Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 18
18 FIMMTUDAGUR 25. MARS1993 Iþróttir Eric Cantona gefur sendingu á félaga sinn Mark Hughes en Andy Linighan hjá Arsenal er til varnar í leik liöanna á Old Trafford i gærkvöldi. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum i markið. Simamynd/Reuter Enska knattspyman: Norwich efst - sigraði Aston ViUa en United náði aðeins jafntefli Staðan á toppi ensku úrvalsdeild- arinnar tekur breytingum með hverri umferð sem leikin er. Segja má með sanni að keppnin sé orðin mjög spennandi en í gærkvöldi tók Norwich City stöðu á toppnum með því að sigra Aston Villa sem var í efsta sætinu fyrir leikina í gær- kvöldi. Leikur liðanna á Corrow Ro- ad var hinn fjörugasti en sigurmark- ið í leiknum kom ekki fyrr en níu mínútum fyrir leikslok og var John Polston þar að verki. Markalaust á Old Trafford Annar stórleikiu- var háður á Old Trafford þegar Arsenal sótti Manc- hester United heim. Þrátt fyrir góðar tilraunir tókst hvorugu liðinu að koma boltanum í netið og þar missti Manchester-liðið dýrmæt stig í topp- baráttunni. Bryan Robson kom inn á þegar 14 mínútur voru til leiksloka en þetta var fyrsti leikur hans frá 6. desember. Manchester United hefur aðeins hlotið þrjú stig af tólf mögu- legum í síðustu fjórum leikjum. Shefiield United vann góðan sigur og ekki veitti liðinu af sem er í botn- baráttu. Wilhams skoraði fyrir Cov- entry í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik tóku leikmenn Shefiield United hressilega við sér og skoruðu þrjú mörk með stuttu miliibili. Dane Whitehouse, Andrian Littlejohn og Brian Deane skoruðu mörkin. Everton vann kærkominn sigur á Goodison Park gegn Ipswich sem hefur verið að gefa eftir síðustu vik- umar. Stuart Barlow gerði eina markið í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik bættu þeir Matthew Jackson og Tony Cottee við tveimur mörkum. David Wetherall kom Leeds yfir gegn Chelsea skömmu fyrir leikhlé. Það reyndist aðeins skammgóður vermir því Donaghy jafnaði fljótlega í síðari hálfleik. Leeds sótti án afláts þaö sem eftir lifði leiksins en leik- menn liðsins voru klaufar að skora ekki fleiri mörk og gera þannig út um leikinn. QPR fékk skell á heimavelli sínum, Loftus Road, gegn Blackburn. Ripley kom Blackburn á sporið um miðjan fyrri hálfleik. Kevin Moran og Mark Atkins gerðu síðan endanlega út um leikinn í síðari hálfleik. Mark Bright kom Shefiield Wed- nesday yfir gegn Wimbledon á 76. mínútu og leit lengi vel út að þetta mark ætlaði að verða eina mark leiksins. Dean Holdsworth, sem er iðinn við kolann þessa dagana, var á öðru máli og jafnaði fyrir Wimbledon þegar leiktíminn var að fjara út. Dýrmætur sigur hjá Forest á The Dell Nottingham Forest komst úr botn- sætinu eftir góðan sigur gegn Sout- hampton á útivelli. Góð barátta ein- kenndi leik Forest frá byijun og strax á 4. mínútu skoraði Nigel Glough fyrsta markið í leiknum. Skömmu fyrir leikhlé bætti Roy Keane við öðru marki. í síðari hálfleik hugsuöu leikmenn Forest meira um vamar- leikinn og Southampton klóraði að- eins í bakkann þegar Matthew Le Tissier skoraði fyrir heimaliðið. Hann misnotaði síðan fyrstu víta- spymuna á ferlinum. Darren Anderton, Nayim og Andrew Turner, skomðu mörk Tott- enham gegn Manchester City á White Hart Lane. Mike Sheron skor- aði eina mark Manchester City í leiknum. -JKS Innanhússmeistaramót 1 sundi: Flestaf besta sundfólkinu með Innanhússmeistaramót íslands í sundi hefst í Sundhöll Reykjavíkur í kvöld og stendur mótið fram til sunnudags. Keppni hefst klukkan 18.30 í kvöld og fyrstu keppnisgreinamar em undanrásir í 200 metra fjórsundi karla og kvenna. Síðan verður keppt til úrslita í 800 metra skriðsundi kvenna og 1500 metra skriðsundi karla. Þá fara fram undanrásir í 60 metra skriðsundi karla og 50 metra skrið- sundi kvenna og keppni lýkur annað kvöld með undanrásum í 4x100 metra skriðsundi karla og kvenna. Líta íslandsmet dagsins Ijós? Flest af besta sundfóM landsins mun taka þátt 1 mótjnu og má fastlega búast við að ný íslandsmet líti dags- ins ljós. -GH NBAínótt i Úrvalsdeild: Coventry - Sheff. lítd.........1-3 Everton - Ipswich...........3-0 Manch. Utd - Arsenal........0-0 Norwich - Aston Villa.......1-0 QPR - Blackbum..............0-3 Sheff. Wed - Wimbledon......1-1 Southampton - Nott. Forest..1-2 Leeds-Chelsea...............1-1 Tottenham - Manch. City.....3-1 Norwich.....36 19 8 9 50-49 65 Aston Villa....35 18 10 7 51-33 64 Manch. Utd ...35 17 12 6 51-27 63 Sheff. Utd..34 10 7 17 4044 37 Nott.Forest...34 9 9 16 33-47 36 Oldham......34 9 8 17 46-60 35 Middlesboro.,35 8 10 17 42-60 34 l.delld: Bristol R - Peterboro.......3-1 Millwall Luton ....... ■ - * 1 "0 : Sunderland - Derby..........1-0 Swindon-BristolC............2-1 Staða efstu liða: Newcastle 37 22 8 7 67-32 74 WestHam 37 20 9 8 63-33 69 Portsmouth...37 19 9 9 61-39 66 2«(telld: WBA—Preston............................3—2 Undankeppm heimsmeistaramótsin Dýrmæt sl súqinn hjá Ti Tékkar töpuðu dýrmætu stigi í barátt- unni um sæti í lokakeppni HM í Banda- ríkjunum þegar þeir máttu sætta sig við jafntefli, 1-1, gegn Kýpurbúum í Nikosiu í gær. Lubomir Moravcik kom Tékkum yfir í fyrri hálfleik en Andros Soteriou jafnaði fyrir heimamenn í upphafi síðari hálfleiks. Staðan í 4. riðli er þannig: Belgía.............6 6 0 0 12-1 12 Rúmenía............5 3 11 17-4 7 Tékkóslóvakía......4 12 17^ 4 Wales..............4 2 0 2 8-7 4 Kýpur..............6 114 4-10 3 Færeyjar...........5 0 0 5 0-22 0 Sex mörk hjá Hollendingum Hollendingar unnu stórsigur á San Mar- ino eins og vænta mátti, 6-0, í Utrecht. John de Wolf gerði tvö mörk, John van dem Brom, Ronald de Boer og Peter van Vossen eitt hver og eitt var sjálfsmark. Staðan í 2. riðli er þannig: Noregur............4 3 1 0 15-2 7 Holland............5 3 1 1 15-6 7 England............3 2 1 0 11-1 5 Pólland...........2 110 3-2 3 Tyrkland...........6 1 1 4 6-12 3 SanMarino..........6 0 1 5 1-28 1 ítalir komust í efsta sætið ítalir komust í efsta sæti 1. riðils með Keflvíkingar voru að vonum kampakátir eftir sigurinn gegn Skallagrími í gærkvöldi. I í körfuknattleik og það lið sem vinnur fyrr þrjá leiki hreppir titilinn. Skallagr úr keppni i - Keflvíkingar í úrsht eftir sigur Ægir Már Kárascm, DV, Suðumesjum: „Þessi leikur var eins og ég bjóst við, mikil barátta og það skipti sköpum fyr- ir okkur að ná tíu stiga forystu í síðari hálfleik. Þetta var ekki komið í örugga höfn fyrr en flautað var til leiksloka. Heimavöllurinn hafði sitt að segja í þessum leik. Komandi viðureignir við Hauka verða mjög erfiðir en við erum tilþúnir að mæta þeim,“ sagði Jón Kr. Gíslason, þjálfari og leikmaður Keflvík- inga, í samtali við DV eftir sigur á Skal- lagrími, 71-67, í Keflavík í gærkvöldi. Þetta var þriðja viðureign liðanna, Keflavik vann tvær og Skallagrímur eina og eru því Suðumesjamenn komn- ir í úrslit. Leikurinn í gærkvöldi var rosalega spennandi frá upphafi til enda. Það var ekki fyrr en undir lokin að Keflvíkingar höfðu það af að leggja eitt mesta bar- áttulið deildarinnar sem komið hefur gríðarlega á óvart og meö smáheppni hefði sigurinn getaö lent þeim megin. Keflvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega en gestimir komust smátt og smátt inn í leikinn. KeflvMngar vom sterkari á síðustu mínútum fyrri hálfleiks og höfðu ellefu stiga forystu, 42-31, í hálf- leik. Þá gátu stuðningsmenn Keflvík- inga andað léttar og fengið sér kafli í rólegheitum. í síðari hálfleik fóra Skaffagríms- menn á kostum og náðu að gera átta fyrstu stigin og minnka muninn í þijú stig og þá fór að fara um stuöningsmenn KeflvMnga. Mátti sjá á sumum þeirra

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.