Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 36
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstiórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími Frjálst,óháð dagblað FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993. SeyðisQöröur: Stórrúfta þeyttist útísjó - sex ára piltur fauk Pétur Kristjánsson, DV, Seyðisfirði: Unnið var að því í gær að ná upp bílum sem fuku út í sjó í ofsaveðri sem geisaði hér í bænum á þriðjudag og fram á nótt. Rokur voru svo mikl- ar að heilu húsin bókstaflega nötr- uðu. Nokkurt tjón varð í veðrinu en fólk skaðaðist ekki. Mestu ólætin urðu utarlega í bæn- um. í Fiskiðjunni Dvergasteini fauk talsvert magn af brettum út á sjó og nokkrar jámplötur fuku af þaki. Úti- hurð sprakk upp og stór hurð inn í vélasal opnaðist, auk þess sem gluggi á kaffistofu brotnaði. í vinnslusaln- um fór allt á hreyfingu, fiskkör og bakkar um allt. Rétt utan við íiskiöjuna tókst stór rúta á loft og þeyttist út á sjó. Það sama gerðist með sendibíl og trillu sem voru þar skammt frá. Bíllinn náðist upp í gær en trillan er ófund- in. Rútan er stórskemmd, ef ekki ónýt, og sendibíllinn talsvert skemmdur. Aron Egiisson, sex ára snáði, hafði þá sögu að segja að hann hefði veriö að leik úti á veröndinni heima hjá sér þegar ein hviðan kom. Hann tókst á loft, flaug spölkorn og lenti á gijóti í garðinum. Ekki varð honum meint af og sagði reyndar að þetta hefði verið nokkuð skemmtilegt. Aftur stormur Hvassviðri var á Suðvestur- og Vesturlandi í morgun og í dag á veðr- iö víða eftir að versna, að því er Bragi Jónsson veðurfræðingur sagði í morgun. Hann vildi þó ekki tjá sig um hvort menn gætu átt von á svipuðum hvelli 4» og var á Seyöisfirði í fyrradag. Gert er ráð fyrir stormi á miðunum alltíkringumlandið. -IBS Skákin: ísland meðforustu ísland sigraði Frakkland 6-4 í 7. umferð landskeppninnar i skák í gær og hefur náð forustunni á ný. Hefur vinningsforskot 35'4 v. gegn 34 Ví v. Frakka. Tefldar hafa verið 70 skákir af 100 og enn er allt í jámum. Jóhann, Helgi, Karl og Þröstur unnu sínar skákir í gær, Margeir, Jón L. Héðinn og Björgvin gerðu jafntefli. Hannes og Róbert töpuðu. ^ ísland hafði hvítt á öllum borðum. -hsím flutning Bmskips Tollgæslan hefur kyrrsett og inn- siglað gám með hátt í tveimur tonn- um af erlendu nautakjöti sem Eim- skipafélag íslands flutti inn til að selja um horð í erlend skip sem koma hingað til lands. Aöaldeildarstjóri lollsljórans i Reykjavík segir málið vera í rann- sókn sem beinist m.a. að því hvort Eimskip haíi áður flutt inn slíkar kjötsendingar á fniager sinn - í hve miklu magni og hvað hafi orðið af því kjöti. Gámurinn kom nýlega með einu af skipum Eimskips en stendur nú undir eftirliti tollgæsl- unnar. Eimskip hefur á síðustu misser- um verið að hefla samkeppni við þjónustuaöila sem selja erlendum skipum sem hingað koma vistir um horð. Sveinhjörn Guðmundsson hjá tolistjóra segir þó ijóst að hér sé um augljósa samkeppni að ræða við íslenskar kjötafurðir. Hann segir forsvarsmenn Eimskips hafa fullvissað tollinn um að ekkert: nautakjöt hafi farið á markað hér: „Við höfum enga ástæðu tii að rengja það á þessu stigi. Það er ekkert sem hefur komið í Ijós um að nýtt kjöt hafi komið inn í landið til neyslu hér - þetta er fyrst og fremst prinsippatriði. Það er bann- aö að flytja kjöt inn á frilager en auðvitað er þetta kjöt í samkeppni viö innlendar afurðir. Þetta varðar fyrst og fremst lög um innflutning á sláturafurðum frá 1928. Þá eru það aí'skipti landbúnaðarráðuneyt- isins og heimildir frá því sem verð- ur að skoða í þessu sambandi. Ef þetta heföi verið einfóld transit- vara, gegnumflutningsvara, til annars lands eða um borð i erlent far, hefði enginn sagt neitt. En af því að þetta hefur miUistopp inni á frílager sem þjónustar skip í milli- landasiglingum, er þetta ekki heimilt," sagöi Sveinbjörn. Þórður Magnússon, fram- kvæmdastjóri þjá Eimskípi, segir „svona sendingar hafa verið af- greiddar til dæmis í grænlenska togara." „Þá hefur þetta verið tekið í transit hér í gegn til nokkurra ára. Það eina sem er núna er hvort þaö þarf að vera Jjjóst fyrirfram þegar pöntun á sér stað í hvaða skip kjötiö á að fara. Nú hafa tíu norskir togarar til dæmis veriö af- greiddir frá áramótum á landinu og það hefur ekki verið slikur fyrir- vari á komu þeirra. Spurningin er um þjónustumiöstöð í Atlantshafi. Hvernig litur þessi þjónustupakki út sem við ætlum að selja? En ég reikna með að þetta mál verði leyst í samvinnu við tollayfirvöid." -ÓTT Utanrlkisþjónustan: Bíll þessi lenti á Ijósastaur viö Korpúlfsstaði í gær og skemmdist talsvert. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í hálku en meiddist ekki mikið en var þó fluttur í lögreglubil á slysadeild. DV-mynd Sigrún Lovísa Albertferí 6 mánaða frí - frá og með 1. apríl „Ég á inni uppsafnað sumarfrí og það hefur orðið að samkomulagi að ég fari í frí 1. apríl og verði í fríi þar til ég fer á eftirlaun í október. Ég verð hér í París í fríinu og mun búa í sendiherraíbúðinni þar til ég hætti,“ sagði Albert Guðmundsson, sendiherra í París, í samtali við DV í morgun. Hann sagði að fyrsti sendiráðsrit- ari, Sveinn Á. Björnsson, myndi gegna sendiherrastörfum fyrir sig. Hann sagðist koma heim til íslands í október og fara þá í slaginn. „Ég fer í einhvern slag, ekki sit ég auðum höndum, ég gæti það aldrei," sagðiAIbertGuðmundsson. -S.dór Grundaríjörður: Bíllfaukútaf Vöruflutningabíll fauk út af 8 km vestan við Grundarfjörð um mið- nætti í nótt. Veðrið var mjög slæmt og er enn. Lögreglan hafði ekki getað kannað skemmdir í morgun. Ekki urðu meiðsli á mönnum. -Ari LOKI Ætli eiginmaðurinn hafi fundið einhvern mun á skrokkum? Veðriðámorgun: Hitiyfir frostmarki Framan af degi á morgun verð- ur sunnan strekkingur, rigning og 5-7 stiga hiti á Suðaustur- og Austurlandi en þegar líöur á dag- inn lægir, styttír upp að mestu og kólnar dálítíð. Um vestanvert landið verður suðvestlæg átt, él og hiti umog yfir frostmarki. Veðrið í dag er á bls. 44 NSK kúlulegur Ptiiilseii SuAurlandsbraut 10. S. 686493.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.