Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Síða 30
• 42 MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993 Afmæli > Guðlaug Þórhallsdóttir Guðlaug Þórhallsdóttir, fyrrv. hús- freyja aö Breiðavaði í Eiðaþinghá, er sjötíu og fimm ára í dag. Starfsferill Guðlaug fæddist að Breiðavaði og ólst þar upp í foðurhúsum við öll almenn sveitastörf þess tíma. Hún var þriggja ára að aldri þegar hún misstimóðursína. Guðlaug lauk námi frá Alþýðu- skólanumáEiðum. Guðlaug og maður hennar hafa búið aUan sinn búskap á Breiðavaði og nú seinni árin félagsbúi með syni sínum og tengdadóttur. Guðlaug hefur gegnt ýmsum trún- aðarstörfum fyrir sveit sína og Kvenfélagasamband Austurlands. Fjölskylda Guðlaug giftist 24.7.1948 Jóhanni Magnússyni frá Uppsölum í Eiða- þinghá, f. 8.4.1918, b. á Breiðavaði. Foreldrar hans voru Ásthildur Jón- asdóttir frá Helgafelli í Helgafells- sveit og Magnús Jóhannsson frá Drápuhlíð í Helgafellssveit. Guðlaug og Jóhann eiga fjóra syni. Þeireru JónasÞór.f. 11.7.1949, framkvæmdastjóriUÍA, kvæntur Öldu Hrafnkelsdóttur húmóður; Magnús, f. 4.9.1952, vegaverkstjóri, Breiðavaði, en kona hans er Alda Guðbrandsdóttir húsmóðir og eiga þau fjórar dætur; Ragnar, f. 23.9. 1953, verslunarmaður í Reykjavík, og á hann einn son; Jóhann Gísli, f. 5.4.1960, b. á Breiðavaði, en kona hans er Ólöf Ólafsdóttir og eiga þau þrjárdætur. Guðlaug á einn bróður, Borgþór Þórhallsson, f. 4.1.1921, fyrrv. starfsmann hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins, en hann er kvæntur Sveinbjörgu Eyþórsdóttur og eiga þaufjögurbörn. Foreldrar Guðlaugar: Þórhallur Jónasson, f. 27.7.1886, d. 1969, b. á Breiðavaði, og kona hans, Sigurborg Gísladóttir, f. í apríl 1886, d. 1921, húsfreyja. Ætt Þórhallur var sonur Jónasar, bú- fræðings á Eiríksstöðum og á Ketils- stöðum og skólastjóra á Eiðum, bróður Guðríðar, langömmu Ólafs Hallgrímssonar, prests á Mælifelli. Guðríður var einnig móðir Guð- laugar, langömmu Hrafns kvik- myndaleikstjóra og Tinnu leikkonu Gunnlaugsbarna. Jónas var sonur Eiríks, b. á Hafursá, Arasonar Ara- sonar. Móðir Eiríks var Guðríður Bjamadóttir, b. á Flögu, Þórarinns- sonar. Móðir Jónasar var Þóra Ámadóttir, á Sandfelli htla Stefáns- sonar, b. á Sandfelli og ættföður Sandfellsættarinnar, Magnússonar. Móðir Árna var Guðrún Erlends- dóttir, b. á Ásunnarstöðum og ætt- föður Ásunnarstaðaættarinnar, Bjamasonar. Móðir Þórhalls á Breiðavaði var Guðlaug Jónsdóttir, b. á Eiríksstöð- um á Dal, Jónssonar, og Guðrúnar Gunniaugsdóttur, b. á Eiríksstöð- um, Þorkelssonar, b. á Eiríksstöð- um, Einarssonar. Sigurborg var dóttir Gísla, b. á Hnausum í Meðallandi, Hannesson- ar, og Sólveigar Þorkelsdóttur, b. á Guðlaug Þórhallsdóttir. Hólastekk, Þorsteinssonar, b. í Geitavík, Halldórssonar Magnús- sonar. Móðir Þorkels var Sigríður Ögmundsdóttir. Móðir Sólveigar var Björg Vilhjálmsdóttir, b. á Kirkjubóli, Árnasonar. Guðlaug verður ekki heima á af- mælisdaginn. Til hamingju með daginn 1. febrúar Margrct Sigurðardóttir, Kjamnsgötu 3, Ueykjavík. : Kristinh Jónsson, Laufási, Hvammstanga. Herdís D. Benediktsdóttir, Valbraut 6, Garðt Ránargötu 24, Akureyri. Sigríður E. Þorvaidsdóttir, Brunnstíg 8, Haíharfirði. Erlingur Gunnarsson, Hátúni 10, Reykjavík. Þorbjörg St. Hnnsen, : Víðilundi lOc, Akurcyri. Kristöjörg Jónsdóttir, Víðikeri, Bárðdælahreppi. Guöiaug Þórhallsdóttir, Breiðavaði 1, Eiðahreppi. : V. Guðbjörn tíeirsson, Króktúni 20, Hvolsvelli. Ragnbeiður Óskarsdóttir, Brekkuseli 1, Reykjavík. Pétur H. Björnsson, Dverghömrum 22, Reykjavík. Þórsteinn S. Jónsson, Móabarði lOb, Hafnarfirði. Steinunn Þorieif Hauksdóttir, Reykjabyggð 7, Mosfellsbæ, Þórarinn Þorbjnrnarson, Þórunnarstræti 132, Akureyri. Þórður Thorarensen; Höföahlíð 5, Akureyri. Kristján Gissurarson, Eiöum, kennarabúst. 5, liiðahreppi. Birna Björnsdóttir, Monika Drzymkowska, Strandgötu 8, Sandgerði. Hallfriður A. Matthíasdóttir, Lágmóa 4, Njarðvik. Stefán Geir Gunnarsson, Dverghamri 2, Vestmannaeyjum.: Guðrún Guðlaugsdóttir, Mariubakka 18, Reykjavík. Rúnar K. Rósmundsson, Kjartansgötu 2, Reykjavík. Ragnheiður Harðardóttir, Skipholti 50, Reykjavík. Guðrún Kjartansdóttir Guörún Kjartansdóttir snyrtifræð- ingur, Smáraflöt26, Garðabæ, er fimmtugídag. Starfsferill Guðrún fæddist í Hafnarfiröi og ólst þar upp. Hún lauk gagnfræða- prófi frá Flensborg og síðan prófi 1961 í förðun frá Tískuskóla Sigríðar Gunnarsdóttur. Síöar starfaði Guð- rún meðal annars vlð að farða feg- urðardrottningar auk húsmóður- starfa. Guðrún og eiginmaður hennar ráku um tíma matvöruverslanirnar Amarkjör í Garðabæ og Lækjarkjör í Reykjavík og seinna starfaði Guð- rún í níu ár á Vátryggingaskrifstofu Sigfúsar Sighvatssonar. Arið 1984 lauk Guðrún svo einnig námi snyrtifræðings frá Snyrtiskóla Margrétar Hjálmtýsdóttur og stofn- aði ári síðar Snyrtihöllina sem hún starfrækti í tæp þrjú ár. í dag rekur Guðrún heildverslun með Develop- snyrtivörur á heimili sínu þar sem hún hefur búið frá 21 árs aldri. Fjölskylda Guðrún giftist 29.3.1964 Gústav Sófussyni, f. 22.6.1940, fyrrum stýri- manni og skipstjóra, nú eiganda Sælgætis- og Videóohallarinnar í Garðabæ. Hann er sonur Sófusar Emils Háifdánarsonar og Sylvíu HaUdórsdóttur, d. 1966. Sófus dvelur nú á DAS í Hafnarfirði. Böm Guðrúnar og Gústavs em: Kjartan, f. 29.12.1962, framkvæmda- sfióri hjá Myndsýn, búsettur í Guðrún Kjartansdóttir. Garðabæ, kvæntur Bimu Hannes- ardóttur, aðstoðarfulltrúa í Búnað- arbankanum í Garðabæ, og eiga þau Guðrúnu, f. 10.2.1985; Gústav, f. 27.10.1964, verslunarstjóri í Sælgæt- is- og Videóhöllinni í Garðabæ, bú- settur í Garðabæ, kvæntur Guð- rúnu Sigurfmnsdóttur, aðstoðar- gjaldkera í Húsasmiðjunni; og Sóf- us, f. 9.8.1970, býr í heimahúsum. Bróðir Guðrúnar er Ómar Önljörö Kjartansson, f. 27.7.1947, húsa- smíðameistari, unnusta hans er Herdís Anna Tómasdóttir og á hann tvær dætur frá fyrra hjónabandi. Foreldrar Guðrúnar vora Kjartan Ingibjöm Guðmundsson, f. 20.10. 1911, d. 1992, vélstjóri frá ísafirði og Hugborg Guðjónsdóttir, f. 1.7.1914, d. 1990, húsmóðir frá Hafnarfirði. Þau bjuggu í Hafnarfirði. Merming Hvaö er fallöxinni ætlað að höggva? - verk Ians Hamilton Finley á Kjarvalsstöðum Þegar litið er yfir salina á Kjarvalsstöðum um þessar mundir og fram til 7. febrúar þá blasir við nánast fullt hús af textum í mismunandi útfærslum og uppsetning- um; í bókum, á miðum og kortum, römmuðum inn í tengslum við mynd. Leturgerðin er látiaus en oftast dálitið hátíðleg. Stundum er um beinar tilvitnanir að ræða eða þá textinn er frumsaminn. Á sýningunni má Mka finna sandblásinn texta á gler eða þá útfærðan beint á vegg með upplýstum neonpípum. Hér er verið að lýsa sýningu á verkum eins helsta myndiistar- manns Skota á síðustu áratugum, Ians Hamilton Fin- leys (f. 1925), þar sem saman eru komin nær öll verk hans unnin á pappír eða í bækur. Þegar við komumst svo að því að auk ofangreindra verka er Finley einkum þekktur fyrir garðyrkju á landareign sinni að Stonyp- ath í Skotiandi þá ætti áhugi og forvitni að vera vakin hjá hverjum meðallistáhugamanni og gildir þá einu með hvaða rökum þessi iðja gæti verið eða ætti að vera felld undir myndhst. Það ætti engum að koma á óvart að Finley byrjaði feril sinn sem rithöfundur. Hann hefur tilheyrt þeim hópi listamanna sem gengið hafa hvað harðast fram í því að endurskilgreina mörk Myndlist Hannes Lárusson og svið listsköpunar. Uppstokkun sem leitt hefur til þess aö notkun athafna, hljóðs og texta hefur orðið jafn viðtekinn þáttur í myndlist og að mála með olíu á striga eins og sést vel þegar litið er yfir myndlist síðustu 30 ára, m. a. hér á íslandi. En fáir listamenn hafa sýnt meiri natni við garðyrkju og landmótun en Ian Hamilton Finley síöustu 25 ár; vafalaust yrðu áhrif hans á íslenska menningu jákvæðust ef listamenn hér teldu sig í auknum mæli getað svalað sköpunarþörf sinni í skógrækt og landgræðslu. En garðyrkja Finleys er þegar betur er að gáð meira en lítið málum blandin. Úr garði sínum hefur Finley gert táknrænan vígvöll þar sem fram fara sífelld átök milli menningar og náttúm eða öllu heldur milli hönn- unar, formunar og upphafningar og þess sem er óheft- anlegt og flæðir yiir bakka sína: Apollon og Díonýsos. Það er því ef til vill ekki að undra að það tímabil og stílbragð sem Finley er inniifaðastur í er ný-klassíkin í Frakklandi, einkum eins og hún birtist í kringum umrót stjómarbyltingarinnar 1789. Einmitt það tíma- bil þegar hiö fágaða, kalda og hárbeitta form menning- arinnar virtist komast næst því að hneppa náttúruna í fullkomna fjötra. Hér kallar Finley til leiks ýmsar af hetjum þessa tímbils, skáldið og hugsuðinn Rouss- eau, byltingarhetjunar Marat og Robespierre, málar- ann David, svo fáir séu taldir. Einnig grautar hann í ýmsum uppáhaldsgoðsögum (klassískum) þessa tíma- bils og dregur fram hluti og/eða tákn, svo sem orf, sigðir, byssur, húfur, trumbur, klassískar súlur í mis- munandi úfærslum og svo auðvitað frönsku fánaiitina en ekki síst fallöxina sjálfa sem Finley virðist hafa sérstakt dálæti á. Ekki hefur alltaf þótt auðvelt að spá í hvað öxi þessari er ætiað að höggva í höndum Fin- leys en henni hefur allavega stundum tekist að þyrla upp heilmiklum skýjum af heimspekilegu, pólitísku lan Hamilton Finley: Villtur garður. og listrænu ryki. Úr þessu efni moðar Finley fram og aftur með tilvitnunum og samsetningum, ýmist með sjálfstæðum textum, bókum, höggmyndum eöa um- hverfishönnun. Hann ýjar gjaman að því að einhvers konar samsvöran sé með ofangreindu efni og þeirri tæknivæddu veröld sem við nú lifúm í. Til að undir- strika þessar skírskotanir á Finley stundum til að vera með ýmiss konar tilvitnanir í tól og vélar í nú- tímavopnabúmm. Og virðist hér stundum mjótt á mifii hrifningar og gagnrýni. í þessu samhengi má einnig spyrja: Hvers eðhs er áhugi Finleys á ný-klass- íkinni og stjómarbyltingunni í Frakklandi? Hrifning eða gagnrýni? Mér hefur sýnst að fram að þessu hafi gagnrýnendur veriö svo upprifnir yfir hinu „klass- íska“ og um leið sérviskulega sjónar- og hugmynda- spih í verkum Finleys að þeir hafi kosið að leiða alvar- lega íhugun um þetta hjá sér. En þess ber að gæta að það er ekkert áhlaupaverk að kynnast verkum sem vega svona einkennilega salt milh myndhstar, um- hverfismótunar, skáldskapar og stjórnmála og sem meira er náö að glíma við kjama málsins á öllum þess- um sviðum. Mest af orku hstamannsins fer þó óhjá- kvæmilega í að herja á og umbylta garðinum fyrr- nefnda í Stonypath sem vaflaust á eftir að verða hans þekktasta verk. Lykilatriði til að auka skilning á verk- unum á sýningunni á Kjarvalsstöðum heföi verið að gera þessum garði ítarleg skil með einhveijum hætti Það er menningarlegt framtak og um leið nokkuð djarft hjá Kjarvalsstöðum að fá svo stóra sýningu hing- að meö jafn athyghsverðum hstamanni. Ég er samt þeirrar skoðunar að gagnlegra heföi verið fyrir skoska myndhst og þá ekki síður íslenska að Kjarvalsstaðir hefðu haft frumkvæðið að því að setja upp sýningu á skoskri myndhst sem hefur hlotið minni almenna við- urkenningu en sú sem hér um ræðir en væri ef til vih í staðinn þeim mun meira í deiglunni. Því þrátt fyrir aht er Finley búinn að vera einn af „gömlu kunningj- unum“ í hstaheiminum í meira en 20 ár. Ég held aö það sé fremur hæpin stefna hjá íslenskum söfnum aö reyna ekki í ríkara mæli að hafa frumkvæði í mótun frumlegra og stefnumótandi sýninga, hvort sem um innlend eða erlend verk er að ræða. Hér er oft borið við peningaleysi en skýringuna hlýtur ekki síður að vera finna í almennu sinnuleysi. En sé sýning Ian Hamfiton Finley borin saman við sýninguna á verkum Jean-Jacques Lebel um daginn í sömu húsakynnum er augljóst að hér hefur verið stigið stórt skref fram á við því þrátt fyrir allt hefur góð myndhst alltaf eitt- hvað til síns máls.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.