Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 16
r LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. Fordstúlkan 1993 verður valin í mars en hún mun taka þátt í keppn- inni Supermodel of the World í Los Angeles í júlí. Þetta er í sjötta skiptið sem DV sér um framkvæmd keppn- innar fyrir Ford Models skrifstofuna í New York. Áhuginn hefur stööugt farið vaxandi og á undanfómum árum hafa um eitt hundrað stúlkur sent myndir af sér í keppnina. Allar myndir eru sendar til Eileenar Ford, eiganda Ford Models, og sér hún um að velja tíu til tólf stúlkur sem keppa til úrslita. Fulltrúi skrifstofunnar kemur síðan hingað til lands og velur þá stúlku sem tekur þátt í keppninni Supermodel of the World. í fyrra var það Vigdís Másdóttir sem fór til Los Angeles og átti skemmtilega daga þar þó ekki kæmist hún í úrslit. Keppnin Supermodel of the World fór fyrst fram árið 1980 og var hún þá haldin í Monte Carlo. Þetta var fyrsta fyrirsætukeppni sinnar teg- undar í heiminum. Síðan hefur þátt- takendum sífellt fjölgað og vora í fyrra frá 36 löndum, þar á meðal Kína og Rússlandi. Norska stúlkan Anette Stai var fyrsta súpermódelið en sú sem hefur prýtt flestar forsíður er dönsk, Renee Simonsen, sem valin var árið 1982. Þær stúlkur, sem hafa sigrað í keppninni, hafa iðulega veriö á for- síðum Vogue, Elle, Marie Claire, Cosmopolitan og Harpers Bazaar og frá þeim hefur verið sagt í Newsweek og Time. Kanadísk stúlka vann Á síðasta ári sigraði kanadísk stúlka, Tricia Helfer sem er 18 ára gömul og 178 cm á hæð. í verðlaun fékk Tricia samning við Ford Models skrifstofuna upp á 250.000 dali (kr. 15.700.000). Tricia er bóndadóttir, alin upp í Donalda í Alberta. Hún hafði lítillega fengist við fyrirsætustörf í Alberta. Eftir aö Tricia sigraði í keppninni skreytti hún forsíðu stærsta tímarits í Kanada, Toronto Life Fashion. Þá hélt hún til Mílanó og starfaði þar sem fyrirsæta um Vigdis Másdóttir, Fordstúlkan 1992, ásamt norsku stúlkunni Lenu Björn, í Hollywood sl. sumar. tíma, aðallega hjá tískuhönnuðinum Giorgio Armani. Þá hefur Tricia starfað fyrir tímaritið Grazia á Ítalíu. Síöastliðið haust ferðaðist hún á milli New York og Parísar og sýndi há- tískufotin. Fyrir utan módelstarfið era leikhús og kvikmyndir helstu áhugamál Triciu. Hún hefur sérstakt dálæti á leikaranum Sean Connery og uppáhaldsmyndir era Gorillas in the Mist og Ghost. í hópi gamalla kvikmynda er það Casablanca sem er í mestu uppáhaldi. Tricia hefur tekið sér frí frá námi til að ferðast um heiminn og kynnast tískuheim- inum. Hún ætlar sér að halda áfram námi eftir nokkur ár. Margar stórstjömur Eileen Ford rekur eina elstu og virtustu umboðsskrifstofu fyrir- sætna í heiminum. Eileen verður sjö- tug á þessu ári en hún hefur rekið skrifstofu sína frá árinu 1948. Á hveiju ári koma um sjö þúsund stúlkur til Fordskrifstofunnar og óska eftir vinnu. Aðrar tíu þúsund stúlkur senda bréf og mynd af sér með von um að þær verði uppgötvað- ar. Eileen Ford hefur fundið margar sfjömur og má þar nefna Christie Brinkley, Jerry Hall, Ashley Mont- ana, Elle Macpherson, Brooke Shields, Cheryl Tiegs, Margaux Hemingway, Christy Turlington, Rachel Hunter, Jane Fonda, Ali MacGraw og Candice Bergen. Eileen var spurð að því í viðtali nýlega hvaö þyrfti til að verða millj- ón dollara módel. Hún svaraði: „Að hafa eld í augunum." Hún hefur aldr- ei getað skilgreint að hvemig útliti hún leitar en kallar það „X-factor“ sem sóst er eftir hveiju sinni. Mikið braut- ryðjendastarf Þó Eileen eigi sér skæða keppi- nauta í bransanum era allir sam- mála um að hún hafi unnið mikið brautryðjendastarf á sviði iðnaðar Ert þú fyrirsæta ársins? Nafn.. Aldur Heimili............ Símanúmer.... Póstnr. og staður Hæö................. Staða..... .þyngd. Hefur þú starfaö við fyrirsætustörf? Fylliö í réttan reit já □ nei □ Ef svarið er játandi þá hvar. Myndirnar sendist til: Ford-keppnin, Helgarblað DV, Þverholti 11,105 Reykjavík i,li i i.-.ul • /.;, - 7 /• ..... Gleymið ekki að senda myndir með. Fordstúlkan 1993 valin í mars: Leitað að heilbrigðu og klassísku útliti - sigurvegari tekur þátt í Supermodel of the World í sumar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.