Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 25
LAUGAKDAGUR 30. JANÚAR 1993.
25
f slenski fyrirsætumarkaóurinn harðnar:
Vil meiri atvinnu-
mennsku í fagið
- segir Linda Pétursdóttir sem hefur sett á stofn nýja umboðsskrifstofu fyrirsætna
„Þaö má segja að harka hafa kom-
ist í markaðinn. En áhuginn er gíf-
urlegur hér á landi, jafnt hjá strák-
um og stelpum, að komast í fyrir-
sætustörf. Til dæmis komu átta
strákar einn daginn sem höfðu
áhuga á að komast í fyrirsætu-
störf. Það kom mér á óvart,“ segir
Linda Pétm-sdóttir sem nýlega opn-
aði umboðsskrifstofu fyrirsæta hér
á landi í samvinnu við breskar
skrifstofur, Wild, Elite Premier og
Fashion Bureau.
í áraraðir voru aðeins starfandi
þrjár umboðsskrifstofur hér á
landi, Módelsamtökin, Karonsam-
tökin og Módel 79. Á undanfömum
árum hafa nokkrar bæst við, þar á
meðal Icelandic Models og Módel-
mynd sem nýlega sameinuðu
krafta sína.
Linda segir að með tilkomu skrif-
stofu hennar hafi komið nokkiu-
titringur í þessa atvinnugrein.
„Þetta var allt á mjög rólegum nót-
um en svo virðist sem einhver
skjálfti hafi færst í mannskapinn
við stofnun Wild. „Ég legg aðalá-
herslu á aö finna fyrirsætur, jafnt
kvenkyns sem karlkyns, til að
senda til útlanda. Þó ég hafi hafið
starfsemina fyrir nokkrum vikum
virðist allt vera komið á fullt. Hinar
skrifstofumar era með um 120
manns á skrá hjá sér en ég ætla
að halda mig við þijátíu manns.
Ég vil hafa fáa og góða.“
Linda mun vera meö starfsemi
hér heima jafnframt því sem hún
leitar að fyrirsætum til að senda til
London. Tvær stúlkiu- koma til
greina hjá henni núna og munu
þær fara utan áður en langt um
líður.
Áhuginn eykst enn
Áhugi á fyrirsætustörfum virðist
sífellt vera að aukast hér á landi
og hefur þó mörgum þótt nóg um.
Linda segist sjálf starfa sem fyrir-
sæta þrátt fyrir að hún hafi sett
fyrirtæki sitt á laggimar. „Ef mér
býðst gott verkefni í London skrepp
ég út. Það er lítið mál að ferðast á
milli.“
Þeir sem sýna fyrirsætustarfinu
helst áhuga em á aldrinum fjórtán
ára upp í þrítugt en ekki hafa allir
áhuga á að starfa erlendis. „Margir
vilja einungis starfa hér á landi,“
segir Linda. „Stelpur sem era í
skóla og eiga kærasta vilja alls ekki
fara utan.“
Linda segir að nóg sé að gera í
fyrirsætuheiminum hér á landi.
„Vinnan er fólgin í myndatökum
fyrir auglýsingar og tískusýningar.
Kaupmenn era alltaf að staglast á
að velja íslenskt en staðreyndin er
sú að þeir klippa oft út myndir úr
erlendum listum og birta í auglýs-
ingum í stað þess að fá íslenskar
fyrirsætur til að sýna. Mér finnst
að þeir ættu að nota tækifærið og
nota íslenskar fyrirsætur meira.“
Toppmódel
157smáhæð
- En hvað þarf fyrirsæta að hafa
til að bera svo hún komist í hópinn?
„Það er erfitt að sefja upp
ákveðna formúlu. Maður verður
að sjá krakkana til að geta dæmt
um hvort þeir eigi erindi í þetta
starf. Aðalfyrirsætan þessa dagana
úti í heimi er bresk og er aðeins 157
cm á hæð. Myndir af henni hafa
birst í Vogue og öllum helstu tísku-
blöðum. Þar að auki sýnir hún á
tískusýningunum í París. Það lítur
út fyrir að kröfur til fyrirsæta séu
að breytast úti í heimi. Mestu máli
skiptir hvemig þær taka sig út en
ekki hversu háar þær era.“
Linda segir að hún hafi sett skrif-
stofu sína á laggimar vegna þess
hversu henni fannst þessi heimur
staðnaður hér á landi. „Ég vil fá
meiri atvinnumennsku í þetta. Oft
era dansarar notaðir í tískusýning-
ar en að mínu mati er þaö tvennt
ólíkt, fyrirsætur eða dansarar. Ég
hef staifað bæði fyrir Módel 79 og
Icelandic Models og fannst kominn
tími til að breyta þessari starfs-
grein. Það var auövitað ekki tekið
neitt sérstaklega vel í að ég væri
að fara í samkeppni við hinar skrif-
stofumar, en nú höfum við stillt
saman strengi og verðum með svip-
aðar verðskrár. Þannig að ég býst
við að við munum vinna frekar
saman en á móti hvor annarri,"
segir Linda. „Undirboð hafa þekkst
í þessari starfsgrein og þess vegna
hafa menn haldið að þetta væri
DV-mynd Brynjar Gauti
góðgerðarstarfsemi. Þeirri hugsun
verður að breyta. Ég get nefnt sem
dæmi að klukkutíma vinna kostar
hjá fyrirsætu hér á landi um fjögur
þúsund en ekki undir tíu þúsund
hjá skrifstofunum í London.“
Ennþá getur enginn lifað af fyrir-
sætustarfinu hér á landi en þær
sem mest hafa að gera fá ágætis
aukapening.
-ELA
Álafoss í
Lopi - band - bömullarpeysur - ullarpeysur
værðarvoðir - metravara
Opið daglega frá kl. 10.00-18.00, einnig sunnudaga.
Sendum í póstkröfu, simi 91-666303.