Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 17
LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. 17 \ ÁK * ■ftAÉX / . > \; - Jfr Sigurvegari keppninnar i fyrra, Tricia Helfer frá Kanada, ásamt Eileen Ford. og auglýsinga. Fegurðin selur vörur fyrir milljarða í Bandaríkjunum, t.d. bíla, rafmagnsvörur, fatnað, snyrti- vörur og ilmvötn svo eitthvað sé nefnt. Eileen segir aö tískan sé ekki bara nauðsynleg efnahagslega séð, hún er bráðnauðsynleg fyrir konur vegna þess að konum líður best ef þær eru vel klæddar og öruggar með sig. „Það getur haft mikil áhrif á at- vinnulíf þar sem konur vinna orðið meira úti en áður var,“ segir hún. Eileen Ford er farin að líta mjög til austurs, t.d. Rússlands, Kína og Pól- lands varðandi tískuiðnaðinn. „Ég sé mikla framtíð í Kína,“ segir hún. „í Kína er vaxandi markaður fyrir tísku og þegar sá markaður opnast þá verður frekari þörf á fyrirsæt- um,“ segir hún. Um nokkurra ára skeið hafa vest- rænar fyrirsætur verið mjög vinsæl- ar í Japan og hefur Eiieen Ford verið með eigin skrifstofu í Tokyo. í fyrsta skipti í fyrra var stúlka frá Japan með í Supermodel-keppninni. Þegar Eileen Ford fór af stað með keppnina árið 1980 var það gert til að finna ný andlit og ekki síður til að auðvelda ungum stúlkum að kom- ast í fyrirsætustarfið sem var og er mjög erfitt og dýrt. Fyrstu árin var leitað að „amerísku“ úthti en hin síð- ari ár hefur athyglin beinst fremur að því að fyrirsætur hafi heilbrigt og klassískt útht. Þær þurfa að hafa langan háls, beint nef, há kinnbein, frekar breiðar varir, stór augu og langa fótleggi, sérstaklega frá hné og niður. Þannig htur uppskriftin út. Fyrirsætan á að taka sig jafn vel út í klassískum vinnufatnaði, sam- kvæmisklæðnaði og sportfatnaði. Útlitið leyndardómsfulla Dóttir EUeenar Ford, Katie sem rekið hefur umboðsskrifstofu í nafni móður sinnar í París, telur að bestu andhtin í myndatökur hafi komið frá Tékkóslóvakíu, Póllandi, Ungveija- landi og Spáni að undanfornu. Eileen Ford segist ekki vita hvaða útht það verður sem vinnur keppn- ina í sumar. „Ég bara veit það þegar ég sé það og þá læt ég það ekki sleppa," segir hún. Ford Models er fyrirtæki sem veltir mihjónum dollara árlega. Fordfjöl- skyldan hefur unnið samhent í rekstri fyrirtækisins. Hún ferðast um allan heim, auk starfsfólks, við að leita að hinu eina rétta úthti. Víðs vegar um heiminn eru haldnar Ford- keppni og eru það iðulega tímarit, dagblöð eða sjónvarpsstöðvar sem sjá um framkvæmdina. Eileen segir að þó íjölskyldan hafi aldurstakmörk lág í keppnina þá sé óskaaldur hennar á fyrirsætum 18 og 19 ára. Hún vih þó hafa aldurs- mörkin breið ef hún skyldi finna „stjörnu" sem annaðhvort væri yngri eða eldri. „Þegar stúlkurnar eru 18 ára vita þær frekar hvað þær vilja og hafa lokið nauðsyniegu námi til að halda út í heim,“ segir hún. „Ég vil leggja áherslu á að ahar mínar stúlkur eru vandaðar og góðar og ég tek ábyrgð á þeim meðan þær stíga fyrstu skrefin til frægðar," segir Eileen Ford. Sendið myndir Þær stúlkur, sem áhuga hafa á að spreyta sig í Fordkeppninni og jafn- vel vinna ferð til Los Angeles í sum- ar, ættu að senda myndir af sér sem fyrst til helgarblaðsins. Senda á tvær myndir, eina í fullri stærð og andhts- mynd. Best er að senda myndir sem teknar eru af atvinnuljósmyndara en það er ekki skhyrði. Fylhð út með- fylgjandi seðh og látið fylgja mynd- unum. Skhafrestur er th 19. febrúar. Sendið myndirnar til: Fordkeppnin helgarblað DV pósthólf 5380 125 Reykjavík -ELA Stúlkurnar, sem tóku þátt í Supermodel of the World í fyrra, fyrir framan innganginn í Disneyland. Simpson- fjölskyldan snýr aftur -birtist á skjánum 15. febrúar Hin vinsæla Simpson-fjölskylda mun birtast landsmönnum aftur á skjánum mánudaginn 15. febrúar. Án efa verða margir glaðir við þær fréttir enda hefur vart stoppað sím- inn hjá Sjónvarpinu þar sem spurt er um fjölskylduna. Simpson-fjölskyldan hefur ekki einvörðimgu náð slíkum vinsæld- um hér á landi heldur um allan heim þar sem þættirnir hafa verið sýndir. Þættimir virðast eiga aðdá- endur á öllum aldri. í Simpson-fjölskyldunni eru heimihsfaðirinn Hómer, eiginkon- an Marge, hth óþekktaranginn Bart, trompetleikarinn Lísa og sú htla með snuðið, Magga. Sú yngsta hefur aldrei talað í þáttunum en í nýjustu þáttmn breytist það því sú stutta er látin segja: Mamma. Það er engin önnur en Ehsabet Taylor sem talar fyrir Möggu htlu. Simpson-fi ölskyldan virðist stöð- ugt lenda í einhvers konar klúðri og er heimihsfaðirinn Hómer afar seinheppinn náungi. Má nefna dæmi þegar hann uppgötvaði að hann ætti ríkan hálfbróður. Hómer var ekki lengi að gera hann gjald- þrota með sínum fáránlegu hug- myndum. En þannig er einmitt Hómer, hann stígur vart í vitið, vosalingurinn, og fyrir það hefur hann öðlast frægð. Bart, sonurinn, var th skamms tíma frægasta per- sónan en svo virðist vera sem aðrir fj ölskyldumeðlimir hafi sótt veru- lega í sig veðrið. Þannig hefur Lísa náð að bræða hjörtu áhorfenda og fær venjulega fuha samúð þeirra þegar hún á í bash með bróður sinn eða fóður. Það verður fróðlegt að vita upp á hveiju fjölskyldan tekur í þessari nýju þáttasyrpu en hún á vafalaust eftir að gleðja margan manninn. -ELA Simpson-fjölskyldan á marga aðdáendur hér á landi. Þeir eiga eftir að kætast því nú styttist i að fjölskyldan birtist á skjánum á nýjan leik. Utsölunni lýkur mánudaginn 1. febrúar Nú er tækifærið að fá sér glæsileg husgögn á góðu verði Opið alla daga kl. 10-19 Húsgagnaverslun sem kemur á óvart GARÐSHORN Húsgagnadeild v/FossvogsklrkJugarð, sfmar 16541 og 40500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.