Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 28
40 MÁNUDAGUR1. FEBRÚAR1993 Menning Fiðlutónlist Myrkir músíkdagar héldu áfram um helgina. Á laugardag voru tónleik- ar á Kjarvalsstöðum þar sem Auöur Hafsteinsdóttir fiðluleikári lék ein- leik á hijóðfæri sitt. Á efnisskránni voru verk eftir Edward McGuire, Sunleif Rasmussen, Karólínu Eiríksdóttur, Lyell Cresswell, Jónas Tómas- son, Kristian Blak og David Dorward. Nóra gengur út og skellir á eftir sér Fiðlan er hljóðfæri sem oftast er notuð til samspils. Hún nýtur sín best í laglínum og einrödduðu spili. Samt er það með ólíkindum hvað unnt er að leggja af fjölröddun og hljómum fyrir þetta smávaxna hljóðfæri ef fyrirhyggja er næg. Hin mikla fyrirmynd þeirra sem semja fyrir einleiks- fiðlu eru partítur og sónötur gamla Bachs. Hann fer í megindráttum tvær leiöir í þessum verkum. Annars vegar eru einradda þættir með skýrum púls oft bomir uppi af brotnum hljómum. Hins vegar eru lagrænni þætt- ir með fjölröddun og hljómum. í báðum tilvikum nýtir meistarinn sér til fulls auðgi dúr og moll kerfisins. Höfundur nútímans hefur ekki að dúr og moll að hverfa heldur notar sitt eigið tónmál sem sjaldnast er eins öflugt og það gamla. Hann á þess Tórúist Finnur Torfi Stefánsson hins vegar kost að nota htbrigði hljóðfærisins sjálfs meira en Bach gerði. Veikara tónmál býður einnig upp á meira frelsi í hljóðfalli. Nútímalegt einleiksverk fyrir fiölu verður af þessum sökum býsna frábrugið tónlist Bachs. Verk sem samið er með hljóðfaili Bachs og htrófi en tónamál nútímans verður óhjákvæmilega máttlaust og leiðigjamt. Skoðað í þessu ljósi vom verkin á tónleikunum í Kjarvalsstöðum nokk- uð misjöfn að áhrifamætti þótt öh væru þau vel unnar tónsmíðar. Verk íslensku höfundanna, In vultu sohs eftir Karólínu og Ballet IV eftir Jón- as, fundu styrk sinn í lagrænu. Hjá færeysku höfundunum Sunleif Ras- mussen og Kristian Blak bar mest á vefrænum viðhorfum. Skotamir voru hins vegar hefðbundnari. Rant for solo violin eftir McGuire, Variati- ons eftir Cressweh og Souvenirs eftir Dorward áttu það öh sameiginlegt að tematísk vinnubrögð voru áberandi og víða mátti heyra áhrif frá þjóð- lögum. Auður Hafsteinsdóttir sýndi áræði með því að flytja þessi verk sem öh vom mjög krefjandi hvert á sinn máta. Hún stóð fyllilega undir dirfsku sinni. Leikur hennar var ömggur og kraftmikih. Eldmóður og spilagleði geislaði út frá þessari ungu tónhstarkonu og áheyrendur hrifust auðveld- lega með. Þetta vom hinir ágætustu tónleikar. iHDMnq MÁLMSAGIR GÖÐAR FYRIR RYÐFRlTT STÁL 225 - 250 - 275 - 315 mm blöð skrúfstykki 90 270 mm FRÁBÆRT VERÐ %R0T Kaplahrauni 5,220 HafnarfjörAur 8lml 653090 - fax 650120 Sviðsljós Halldór Ólason og Rósa Óladóttir fóru að sjá Svikráð. Kvikmyndaveisla: Svikráð Hvita tjaldsins - í Regnboganum: Kvikmyndaklúbburinn Hvíta tjald- ið stendur þessa dagana fyrir kvik- myndaveislu í Regnboganum sem stendur til 9. febrúar. Veislan hófst sl. laugardag með sýningu myndar- innar Svikráð (Reservoir Dogs) sem segir frá glæpamönnum sem ræna gimsteinum. Af öðrum myndum má nefna Mis- tress með Robert De Niro, Christop- her Walken o.fl., The Long Walk Home með Sissy Spacek og Whoopi Goldberg og Dances with Wolves með Kevin Costner en hér er lengri útgáfan á ferðinni. Sigþór Magnússon og Sverrir Geir- dal voru á kvikmyndaveislunni i Regnboganum. DV-myndirJAK Leikrit, sem vekrn- upp spumingar, er lifandi verk. Brúðuheimih Henriks Ibsen var fnnnflutt 1879 og ætla mætti að nítjándu aldar leikrit um hjónabandið og stöðu konunnar fyndi htinn hljómgrunn í umræðu dagsins. En það er öðru nær. Dramatísk uppbygging verksins og efnismeðferö hefur allar götur síðan valdið því aö nafn Nóru er órjúfanlega tengt ímyndinni um kvenfrelsi. Þegar hún gengur út af heimih sínu í leikslok opnar hún leið til frelsis fyrir kynsystur sínar. Frelsis til þess að ráða sjálfar yíir eigin lffi þó að það kosti fórnir og erfiðleika. Hvort sem við kjósum að velta vöngum yfir sam- skiptum persónanna í verkinu og örlögum þeirra eða yfirfærum inntakið og skoðum það í ljósi kvenna- og Leiklist Auður Eydal jafnréttisbaráttu okkar tíma gefiu- leikritið okkur ótal stikkorð sem fæða af sér nýjar og nýjar spumingar. Og kannski segir það mest um Brúðuheimihð að hver og einn sér það á sinn hátt og algild svör finnast seint. Fugl í gylltu búri Efni Brúðuheimihsins er alþekkt. Ung hjón hafa imnið höröum höndum að uppbyggingu heimihsins við htil efni en sjá nú fram á bjartari tíma. Nóra lifir sig inn í hlutverkið sem eiginkona og móðir, eins og hún sé í dúkkuleik. Þorvaldur „skaff- ar“ og htur á hana sem sína eign, eitthvað til að vera stoltur af á mannamótum, htla lævirkjann sixm. Umhverfið er fastmótaö og reyrt í viðjar siðavendni og stéttaskiptingar. En undir yfirborðinu leynast gaml- ar syndir og áður en varir er komið að óumflýjanlegu uppgjöri. Og þá vaknar Nóra. Leikmyndin í sýningu Þíbylju í Tjamarbíói er verk Guðrúnar Sigríðar Haraldsdóttur. Lausnin er góð, sviðið er opið, svartir veggir og htlar tilfæringar utan upphækkaður pahur aftast þar sem sést inn á skrif- stofu Þorvalds Helmers. Meðfram veggjum er svo rað- að gamaldags borðstofustólum sem standa þama bak- beinir eins og tákn um ósveigjanleik og siðavendni. Á þessa stóla tylla leikendur sér þegar þeir em ekki „á sviðinu" og verða þar með hluti af leikmyndinni, skuggavemr, sem bíða átekta. Þetta fannst mér koma vel út og skapa vissa dramatík í framvinduna. Hins vegar var sífehdur tilflutningur stólanna sem líka vom notaðir inni á sviðinu í breythegu mynstri, frekar th óþurftar þegar á leið og hugmyndin ofnotuð. Stólaskakið hefði mátt minnka, sérstaklega þegar á leið. Búningamir, sem Guðrún á líka heiöurinn af, em sérstaklega vel hannaðir og undirstrika tíma verksins í lok síðustu aldar. Þeir, ásamt lýsingu Áma Baldvins- sonar, gera sitt th að skapa rétta stemningu. Bældar tilfinningar í stássstofunni í hlutverkum Helmers hjónannna eru þau Rósa Guðný Þórsdóttir og Eggert Þorleifsson. Ása Hlín Sva- varsdóttir leikstýrir og sníður sýningunni stakk eftir vexti. Yfirbragðiö er 19. aldar og tilfinningum ekki Rósa Guðný Þórsdóttir leikur Nóru. Með henni á myndinni er Eggert Þorleifsson. DV-mynd ÞÖK gefinn of laus taumurinn. Hlutverk Nóm er eitt af óskahlutverkum hverrar leikkonu. Létt og áhyggjulaus í upphafi breytist hún í þroskaða konu eftir að vera búin að upplifa örvænt- ingu og brostnar vonir. Rósa kemur ungæðislegum tilfinningum hennar prýðhega th skila með vel unnum svipbrigðum og fasi, og túlkar breytinguna sem á henni verður sannfærandi þó að hún valdi ekki alveg dýpt örvæntingarinnar. Eggert er tæplega nógu valdsmannslegur og átti líka í bash með með thfinningastorminn þó að persónan væri framan af ágætlega í takt við textann. Það var líka eins og hann slakaði aðeins á um miðbik verksins og leyfði sér fullkómiska takta. Aðrir leikarar era Ari Matthíasson, Inga Hhdur Haraldsdóttir, Kjartan Bjargmundsson og Ingrid Jóns- dóttir. Ari beitti sér ekki að marki í hlutverki Krogstads málafærslumanns sem veldur öhu umrótinu í lífi Helmers hjónanna. Persónan varð fuh dauf og snyrti- leg th þess aö óþokkaskapur hans væri sannfærandi. Inga Hhdur lék frú Kristínu Linde sannfærandi og settlega eins og efni stóðu th og Ingrid var mjög góð í hlutverki bamfóstrunnar. Kjartan Bjargmundsson var hins vegar fuh daufur og.eintóna í hlutverki lækn- isins. í hehd er sýningin vel unnin, án stórátaka en kemur inntakinu vel th skha. Þíbilja sýnir i Tjarnarbiói: Brúðuheimlli. Höfundur: Henrlk Ibsen. Þýóing: Sveinn Einarsson. Leikstjórn: Ása Hlfn Svavarsdóttir. Leikmynd og búningar: Guórún Slgrfður Haraldsdóttir. Lýsing: Ámi Baldvinsson. Sviðsljós Brúðuheimili Ibsens í Tjamarbíói Jóhann Sigurjónsson, Halldóra Thoroddsen og Haraldur Jónsson fóru að sjá Brúðuheimilið. Sigurður Karlsson, Asdís Skúladóttir og Jón Hjartarson voru á frumsýningunni. DV-myndir JAK Brúðuheimhið eftir Henrik Ibsen var frumsýnt í Tjcimarbíói sl. fostu- dagskvöld. í verkinu er fjahað um rétt manneskjunnar en aðalpersón- an, Nóra, gengst upp í því hlutverki sem henni hefur verið úthlutað af þjóðfélaginu og eiginmanni sínum. Ása Hlín Svavarsdóttir leikstýrir en leikendur em Rósa Guðný Þórs- dóttir, Eggert Þorleifsson, Kjartan Bjargmundsson, Inga Hhdur Har- aldsdóttir, Ari Matthíasson og Ingrid Jónsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.