Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Blaðsíða 2
2
FIMMTUDAGUR15. APRÍL1993
Fréttir
Framkvæmdastjóri Norræna kvikmyndasjóðsins um bréf menntamálaráðuneytisins:
Þetta kallar maður
ráðherraafskipti
- þegar svona bréf er lesið upp á stjómarfundi hefur það áhrif
„Viö tókum á móti brefinu með
nokkurri undrun - aö ráðuneyti
skuli leggja sig fram í svona máli.
Það er mjög óvenjulegt, slíkt hefur
aldrei gerst. Þaö var erfitt aö lesa
undirskriftina en ég hef nú fengið
upplýst að það var Knútur Hallsson
sem skrifaði undir. En þetta er skrif-
aö í nafni ráðuneytisins og hann er
næstráðandi menntamálaráðherra.
Miðað við að aðilinn sem skrifaði
bréfið spuröi og fullyrti allan tímann
að hér væri um að ræöa óskir ráðu-
neytisins Mtum viö svo á aö þetta
væri að undirlagi ráðherrans," sagði
Bengt Forslund, framkvæmdastjóri
Norræna kvikmyndasjóðsins, í sam-
tah við DV.
Bengt var spurður um bréf frá
menntamálaráðuneytinu, dagsett 29.
október 1992, undirritað af Knúti
Hallssyni, þáverandi ráðuneytis-
stjóra, til kvikmyndasjóðsins. Þar
var farið var fram á að hlutast yrði
til um að mynd Hrafns, Hin helgu
ve, fengi styrk. Bréfið var sent eftir
að Hrafn fór fram á það í bréfi dag-
settu 16. september, stíluðu á Ólaf
G. Einarsson menntamálaráðherra,
að hann hlutaðist til um að íslenski
fulltrúinn í stjórn sjóösins gerði þá
kröfu að Hrafni yrði úthlutað 2,1
milljón krónum sænskum f styrk úr
sjóðnum. Stjórn sjóðsins ákvað að
úthluta Hrafni 1 milljón sænskra
króna þann 16. desember.
- Telur þú að sjóðurinn hafi verið
beittur póhtískum þrýstingi?
„Þetta kallar maður hklega ráð-
herraafskipti. Þegar ráðherrar
blanda sér í hluti sem þeir eiga eigin-
lega ekki að hafa afskipti af. Mín
skoðun er að það eigi ekki að reka
svona starfsemi og úthluta pening-
um á slíku plani.“
- Hafði bréfið frá menntamálaráðu-
neytinu áhrif á ákvörðun sjóösins
um að veita Hrafni 1 milljón sænskra
króna í styrk?
„Það er ljóst að þegar svona bréf
er lesið upp á stjómarfundi hefur
shkt áhrif. Sjóðurinn þurfti ekki að
taka þessa ákvörðun en niðurstaðan
varð þessi,“ sagði Bengt Forslund.
Bengt sagði að þrátt fyrir allt htist
honum nú mun betur á kvikmynd
Hrafns en honum fannst hún lofa á
fyrri stigum hennar, á síðasta ári.
„Stóra spurningin í þessu máli var
hvort ég gaf loforð eða ekki. Málið
var að ég fékk bréf frá Hrafni í febrú-
ar í fyrra. Eftir það skrifaði ég honum
og kvaðst gjama vilja vera með í
verkefninu að einhverju leyti. Það
var ekkert rætt um peninga eða upp-
hæðir. Síöan fékk ég ekkert handrit
fyrr en í Cannes, 14 dögum fyrir fund
sjóðsstjórnar. Þá var ég ekkert
spenntur fyrir handritinu. Þar sem
svo mörg verkefni voru í gangi fékk
Hrafn enga peninga. Eftir þaö vissi
ég ekki að myndin fór í vinnslu um
sumarið en venjulega em engir
styrkir veittir til mynda sem vinnsla
er byijuð á,“ sagði Bengt.
Niðurlag bréfs Hrafns til ráðuneyt-
isins var á þessa leið:
„Það er mikilvægt að'leysa þetta
mál innan sjóðsins og viljum viö því
óska eftir því við þig, háttvirtur
menntamálaráðherra, að fulltrúi ís-
lands geri þá kröfu innan sfjómar
að veittar verði 2,1 mihjón sænskar
til að ljúka við Hin helgu vé. Þetta
gæti gerst með þeim hætti að fyrri
umsókn yrði látin ghda og tekin aftur
upp til endanlegrar afgreiðslu í ljósi
þeirra aðstæðna sem hér hefur veriö
lýst.“
Niðurlag bréfs ráöuneytisins til
Bengts Bergmagns, formanns Nor-
ræna kvikmyndasjóðsins, var orð-
rétt á sömu leið - þar var vitnað beint
í bréf Hrafns. Að síðustu var ítrekað
að umsókn hans, og hugsanlega aðr-
ar umsóknir, fengju umfjöllun á ný
hjá stjórn sjóðsins við næstu úthlut-
un.
-ÓTT
Bref raðuneytisins til Norræna kvikmyndasjóðsins:
Var kynnt á fundi
í ráðuneytinu
- með þeim innlendu aðilum sem eiga aðild að sjóðnum
„Eg vissi af þessu bréfi. Það vissu
allir af því. Það var búið að kynna
það áður en það var sent á fundi í
menntamálaráðuneytinu meö öUum
þeim sem áttu aðild að Norræna
kvikmyndasjóönum - Stöð 2, Ríkis-
útvarpinu, Sjónvarpinu, mennta-
málaráðuneytinu og Kvikmynda-
sjóði. Ég vfi ekki segja hvort í bréfi
ráðuneytisins hafi verið hvatt til þess
að kvikmynd Hrafns fengi styrk
heldur til þess að gefin loforð stæðu,“
sagði Kristín Jóhannesdóttir kvik-
myndaleikstjóri. Kristín sat stjórnar-
fund Norræna kvikmyndasjóðsins
fyrir hönd íslands í desember þegar
Hrafni Gunnlaugssyni var úthlutað
1 mfiljón sænskra króna vegna
Hinna helgu véa. Að sögn Kristínar
sat hún fundinn sem varamaður í
forfóUum Ólafs Ragnarssonar.
Kristín telur að bréf menntamála-
ráðuneytisins, sem vitnað var í á
fundi stjómarinnar, hafi ekki haft
áhrif á ákvarðanatöku við úthlutun
styrks til Hrafns Gunnlaugssonar.
„Mín skoðun á þessum fundi er að
þó að stjómarformaöur, Bengt Berg-
man, hafi kynnt stjórninni að ráðu-
neytið hafi sent bréf og lesið upp úr
því þá hafi það ekki haft áhrif á
umfjöllun um þetta mál. Ég merkti
ekki í þessum umræðum að menn
létu bréfið hafa einhver áhrif á sig.
Þaö er ekkert út á það að setja aö
ráðuneytið, sem á aðild að þessum
sjóði, hafi eitthvað um það að segja
þegar menn em settir út á kaldan
klaka. í rauninni er ágætt tfi þess að
vita að eiga þennan stuðning ef í
hart fer þó ég voni að tfi þess komi
ekki aftur,“ sagði Kristín.
Um ummæh Bengts Forslund,
framkvæmdastjóra sjóðsins, um að.
bréf menntamálaráðuneytisins heíði
haft áhrif á stjómina, sagði Kristín:
„Ég hygg aö þetta sé ekki skoðun
stjómarmanna. Þetta var skoðað út
frá mjög faglegum forsendum, ekki
bara Hrafnsmáhð, heldur annaö mál
héðan frá íslandi. Hvaða möguleika
menn ættu í að fjármagna ef þeir
fengju enga peninga. Niðurstaðan
varð sú að þetta væri eina leiðin tfi
að klára kvikmyndaverkið. Það er
hagur sjóðsins að verkefnið leggist
ekki niður,“ sagði Kristín.
-ÓTT
Hætt verði við laxveiðitúra
Landsbankamanna
Kristín Sigurðardóttir, fuhtrúi
Kvennalista í bankaráði Landsbank-
ans, hefur lagt fram tillögu í banka-
ráðinu um að forráðamenn bankans
hætti við fyrirhugaöar laxveiðiferðir
í sumar og næsta sumar. Mun þessi
tfilaga hafa falhð í heldur grýttan
jarðveg meðal banakaráösmanna.
Kristín vildi ekkert láta hafa eftir
sér um máhð þegar DV hafði sam-
band við hana en játti því að hún
hefði lagt tillöguna fram. Samkvæmt
heimfidum DV vfil Kristín að bank-
inn gangi á undan með góðu fordæmi
þegar spamaður er annars vegar,
ekki síst í Ijósi stöðu bankans og
umræðna um hana undanfariö. Ef
brýnt væri að bankinn ræktaði sam-
bönd við ýmsa aöila yrði að leita
annarra leiða en laxveiðitúra sem
væru dýrir.
DV sagði frá því á þriðjudag að
forráðamenn Landsbankans ráð-
gerðu laxveiðitúr í Þverá í Borgar-
firði í sumar en slíkir laxveiðitúrar
hafa veriö á dagskránni síðasthöinn
áratug. Mun slíkur laxveiðitúr kosta
um tvær milljónir króna.
Bankaráð Landsbankans fundar í
dag og verður laxveiðin þá væntan-
lega aftur á dagskrá.
-hlh
Eflaust hafa margir notað tækifærið til að kanna bókakostinn á bókamark-
aðnum i Framtíðarhúsinu i Faxafeni undanfarna daga. Úrvalið á markaðn-
um er meira en áður hefur sést og kennir þar margra grasa, allt frá barna-
bókum, reyfurum og ástarsögum upp f þekktar íslenskar skáldsögur, ævi-
sögur og Ijóð. Hér má sjá skáldiö Jón úr Vör glugga í bók um listir en
sérstök deild er meö bækur um listir. Segja kunnugir að hægt sé að gera
góö kaup enda verðið allt frá 25 krónum og upp úr. DV-mynd ÞÖK
Stuttarfréttir r>v
Rekstur Þörungavinnslunnar á
Reykhólum gekk illa á síðasta
ári. Óseldar birgðir í Pinnlandi
eru alls 740 tonn sem er um þriðj-
ungur ársframleiöslunnar.
Tölvulæknir
Stefán Krisijánsson, íslenskur
læknir í Stokkhólmi, hefur gert
tölvuforrit fyrir hjartaþræðing-
ar. Forritið er notað á öllum
sænskum sjúkrahúsum sem
framkvæma shkar aðgerðir.
Borgnesingar vernda
60% Borgnesinga vfija ekki veg-
fyllingu út í Brákarey. Undir-
skriftahstar voru afhentir bæjar-
yfirvöldum í gær.
Sparisjóðir hagnast
Hagnaöur sparisjóðanna á síð-
asta ári var um 177 mifijónir. 324
milljóna hagnaöur var árið áður.
Palsaðfyrir
134 tnilljónir
Um 3.400 falsaðir víxlar, tékkar
og skuldabréf upp á samtals 134
mihjónir voru kærð tfi RLR 1
fyrra. Þetta er rúmlega 50%
aukning mihi ára.
Stórskuld sjávarins
Fyrirtæki í sjávarútvegi skuld-
uðu 93 mfiljarða í september í
fyrra. Stærstu einstöku lánveit-
endur sjávarútvegsins eru
Landsbankinn og Fiskveiðasjóð-
ur en samtals hafa þessar lána-
stofnanir lánaö 43,6 mfiljaröa til
sjávarútvegsins.
iðnrekendur mótmæla
Iðnrekendur leggjast alfarið
gegn hugmyndum um að hækka
vörugjald á sælgæti og gos-
drykki. Það fæh i sér mismunun,
óeðlilega neyslustýringu og ógn-
aði samkeppnisstöðu iðnaðarins.
Þeir segjast hafna samningum
sem innihalda þetta.
Rannsaka Hrafn
Nokkrir Alþýöuflokksþing-
menn munu heimfia að rann-
sóknartihaga stjómarandstöð-
unnar vegna ráðningar Hrafns
Gunnlaugssonar í stöðu fram-
kvæmdastjóra komi til umræöu
að sögn Össurs Skarphéðinsson-
ar.
Meiri velta Össurar
Stoðtækjafyrirtækið Össur hef-
ur gert umfanfangsmikla sölu-
samninga í Bandarikjunum og
búist er við 40% veltuaukningu á
útflutningsverðmæti á þessu ári
þannig að veltan fari yfir 200
mfiljónir.
Ræstitæknar mótmæla
Ræstingakonur í skólum mót-
mæla útboöi á ræstingu í fram-
haldsskólum á höfuborgarsvæð-
ínu en menntamálaráöherra
voru í gær afhentar á annað
hundaö undirskiftir þar sem mót-
mælt er launaskerðingu sem þær
telja að útboöið hafi í fór með sér.
30% barna slasast
Samkvæmt gögnum Slysadeild-
ar Borgarspítalans slösuöust ár
hvert að meðaltali um 30% ahra
barna 14 ára og yngri í Reykjavík
á tímabilinu 1974 tfi 1991.
Bnstakirhestar
Niðurstöður rannsóknar, sem
gerð var um vöðvabyggingu ís-
lenska hestsíns, gefa ótvirætt til
kynna að vöðvabygging hans er
gjörólik flestum öðrum hesta-
kynjum. Menn_ teþa að hér sé
komin skýring á því hvers vegna
íslenski hesturinn er sterkari og
úthaldsmeirienaðrir. -Ari