Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 30.01.1993, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 30. JANÚAR 1993. Veiðivon Þráttfyrir allt: í fyrra fækkaði útlendingum umtalsvert í veiðián- um en núna virðist þessi þrónun vera í hina áttina. Fleiri útlendingar virðast ætla að að renna fyrir fisk í íslenskum veiðiám þetta sumarið. Við fréttum af einum leigutaka sem seldi útlendingum fyrir 9 millj- ónir í fyrra en núna hefur hann selt fyrir 18 milljón- ir. Hann selur veiðileyfi fyrir 9 mfiljónir meira en fyrir ári og það þykir gott á þessum markaði. „Mér sýnist að útlendingamarkaöurinn sé aðeins betri en fyrir ári, enda höfrnn viö lækkað veiðfieyfin í dollurum," sagði Friðrik Þ. Stefánsson, formaður Stangaveiðifélags Reykjavíkur, í vikunni. „Verðið var orðið of hátt bæði fyrir útlendinga og íslendinga. Þess vegna lækkuðum við það veru- lega,“ sagði Friðrik ennfremur. Þetta sama var að heyra á öðrum sem hafa selt útlendingum veiðfieyfi í gegnum árin. Þetta gengur betur núna en áöur. Það gæti líka þýtt að Rússland sé bara afis ekki eins spennandi og sumir héldu. Spá fyrir Vopnafjörðinn Margir eru famir að spá fyrir um veiöina næsta sumar, eins og í ánum í Vopnafirði. Einn af veiðisér- fræðingum þjóðarinar var með Vopnafjörðinn á hreinu í vikunni. „Hofsá fer í 3000 laxa, Selá í 2000 laxa og Vestur- dalsá í 700 laxa og ég held að þetta sé upp á fisk, Bender," sagði veiðisérfræðingurinn ennfremur sem ætlaði örugglega að veiða oft í Vopnafirðinum í sum- ar. Við heyrðum að spáö væri 210 laxa veiði í Set- bergsá næsta sumar. Reyndar er spáð mjög góöri veiði í flestum veiðiám næsta sumar. og þá miklu magni af tveggja ára löxum í ámar. Glæsilegur bikar fyrir íslandsmótið í dorgveiði Undirbúningur fyrir íslandsmótið í dorgveiöi er hafinn á fullu en mótið verður að öllum Ukindum sett á Eyrarvatni laugardaginn 6. febrúar. Veittrn- verður glæsilegur bikar þeim sem vinnur þetta ís- landsmót. -G.Bender Allt virðist benda til að útlendingamarkaðurinn sé allur að koma til í sölu veiðileyfa eftir rýrt ár i fyrra. DV-myndir G.Bender Fleiri útlendingar í veiðiámim í sumar Þjóðar- spaug DV Heimilishjal „Áður fyrr varstu vanur að halda í höndina á mér þegar við vorum komin upp í,“ sagði gamla konan við mann sinn þar sem þau lágu saman í hjónarúminu. Hann teygði út handlegginn og greip umsvifalaust í hönd henn- ar. „Svo varstu líka vanur að kyssa mig blíðlega,“ hélt sú gamla áfram. Maðurinn færði sig nær henni og rak henni rembingskoss. „Og svo beistu mig nú líka stundum í eyrað,“ gall við í kerlu. Ekki hafði frúin fyrr mælt þessi orð en maður hennar rauk upp úr rúminu. „Hvert ertu eiginlega að fara, maður?" hrópaði konan þá, stein- hissa á athæfi bónda síns. „Ég er nú bara að sækja tenn- umar mínar," heyrðist þá þvoglumælt rödd segja. Gæsin „Namm,“ sagði gesturinn, „ég finn lykt af steiktri gæs.“ „Það er skrýtið,“ sagði hús- bóndinn, „það er bara konan min sem er að krulla á sér hárið.“ Félagamir íslenskur stórkaupmaður bauð konunni sinni í sirkus er þau voru á ferð erlendis. Meðal skemmtiatriða voru nokkrir fílar sem sýndu ýmsar listir, þ.á m. dans. Þegar dans þeirra stóð sem hæst lmippti konan í mann sinn og sagöi: „Svei mér þá, Siguröur, ef þetta eru ekki skólabræður þínir úr dansskólanum." Eyðimerkurlíf „Lífið var mér sem eyðimörk áður en ég kynntist þér, kæra Brynhfidur." „Þá skil ég mætavel af hverju þú dansar eins og kameldýr sé á ferðinni." Fmnurþúfimmbreytingai? 189 5172» Engar áhyggjur, góði, það er annar hver maður í heiminum freknóttur. Nafn:........ Heimilisfang: Myndimar tvær virðast við fyrstu sýn eins en þegar betur er að gáð kemur í ljós að á myndinni til hægri hefur finim atriðum verið breytt. Finnir þú þessi fimm atriði skaltu merkja við þau með krossi á hægri myndinni og senda okkur hana ásamt nafni þínu og heimihsfangi. Að tveimur vikum hðnum birtum við nöfn sigurvegara. 1. verölaun: ELTA útvarps- vekjaraklukka að verðmæti kr. 5.450 frá versluninni Tón- veri, Garðastræti 2, Reykja- vík. 2. verðlaun: Fimm Úr- valsbækur að verðmæti kr. 3.950. Bækumar, sem eru í verð- laun, heita: 58 mínútur, Víghöföi, Sonur Ottós, Kolstakkur og Leik- maðurinn. Bækurnar eru gefnar út af Frjálsri fjölmiðlun. Merkið umslagið með lausninni: Finnur þú fimm breytingar? 189 c/o DV, pósthólf 5380 125 Reykjavík Vinningshafar fyrir hundrað áttugustu og áttundu getraun reyndust vera: 1. Lára Eyjólfsdóttir Túngötu 24,460 Tálknafirði. 2. Símon B. Bjömsson Vogageröi 19,190 Vogum. Vinningamir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.