Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Spumingin Hvað er þér minnis- stæðastfrá árinu sem var að líða? Guðrún Alda Elísdóttir nemi: Ég fann mig á árinu. Jón Ragnar Guðmundsson tækni- fræðingur: Forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Garðar Hólm Kjartansson nemi: Að komast í fjögurra liða úrslit með Fylki á íslandsmótinu í knattspymu. Einar örn Birgisson sölumaður: Að Gunni vinur minn náði sér í stelpu. Ásthildur Sturludóttir nemi: Ég eign- aðist systur á árinu. Þorgrímur Ólafsson byggingaverk- taki: Skemmtileg ferð til útlanda meö konu og bömum. Lesendur Hvers vegna þjóð- aratkvæði um EES? Jón Andrésson skrifar: Margir hafa spurt sem svo hvers vegna forseti íslands ætti að skjóta EES-samningnum undir þjóðarat- kvæðagreiðslu samþykki Alþingi hann. - Ég vii nefna þrjú atriði því til stuðnings: í fyrsta lagi vegna þess að í 26. gr. stjórnarskrárinnar em hrein og skýr ákvæði um að það megi gera og eigi að gera ef viðhorf forseta til samningsins er þannig. - í öðru lagi vegna þess að 34.000 manns hafa sent Alþingi áskorun um að þjóðaratkvæði fari fram um mál- ið. Og í þriðja lagi vegna þess að hreinasta og göfugasta form lýðræðis er þjóðaratkvæðagreiðsla og það væri mikil útvíkkun á lýðræði hér á landi að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu með þjóðinni á t.d. 10-20 ára fresti. Auka þarf og efla þessa grein lýðræð- isins og við hæfi væri að byria á þessu máli. - Ég tek fram að auðvitað sætti ég mig fyllilega við þá niður- stöðu sem verður úr þjóðaratkvæða- greiðslu, miklu fremur en einfold ákvörðun Alþingis. Með þessum hætti væri forseti ekki að blanda sér í stjórnmáladeilur heldur að fara eftir sannfæringu sinni og 26. gr. stjórnarskrárinnar. Ég hygg að fólk sætti sig ekki lengi við þá afskræmingu lýðræðis sem nú viðgengst. Þá á ég við að ýmislegt af því sem hefur veriö afgreitt og ákveðið af núverandi ríkisstjóm er ekki í neinu samræmi við það sem frambjóðendur flokka hennar töluöu um og boðuðu fyrir síðustu kosning- ar og kosið var um. Það er meiri- hluti og ríkisstjórnarmyndun á folskum forsendum að tala um eitt fyrir kosningar og framkvæma svo annað eftir þær. Ef hér á að vera lýðræði til frambúðar veitir okkur ekki af því að hafa ákvæði um þjóðar- atkvæði í almennum lögum sem og í stjómarskránni en hún er ígildi tvísamþykktra laga. Hér er ekki veriö að grafa undan samhug sem ríkir um embætti for- seta vors. Þvert á móti eflir það vem- lega samhug þeirra 34.000 manna, sem eitthvað er til skriflegt frá. Stuðningsmenn samningsins em óþekktir aö fjölda til. - Gætu í raun verið mjög fáir. Við skulum því fara varlega. Við erum fyrsta kynslóðin sem lifir í algjörlega fullvalda ríki, lýðveldinu okkar, íslandi. Þetta fjör- egg okkar er ungt, brothætt og vand- meðfarið. Þó ekki væri nema vegna foreldra okkar og foreldra þeirra, sem lifðu undir dönskum konungi og öðru ófullveldi, ættum við að fara varlega. Flýtum okkur hægt við að undirrita skjöl sem takmarka full- veldi vort og sjálfstæði. Leyfum a.m.k. þjóðinni sjálfri að taka ákvörðun um það. Askorun 34.000 manna um þjóðaratkvæði afhent á Alþingi. „Sárt er að þurfa að spara" Kristján Guðmundsson skrifar: Spamaður og samdráttur er það eina sem getur bjargað okkur íslend- ingum frá því að verða gjaldþrota. Þetta vita þeir þjóðhollu sem láta sig varða heill og hamingju þjóðarinnar. Vegna eyðslu okkar á undanfómum áratugum, raunar allt frá því við fengum fullt sjálfstæði, er nú svo komið aö við verðum að stíga á heml- ana án tafar og reyna að komast í samflot með þeim þjóðum eða þjóða- bandalögum sem munu ráða mestu um framvindu efnahagsmála um ófyrirsjáanlega framtíð. EES-samningurinn er eitt af þeim úrræðum sem við eigum kost á aö nýta okkur. Og hvaö sem líður óánægju og þverlyndi þjóðarsálar- innar við að gerast aðilar að þessum samningi verður ekki undan því vik- ist. - Nema við viljum fyrirgera sjálf- stæði okkar að fuílu strax. En marg- ir sjá ekki þá hættu og það eru óþjóð- hollir menn sem þar fara fyrir. Vegna þess samdráttar sem nú hef- ur orðið og verður ekki umflúinn eru uppi háværar raddir um að verið sé að ráðast gegn fólki og helst þeim sem minna mega sín. Þetta er auðvit- að fjarri öllum sannleika því það er ekki verið að fara fram á neitt annað og meira en aö fólk dragi saman í einkaneyslu og spari við sig. - En það er eins og þjóðin sé samtaka um að- eins einn hlut, að gefa aldrei eftir í eyðslunni. Þáð er eins og heyra megi einn samhljóða kór þjóðarinnar hrópa: „Sárt er að þurfa að spara“. Sjávarútveguiinn á íslandi: EES skiptir engum sköpum Framleiðendur saltfisks eru enn í óvissu um sinn hlut, segir m.a. í bréfinu. Konráð Friðfmnsson skrifar: Sagt er að íslendingar hafi notað mun meiri tíma til að fjalla um EES- samninginn heldur en starfsbræður þeirra í Evópu töldu sig þurfa til að ræða um þetta viðamikla mál. En hvaö segir þetta manni í raun? - Ein- faldlega það að töluverður ágreining- ur var og er enn varðandi þennan samning, bæði meöal stjómarand- stöðu, alls almennings og reyndar meðal sumra stjómarliða einnig. Og kannski er ágreiningurinn hér víðtækari en gerist og gengur í hin- um ríkjunum og ef til vill er ein skýr- ing á honum sú m.a. að skammur tími er liðinn frá því að landið hlaut fullt sjálfstæði af Dönum. En hvað sem því líður hefur stjómvöldum hvergi tekist að sannfæra þingheim um ágæti þessa gjömings né um þann ávinning er land og þjóð á að hljóta með tilurð hans. DV áskllur sér rétt til að stytta aðsend iesendabréf Ég vil fyrst minna menn á að sam- kvæmt „bókun sex“ er hvorki tollur á landfrystum fiskiflökum né heldur af sjófrystum flökum sem flutt em út til EB-landanna. í þessu breytir EES-búningurinn engu. Hann breyt- ir heldur engu varðandi heilsaltaða ellegar hausskoma, saltaða sfld. Á þessum vörategundum verður áfram 12% tollur. Að vísu fellur tíundin niður af söltuðum ufsaflökum, þorskflökum og síldarflökum. En þessar tegundir bera nú 16% og allt upp í 20% toll. Þær era engu að síður margar fisktegundimar sem munu áfram bera skatt þótt hann lækki á sumum um nokkur prósent. Margt er því á huldu um fram- kvæmd þessara mála. Framleiðend- ur saltfisks vita t.d. ekki með vissu hver hlutur þeirra verður varðandi þann 12% toll er fellur brott af flött- um saltfiski. Menn í þessum atvinnu- geira vænta þess að fá a.m.k. 6% af þeirri upphæð tfl sín eða þar um bil. En 12% fá þeir ekki, það er ljóst. Arngrímur hringdi: Mér finnst óþægflegt þegar verslanir taka upp á því að færa tfl greiðslukortatímabfl þannig að það færist fram um nokkra daga. Þetta er síður en svo til hagræöis fyrir viðskiptavinina. Ég á ávallt í basli með að fá mitt bókhald til að stemma við það sem ég hef áætiað þegar svona er staðið að málum. - Þótt ég hafl spurst fyrir um í viðkomandi verslunum hvort þessi eða hin nótan verði ekki innan hins venjulega tímabfls og þá fengiö jákvætt svar er viðkomandi nótu ekki að fimia í viðkomandi upp- gjöri heldur því næsta. Þetta ættu greiðslukortafyrirtæki að banna og halda sig við að nýtt tímabil bytji ávallt 18. hvers mánaðar. Vaxtastefnan R.Ó. skrifar: Vaxtastetha bankanna, sem verkalýðsforustan hamast hvað mest gegn þessa dagana, er auð- vitað ekki sett til höfuðs einum eða neinum í þjóðféiaginu. Hún tekur einfaldlega mið af hræring- um efnahagslífsins á hverjum tíma og spám sem koma m.a. írá rtkisreknum þjóðhagsstofnun- um, hvaða nafni sem þær nefnast. Er það sanngjamt að bankar taki alfarið mið af slakri stöðu einstakra atvinnugreina eða fyr- irtækja? Á að gleyma þeim sem standa aö balci innlánsstarfsemi bankanna, þ.m.t. launþegum? Geta forustumenn launþega- hreyfingar rekið áróður fyrir því aö þessir aðilar séu sniðgengnir vegna tapreksturs einstakra fýr- irtækja eða atvinnugreinar? Sjónvarpað Kristín Bjömsdóttir hringdi: Þegar mikið liggur við tekur Rikisútvarpíð sig saman í andlít- inu og tilkynnir að nú veröi bæði útvarpað og sjónvarpað. Nýjasta dæmið er frá 3. umræðu um EES-samninginn á Alþingi. En Sjónvarpið hefur verið afar slakt í að sýna frá uroræðum frá Al- þingi yftrieitt. - Það er ekki nema vegna þess að sjónvarpsstöðin Sýn sendir út ókeypis til þeirra sem ná þeirri slöð að maður fylg- ist vel með umræðum á þingi. Að sjálfsögðu hefði Sjónvarpið átt aö eiga frumkvæði í upphafi. En þegar stórmál er á döfinni þá segja þeir hjá Sjónvarpinu „Nú getum við.“ Halldór Sigurðsson hrrngdi: Vegna fréttar um hálsbindasal- ann sem seldi gegn greiðslukorta- nótum og flúði svo land kemur mér i hug hvort ekkert eftiriit sé - með svona viöskiptum. Hver veitti manninum sölu- leyfi? Leyfa stórmarkaðir hverj- um sem erað selja varning innan dyra í eigin nafni? Hveryfirdekkir barnavagna- skerma? Valdís Skúladóttir hringdi: Ég á gamlan barnavagn sem ég vildi gjarnan; gera upp og hef raunar gert að hluta en eftir er að gera við skerminn sjálfan. Hann þarf aö yftrdekkja. Nú vildi ég með milligöngu lesendadálks DV kanna hvort einhver hér í borginni tekur aö sér að yfir- dekkja svona bamavagnsskermi ef DV vildi taka á móti slíkum upplýsingum. Að sjálfsögðu mun lesendadálk- ur bregðast vel viö, verði einhver til þess aö svara bréfi þessu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.