Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993
KENNIÁ
HUÓMBORÐ, PÍANÓ OG ORGEL
Auk þess MIDI-vinnsla á Atari.
Stutt vornámskeið í apríl og mai.
Skemmtilegt námsefni og markviss kennsia.
Upplýsingasími (91-)67-81-50
GUÐMUNDUR HAUKUR
kennari og hljómlistarmaður
Tónskólinn Hagaseli 15
Verslunarskóli íslands
Árgangur1943
Vegna undirbúnings í tilefni 50 ára afmælis árgangs-
ins verður fundur haldinn á Holiday Inn mánudaginn
5. apríl kl. 16.00.
Þeir sem ekki geta mætt eru beðnir að tilkynna for-
föll til undirbúningsnefndar.
)
á næsta sölustað • Áskriftarsími 63-27*00
Fermingargjöfin sjálfsagða
og eftirsótta:
rafeindaskólaritvélin Brother AX-210,
árs ábyrgð. Verð aðeins
kr. 15.780,- stgr.
B0RGARFELL
Skólavörðustíg 23,
sími 11372
AÐALFUNDUR
LÖGMANNAFÉLAGS ÍSLANDS
Aðalfundur Lögmannafélags Islands verður haldinn
föstudaginn 26. mars 1993, kl, 14.00, í Ársal Hótel
Sögu.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. 19. gr. samþykkta
L.M.F.I.
2. Tillaga um breytingu á 2. mgr. 6. gr. samþykkta
L.M.F.I.
3. Samþykktir, siðareglur og gjaldskrá L.M.F.I. -
staða þeirra í Ijósi nýrra samkeppnislaga.
4. Aðildarumsókn L.M.F.I. að ráði lögmannafélaga í
Evrópubandalagslöndunum (CCBE).
5. Önnur mál.
Stjórn Lögmannafélags íslands
Verkamannafélagið Hlíf
SUMARORLOF
Þeir félagsmenn Hlífar sem hug hafa á að dveljast í
sumarhúsum eða orlofsíbúðum félagsins næsta sum-
ar eru beðnir að sækja um það fyrir 15. apríl nk.
Félagið á eitt sumarhús í Ölfusborgum og þrjú við
Húsafell í Borgarfirði. Þá á félagið tvær orlofsíbúðir
á Akureyri.
Eins og undanfarin sumur er gert ráð fyrir vikudvöl.
Ef fleiri umsóknir berast en hægt verður að sinna
munu þeir ganga fyrir sem sækja um í fyrsta sinn.
Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Hlífar, Reykja-
víkurvegi 64. Símar 50987 og 50944.
Menning
Hress hópur leikara sem taka þátt i Kjaftagangi, talið frá vinstri í fremri röð: Þórunn Sigurðardóttir aðstoöarleik-
stjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, Asko Sarkola leikstjóri, öm Árnason, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir og Halldóra Björns-
dóttir. Aftari röð: Kristín Hauksdóttir sýningarstjóri, Pálmi Gestsson, Sigurður Sigurjónsson, Ólafia Hrönn Jónsdótt-
ir og Þórey Sigþórsdóttir. Á bak við Þóreyju stendur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir.
Kjaftagangur 1 Þjóöleikhúsinu:
Einn þekktasti leikhús-
maður Finna leikstýrir
Nú standa yfir í Þjóðleikhúsinu
æfingar á nýjasta gamanleikriti
Neils Simon, Kjaftagangi, og er leik-
stjóri Asko Sarkola sem er einn
þekktasti leikhúsmaður Finna. Höf-
undur lætur verkið gerast í New
York en í sýningu Þjóöleikhússins
gerist leikritið á fallegu heimih efni-
legs ungs athafnamanns á Seltjam-
amesi. Hvað á að gera þegar glæsi-
legur starfsferill sýnist ætla að fara
í vaskinn fyrir einskæra handvömm?
Þá getur verið gott að grípa til lygar-
innar og vona að allt fari á besta veg
en lygin skapar aðeins fleiri vanda-
mál en hún leysir.
Asko Arkola er þekktur alls staðar
á Norðurlöndunum. í heimalandi
sínu, Finnlandi, hefur hann leikið
yfir 100 hlutverk á leiksviði auk
aragrúa hlutverka í sjónvarpi og
kvikmyndum, meðal annars aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Hástök-
kvarinn eftir Lars Molin. Á annan
áratug hefur Asko Sarkola verið leik-
hússtjóri á Lilla Teatern í Helsinki.
Einnig hefur hann lengi verið virkur
þátttakandi í öllu samstarfi leikhús-
fólks á Norðurlöndum og situr nú í
stjórn norrænu dans- og leikhús-
nefndarinnar. Asko er íslendingum
að góðu kunnur því hann hefur tví-
vegis komið hingað og leikið á Usta-
hátíð, fyrst árið 1972, þegar hann lék
Filias Fogg í Umhverfis jörðina á
áttatíu dögum, og síðan árið 1990
þegar hann lék lækninn í Leikhúsi
Nikitas gæslumanns.
í uppfærslu Lilla Teatern á Kjafta-
gangi lék Asko hlutverk Jenna en í
uppfærslu Þjóðleikhússins er það
Sigurður Siguijónsson sem leikur
það hlutverk.
-HK
íslenski dansflokkurinn setur upp Coppelíu:
Mótdansari Rudolfs Nureyev
stjórnar uppfærslunni
Nú standa yfir æfingar hjá ís-
lenska dansflokknum á CoppeUu og
er frumsýning áætluð 7. apríl næst-
komandi. Þaö er Eva Evdokimova,
ein frægasta baUerína samtímans,
sem setur verkið upp. Auk þess mun
hún dansa aöalhlutverkið í 2-3 sýn-
ingum.
FeriU Evu Evdokimovu hófst með
konunglega danska baUettinum 1966
Ingaló fékk aðalverð-
launin í Rúðuborg
Norrænu kvikmyndahátíðinni í
Rúðuborg í Frakklandi lauk um síð-
ustu helgi með því að kvikmynd Ás-
dísar Thoroddsen, Ingaló, var kosin
besta myndin á hátíðinni og Sólveig
Amarsdóttir var kjörin besta leik-
konan. Þetta er mUdU heiður fyrir
íslenska kvikmyndagerð og sagði
Ásdís Thoroddsen að þetta myndi
hjálpa mikiö við að koma henni á
markað erlendis. Verðlaunin, sem
eru um það bil ein miUjón íslenskra
króna, eru í formi peninga sem fara
til að koma henni á markaö í Frakk-
landi.
Þaö voru tíu kvikmyndir sem
kepptu um aðalverðlaunin á hátið-
inni en samtals voru sýndar um 100
kvikmyndir frá Norðurlöndunum og
Eystrasaltsríkjunum.
en síðan var hún aðaldansari með
ÓperubaUettinum í BerUn í mörg ár
og var sæmd titUnum Prima Ball-
erina Assoluta. Evdokimova var í 15
ár einn helsti mótdansari Rudolfs
Nureyev og dönsuðu þau saman víða
um heim. Hún er bandarísk að upp-
runa og fékk nýlega viöurkenningu
Hvita hússins fyrir störf sín.
Coppelía er færð upp af íslenska
dansflokknum í tílefni 20 ára afmæl-
is flokksins og þess að 40 ár eru Uðin
frá því að ListdansskóU Þjóðleik-
hússins, nú ListdansskóU íslands,
var stofnaður. Þetta er í annaö sinn
sem CoppeUa er sett upp hér á landi
en hún var fyrsta stóra verkefni ís-
lenska dansflokksins fyrir 18 árum.
-HK
ÁtónleikumSinfóníuhljómsveit- í þessum konsert er Maarten van
arinnarinnar í kvöld verður stjórn- der VaUt sem er okkur íslendingum
andi Avi Ostrowskíj sem er ísraels- að góðu kunnur frá' þvi. aö hann
maður af rússneskum ættum. Eftir bjó hér á landi og lék með Sinfóníu-
að hafa lokið tónlistarnámi í hljómsveitinni um þriggja ára
lieimalandi sínu fór hann til Vínar- skeið. Maarten er fæddur í Jóhann-
borgar þar sem hann nam viö Tón- esarborg en flutti barnungur til
Ustarháskólann. Ostrowsky var HoUands þar sem hann nam slag-
umtímaaöalhljómsveitarstjóriPíl- verksleik. Maarten hefur leikið
iiarmóníusveitarinnar í Antwerp- meö helstu hljómsveitum Hol-
én oger nú aðalstjómandi norsku lands, meðal annars Concertger-
útvarpshljómsveitarinnar í Ósló. bouw-hljómsveitinni. 1984 gerðist
Á dagskrá hþómleikanna er hann félagi í hinni þekktu „Hljóm-
Langnættieftir JónNordaI,SÍDfón- sveit 18. aldarinnar“ undir sfjóm
ía nr. 4 eftir Johannes Brahms og Frans Brúggen og leikur með henni
Konsert fyrir slagverk og hljóm- enn.
sveit eftír André JoUvet. Einleikari
-HK