Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1993, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1993. Fréttir Guðlaugur Þorleifsson vélsleðamaður: „Ég hugsaöi mjög vel heim og mér datt strax í hug að fjölskyldan mín væri vakandi um nóttina og hugsaði bara mn að komast heim. Ég hafði trú á því nema alveg í restina þegar ég þurfti aö ganga til Þorlákshafnar því þá var ég orðinn svo kalinn á höndunum," sagöi Guðlaugur Þor- leifsson, tvítugur vélsleðamaöur frá Seltjamamesi, sem fannst á þriðja tímanum síðdegis í gær þegar sumir voru orðnir harla vonhthr rnn að hann væri enn á lífi - þá hafði ekk- ert spurst til hans í Bláfjöllum í tæp- an sólarhring. „Við vorum búnir að heyra af spánni en bjuggumst ekki við þess- um skafrenningi. Þetta átti bara að vera skottúr í 10-20 mínútur um svæðið. Við keyrðum upp að Litlu kaffistofu, þaöan yfir í Jósepsdalinn og síðan upp að Bláfjöllum. Þegar við vorum komnir handan við fjölhn skah á stórhríð, um þijúleytið. Við ætluðum yfir Bláfjöllin á sleðunum en þaö vom svo miklar hengjur þar að við snemm við og skhdum sleðana eftir þegar við komum lengra. Við gengum yfir fjall í átt að Bláfjöllum." Ekki hægt að grafa sig „Það var mjög óþæghegt þegar við urðum viðskha á sunnudeginum. Ég hafði óvart gengið aðeins á undan og svo týndist hann bara. Þaö var svo mikill bylur að maöur hvorki heyröi né sá neitt. Ég reyndi að leita að fé- laga mínum en þegar ég fann hann ekki hélt ég bara áfram í kringum og á bak við fjölhn og gekk svo yfir heiðina. Þegar leið á nóttina gerðist veðrið ennþá brjálaðra. Skyggnið var um hálfur metri. Það var ekki hægt aö grafa sig neins staðar niður í fónn því það var svo mikið harðfenni undir. Ég gat hvílt mig í svona kortér á þriggja tíma fresti. Annars var htið hægt að hvíla sig því það var svo kalt og Guðlaugur Þorleifsson komlnn á Landspítalann i gærkvöldi með bróður sínum Eyjólfi, til vinstri, og vini þeirra Haraldi Leónardssyni. Þremenningarnir höfðu allir vakað meira og minna frá því á sunnudagsmorgun - Guðlaugur í hrakningum í Bláfjöllum en hinir biðu á milli vonar og ótta heimavið. DV-mynd GVA hvergi skjól, engir klettar th að fela sig á bak við og hvergi hægt aö grafa sig í fonn. Ég sá leitarljósin af og th ahan tím- ann og reyndi að ganga á móti þeim en það var ekki hægt vegna bylsins. Gahinn minn var í lagi en skómir fóru í gegn - það kom gat á stórutána þannig að ég var með hana út fyrir í einhvem tíma.“ Fannst þetta vera Bláfjallaafleggjarinn „Klukkan hálfehefu í morgun (gærmorgun) fann ég veg. Mér fannst þetta fyrst vera Bláfjallaafleggjarinn. Svo sá ég að ég var kominn að Strandarkirkju og Selvogi. Mér fannst mjög skrýtið að vera kominn þangað. Ég átta mig ekki á þessu. Ég fylgdi veginum og gekk inn að Strandarkirkju. Ég ætlaði að fara Krísuvíkurveginn en hætti við og gekk á móti vindinum aftur. Það tók mig mjög langan tíma og mér leið mjög illa. Þó leið mér vel að hafa fundið veginn. Ég var ekkert þreytt- ur en mér var iht í náranum - það vora svo margir skaflar sem ég fór í gegnum. Um 20 mínútum áður en björgun- arsveitarmennimir úr Mannbjörg frá Þorlákshöfn fundu mig tók ég af mér hanskana því það var svo mikhl klaki inni í þeim og ég orðinn bólg- inn. Það var svo ólýsanleg tilfinning þegar ég mætti björgunarmönnun- um. Þeir voru hissa á að sjá mig en tóku vel á móti mér og ég fékk hlý fot og fékk að borða. Ég vil skha góðri kveðju th þeirra. Ég fékk 2. stigs kal í fæturna - sér- staklega þar sem táin fór í gegnum skóna. Það var mikh urð og ég datt líka stundum niður í gjótur." Bróðirinn gaf aldrei upp vonina „Ég á ekki orð til en vh skha öllu því besta þakklæti sem hugsast getur th allra þeirra sem stóðu að björgun sonar míns. Þetta er kraftaverki hk- ast. Læknarnir segja það líka,“ sagði Þorleifur Gíslason, hrærður faðir Guðlaugs, viö blaðamann DV á Landspítalanum í gærkvöldi. Móðir- in, Þorbjörg Finnsdóttir, tók í sama streng: „Það er ómetanlegt starf sem þessir menn vinna. Það er þó ægilegt að þyrlan skyldi ekki hafa verið th- tæk. Við vissum fyrst að strákamir hefðu fariö í þessa ferð klukkan sjö í gærkvöldi (á sunnudagskvöld). Þá var aht sett í gang og klukkan hálf- átta var beðið um hjálp.“ Eyjólfur, bróðir Guölaugs, var lítið sofinn í gærkvöldi þegar hann fagn- aði bróður sínum. Hann sagðist aldr- ei hafa gefið upp vonina um að Guð- laugur kæmi aftur - hvorki í fyrri- nótt né þegar höa tók á daginn í gær þegar ekkert spurðist th Guðlaugs. -ÓTT Trúdi að hann kæmist heim þar til alveg í lokin - komst lífsafúr sólarhrings hraknlngum Framsókn sameinast Nú er umræðunni um EES-máhð loksins lokið. Atkvæðagreiðslur og útvarpsumræður og maraþonum- ræður hafa leitt í ljós að meirihluti alþingisnjanna styður samkomu- lagið um Evrópska efnahagssvæð- ið. Það var raunar ljóst fyrir ahn- okkra en stjómarandstöðunni þótti engu aö síöur nauðsynlegt að tala sig dauða í málinu og þá aðal- lega vegna þess að Framsóknar- flokkurinn varð ná einhverri lend- ingu. Nú hefur verið sagt að Framsókn hafi ahs ekki náð lendingu og það hafi komið fram í atkvæðagreiðsl- um á þingi. Fimm framsóknar- menn sátu hjá og mundu hafa orð- ið sex ef ahir hefðu veriö mættir. Hinir greiddu atkvæði á móti. í hópi hjásetumanna var Hahdór Ásgrímsson, varaformaður flokks- ins, en meðal þeirra sem greiddu atkvæði gegn samningnum var formaður flokksins, Steingrímur Hermannsson. Þessi afstaöa hefur verið túlkuð sem klofningur í Framsókn. Rétt er að leiðrétta þetta strax. Fram- sókn klofnaöi ekki. Það sést vel í útvarpsumræðunni þar sem Stein- grímur talaði í fyrstu umræðu, annarri umræðu og þeirri þriðju. Aðrir komust ekki að. Þess var heldur ekki nauðsyn, vegna þess að Steingrímur talar fyrir flokkinn og með því að Steingrímur talar fyrir flokkinn er flokkurinn sam- stiga um að láta Steingrím tala fyr- ir sig og þess vegna er flokkurinn samstiga í málinu. Þaö fer vel á því að láta Steingrím tala. Hann var forsætisráöherra þegar viðræður um EES-máhð hó- fust. Það var hans ríkisstjóm sem lagði hnumar og Jón Baldvin var utanríkisráðherra í ríkisstjóm Steingríms og sendi Jón Baldvin út af örkinni th að semja um það sem nú er búið að semja um. Þaö eina sem hefur breyst er það að Steingrímur er ekki lengur forsæt- isráöherra. Það er ekki Steingrími að kenna heldur kjósendum sem vhdu nýja ríkisstjóm og úr því kjósendur vora svo vitlausir að vhja nýja ríkisstjóm og nýjan for- sætisráðherra gátu þeir heldur ekki ætlast th þess að Steingrímur segði það sama í stjómarandsöðu sem hann sagði í ríkisstjóm. Steingrímur hefur verið bæði með og á móti samningum og hann er því ákjósanlegur ræðumaður af hálfu Framsóknar þegar Framsókn þarf að útskýra samstööu sína sem felst í því að vera bæði á móti og með. Jón Kristjánsson, ritstjóri Tí- mans, var einn þeirra sem sat hjá við atkvæðagreiðsluna um EES. Jón er glöggur maður og mikhl framsóknarmaður og gerir ekkert annað en það sem flokkurinn segir honum að gera. Jón hefur ritað grein í blað sitt th að útskýra að Framsókn var samstiga í málinu þrátt fyrir ágreininginn. Fram- sóknarflokkurinn vhdi tvíhhða viðræður. Þær fengust ekki sam- þykktar. Framsóknarflokkurinn vildi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hún fékkst ekki samþykkt. Framsókn- arflokkurinn vhdi breyta stjómar- skránni th að gera samþykkt EES. Stjómarskránni var ekki breytt. Af þessum sökum segir Jón að það komi engum á óvart þótt sumir hafi greitt atkvæði á móti meðan aðrir sátu hjá. í raun og vera vora menn að greiða atkvæði með samn- ingnum sem þeir voru með, með því að sitja hjá, en þeir sem greiddu atkvæði á móti vora ekki að greiða atkvæði á móti samningnum held- ur að láta í Ijós óánægju sína með að ekki skyldu teknir upp tvíhhða samningar og þjóðaraktvæða- greiðsla án þess þó að það hefði áhrif á afstöðu Framsóknar. Afstaöa Framsónarflokksins er því á hreinu. Hann er ekki á móti samningum að öðru leyti en því að öðruvísi átti að standa að samning- unum og það hefði veriö gert ef Framsókn hefði mátt ráöa. Sumir framsóknarmenn sættu sig ekki við að fá ekki að ráða án þess að þaö hefði breytt neinu um samn- ingana. Öðru máh gegndi um hina sem sátu hjá. Þeir vora líka með samningunum ef þeir hefðu mátt ráða og hka þótt þeir hefðu ekki fengið að ráða og um það snerist atkvæðagreiðslan. Framsókn bregst ekki í svona stórmálum. Hún hefur verið sam- stiga og framsóknarmenn era allir sammála um aö þetta hafi farið vel og flokkurinn hafi komið hehl út úr umræðunni eins og í ljós kom þegar Steingrímur talaði einn á móti máhnu sem Framsókn var með. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.