Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 4
4 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. Fréttir Skrautlegur ferill Don Feeneys sem nú gistir íslenskt fangelsi: Með sérsveit hersins í íran, Beirút, Súdan og Grenada Anna Bjamason, DV, Flórída; Donald Michael Feeney, sem nú situr í gæsluvaröhaldi í Reykjavík fyrir að hafa skipulagt brottnám tveggja dætra Emu Eyjólfsdóttur frá íslandi, hefur skrautlegan feril aö baki. Hann var í sérsveitum banda- ríska hersins og tók þá þátt í mis- heppnuðum leiöangri til að bjarga bandarísku gíslunum í íran 1980. Feeney og félagar hans björguðu fimm bandarískum trúboðum í Súd- an og í árás Bandaríkjanna á Grenada var Feeney í herflokknum sem sendur var til að frelsa pólitíska fanga úr Richmond fangelsinu og koma í veg fyrir aftöku þeirra. Þetta kemur allt fram í bókinni Rescue My Chiid (Bjargaðu baminu mínu) sem íjallar um fyrirtæki Fee- neys, Corporate Training Unlimited, CTU, og íjórar björgunaraögerðir sem CTU hefur staðið að. í slæmum félagsskap Don Feeney er fæddur og uppalinn í ítölsku hverfi í Brooklyn. í bókinni segir hann að fjölskylda hans hafi verið fátæk þótt hann gerði sér ekki grein fyrir því þá en matur hafi allt- af verið nægur. Hann var í slæmum félagsskap og stefndi beint í mikil vandræði áður en hann gekk í herinn. Don hefur frá upphafi verið hugaður og úrræða- góður enda þurft á þvi að halda þeg- ar á reyndi að komast undan lögregl- imni. I bókinni segir frá því er hann var eitt sinn á flótta undan lögregl- unni. Hann stakk sér undir kyrr- stæðan bíl og faldi sig en þar sem hann vissi aö lögreglan átti það til að kíkja undir bíla í nágrenninu til þess aö gá að þeim sem hún hafði misst sjónar á hengdu Don og félagar hans sig upp undir bílana, kross- lögðu fætuma yfir öxulinn og vonuð- ust til að bíliinn væri ekki sjóðheitur effir að hafa nýlega verið ekið. Og þegar lögreglan leit undir bílana sá hún ekki tangur eða tetur af pöru- piltunum sem þeir voru að elta. í sérsveit hersins Þegar Don Feeney hafði skráð sig í herinn kunni hann fljótt vel viö sig. Donald Míchael Feeney, sem er fertugur að aldri, er hér leiddur fyrir reyk- vískan dómara sem úrskurðaði hann í gæsluvarðhald. DV-mynd GVA Hann bauð sig fram sem sjálfboða- hða í nýstofnaða sérsveit sem hann raunar vissi ekki þá að var Delta- Force eða skyndiárásarsveitir land- Þrír feröamenn fastir í sex klukkustundir: Skaflar upp á miðjar rúður - þegar björgunarsveitin kom „Þaö var fint veður þegar við lögð- mn af stað og alveg þar til við vorum komnir upp á Kerlingarskarðið en þar var snælduvitlaust veður. Við keyrðum inn í skafl á miðjum vegin- um og festum okkur þar. Þegar björgunarsveitin kom hafði skafið svo mikið að það voru komnir skafl- ar upp á miðja bílrúðu,“ segir Sveinn Friðfinnsson, einn af þremur mönn- um sem Björgunarsveitin Berserkir í Stykkishólmi bjargaði úr fólksbíl á Kerlingarskarði eftír að þeir höfðu setið þar fastir í sex klukkustundir. Olía lak í Hafnarfjarðarhöfn þegar verið var að dæla svartolíu í skip í gærdag. Yfirfailsrör stíflaöist og rok- ið olli því að olían úðaöist um allt. Mennimir voru með bílsíma og gátu látið lögreglu vita um ferðir sín- ar. Björgunarsveitin fór með stóran fjórhjóladrifinn vörubíl og jarðýtu til að bjarga mönnunum en þaö voru einu farartækin sem dugðu í veður- hamnum sem geisaði í gær. Rafmagnslína á Kerlingarskarði slitnaði í gær og fór rafmagn af Grundarfirði og Stykkishólmi. Þá urðu rafmagnsveitumenn fyrir tölu- verðu tjóni þegar kerra með tveimur vélsleðum fauk aftan úr bíl þeirra. -ból Ekki er vitaö hversu mikið af ol- íunni fór í sjóinn en talið er að það hafi verið sáralítíð. -ból Akranes: Vörabretti rúðubrota Skemmdarvargar bmtu rúöu í verslun í miðbæ Akraness aðf- aranótt föstudags. Ekki varð séð aö fariö hefði veriö inn i verslun- ina og svo virðist sem skemmdar- fýsnin hafi ein ráöið verkum. Sketnmdarvargamir höfðu tek- ið stórt vömbretti og notað það til að bijóta rúðuna. Verslunin snyr ao aoaígotu nuousejanns on ekki er vitað til að nokkur hafi orðið var við verknaðinn. -ból 8 hross köfnui áStokkseyri lu ■ Hitaleiðsla í gólfi hesthi Stokkseyri gaf sig meö þeii ss á n af- leiðingum að 8 hross köfrn heitri gufu. Alls vora 32 hr hesthúsinu, sem tilheyrir t iðu í oss i amn- ingastöð, en talið er að þau 24 sem eftir lifa muni aö fullu ná sér eft- irvolkið. -ból Olía í Haf narfjarðarhöfn hersins. Feeney var í reynd sjötti maðurinn sem tekinn var inn í sveitina. Hann kunni afar vel við sig í þessari sér- stæöu sveit þar sem allir unnu stór- kostlega vel saman að mjög hættu- legum verkefnum. Meðal þeirra má nefna að hann tók þátt í björgunar- leiðangri gíslanna í íran 1980, hann var í Beirút árið 1982 þegar sveitín varð oft fyrir óvinaárás eða að með- altali fjórum eða fimm sinnum í viku. Feeney og félagar hans björguöu fimm bandarískum trúboðum í Súd- an. í árásinni á Grenada var Feeney í flokknum sem sendur var til þess að frelsa pólitíska fanga úr Richm- ond-fangelsinu og koma í veg fyrir aftöku þeirra. Sakaður um svindl Hann yfirgaf Delta-sveitína árið 1984 er hann neitaði að sætta sig við refsingu vegna ásökunar um svindl í sambandi við uppihald herflokksins í Beirút. Hann var einn af um 70 Delta-hermönnum sem sakaðir voru um bókhaldssvindl en hann vildi ekki kannast við að hann hefði að- hafst eitthvað rangt og sagðist ekki vilja vera blóraböggull fyrir klúður í hemum. Málið var að Delta-hópnum voru úthlutaðir ákveðnir dagpeningar sem dugðu engan veginn til framfær- is í Beirút á þessum tíma. Mikill skortur var á matvælum í borginni og því var það htla sem til var selt á uppsprengdu verði. Herinn greiddi ákveðið verð fyrir hótelherbergi fyr- ir Don og félaga hans. Þeir sömdu hins vegar við hótelið um að tveir félagar deildu herbergi en hótelið greiddi þeim til baka sem svarar $10 sem þeir gætu svo notað til þess að drýgja matarkaup. í bókinni segir að þetta hafi í raun verið í samræmi við þá sjálfsbjargarviðleitni sem brýnd var fyrir félögum Delta-sveitarinnar en herinn kaus að líta á þetta sem fjársvik. Stofnaði dagheimili Þar sem Don Feeney fór með svo skjótum hætti úr herþjónustunni fékk hann hvorki eftirlaun eða hafði safnað sér y/arasjóðum. Hann og Judy kona hans stofnuðu dagheimili í Fayetteville. Það gekk bærilega og skömmu síðar opnuðu þau annað heimiii. Það var býsna ólíkt fyrri störfum Dons í Delta-árásarsveitinni en veitti þeim fjárhagslegt öryggi og gaf Don tækifæri til þess að hugsa hvað hann ætlaði að taka sér fyrir hendur í framtíðinni. Don vissi að í Fayetteviile var sam- ankominn einhver stærstí hópur sér- þjálfaðra hermanna í öllum Banda- ríkjunum. Sumir voru hættír störf- um eins og Don og hann vissi að þeir höfðu svo lítil eftírlaun að illmögu- legt var að lifa af þeim og myndu því grípa fegins hendi tækifæri til þess að vinna sér inn aukapeninga við að gera það sem þeir voru þjálfaðir til og kunnu best. CTU stofnað við eldhúsborðið CTU, Corporate Training Unlim- ited, var stofnað viö eldhúsborðið hjá Judy og Don áriö 1985 af Don og fjór- um öðrum fyrrverandi Delta-mönn- um. Daginn eftir flutti Don sófann úr stofunni þeirra inn í svefnher- bergið og breytti stofunni í skrifstofu. í fyrstu gekk starfsemin út á að markaðssetja fyrirtækið en eftir sex mánuði var svo komið að þeir félagar leigðu sér húsnæði í lítilli verslana- samstæðu. Við hliðina var verslun The Bow Hunter. Eigandi hennar var David Chateliier. Eftír sex mánuði hafði hann lokað verslun sinni og gengið til liös við CTU. Hann átti 24 hektara búgarð skammt fyrir utan borgina sem var gerður að skotæf- ingasvæði CTU. Dave hafði aldrei verið félagi í Delta-sveitunum. Hann hafði verið í leyniþjónustu hersins og í 20 ár verið þátttakandi í átökum kalda stríðsins áður en kommúnisminn riðaði til falls. CTU sérhæfði sig í fyrstu í þjálfun manna fyrir margvísleg öryggisstörf. Síðar sýndi fyrirtækið áhuga á að bjarga fólki úr háska með öllum þeim afleiðingum sem það gat haft. Loks kom að því að þeir tóku að sér að bjarga bömum bandarískra foreldra, bömum sem orðiö höfðu innlyksa í öðrum löndum. Samkomulag í vinnudeilu veðurfræðinga: Boðin 400 þúsund fyrir vinnu á Grænlandi Danska veðurstofan hefur boðiö íslenskum veðurfræðingum störf við veðurspár í Syðri-Straumfirði á Grænlandi og eiga launin þar að vera um 400 þúsund krónur á mánuði. „Ég veit ekki til þess að nokkur hafi tekið þessar stöður. Ég held aö allir hafi ákveðið að bíða átekta og sjá hvemig gengi í samningaviðræð- urnun og hvaða ákvörðun yrði tekin varðandi framtíöina. Við vitum að eins og stendur er mikill skortur á veðurfræðingum í Danmörku og jafnvel í Noregi líka þannig að ef við hefðum áhuga þá gætum við útvegað okkur vinnu erlendis,“ segir Hörður Þórðarspn veöurfræðingur. Veðurfræðingar sátu í gærkveldi á fundi með veðurstofustjóra og náðist þar samkomulag í vinnudeilunni. Er því búist við að veðurfræðingar dragi uppsagnir sínar til baka. -ból Danir vilja selja Galileo Breytingar á eignaraðild umboðs- skrifstofu Galileos á íslandi standa fyrir dyrum samkvæmt heimildum DV. Galileo er skráningarkerfi sem flugfélög og ferðskrifstofur nota. Skrifstofan hér á íslandi hefur verið rekin sem deild frá danska Galileo og nú vilja Danimir fara út úr starf- seminni. Óvissa ríkir því um framtíð kerfisins hér. Helstu eigendur Gaiileo-kerfisins í heiminum em Britísh Airways og IUJVI. Mjög fáar skrifstofur nota kerfið hér á íslandi lengur en meðal þeirra em Samvinnuferðir-Landsýn og Ferðskrifstofa Reykjavíkur og Flugleiðir að hluta til. -Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.