Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 11
11
FIMMTUDAGÚR 25. MÁRS1993
Úflönd
heimahúsum
Danskar sjúliraskýrslur leiða
Ijós að fæðingar eru öruggari
heimahúsum en á fæðingardeild-
um sjúkrahúsanna. Mállð hefur
verið l.uniiað í öðrum löndum og
þar er niðurstaðan sú sama.
Aö hluta er þetta skýrt með því
að konur eru jafnan fluttar á
sjúkrahús ef líkur eru á aö fæð-
ingin verði erfið eða líf bamsíns
er i hættu.
Því fara allar áhættusömustu
feðingarnar fram á sjúkrahúsum
en engu að síður þykir sýnt að
fæðingar í heimahúsum séu ekki
eins áhættusamar oglæknar hafa
talið.
Fergusonartapa
Bretar segja
að Sara Fergu-
son, hertoga-
ynja af Jórvík,
og Alex Fergu-
son, fram-
kvæmdastjóri
knattspyrau-
liðs Manehest-
er United, eigi eitt sameiginlegt.
Þau glutra bæði niður titlum í ár.
Sara Ferguson verður ekki her-
togaynja mikið lengur og Alex
Ferguson virðist vera að missa
af lestinni í baráttu liðs síns fyrir
Engiandsmeistaratitlinum.
Brandari þessi er eignaður Matt
Busby, sem skamma hríð var
stjóri hjá United áður en hann
varð að víkja fyrir Alex Ferguson
og missti hárið aö auki.
UngSingarbednir
aðsofaeinir
eina nótt
Yfirvöld í Jórvík í Pennsylva-
niu í Bandaríkjunum hafa skorað
á unglinga í bænum að ástunda
einlífi eina nótt þótt bólfélagi
standi til boða. Þetta er liður í
mikilli áróðursherferö meðal
unglinga til að stemma stigu viö
fjölgun óskilgetinna barna ungl-
ingsmæðra.
Embættismenn í bænum segja
að ef unglingarnir geta látið kyn-
líf á móti sér eina nótt þá geti
þeir neitaö sér um það hvenær
sem er. Viðbrögð við þessari
áskorun eru ókunn enn.
Kennedy
skammar Breta
fyrírBrlandsmáS
Joseph-
Kennedy yngri, |
þingmaöur í
fulltrúadeild
Bandaríkja-
þings, skamm-
aði Brcta fyrir
skömmu vcgna
þess hvernig
þeir hafa hald-
ið á málefhum Norður-írlands.
Kennedy-flölskyldan er irsk að
uppruna og hefurjaihan látið sér
annt um gamla landið.
ákvæðisvinnu
Leikhússtjórinn hjá Konung-
lega leikhúsinu í Kaupmanna-
höfn vill að leikurum verði greidd
laun eftir því hve oft þeir sjást á
sviði. Hann telur aö það myndi
auka áhuga leikaranna að ráða
þá í ákvæðisvinnu.
Leikai-ar á staðnum; eru lítið
hrifnir af þessari hugmynd. Þeir
ætla að leggjast gegn ákvæðis-
vinnunni og segja að hún eigi
ekki við í leikhúsi.
Kim Basinger hefur verið dæmd til að greiða 580 milljónir króna fyrir að
neita að koma fram nakin og taka þátt í ástarsenum í kvikmynd.
Símamynd Reuter
Kim Basinger sektuð um 580 miHjónir:
Neitaði að
afklæðast
- segistekkihafalofaðaðkomaframnakin
Leikkonan Kim Basinger hefur
verið dæmd til að greiða kvikmynda-
fyrirtæki í Hollywood jafnvirði 580
milljóna íslenskra króna fyrir að
neita að koma fram nakin í mynd-
inni Boxing Helena.
Basinger átti að leika aðalhlutverk-
ið í myndinni en ekkert verður af því
vegna ósamkomulags við framleið-
andann um hve mikil klæði hún átti
að bera í myndinni.
Basinger segir að hún hafi aldrei
lofað að koma fram nakin í klámsen-
um og sé því saklaus af samnings-
rofi. Hún gat og bent á að enginn
skriflegur samningur væri um nekt-
arsenurnar.
Framleiðandinn segir að munnlegt
samkomulag hafi verið gert og að
hann hafi þegar verið búinn að
greiða Basinger nær 200 miUjónir
króna fyrir undirbúningsvinnu.
Hún hafi síöan hætt fyrirvaralaust
flórum vikum áður en tökur áttu að
hefjast. Verulegar tafir hafi orðið á
töku myndarinnar og hafi málið
kostað fyrirtækið óheyrilega fjár-
muni.
Lögmaður Basinger segir að refs-
ingin sé svo þung vegna þess að hún
sé mjög falleg og eftirsótt leikkona.
Dómarinn hafi því tahð að hún gæti
borgað.
Jennifer Lynch, dóttir hins fræga
leikstjóra David Lynch, leikstýrir
myndinni. Önnur leikkona hefur
verið ráðin í aðalhlutverkið.
Reuter
Skáksamband-
ið af neitar
Shortog
Kasparov
Alþjóða skáksambandið, FIDE,
svipti í raun Garríj Kasparov heims-
meistaratitlinum í skák á þriðjudag
þegar það tilkynnti að hann og Nigel
Short hefðu fyrirgert rétti sínum til
að tefla um heimsmeistaratitihnn.
FIDE sagði að farið yrði fram á það
við Jan Timman og Anatólíj Karpov
að þeir kepptu sín í milh um titiiinn.
Short sigraði þá báða í áskorendaein-
vígjunum.
Short og Kasparov höfðu neitað að
tefla undir merkjum FIDE í Manc-
hester, eins og fyrirhugað var. Þess
í stað fengu þeir utanaðkomandi að-
ila til að bjóða í einvígið til að auka
verðlaunaféð. Reuter
Uppboð
Uppboð munu byrja á skrifstofu
embættisins að Skógarhlíð 6,
Reykjavik, 3. hæð, sem hér seg-
ir, á eftirfarandi eignum:
Fljótasel 18, kjallari, þingl. eig. Valdís
Hansdóttir, gerðarbeiðendur Spari-
sjóður vélstjóra og tollstjórinn í
Reykjavík, 29. mars 1993 kl. 10.00.
Langholtsvegur 101, þingl. eig. Bald-
vin Ottósson, gerðarbeiðendur Bún-
aðarbanki íslands, Gjaldheimtan í
Reykjavík, Lífeyrissj. starfemanna
rílusins og Sparisjóður Rvíkur og
nágr., 29. mars 1993 kl. 14.00. -
Reykás 43, hluti, þingl. eig. Magnús
Ingólfeson, gerðarbeiðandi Gjald-
heimtan í Reykjavík, 29. mars 1993
kl. 10.00.
Aðalfundur
ÍSLANDSBANKI
Aðalfundur íslandsbanka hf. áriö 1993
verður haldinn í Borgarleikhúsinu
mánudaginn 29. mars 1993 og hefst kl. 16:30.
Dagskrá
1. Aðalfundarstörf í samræmi við
19. gr. samþykkta bankans.
2. Tillögur til breytinga á samþykktum
bankans.
3. Önnur mál, löglega upp borin.
■ Tillaga til breytinga á samþykktum varðar 20. gr. og er
svohljóðandi:
“Stjórn bankans semlsamþykktum þessum nefnist
bankaráö, skipa 7 menn ogjafnmargirtil vara. Þeir
sem gefa kost á sér til setu í bankaráöi skulu
tilkynna það skriflega til bankaráðs eigi síðar en
þremur virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar.
Stjórnin skal kosin hlutfallskosningu á aðalfundi ár
hvert. Aðalmenn skulu kosnir fyrst en varamenn
síðan. Varamenn skulu taka sæti í forföllum
aðalmanna þannig aö sá sem flest atkvæði fær
tekur fyrst sæti og síðan koll af kolli. Sé ekki unnt
aðgera upp á milli varamanna eftiratkvæðum skulu
aöalmenn tilnefna varamenn sem taki sæti þeirra
við forföll og í hvaða röö.
Hlutfallskosningin er án listaframboðs. Hún skal
fara þannig fram aö nöfnum allra frambjóðenda er
raðað á einn atkvæðaseðil. Hver hluthafi má greiða
frá einum og upp í sjö mönnum atkvæði. Atkvæða-
magni sínu má hann skipta í þeim hlutföllum sem
hann vill milli frambjóðendanna. Skipti hann þvi
ekki sjálfur skal það skiptast jafnt á milli þeirra sem
hann kýs."
■ Atkvæöaseðlar og aðgöngumiðar aö fundinum verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í
íslandsbanka, Ármúla 7 (3. hæð), Reykjavík, 24., 25. og
26. mars kl. 9:15 -16:00, sem og á fundardegi kl. 9:15 -
12:00.
■ Ársreikningur félagsins fyrir árið 1992 sem og tillögur
þær sem fyrir fundinum liggja veröa hluthöfum til sýnis á
sama stað og tíma.
■ Hluthafareru vinsamlegast beðnirað vitja atkvæðaseðla
og aögöngumiöa sinna fyrir kl. 12:00 á fundardegi.
Reykjavík, 23. mars 1993
Bankaráö íslandsbanka hf.
Skólavörðustígur 38, hluti, þingl. eig.
Eggert Ó. Jóhannsson, gerðarbeið-
andi Iðnlánasjóður, 29. mars 1993 kl.
10.00.
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirtöldum
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Faxafen 12,02.04., þingl. eig. Iðngarð-
ar hf., gerðarbeiðandi Húsfélagið
Faxafeni 12, 29. mars 1993 kl. 15.30.
Fellsmúli 18, 2. hæð t.h., Reykjavík,
þingl. eig. Hreinn Steindórsson, gerð-
arbeiðendur Kreditkort hf., Lands-
banki Islands, Lífeyrissjóður rafiðnað-
armanna og felandsbanki hf., 29. mars
1993 kl. 16.00.
Hólmsland H3, Perla, þingl. eig. Hans
Ámason, gerðarbeiðandi Gjaldheimt-
an í Reykjavík, 29. mars 1993 kl, 17.00.
Melabraut 33, Seltjamamesi, þingl.
eig. Haraldur Gunnarsson, gerðar-
beiðandi Sigurður G. Guðjónsson hrl.,
29. mars 1993 kl. 15,00, ________
Seilugrandi 1,054)2, þingl. eig. Sigurð-
ur Hafeteinsson og Sandra Svavars-
dóttir, geiðarbeiðendur Gjaldheimtan
í Reykjavík, Láfeyrissj. sjómanna og
Veðdeild Landsbanka felands, 29.
mars 1993 kl. 14.30._____________
Öldugata 54, hl. 034)2, þingl. eig. Guð-
bergur Davíð Davíðsson, gerðarbeið-
andi Gjaldheimtan í Reykjavík, 29.
mars 1993 kl. 14.00,_____________
SÝSLUMAÐURINN í REYKJAVÍK