Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993. Fréttir Dagsbrúnarmenn neituðu að vinna aukavinnu fyiir Stálsmiðjuna: „Munum kæra þá til Félagsdóms“ - segir Skúli Jónsson forstjóri sem segist hafa orðið fyrir miklu tjóni „Við ætluðum að koma niður skipi á hádegi á laugardag en var meinað það. Við óskuðum eftir við starfs- menn í brautunum að þeir kæmu í vinnu en þeir töldu sér ekki fært að gera það. Þegar kom í ljós að enginn af þeim Dagsbrúnarmönnum sem þama starfa vildi vinna þetta verk ætluðum við að nota aðra menn hjá okkur sem áður hafa gengiö í þessi störf. Við teljum okkur í fullum rétti til þess. Dagsbrúnarmenn hafa for- gangsvinnu þama en engan einka- rétt,“ sagði Skúli Jónsson, forstjóri Stálsmiðjunnar, í samtali við DV í gær. Dagsbrún stöðvaði vinnu hjá Mikiðafloðnu envontveður Emil Thorarenaen, DV, Eadfir& Mikið er að loðnu á svæðinu austur af Papey og út af Hval- nesi. Loðnan er komin í veiðan- legt ástand en mjög slæmt veður á þessu svæði hefur komiö í veg fyrir veiðar. í gær og íyrrinótt var þaraa suðvestanstormur. Hjálmar Ingvason, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, sagði í gær að bókstaflega væri krökkt af loðnu í sjónum og enginn vafi að mo- kvelði yrði þegar veðrið lagaðist. „Viðerum núna á leiöinn á Bem- Qörö til að leita skjóls vegna óveð- urs en hér hefúr geisaö stormur. Hann hefur verið róthvass út af Hvainesi og i Bugtinni. Maður vonar að hann lægi smástund svo hægt verði aö kasta,“ sagði Hjálmar. Slippfélaginu á laugardag vegna deilna um fastar yfirvinnugreiðslur tU verkamanna. „Ef verkamenn neita þeirri auka- vinnu sem þeim býðst erum við að sjálfsögðu í fuUum rétti til að nota aðra menn sem við fáum í vinnu. Með því að meina okkur að koma skipinu niður höfum við orðið fyrir bæði fjárhagslegu og annars konar tjóni og við munum sækja skaða- bótamál á hendur Dagsbrún hjá Fé- lagsdómi. Það verður ekki bið á því og við höfum þegar farið fram á við Vinnuveitendasambandið að þaö undirbúi þetta skaðabótamál,“ sagði Pétur Kristjánssan, DV, Seyöisfiröi: Loðna barst á land hér aðfaranótt fimmtudags en þá hafði varla komið hingað loðnutittur í tvo mánuöi. Skúli ennfremur. Stálsmiðjumenn telja sig í fuUum rétti 1 þessu máli en ágreiningur hef- ur verið um nokkurt skeið við verka- menn sem telja sig eiga rétt á fastri yfirvinnu. „Við höfum óskað eftir því í tvö ár að verkamennimir fari með málið til Félagsdóms ef þeir em ekki sáttir við okkar túlkun. Það hefur ekki verið gert.“ Skipið var enn ósjósett í gærdag og Skúli bjóst við að ekkert yrði unn- ið í málinu fyrr en í dag. „Það var ósk útgerðarmannsins að setja skipið á flot og við erum vanir því að verða við óskum viðskiptamanna okkar. Loðnubræðsla Síldarverksmiðju rík- isins hóf strax bræðslu. Loðnubátamir Albert og Helga n lönduðu fyrst, síðar um daginn komu Björg Jónsdóttir og ísleifur. Samtals Það er því mjög bagalegt að Dags- brún skyldi koma í veg fyrir þá þjón- ustu sem við viljum veita.“ - Hvert verður framhald þessa máls? „Af okkar hálfu munum við sækja þetta mál til Félagsdóms. Ég tel eng- an vafa á okkar rétti. Hitt er umhugs- imarefni að á sama tíma og verka- lýðsfélögin í Hafnarfirði em að taka höndum saman með bænum að efla atvinnulífið er Dagsbrún að bijóta niður þá litlu vinnu sem er hér í borginni. Ég er bæði sár og reiður út í þá fyrir það,“ sagði Skúii Jónsson. komu bátamir með 3000 tonn. Loðn- an er sögð í góðu meðallagi með hrognafyllingu um 9-10%. Loðnan veiddist vestur af Hvalbak og á Papa- grunni. „Deilan snýst ura gamlan; samning firá árinu 1986 og seinna > frá árinu: 1988 þar sera þessura mönnum em tryggðir fimm yfir- vinnutímar á viku. Fyrirtætóð telur sig vera laust undan samn- ingnum því mér skilst aö Stál- smiðjan hafi keypt Slippinn og telursig þar með ckki bundna af þessum samningi. Deilan hefur verið í gangi í tvö til þrjú ár þó aldrei hafi hún lent í þeirri stöðu sem hún er í í dag,“ sagði Halldór G. Bjömsson, varaformaður Dagsbrúnar, í samtali við DV. Hann sagði ennfremur að Dags- brún liti þannig á að samningur- inn, sera gerður var á sínum tíma, væri í gildi meðan honum hefði ektó verið sagt upp og nýr gerð- - Nú ætia Stálsmiðjumenn að kæra málið til Félagsdóras þar : sem þeh- telja sig vera í fullum rétti. Hvað viltu segja um það? „Ég ætla ekki að deila um það því að Skúli hefur alltaf hafl þá skoðun. Við höfum hins vegar talið að hér sé um að ræða hluta af kjarasamningi mannanna sem ekki er hægt að slíta úr samhengi við annað.“ - Af hverju var látið til skarar skríöa núna? „Ég geri ráð fyrir að það hafi verið vegna þess að mennimir fengu greidda þessa fóstu yfirvni- nutima til áramóta en þá var því hætt Mannskapurinn var því ekki tilbúinn til að vinna auka- vinnu núna. Viö lítum þannig á að samningur þeirra sé í gildi en þaö getur vel veriö að dómstólar komist að annarri niðurstöðu og þá verður þaö bara að koma í -ELA -ELA Loðnubáturinn Björg Jónsdóttir að leggja að bryggju hjá SR til að landa. DV-mynd Pétur Seyðisgöröur: Bátarnir streyma inn með loðnu I dag mælir Dagfari_________________ Skoskir íslandsmeistarar Það nýjasta úr íþróttahreyfingunni er að íslenskt sundfólk mun vænt- anlega halda íslandsmót sitt í Skot- landi. Venjulegast er það svo að þegar menn em að keppa um það að vera íslandsmeistarar, hvort heldur er í íþróttum eða einhverju öðra, fer sú keppni fram hér á landi, af þeirri einföldu ástæðu að það em íslendingar einir sem hafa rétt til keppni. Auk þess er ísland fyrir íslendinga, þótt það vilji stundum gleymast. Ástæðumar fyrir því að Sund- sambandið vill fara með sitt ís- landsmót til Skotlands em einkum tvær. Annars vegar munu allar eða langflestar laugar hér á landi vera ýmist of stuttar eða of grunnar fyr- ir keppendur samkvæmt þeim al- þjóðareglum sem keppt er eftir og svo hins vegar er ástæðan sú að flestar boðlegar sundlaugar em útilaugar og keppnisfólkinu verður kalt, bæði ofan í laugunum og meö- an það bíður eftir því að geta kast- að sér til sunds. Eftir atvikum verður að virða þessi sjónarmið. Það er auðvitað ektó hægt að halda heilt íslandsmót ef laugamar em svo grunnar að fólk getur kraflað sig áfram eftir botninum og svindlað í keppninni. Það gæti jafnvel hent að ósyndur keppandi kæmi fyrstur í mark með því að ganga vegalengdina í vatn- inu. Svo er hitt líka öllu verra ef laugamar era svo stuttar að fólk kemst upp með að synda styttri vegalengd en keppnisreglur segja til um. Það er til dæmis til lítils að hlaupa hundrað metra í fijálsum og þurfa þó ektó að hlaupa nema sextíu metra af því brautin er of stutt. Þegar laugar eru bæði of stuttar og of grunnar er ennfremur vem- leg hætta á að keppendur geti slas- að sig með því að stinga sér til sunds og skeÚa í botni laugarinnar ellegar þá að rota sig á bakkanum, af því að það heldur að laugin sé lengri en hún er. Svo kemur að þessu úrslitaatriði sem er kuldinn. Nú er það að vísu svo að í íslandsmóti keppa aðeins íslendingar, eða svo hefur að minnsta kosti verið hingað til. Ætla mætti að íslenstór keppendur séu vanir íslenskri veðráttu og auk þess komi hún ektó að sök, því sundfólk má klæða af sér veðrið meðan það er uppi úr lauginni. En íslenstór afreksmenn í simdi em góðu vanir og una því ektó lengur við að keppa í heimalandi sínu eft- ir að hafa kynnst því erlendis að hægt er að bíða á skýlunni einni saman eftir að röðin komi að þeim. Þeir vflja sama veður hér eins og annars staðar, sem er eðlileg ósk, og ef Sundsambandið getur ektó tryggt gott og heitt veður, þá er auðvitað ektó upp á það bjóðandi aö sundfólkið bíði hálfnatóð í kulda og trektó eftir að röðin komi að sér. Það er sem sagt ektó lengur hægt að bjóða upp á íslenska veðr- áttu. Eins bendir allt til að vatnið í ís- lenskum laugum sé kaldara en er- lendis. Úr þessu geta menn vita- skuld bætt með því að kappklæðast í sundinu sjálfu, en það mun draga eitthvað úr hraða og afreksfólk í sundi leggur víst meira upp úr því að komast sem fyrst í mark heldur en hinu aö komast alla leið. í raim og vem má þakka fyrir að enn sé til ungt fólk á íslandi sem leggur það á sig að æfa og keppa í sundi undir þessum kringumstæð- um. Aðstöðuleysið er algjört. Svo er einnig um aðrar íþróttagreinar og það er til að mynda mikið um- burðarlyndi hjá íslenskum fót- boltamönnum aö þeir skuli enn viija keppa hér á landi við þær aö- stæður sem hér er boðið upp á, rok og rigningu og kulda. Af hveiju ektó að halda íslandsmótið í knatt- spyrnu á suðlægari slóðum? Það sama gildir um fijálsíþrótta- menn sem keppa helst aldrei nema í rotó og rigningu og árangurinn er eftir því. Einu mennimir, sem kunna aö meta íslenskt rok, em spjótkastarar og kringlukastarar, enda hafa þeir aldrei kvartað og þeim kemur ektó til hugar að flytja Islandsmótin sín til útlanda. En það vill sundfóltóð og það vilja sjálfsagt fleiri og áður en við vitum af er íslensk íþróttaæska flutt af landi brott til að geta æft sig fyrir íslandsmótin til að geta tetóð þátt í íslandsmótum, því auðvitað þarf keppnisfólk að æfa við þær aðstæð- ursemkepptervið. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.