá víkingatímanum Hjaltlendingar eru búnir að gefa upp alla von um að ráðum þessa heims verði beitt til að hindra frek- ari mengun frá olíuskipinu Braer, sem strandaði við Dynrastarnes á suðurodda eyjanna fyrir viku. Nú er helst til ráða aö hefna strandsins með galdri sem framinn veröur í höfuð- staðnum Leirvík síðar í mánuðinum. Galdurinn er í því fólginn að brennd verður eftirhking af víkinga- skipi á hátíð sem eyjarskeggjar halda ár hvert til að minnast yfirráða nor- rænna manna á Hjaltlandi. „Ég held að hátíðin muni dreifa huga fólksins og fá þaö til aö gleyma ohuslysinu um stund,“ segir Ronnie Gair, sem stjórnar galdrinum í hlut- verki Gissurar jarls. Það er náungi sem alltaf kemur fram á víkingahá- tíðum Hjaltlendinga. Þúsundir ferðamanna koma ár hvert á víkingahátíðina og búist er við fjölmenni aö þessu sinni enda hefur sviðsljós fjölmiðlanna sjaldan beinst svo lengi að Hjaltlandi sem nú í byrjun árs. Hefð er fyrir því að útnefna Gissur jarl til að stjórna víkingaátíðinni meö nefnd manna sem kann til verka. Nafn jarlsins er sótt til íslands er margt í siðum og máli eyjarskeggja minnir á valdatíma víkinganna. Flak ohuskipsins er enn í fjörunni þar sem það strandaði. Enn lekur olía úr því og þaö hefur brotnað mik- ið. Undanfama daga hefur staðið til að dæla því sem eftir er í tönkunum yfir í flutnignapramma en veður hef- ur hamlað öllum aðgerðum. Veð- urspá er líka á þann veg að ekki er að búast við að nokkru verði bjargað af farmi skipsins. Reuter Flak oltuskipsins Braer liggur í fjörunni við suðurodda Hjaltlandseyja og eru vonir mjög farnar að dofna um að nokkru verði bjargað af farmi þess. Eftir þvi sem best er vitað er einhver olia eftir í tönkunum enda bætist stöðugt við olíuflekkinn á strandstaðnum. Útgerð Hjaltlendinga og fiskeldi hefur orðið fyrir miklum busifjum og kann að liða langur tími áður en sjávarfang þaðan verður talið heilnæmt. Símamynd Reuter GRÆNI jkAMA SMÁAUGLÝSINGA SÍMINN QQ_h777 SlMINN FYRIR þjónustu! Wfcl ■■ LANDSBYGGÐINA Fimmtíu Frakk- ar ákærðir fyrir ólöglegar veiðar Kanadísk yfirvöld ákærðu fimmtíu sjómenn og stjórnmálamenn frá frönsku eyjunum St. Pierre og Miqu- elon fyrir ólöglegar veiðar í gær eftir að lagt var hald á tvo togara sem voru á mótmælaveiðum undan aust- urströnd Kanada í síðustu viku. Mennimir lýstu allir yfir sakleysi sínu fyrir rétti á Nýfundnalandi í gær. Togararnir tveir voru vísvitandi að ólöglegum veiðum innan kanadísku fiskveiðilögsögunnar til að mótmæla veiðikvótum. Þeir veröa í vörslu kanadísku stjórnarinnar þar til tryggingafé upp á rúman hálfan milljarð verður reitt fram. Frakkar og Kanadamenn hafa átt í deilum frá því í október er samn- ingaviðræður um fiskveiðiheimildir fóru út um þúfur og Kanadamenn ákváðu kvóta eyjaskeggja einhliöa. Eyjamar tvær era undan austur- strönd Kanada. Fyrstahanagal veldurerjum Ástralskur lögfræðingur hefur stefnt nágrönnum sínum og krefst skaðabóta fyrir meinta streitu sem gahð í hana þeirra veldur. Eigendur hanans vom undrandi á kærunni þar sem þau töldu aö deilan hefði verið leyst fyrir ári. Þá var ákveðið að loka hanann inni á kvöld- in eftir kvörtun frá lögfræðingnum. Reuter Við erum öll....

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.