Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. Guðbjartur Jónsson, veitingamaður á Vagninum: Ekki misskilja mig vitlaust" Reynir Tiaustasan, DV, FTaleryri; „Ég bytjaði með þennan rekstur 1982, efdr að ég lauk námi frá Sam- vinnuskólanum. Þetta var í upphafi sjoppa en ég færði út kvíamar smátt og smátt, stækkaði og gerði staðinn að gistiheimili og matsölustað. Á endanum fékk ég svo vínveitinga- leyfi og opnaði pöbbinn. Margir héldu að ég væri orðinn eitthvað bil- aður þegar ég byrjaði á þessu. Maður var fiúlur bjartsýni og hafði mjög gaman af þessu og reyndar gekk dæmið upp framan af,“ segir Guð- bjartur Jónsson Vagnstjóri en hann á og rekur einn þekktasta pöbb á landsbyggðinni, Vagninn á Flat- eyri. Guöbjartur hefur skapað stað sín- um nafn á landsvísu og náð ótrúlegri aðsókn með því að bjóða upp á topp- skemmtikrafta um hverja helgi yfir sumartímann. Þess er skemmst að minnast að KK-bandiö valdi Vagninn til að halda útgáfutónleika þegar það gaf út metsöludisk sinn, Bein leið, en Guðbjartur var reyndar einn út- gefenda. Hann hefur haldið rekstrinum gangandi, m.a. meö því að vinna fuila vinnu með, ýmist við beitingu eða sjómennsku. En hvemig gengur reksturinn? Núllrekstur „Þetta er bara núllrekstur, ég má þakka fyrir ef ég næ því. Þetta snýst bara um að komast af. Ég hef verið mjög heppinn að því leytí. að margir hafa lagt í þetta. Ég hef fengið til mín góða skemmtikrafta sem hafa ekki tekið hér stórar fjárhæðir heldur komið hér meira ánægjunnar vegna og sumir jafnvel notað sumarfríið sitt í það. Ég beiti allt upp í 16 bala á dag að vetrinum en það er nú bara hobbí því þegar þeirri töm lýkur tekur pöbbinn við.“ Guðbjartur tekur sjálfan sig ekki nyög alvarlega og hefur manna mest gaman af því að rifja upp þau orðatil- tæki sem hann hefur óviljandi gert ódauðleg í annarri útfærslu en fólk á að venjast. Þar ber einna hæst kjör- orð Vagnsins, „staður á undan sinni framtíð“, en Guðbjartur auglýsir stað sinn undir því slagorði. Þetta mun hafa orðið þannig til að einhver hafði orð á því við Vagnstjór- ann að hann væri framsýnn og kjarkmikill í sínum rekstri. Guð- bjartur gat alveg fallist á það og bætti við að hann væri langt á undan sinni framtíð. Vinnufélagar og vinir hans hafa samviskusamlega skráð þau gull- kom sem hijóta af vörum hans og segja má að hann eigi sér ákveðinn aðdáendaklúbb, eins og sjá má af því að haldið var sl. sumar skemmti- kvöld á Vagninum þar sem það eitt var á dagskrá að segja af honum gamansögur og rifia upp gullkom sem frá honum em ættuð. Þetta kvöld mun hafa heppnast svo vel að meiningin er að þetta verði árlegin* viðburður. Eins og sönnum bisness- manni sæmir hefur Vagnstjórinn gert sér þennan hæfileika að féþúfu og hann lét framleiða boli með völd- nm orðatiltækjum sem seldust eins og heitar lummur. Þar má sjá frasa á borð við: „Ekki misskiija mig vit- laust“, „eins og hrókur í hænsna- hóp“, „ég segi það fyrir mínar bæjar- Guðbjartur í hópi gesta á Vagninum. dyr“ og „það er bara einn sem hefur einkarétt á þessu“. Skráð í stílabók „Þetta byqaði fyrir mörgum árum þegar ég var í beitingu með ágætum mönnum. Þeir fundu það upp hjá sér að skrá í stilabók það sem ég sagði í þessum anda. Ég vil nú meina að þeir hafi verið famir að leggja mér orð í munn; aUavega kannast ég ekki við að hafa sagt allt það sem mér er kennt. Ég man t.d. ekki eftir því aö hafa sagt að kerling einhvers væri fínn karl en það kann þó að vera. Mér þykir alltaf vænst um orðatil- tækið sem var upphafið að þessu en það var þannig að mér fannst að eitt og annað gæfi auga ljós en ekki leið eins og einhveijir vilja halda fram. Á tímabili hafði ég talsverðan áhuga á að læra íslensku til að lenda ekki svona þversum í þessum orða- tiltækjum en um leiö og ég viðraði þetta viö félaga mína lögðu þeir á mig blátt bann við því. Það mátti ekki skemma þessa uppsprettu. Það er best að láta flakka hér eina sanna sögu af því þegar ég ætlaði eitt sinn að verða ríkur á útgerð og keypti mér skakbát í því skyni. Ég mátti nú ekki vera að því að bíða eftir sjóveðri, vildi bara drífa í þessu og fór af stað fyrstur allra. Ég var kominn um 100 metra frá bryggju þegar ég var orðinn gjörsamlega áttavfiltur og vissi ekkert hvert ég var aö fara. Það var svartaþoka og ég beið Uklega í klukkustund en þá bar að bát sem frændi minn reri - ég eltí hann bara út fjörðinn. Um kvöldið rataði ég svo af einhverri slysni inn á réttan fjörö. Ég slapp svo fýrir rest að bryggju aftur en það tók mig helvíti langan tíma. Þetta var eitt af þeim ævintýrum sem enduðu með tapi,“ segir Guðbjartur og hlær. Rekinn frá Sovét Guðbjartur hefur ferðast mikið um dagana og ferðalög eru helsta áhuga- mál hans. Hann hefur komið til flestra heimsálfa en hin síðari ár hefur UtiU tími gefist til ferðalaga. Hann á margar skemmtUegar minn- ingar frá ferðum sínum: „Ég man þegar ég fór fil Englands í fyrsta skipti. Ég hafði unniö mjög mikið dagana áður og sofnaði í flug- vélinni á leiðinni út og svaf aUa leið- ina. Lendingarkortið var þar af leið- andi ekki fyUt út eins og reglur gera ráð fyrir. Þegar komið var tU London fékk ég ekki að fara inn í landið og ég fattaði ekki hvers vegna, enda skUdi ég ekki orð í ensku; var reynd- ar að fara að læra ensku. Ég var búinn að vera í hálftíma strögU þegar stelpa, sem var þama, vorkenndi mér svo mikið að hún ætlaöi að fyUa þetta út fyrir mig. En það var ekki við það komandi að hún mætti það og þama var eintómt vesen. Þetta endaði svo með því að þeir gáfust upp og samþykktu að hún fyUti þetta út af því að ég væri íslendingur. Ég kórónaöi þetta svo með því aö taka leigubfi frá Heathrow til Oxford í stað þess að fara með rútu. Það kostaði óheyrilegan pening. Eitt sinn ætlaði ég að dvelja í Moskvu í tvo daga ásamt vinkonu minni. Við flugum þangað og ég var með tvö vegabréf. Annað var tíl 6 mánaða og ég baö vinkonu mína aö geyma þaö til að lenda ekki í klandri. Ég fór svo í gegnum vegabréfaefdrlit- ið á undan henni og það gekk aUt vel. Ég er rétt kominn í gegn þegar á eftir mér kemur maður og skipar mér að koma aftur í eftírlitíð. Þeir höfðu þá fundið hitt vegabréfið hjá vinkonu minni og töldu víst að við æfiuðum að hjálpa einhveijum úr landi. Það var ekkert með þaö, viö vorum umsvifalaust rekin úr landi og send með fyrstu vél tU London." Erum til góðs hér Talsvert var um róstur á Flateyri á síðasta ártog það viðhorf kom fram hjá lögreglunni á ísafirði að öU læti á staðnum snerust meira og minna um Vagninn. Hvaö segir Guðbjartur um þaö mál - eru pöbbar til bölvunar á smærri stööum? „Það gera sér allir grein fyrir því, hvort sem það er lögreglan á ísafirði eða aörir, að ef Vagninn væri ekki tíl staðar hér þá væri ekkert um aö vera. Ég vU meina að við séum hér til góðs. Partí í heimahúsum eru Uðin tíð hér sem var mikið um áöur, með öUum þeim leiðindum sem því fylgja. Viö tökum við þessu fólki og það skemmtir sér hér og ég fuUyrði að DV-mynd Reynir það er undantekning ef einhver leið- indi koma upp á. Hitt er svo annað mál að við sitjum ekki við sama borð og pöbbar t.d. á Reykjavíkursvæðinu. Það er hróp- legt ranglæti í því að Vagninn þarf að greiða fyrir almenna löggæslu á helgum. En ef Vagninn stæði við Laugaveginn þyrfti ekki að borga krónu í þessu skyni. Við þurftum að greiða 800 þúsund krónur í fyrra vegna þessa, svo þarf að halda uppi dyragæslu að auki. Manni svíður að þurfa að borga þetta því þetta eru óheyrilegir peningar. Ég hef gert þá kröfu að þetta verði feUt niður eða aUavega samræmt þannig að aUir sitji við sama borð hvar sem þeir eru á landinu." Hugsjónastarf Hvað um framtíðina, verður Vagn- inn rekinn með sama sniði áfram eins og verið hefur? „Meiningin er að bjóða upp á lif- andi tónlist um hveija helgi í sumar svo sem verið hefur. Maður er að vona að það fari að rofa til í þessum bransa. Ég hef orðið mikla reynslu af því að beijast í bökkum og veit nokkum veginn hvemig á ekki að haga sér í svona rekstri. Þetta er hugsjónastarfsemi sem kostar óhemju vinnu og ég bíð bara efdr þeim degi að þetta fari að skUa ein- hveiju,“ sagði Guðbjartur Jónsson, veitingamaður á Vagninum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.