Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 25.03.1993, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 25. MARS 1993 15 Frelsið og tækifærin Þeir sem hafa dregiö Island inn í EES og vilja helst halda áfram inn í Evrópubandalagið eru mjög skotnir í fjórfrelsinu svonefnda. Frelsi til að hlaupa um alla álfu með fjármagn, vinnuafl, vörur og þjónustu. Þeim finnst að þetta þýði að peningar muni streyma til landsins með alls konar „tækifær- um“. í einum útvarpsþætti var stöðu íslendinga í frelsinu lýst með svofelldum framtíðarsöng: Ungir og snjallir íslendingar fá góða hugmynd. Þeir selja hana Þjóðverjum sem eiga nóga peninga. Þjóðverjar reisa verksmiðju í Bæj- aralandi, það er svo miðsvæðis. Vinnuafl er flutt þangað frá Port- úgal því það er ódýrast. Síðan eru íslendingar á ferð og flugi við að hanna og stjóma í hálaunuðum Kjallaiiim Árni Bergmann rithöfundur Hoover ákvað að leggja niður verksmiðju í Frakklandi og þar meö 600 störf. .. fjórfrelsið er fyrst og fremst frelsi fyrirtækjanna til að hlaupa á milli landa með sinn rekstur. „Tækifæri“ hins frjálsa vinnuafls EB-þjóða eru hins vegar 1 því fólgin einkum að reyna að undirbjóða kjör starfsbræðra í öðr- um löndum.“ toppstöðum. Veruleikinn í frelsinu er ekki svona rósrauður. Ryksugurnar sem fluttu Hafið þið heyrt um Hoovermálið? Hoover er amerískt fyrirtæki sem framleiðir ryksugur og fleira þess- legt. Það hefur nýlega ákveðiö að leggja niður verksmiðju í Dijon í Frakklandi og þar með 600 störf. Héðan í frá verða ryksugurnar framleiddar í Skotlandi: þar verða til 400 ný störf. Sem sagt: fjármagn og fyrirtæki eru flutt milli landa. Eins og frelsið gerir ráð fyrir. En hvers vegna? Jú - það er auðskilið. í Skotlandi hefur atvinnuleysi sorfið svo lengi að mönnum að skoskir verkamenn voru reiðubúnir aö semja við fyrir- tækið um að afsala sér hluta sinna réttinda - m.a. til vinnudeilna. Þeir voru tilbúnir að vinna fyrir minna kaup en Frakkar. Og þar að auki voru þeir hjá Hoover hrifnir af því að launatengd gjöld (til sjúkra- trygginga o.fl.) eru mun lægri í Bretlandi en Frakklandi. Frakkar ráku upp reiðikvein sem vonlegt var. Þeir saka sessimauta sína í EB, Breta, um „félagsleg undirboð". Þeir hafa líka rétt til þess. Breska stjórnin gekk að Maastrichtsamkomulaginu með einum skilmála: að Bretar þyrftu ekki að samþykkja evrópska fé- lagsmálapakkann. En sá pakki á að tryggja sömu lágmarksréttindi verkafólks í öllum EB-löndum. John Major forsætisráðherra gerðist meira að segja svo ósvífmn á dögunum að segja stoltur við sína íhaldsmenn: „Látum þá (hin EB- löndin) fá sinn félagsmálapakka. Við skulum hirða störfm." Hvað kosta tækifærin? Um þetta mál hafa öll blöð í Evr- ópu skrifað mikið. Ég man ekki til að þess hafi verið getið hér á landi. Vegna þess náttúrlega að þaö dreg- ur það mjög skýrt fram að fjórfrels- ið er fyrst og fremst frelsi fyrir- tækjanna til aö hlaupa á milli landa með sinn rekstur. „Tækifæri" hins fijálsa vinnuafls EB-þjóða eru hins vegar í því fólgin einkum að reyna að undirbjóða kíör starfsbræðra í öðrum löndum. Samkvæmt þessu getur íslenskt verkafólk vissulega átt von á nýj- um atvinnutækifærum. Ef það fer svo langt niður fyrir kaup og kjör og réttindi í öðrum löndum að það er talið borga sig að kosta því til að flytja hingað hráefni og héðan tilbúna vöru um drjúga siglinga- leið. Gjafir eru yður gefnar, stendur þar. Árni Bergmann Óraunhæf gengisskráning Allar líkur eru á að við íslending- ar séum á færeyskri leið í efnahags- málum og verðum það uns ríkis- stjóm þessa lands grípur inn í. En hvað getur ríkisstjórnin gert til að stöðva þessa færeysku efnahags- þróun á íslandi? Verðbólga er nú loks komin á viðráðanlegt og eðh- legt stig. Ríkisstjómin hamast viö að skera niður og spara í ríkis- rekstrinum. Hvað er þá eiginlega að? Jú, taprekstur atvinnuveganna, einkum undirstöðuatvinnuveg- anna, er orðinn alvarlegur og hefur orsakað mesta atvinnuleysi á ís- landi í hálfa öld. Það er einmitt þessi taprekstur gjaldeyrisskap- andi atvinnugreina sem veldur því að við fáum færeyskan endi á ís- lensk efnahagsmál ef ríkisstjóm KjaUarinn Brynjólfur Jónsson hagfræðingur .. þegarrlkisstjórnfrjálshyggjunnar hefur oröið að ríkisstyrkja Landsbank- ann sem afleiðingu af vitlausri gengis- skráningu ríkisins, er þá ekki kominn timi til að endurskoða fyrirkomulag gengisskráningar?“ grípur ekki inn í. Þaö má öllum sem um efnahags- mál hugsa vera ljóst að óraunhæf gengisskráning íslensku krónunn- ar er sá þáttur efnahagsmála sem veldur taprekstri undirstöðuat- vinnuveganna og orsakar óeðlilega lágt verðlag á innflutningi, óhag- stæðan viðskiptajöfnuð og slæma samkeppnisaðstöðu iðnaðar og út- flutningsgreina. Ríkisstyrktur sjávarútvegur Ríkisstjómin reið á vaðið með efnahagsnýjungar um daginn. Þá var farin Krísuvíkurleið til að rík- isstyrkja sjávarútveginn. Aðferðin felst í því að ríkið lagði Landsbank- anum til nokkra milljarða í eigið fé. Ástæðan fyrir því aö Lands- bankann skortir eigið fé er tap- rekstur viðskiptavina bankans, af- skrifaðar kröfur o.fl. og alveg sér- staklega í sjávarútvegi. Lands- bankinn hefur um 70% af sjávarút- vegsfyrirtækjum landsins í við- skiptum. Og ástæðan fyrir því að sjávarútvegsfyrirtækin hafa verið rekin með tapi og farið á hausinn felst í óraunhæfri gengisskráningu. Opinber skráning gengis, gengis- skráning sem er ríkinu þóknanleg, er vitlausasta og hættulegasta teg- und rikisafskipta af verðlagi. Við höfum lagt af opinbera flskverðs- ákvörðun og opinbera vaxta- ákvörðun með góðum afleiðingum og nú er komiö að genginu, því miðstýring gengis er versta tegund af miðstýringu verðlags. Og nú þegar ríkisstjóm fijáls- hyggjunnar hefur orðið að ríkis- styrkja Landsbankann sem afleið- ingu af vitlausri gengisskráningu ríkisins, er þá ekki kominn tími til að endurskoða fyrirkomulag geng- isskráningar? Tilfinningar og fordómar En hvemig væri umhorfs í ís- lenskum efnahagsmálum ef gengi íslensku krónunnar hefði verið skráð 10% lægra en raun var á síð- astliðin 10 ár? Hefði Landsbankinn þá þurft fjögurra mflljarða ríkis- styrk um daginn? Örugglega ekki. Væri atvinnuleysi vandamál á is- landi í dag? Nei, ömgglega ekki. Hefði skuldasöfnun þjóðarinnar erlendis síðastliðin 10 ár mæld í erlendri mynt verið meiri en raun varð á? Áreiðaiflega ekki. Hefði byggðaröskun á íslandi, þ.e. sam- þjöppun byggðar á höfuðborgar- svæðinu, orðið meiri en raun varð á? Nei, ábyggflega ekki. Hefðu lífs- kjör almennings verið lakari hér á landi þessi 10 ár? Já, þaö er alveg víst. Það sem mestu máli skiptir er að ef gengið hefði verið eðlflega skráð síðastliðinn áratug væri heflbrigt og þróttmikið atvinnulíf á íslandi í dag, bjartsýni ríkti og enginn hefði áhyggjur af því aö við færum sömu leið og frændur okkar og vinir í Færeyjum. En því miður hefur umræða um gengismál á íslandi einkennst af tilfinningum, fordómum og sleggjudómum. Orðaleppar eins og „gengisfellingarkór", „grátkór" og „barlómur fiskvinnslunnar“ bera þess glöggt vitni á hve vísindalegu plani þessi umræðahefur öll verið. Brynjólfur Jónsson „í umræð- unni um ís- lensku steyp- una vill oft •ymast að steypan er ekkí tflbúið byggingar- efhi, á sama ........... * , hátt og timb- Guðmundur Guð- ur eða stál, mumfcson, Sem* heldur sam- entsverksmiðjunni. anhrært hráefni sem byggt er úr. Gæði ráðast aðaflega af þeirri meðferð sem hun fær. Gajði íslensku steypunnar eru ekki síðri en gengur og gerist sé rétt meö hana fárið. Stórfram- kvæmdir á borð við brýr og virkj- anir bera vott um þaö. Hitt er annað mál að þaö er allt of mikið um steypuskeramdir og fyrir því eru margar ástæður sem brýnt er að gera athugun á. Menn hafa einblínt á aikalískemmdir en þaö er aöeins lfluti vandamálsins og einskorðast við Reykjavík. í raun er íslensk veðrátta helsti óvinur íslensku steypunnar. Það má segja að ef steypuskemmdir eigi einhvers staðar að vera þá er það á hér á landl Svo er þó ekki nema síöur sé. Það má hins vegar bæta steypuna með góðri meðfcrð. Sé allt rétt gert fær maður listagóöa steypu, íslenska steypan er ívið dýrari en sú erlenda. Fjariægð erlendra ffaraleiðenda kaflar hins vegar á mikinn kostnað við innflutning þannig að þegar upp er staðiö þá er verðið sambæiilegt á innlendu og erlendu sementi.'* Óheppileg „Ég tel að steinsteypa ; verði áffam meginbygg- ingarefnið í umálslandií nálægri fram- tíð. FýTÍr þvi Steindór Guó- eru margar mun<f*son, Fram- ástæður, til kvænKladelW Inn- dæmis verð, kaupastofnunar. tækni, brunaþol oghljóðeinangr- un. Steypan viröist þó fyrst og ffernst vera umanhússefni. Á ráöstefnu, sem Fram- kvæmdadefld Innkaupastofnun- ar ríkisins hélt dagana 11. og 12. mars síðastliöinn um útveggi í urahverfl stórviðra og veðrunar kom meðal annars fram aö stóran hluta steypuskemmda í mann- virkjum raegi rekja tfl þess að þeir eru einangraðir að innan- verðu. Á það var bent að steypu- viðgerðir endast aöeins í átta ár ef vinnubrögö eru mjög góð en skemur ef flískað er við viðgerð. Einrag kom ffarn að steinsteypa er iausafé sem heyri því undir kaupalögin með árs ábyrgð. Bent var á að meðferö og niðurlögn steinsteypu á byggingarstaö væri oft með þeim hætti. að þrátt fýrir aö keypt væri vönduö steypa úr steypustöö þá væri engin trygging fyrir ftfllum árangri - oft væri fúsk- að viö meðferð og niðurlögn eftir Miðafi viö virðist fyllilega eðlilegt að taka undir þá skoðun að steinsteypa sé að nota önnur efhi en stein- steypu sem veörunarvöm, til

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.