Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 01.02.1993, Blaðsíða 5
MÁNUDAGUR 1. FEBRÚAR 1993. 5 Fréttir Þingmenn telja frumvarp til skaðabótalaga gallað þrátt fyrir breytingar: Umdeilt en þverpólitískt Alþingismenn, sem DV hefur rætt við um frumvarp til skaða- bótalaga, sem lagt var fram á AI- þingi í byrjun janúar, telja óvíst að frumvarpið verði afgreitt á þessu þingi. Þeir segja málið viðkvæmt og frumvarpið gallað þrátt fyrir þær breytingar sem hafa verið gerðar á því frá því í fyrra. Frum- varpið fer til allsheijamefndar Al- þingis. Sólveig Pétursdóttir er formaður allsheijarnefndar. Hún sagðist í samtah við DV ekki hafa skoðað þessa endurnýjuöu útgáfu frum- varpsins nógu vel til að leggja mat á það. Aftur á móti væri ljóst að það þyrfti að skoðast vel og ná- kvæmlega, enda um viðkvæmt mál að ræða. Anna Ólafsdóttir Björnsson á líka sæti í allsheijamefnd. Hún sagðist aðeins hafa rennt yfir frumvarpið, enda stutt síðan það var lagt fram. Hún sagði að sér sýndist við fljóta- skoðun að verstu agnúar fyrra frumvarpsins hefðu verið sniðnir af. Samt sagði hún að frumvarpið væri enn gaUað, enda mætti lesa út úr því að það sé sniðið að óskum tryggingafélaganna. Anna sagðist draga í efa að frumvarpið færi í gegn á þinginu í vetur og að það yrði vafalaust þverpóhtískt mál. Kristinn H. Gunnarsson situr einnig í allsheijamefnd. Hann sagðist ekki hafa haft tíma til að skoða frumvarpið nákvæmlega en tók mjög í sama streng og Anna. Kristinn segir frumvarpið við- kvæmt og umdeilt. Fmmvarpið sem lagt hafi verið fram í fyrra hafi verið meingahað. -S.dór Þorsteinn Pálsson: Frumvarpið er samið af brýnni þörf „Því fer fjarri að frumvarpið sé samið að ósk tryggingafélaganna. Það var einfaldlega ákvörðun dóms- málaráðuneytisins að fá Amljót Björnsson, prófessor í skaðabótarétti við Háskóla íslands, th að semja frumvarp um skaðabótarétt. Það hef- ur alltof lengi verið gat í okkar lögg- jöf að þessu leyti og við dregist aftur úr öðrum norrænum þjóðum. Mér þótti einfaldlega tími til kominn að bæta úr þessu og stoppa í þetta gat,“ sagði Þorsteinn Pálsson dómsmála- ráðherra um frumvarpið að skaða- bótarétti sem nú liggur fyrir Alþingi. Hann minnti á þær athugasemdir sem fram hefðu komið við frumvarp- ið þegar það var lagt fram í fyrra. Arnljótur Bjömsson hefði því tekið frumvarpið th endurskoðunar að beiðni ráðuneytsins. Nú hefði það verið lagt fram aftur nokkuð breytt í samræmi við þær athugasemdir sem fram komu við frumvarpið. í frumvarpinu eru bætur fyrir minni örorku lækkaðar mikið. „Þarna er verið að koma á fastri skipan á þessi mál. Verið að beita nýjum vinnubrögðum við örorkumat í samræmi við réttarþróun erlendis. Þá er verið að tryggja betur en nú er hagsmuni þeirra sem verða fyrir miklu hkamlegu tjóni. Það hefur ver- ið gagnrýniefni margra að þeir sem verða fyrir miklu tjóni fái ekki nægj- anlegar bætur. Áftur hafi frekar mátt setja fram gagnrýni á tíltölulega háar bætur fyrir minni háttar tjón. Mönnum hefur sýnst meira réttlæti í því að færa þarna til. Bótagreiðslur yrðu þá heldur minni fyrir þau tjón sem minnstum skaða valda en meiri th þeirra sem verða fyrir mestu tjóni. Það telja menn réttlætissjónarmiö," sagðiÞorsteinn. -S.dór Sæmileg afla- brögð Grims- eyjarbáta Gyffi Kristjánsson, DV, Aknreyri; „Það hefur verið reytingsveiði hjá okkur á hnuna þegar gefið hefur á sjó,“ segir Garðar Ólafsson, útgerð- armaður í Grímsey, en þar hafa menn geta stundað sjóinn nokkuð stíft að undanfórnu þrátt fyrir ann- ars óhagstætt tíðarfar. Garðar segir að stutt sé fyrir Grímseyjarbátana aö fara á miðin, ekki nema um 15-20 mínútna sigling sé á miðin. Varðandi skyndhokanir Hafrannsóknastofmmar að undanf- ömu segir hann að þær hafi ekki komið hla niður á Grímseyingum enda hafi ekki nema einu hólfi verið lokað á þeirra miðum. Skyndhokanir hafi aðahega verið á Skagagrunni og út af Siglufirði og sé það mjög skhjan- legt að gripið sé th þeirra ráöstafana þegar smár fiskur er áberandi í afla bátanna. Panasonic NV G101 Glœsilegt 3ja hausa myndbandstœki m/fjarstýringu, þáttaleitara og "Digital Tracking". kr: 49. 8ÖÖ.- útsöluverð kr. 39.900 stgr. JAPIS3 _____Brautarholti sími 625200 Kringlunni sími 688199 Fislétt og meðfœrileg vídeóvél með gleiðhornslinsu 3 lux og sjálfvirkum fókus (8x zoom). Frábœr vél á frábœru verði. kr...73:600 útsöluverð kr. 49.900 stgr Panasonic NV J42

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.