Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. 3 Fréttir SH verktakar: Leggja fram beiðni um greiðslustöðvun - mikiö rætt um sameiningu byggingarverktaka Á fundi stjómar SH verktaka hf. ’sl. sunnudag var ákveöiö aö hefja endurskipulagningu á starfsemi og fjármálum félagsins og jafnframt hefur verið lögð fram beiðni um greiðslustöðvun. Sljóm félagsins hefur ákveðið að meirihluti eigenda selji hlutabréf sín nýjum aðilum er tryggi nýtt rekstr- aifé að fjárhæð 30 milljónir króna. Stærsti hlutinn verður í eigu Silfur- þings hf. sem er eignarhaldsfélag Péturs H. Blöndal. Pétur átti fyrir hlut í félaginu. Nýtt rekstrarfé verð- ur notað til reksturs verkefna á greiðslustöðvunartímabihnu. Jafn- framt á að nota tímann til að afla nýs hlutafjár, samhliða samningum við lánardrottna félagsins eftir því sem segir í fréttatilkynningu frá stjóm félagsins. Samkvæmt heimildum DV keypti Pétur sinn hlut á lægra gengi en Jó- hann Bergþórsson, forstjóri Hag- virkis, bauð fyrir helgina. Jóhann bauð 6 milljónir í allt hlutaféð, það samsvarar genginu 0,1. Mikið er rætt um sameiningu verk- taka á byggingarmarkaðnum um þessar mundir. Taiið er að allt að fjórðungssamdráttur hafi verið hjá verktökum í fyrra. Viðræður em þó hvergi komnar langt á veg. Hagvirki og Byggðaverk hafa átt viðræður og ekki alls útilokað að SH geti kpmið þar inn. Nánast er útilokað að ístak og Hagvirki sameinist. Lítið er vitað um hin stóru fyrirtækin, Ármanns- fell og Álftárós, í þessu sambandi. -Ari Bryggjan, þar sem Akraborgin leggur að í Reykjavíkurhöfn, sökk snemma í gærmorgun vegiia óveðursins sem gekk yfir. í dag mun Akraborgin einung- is flytja farþega en á morgun verður bryggjunni haldið uppi með krana til að þjóna Akraborginni. Viðgerð mun fara fram strax og veður leyfir. DV-mynd S Borgarjgarðarhérað: Veitustof nanir í eitft verði orkuverð lækkað Veitustofnanir í Borgarfjarðarhér- aði ætla að fara fram á viðræður við iönaðarráðuneytiö um aðgerðir til að draga úr orkukostnaði. I því sam- bandi hafa forsvarsmenn stofnan- anna huga á að viðra framkomnar hugmyndir um sameingu veitnanna. Undanfarin ár hafa Hitaveita Akraness og Borgamess ásamt Raf- magnsveitum Akraness, Borgamess og Hvanneyrar átti í viðræöum sín á milh um sameiningu og þykir ljóst að nokkur ávinningur hlytist af því. Samkvæmt samkomulagi 1987 við ríkið eiga þessar veitustofnanir að hefja afborganir á um 300 mihjóna króna láni við sameiningu en semja ella við ríkið um greiðslumar. -kaa Alþýðubandalagið: Vildifresta öllum umræðum Kristinn H. Gunnarsson, alþingis- maðm- fyrir Alþýðubandalagið, ósk- aði þess, fyrir höns síns þingflokks, þegar fundur var settur í Alþingi í gær, að umræðum um sjávarútvegs- samninginn yröi frestað þar sem nokkrir þingmenn höfðu þá ekki komist til þings sökum ófærðar. Salome Þorkelsdóttir, forseti Al- þingis, féllst ekki á að fresta umræð- unum, hún sagöist viija nýta tímann og óskaði þess að þeir þingmenn, sem vom mættir og vom á mælendaskrá, tækju th máls. Það varð úr. Kristinn H. Gunnarsson sagðist sættast á sjónarmið forseta en sagði að tilgang- ur innræðna sé ekki aðeins að ræðu- menn tah heldur einnig að þeir geti hlustað á aðra ræðumenn. -sme i ÞEIR SEMÆTLA AÐÁVAXTA UM 30 MILUARÐA TAKAAUÐVHAD ENGAÁHÆTTU KJÖRBÓK LANDSBANKANS GAF 3,0;5,0% RAUNAVOXTUN ÁRK) 1992 Innstæöa á tæplega 100 þúsund Kjörbókum í Landsbankanum er nú samtals um 30 milljarðar. Kjörbókin er því sem fyrr langstærsta sparnaðarform í íslenska bankakerfinu. Ástæöan er einföld: Kjörbókin er traust, óbundin og áhættulaus og tryggir eigendum sínum háa og örugga ávöxtun. Ársávöxtun á árinu 1992 var 4,6-6,6%.1 Raunávöxtun á grunnþrepi var því 3,0%, á 16 mánaða innstæðu var hún 4,4% og á 24 mánaða innstæðu var raunávöxtunin 5,0%. Kjörbókin er einn margra kosta sem bjóöast í RS, Reglubundnum sparnaði Landsbankans. Landsbankinn óskar landsmönnum vaxandi gæfu og góös gengis á árinu 1993. Landsbanki íslands Banki allra landsmanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.