Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 15
15
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993.
Það er auðveldara að sitja fyrir framan sjónvarpið og meðtaka úr þvi eða af myndbandi en að lesa. Hrun bóklesturs er áhyggjuefni og getur vel verið undanfari þess að hér spretti upp
ólæs eða hálflæs minnihluti.
Imbar við kassann
Hrun bóklesturs er raunverulegt
og brýnt áhyggjuefni og getur vel
verið undanfari þess að hér spretti
upp ólæs eða hálflæs minnihluti
innan um bókaþjóðina. Þetta er
ályktun Þorbjöms Broddasonar
lektors í grein sem hann skrifar í
Skímu, málgagn móðurmálskenn-
ara, sem nýlega kom út. Bent er á
að bókaverðir verði varir við
minnkandi útián bama- og imgl-
ingabóka og mælingar kannana
sýna að undanfarinn aldarfjórðung
hefur dregið mjög úr bóklestri ung-
menna hér á landi.
Skýringin á þessu virðist vera
nærtæk. Saga sjónvarps hérlendis
er rúmlega aldarfjóröungs gömul
og verulega fór að bera á notkun
myndbanda fyrir rúmum áratug.
Þorbjöm nefnir í grein sinni tilgátu
um svokölluð ruðningsáhrif. Sam-
kvæmt einrnn þætti þeirrar tilgátu
má búast við að bóklestur minnki
vegna þess að aðrar jafngildar en
auðveldari athafnir bjóðist í stað-
inn. Það er auðveldara að sitja fyr-
ir framan sjónvarpið og meðtaka
úr því eða af myndbandi en að lesa.
Færri lesa -
fleiri horfa
Erlend athugun á læsi bama og
ungmenna bendir til þess að lítil
fylgni sé milii sjónvarpsnotkunar
og læsis á meðal hófsamra sjón-
varpsnotenda en fylgnin verði nei-
kvaeð þegar sjónvarpsnotkun keyr-
ir úr hófi. Þorbjöm Broddason
styðst við innlendar kannanir á
breytingum á flölmiðlaheimi ung-
menna allt frá því á árinu 1968.
Þessar kannanir styðja sterklega
grunsemdir þeirra sem telja að
dregið hafi úr bóklestri meðal ís-
lenskra ungmenna á síöustu árum.
Grunnskólanemar í Reykjavík,
Akureyri og Vestmannaeyjum
vom spurðir um bóklestur og
lækkar meðaltal lesinna bóka stöð-
ugt. Við það bætist aö talsverður
hópur þeirra sem þó sagöist lesa
bækur tilgreindi myndasögubæk-
ur eins og Tinna, Ástrík og Lukku-
Láka. Þetta er svipuð þróun og
menn hafa séð erlendis.
Aukinn blaða-
lesturgefurvon
Þróun þessi meðal íslenskra ung-
menna er hæg en stefnir þó í eina
átt. „Hlutfall þeirra, sem grípa
sjaldan eða aldrei til bókar, stækk-
ar hægt og bítandi. Þessi hópur
mun eiga erfiðara með að temja sér
bóklestur á fullorðinsárum og
hugsanlega venst hann einnig af
dagblaðalestri," segir Þorbjöm. Þó
kemur fram í grein hans að ein
undantekning er á minni lestri ís-
lenskra unglihga. Komiö hefur í
ljós að blaðalestur hefur færst í
vöxt þótt bóklesturinn hafi minnk-
að.
Þetta er athyglisvert fyrir okkur
sem vinnum á dagblööum. Það er
að talsverðu leyti undir blöðunum
komið að viðhalda læsi meðal ís-
lensku þjóðarinnar. Óhætt er að
segja að forráðamenn blaða hafi á
undanfómum árum gert sér grein
fyrir þessu aukna mikilvægi blaö-
anna. Framsetning og útht þeirra
hefur breyst. Ekki í stökkum eða
byltingum heldur í samfelldri þró-
un. Texti hefur verið styttur bein-
línis til þess að þeir sem kaupa lesi.
Þá hefur myndræn framsetning til
skýringar með texta verið stórauk-
in. Fyrir utan Ijósmyndir era gröf
og kort fastir liðir til þess að auð-
velda lestur frétta og greina og
skýra betur það sem er að gerast.
Þetta er beinlínis nauðsynlegt til
þess að fá fólk til þess að lesa. Fólk
skoðar blaðið en spennandi fyrir-
sögn, mynd, myndatexti, graf eða
skýringarmynd fær augað til að
nema staðar. Þá er hálfur sigur
unninn. Það að staðnæmast kallar
á lestur. Af mynd eða myndatexta
er líklegt að augað leiti í textann.
Ekki endilega í upphaf hans. Góð
millifyrirsögn er kannski upphaf
að lestri heillar greinar.
Hreyfingarleysi
við imbakassann
En það er fleira sem gerst hefur
með sjónvarps- og myndbandaglápi
bama og ungmenna en minni lest-
ur. í DV í dag er athyglisvert viðtal
við Anton Bjamason, lektor í
íþróttafræðum. Hann álítur að
sjónvarps- og myndbandstæki hafi
tekið við stórum hluta uppeldis
yngstu kynslóðarinnar. Þegar
bömin koma í grunnskólana em
þau ekki í stakk búin til að takast
á við þann harða heim sem þar
bíður. Bömin hafa legið fyrir fram-
an sjónvarpið og þola litla hreyf-
ingu þegar í skólann er komið. Þau
hafa ekki hlaupið og leikið sér eins
og bama var siður fyrir nokkrum
árum. Líkamlegt atgervi bama er
Laugardagspistill
Jónas Haraldsson
fréttastjóri
mun lakara nú en fyrir tíu ánun
að mati Antons.
Þetta er heldur dapurleg lýsing
en hætt er viö að hún sé rétt. Hver
maður getur litið í eigin barm.
Þetta er ekki bömunum að kenna
og tæpast er hægt að kenna sjón-
varpinu og myndbandstækinu um.
Þetta er okkur foreldrunum að
kenna. Við höfum bmgðist þama.
Það er freistandi að setja bamið
fyrir framan sjónvarpið. Það unir
sér þar langtímum saman. Þegar
það vex þarf ekki að setja það fyrir
framan sjónvarpið. Það leitar
þangað sjáíft. Og það er látið gott
heita. Foreldramir taka ekki í
taumana. Þetta veldur því að böm
og unglingar sjást sjaldan úti að
leika sér. Fölleit lifa bömin sig inn
í óraunverulegan heim teikni-
myndarinnar. Yngstu bömin rífa
sig jafnvel upp snemma á laugar-
dags- og sunnudagsmorgnum til
þess að horfa á sjónvarpið. Þau sem
eldri em vaka fram eftir og horfa
á kvöld- og næturdagskrána.
Vinnulúnir foreldramir láta það
gott heita og fara að sofa á undan
ungviðinu.
Ekið-ekkigengið
Hreyfingarleysi bama er þó ekki
eingöngu sjónvarpsglápi að kenna
að mati Antons Bjamasonar. Böm-
in em nefnilega hætt að ganga. Þau
era keyrð allra sinna ferða. Bíla-
eign heimila er almenn og á fiöl-
mörgum heimilum era bílamir
tveir. Foreldramir báðir em á
hverjum degi aö sækja og senda
böm sín í hitt og þetta, skóla, æf-
ingar og guð má vita hvað. Og ungl-
ingamir em ekki fyrr komnir með
bílpróf en þeir viija eignast sína
eigin bíla. Það er of langt að ganga
og þeir nenna ekki að taka strætó.
Þriðji bíll á heimilið bætist því
við og jafnvel sá fjórði. Það vill til
að fólk þorir ekki aö taka saman
Lestur ungmenna
- í prósentum -
19 '
Hlutfall þeirra sem segjast enga
bók hafa lesiö og þeirra sem segj-
ast hafa lesið 10 bækur eða fleiri
síðustu 30 daga. Spurt var í skólum
I Reykjavík, Akureyri og Vest-
mannaeyjum.
Sjónvarpsnotkun og
lestur ungmenna
„Skjánotkun" mæld og áætluð I
klukkustundum borin saman við
meðaltal lesinna bóka síðustu 30
daga. Kannað I Reykjavík.
kostnaðinn við rekstur alls þessa
bílaflota. Við öll, ég og þú, látum
þetta yfir okkur ganga. Tökum á
okkur afskrifta- og viðhaldskostn-
að, rekstur og tryggingar. Allt til
þess að komast hjá því að ganga
eða fara í strætó. Ekki er þetta
betra á mínu heimili. Það viður-
kenni ég fúslega. Bílprófin á heim-
ilinu eru þrjú og bílamir þrír.
Unglingurinn, sem fær bílpróf í
sumar, lætur sig dreyma um fjórða
vagninn. Ekki veit ég hvar þetta
endar. Við fáum að minnsta kosti
ekki aukna hreyfingu út úr þessu,
hvorki böm né fullorðnir. Sjón-
varpsstöðvamar eru líka tvær á
heimilinu með viðeigandi glápi. Við
þurfum ekki einu sinni aö standa
upp til þess að skipta um stöð. Fjar-
stýringin sér um það. Ekki eykur
þetta hreyfinguna.
Tökum í taumana
Er ekki ráð að hugsa dæmið upp
á nýtt? Ekki má það liggja fyrir
þessari vel gerðu þjóð að talsverður
hluti þegnanna endi sem andlegir
og líkamlegir arnningjar. Þorbjöm
Broddason segir í lokaorðum
greinar sinnar að vandi ólæsis
verði ekki leystur meö því að
hrekja böm og ungmenni frá sjón-
varpinu. Nær lagi væri að nýta
sjónvarpið með markvissum hætti
til þess aölaða böm og ungmenni
aö bókum. Anton Bjamason bendir
á að bömin séu móttækileg sé eitt-
hvað gert fyrir þau. Hann tekur
sem dæmi skautasvellið í Laugar-
dal sem alltaf sé sneisafullt.
Viö, hinir fullorðnu, þurfum því
að taka okkur á. Lesa meira fyrir
yngstu bömin í stað þess að stilla
þeim upp fyrir framan sjónvarpið.
Viö þurfrnn og að styðja við bók-
lestur þeirra sem eldri em. Þá þurf-
um við að hreyfa okkur og bömin.
Fá þau með okkur út og hvetja þau
til útileikja og hreyfingar. Um leið
verður að gera þær kröfur til yfir-
valda að böm séu öragg úti við og
til dæmis á leið sinni í skólann.
Blikkbeljan hefur þar vinninginn
og hættumar leynast víða. Það þarf
ekki annað en athuga muninn á
akbrautmn fyrir bíla annars vegar
og gangstéttum hins vegar. Snjón-
um er ratt af akbrautunum í veg
fyrir gangandi vegfarendur.
Staðreynd er nefnilega að sumir
foreldrar era beinlínis hræddir um
líf bama sinna í umferðinni. Þess
vegna era bílferðimar svona marg-
ar.