Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 23
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993.
23
Kristín Bjamadóttir tekur að sér að jáma hross:
Ekki
spuming
umað
vera
sterkur
- heldur um aö hafa lag á hrossinu
„Þetta er ekki spuming um að
vera sterkur heldur um að hafa
auga fyrir því sem maður er aö
gera og lag á hrossinu," sagði Krist-
ín Bjamadóttir, ung kona sem lagt
hefur fyrir sig það starf að jáma
hross. Vafalaust geta margar konur
jámað hest en Kristín hefur gengið
feti lengra og auglýst í blöðum. Og
það sem meira er, hún jámar ein.
„Ég hef jámað fyrir sjálfa mig í
12 eða 13 ár,“ sagði hún. „Ég var
með hrossin mín fyrir austan fjaU
og það var ailtaf meiri háttar mál
að fá einhvem til að jáma fyrir sig.
Á endanum gafst ég upp og fór að
gera þetta sjálf. Ég fór á námskeið
og fyrir tveim árum fór ég svo að
þreifa fyrir mér með því að jáma
fyrir aðra. Ég lét slag standa og
auglýsti í DV. Þetta er þriðji vetur-
inn sem ég auglýsi."
Kristín sagðist verða vör við að
margir héldu að hún gæti ekki
jámað af því að hún væri kven-
maður.
„Það halda allir að maður þurfi
að vera svo rosalega sterkur. í
fyrsta skipti sem ég auglýsti voru
þrír eða fjórir sem hringdu til að
athuga hvort þetta væri brandari.
En hinir, sem hafa þorað að láta
mig jáma, hafa allir hringt aftur
og aftur.
Það hefur oft komið fyrir þegar
ég hef farið í hesthúsahverfin að
jáma að það hafa komið svona
10-15 manns að horfa og sjá þetta
fyrirbæri, kvenmann að jáma. í
sumum tilvikum er svo fjölmennt
að ef ég hefði selt aðgang, 200 kall
á haus, þá hefði ég haft meira út
úr aðgangseyrinum heldur en jám-
ingunni."
Nú er það svo, ekki síst „á
krepputímum", að menn jáma
sjáifir þægu hestana en panta svo
jámingarmann fyrir óþekktardýr-
in. Kristín kvaðst þekkja þessa til-
hneigingu vel, enda væri hún skilj-
anleg.
„Árangurinn fer dáhtið eftir því
hvernig hrossið er. Ef það er alveg
gufubrjálað myndi maður ráð-
leggja eigandanum að eiga aðeins
við lappirnar á því áður en þaö er
jámað. í flestum tilvikum hefst
þetta þó, það er meira spurningin
um að gefa sér nógan tíma. Ég hef
verið vöruð við hrossum og mér
sagt að þau væm sérlega erfið í
jámingu. En þau hafa staðið eins
og stytta allan tímann.“
Kristín er fædd og uppalin í
Reykjavík. Hún var alltaf með
móður sinni í sumarbústað rétt hjá
Nesjavölium á sumrin. Þar komst
hún í kynni við hesta og áhuginn
vaknaði. Nú er hún með fimm
hesta í húsi. Að auki tekur hún að
sér að temja fyrir þá sem þess óska.
„Þetta er ánægjunnar virði, að
vinna með hross, en maður hefur
ekki mikið upp úr krafsinu. Ég er
líklega með ólæknandi bakteríu."
Mörgum þykir ótrúlegt að kona geti jðmaö ein en Kristín hefur afsann-
að þá kenningu. DV-mynd GVA
Þeir reka upp stór augu, karlarnir, þegar þeir sjá Margréti vera að glíma við vatnskassana i Blikksmiðjunni
Gretti. DV-mynd GVA
Ung stúlka að ljúka blikksmíðanámi:
Þetta er
í genunum
- segir Margrét Ingibergsdóttir
„Mig hefur langað til að verða
blikksmiður aUt frá því að ég var
sex ára. Ég var aUtaf með pabba
mínum þegar ég var htil, fór með
honum í vinnuna og var að dunda
mér í þessu. Þetta er líklega í gen-
unum,“ sagði Margrét Ingibergs-
dóttir, ung Reykjavíkurmær sem
er að nema blikksmíði. Hún er
raunar langt komin með námið því
að hún klárar eftir fáeina mánuði.
Samkvæmt upplýsingum úr
menntamálaráðuneyti er ekki vit-
að um neina konu með sveinspróf
í bhkksmíði upp á vasann enn sem
komið er. Að prófi loknu fer Mar-
grét að vinna við smíðar úr ýmsum
málmum, rafsjóða, logsjóða, glíma
við vatnstanka og bensíntanka, svo
að eitthvað sé nefnt.
Tveggja árahlé
Margrét var búin að læra í tvö
ár þegar hún tók sér tveggja ára
hlé frá námi og fór sem au pair til
Bandaríkjanna. Þar dvaldi hún í
eitt ár.
„Mér hkaði alveg ofsalega vel þar
og fannst gaman. Maður kynntist
svo mörgu nýju fólki og eiginlega
nýjum heimi. Þegar ég kom heim
vann ég í eitt ár til viðbótar. Síðan
tók ég aftur til við námið. Ég var
ákveðin í að klára þaö því ég átti
svp htið eftir.
Ég tek sveinsprófið í haust og er
svo að hugleiða að fara til Banda-
ríkjanna í nuddnám að því loknu.
Það fer að vísu ekki vel saman að
vera bhkksmiður og nuddari en
nuddnámið þjálpar til þess að fólk
vinni rétt. Ég hef ekki gert það upp
við mig hvort ég myndi vinna eitt-
hvað við nuddið. En þetta nám
heiliar mig svohtið.“
Margrét á ekki langt aö sækja
blikksmíðaáhugann. Afi hennar
stofnaði bhkksmiðjuna Gretti og
faðir hennar, Ingibergur Ingibergs-
son, og bróðir hans, Sveinn, reka
hana.
„Þarna vinnum við, öh fjölskyld-
an, núna. Ég á eldri bróður sem
einnig er að læra bhkksmíði.
Karlamirhissa
„Nú vinn ég í Blikksmiðjunni
Gretti og er sú vinna hluti af nám-
inu. Þeir verða óneitanlega svohtið
undrandi, karlamir sem koma í
vinnuna, þegar þeir sjá svona htinn
og nettan kvenmann vera að fást
við ýmis verkefni. Þeir reka upp
stór augu en strunsa svo fram hjá
mér og tala við strákana. Stundum
segja hinir síðarnefndu viðskipta-
vinunum að tala við mig, sérstak-
lega ef um vatnskassaviðgerðir er
að ræða. Þá verða þeir svohtið
asnalegir, sumir. Þeim finnst
skrýtið að svona htil stelpa skuh
vita eitthvað um þessa hluti."
Margrét sagði að skólafélagar
hennar í Iðnskólanum væru mjög
almennUegir við hana þótt hún
væri eina stelpan í bbkksmíði. Þeir
byðu henni ahtaf með ef þeir væru
að gera eitthvað spennandi og hún
væri svo sannarlega ein úr hópn-
um.
Stundar skíði
með Fram
Margrét hefur æft og keppt á
skíðum með skíðadeUd Fram um
aUlangt skeið eða frá því að hún
var 12 ára. Hún segir að heldur
hafi þó dregið úr skíðaáhuganum
því hann hafi oröið að víkja fyrir
ýmsu öðru.
„Það er mikið að gerast í vinn-
unni og í kringum hana. Kannski
að ég endi bara í fyrirtækinu okk-
ar.“ -JSS