Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Page 9

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Page 9
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993 9 Utlönd kvelja gæludýr Heimavinnandi húsmæöur fara verst meö gæludýr. Þar* á eftir koma atvinnulausir karlar. Hundar veröa helst fyrir barðinu á eigendum sínum og í öðru sæti á kvalalístanum eru kettir. Breskir dýravinir hafa kannað illa meöferð á gæludýrum í smá- atriðum. Þeir segja aö dýrin búi við stöðugt verra atlæti enda hafi kærum vegna meöferöar á þeim fjölgaö um 10% frá 1991 til 1992. Janajev kom óf ullur í réttinn Valdaráns- maðurinn Gennadíj Janaiev mætti ófullur fyrir hæstarétti Rússlands þeg- arvitnaleiöslur í máli hans og ellefu vitorðsmanna hans hófust í gær. Þetta þykja merk tíðindi þvi Janajev vann það sér til frægðar að sitja flóra daga á stóli Sovétforseta án þess að af honum rynni. Valdaránsmennimir eiga ytir höíði sér dóma fyrir landráð. Kvennamorðin í Höfn: Silfurhríngurer helsta sönnunargagnið Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur fundið lítinn silfurhring á staðnum þar sem lík Ingu Nor- gaard Jensen fannst skömmu fyr- ir páska. Hún var sjöunda konan sem lögreglan heldur að sami maður hafi myrt á undanfórnum tveimur árum. Siliúrhringurinn er helsta sönnunargagnið í málinu. Vitni fullyrða aö 36 ára gamall maður eigi hringinn. Maður þessi var handtekinn skömmu eftir að Inga var myrt en allar sarmanir skort- ir gegn honum aðrar en ef rétt reynist að hann sé eigandi hringsins. Morillonhers- höfðingierof Franska her- sflórnin hefur ákveðið að kalla Morillon, yfirmann í frið- argæsluliði Sameinuðu þjóðanna í | Bosníu, heim um næstu mánaðamót. Hann er að sögn ekki sáttur við þessi málalok en yfirmönnum hans finnst sem hann geri of mikið úr eigin þætti við friðargæsiuna og leiki hetju. Margir islamar í Bosniu líta á Morillon sem bjargvætt vegna starfa hans í Srebrenica og víðar í Bosníu. Bandaríkjamönnum kemur það á óvart að böm á Kyrrahafseyj- unum eru best í stærðfræði. Bandaríkjamenn ráða þar all- mörgum smáeyjum auk Hawaii. Þarna búa einkum Pólónesar og fólk af asískum uppruna. Við úttekt á úrlausnum grunn- skólanema kom í fjós að þetta fólk stendur sig betur í stærö- fræöi en bandarisk börn gera að jafnaði og miklu betur en flestir aðrir en börn hvíts yfirstéttar- fólks. Engin niðurstaða 1 máli Rodneys King eftir 5 daga umhugsun kviðdóms: Kveisa olli uppnámi Því var líkast sem jarðskjálfti hefði riðið yfir Los Angeles í gærkvöldi þegar kviðdómendur í máli blökku- mannsins Rodneys King báðu um áheyrn hjá dómara. Allir héldu að nú væri komið að úrskurði í málinu og fólk tók til fót- anna og hugðist koma sér í skjól hið fyrsta. Útsendingar sjónvarps- og út- varpsstöðva voru rofnar, byggingar tæmdust og umferðin fór í hnút. En þetta var ekki sjálf alvaran. Einn kviðdómenda hafði fengið kveisu og vildi fá að tala við lækni. Honum varð að ósk sinni og fékk aö því loknu að hverfa í hóp meðdóm- enda sinna. Atvikið í gærkvöldi sýnir þó hvílík spenna er í Los Angeles. Almennt er búist við að óreiðir brjótist út þegar kviðdómendur hafa komist að niður- stöðu um hvort lögreglumennirnir flórir hafi brotið mannréttindi á Rodney King þegar þeir börðu hann til óbóta á fómum vegi á síðasta ári. Þegar lögreglumennirnir voru sýknaðir við fyrri réttarhöld í málinu logaði allt í óeiröum og 53 menn létu Heimild: USATODAY Fiskimenn í Nha Trang í suður- hluta Víetnam hafa undanfarna daga lent í mokveiði. Að þessu sinni er fiskur ekki sjáanlegur í netum þeirra heldur ýmiss konar rafmagnstæki frá Japan. Á meðal þess sem fiski- mennimir hafa dregið úr sjónum em sjónvarpstæki, myndbönd og enn- Gervihnattadiskurmn bjargaði mannslífi Gervihnattadiskur bjargaði lífi tveggja ára stúlku í Oradea í norður- hluta Rúmeníu. Stúlkan var að leik á svölum heimihs síns á flórðu hæð íbúðarbyggingar þegar hún féll fram af. Þremur hæðum neðar hafði einn lífið. Eignatjón var gífurlegt. Kviðdómendur hafa setið á rökstól- um í fimm daga en ekki komist að niðurstöðu. Engu skiptir á hvern veg málið fer því alltaf telja einhveijir réttbrotinnásínufólki. Reuter nágrannanna komið fyrir gervi- hnattadiski sem stúlkan hafnaði á. Stúlkan hggur nú á sjúkrahúsi en er pkki í lífshættu og á gervihnattadiski nágrannans líf sitt að þakka. Reuter Jesús Kristur í Texas: Boðin komin frá guði en Jesús heyrir ekki Trúarleiðtoginn David Koresh seg- ist hafa fengið boðin frá guði um hvað skuli gera næst áður en dóms- dagur rennur upp. Koresh, sem telur sig vera Jesú Krist endurborinn, seg- ist ekki hafa tíma til að hlýða á boð- skap drottins alveg strax því hann sé upptekinn við ritstörf. Lögreglan í Texas hefur nú setið um búgarð Koresh í 47 daga og ekk- ert orðið ágengt í samningaviðræð- um við leiðtogann. Þó hefur sextán börnum verið sleppt en talið er að önnur sextán börn séu á búgarðinum auk nokkurra tuga fulltíða manna. Koresh hefur jafnan sagt lögregl- unni að hann geti ekkert gert fyrr en boð koma frá guði. Nú eru þau komin en Koresh segist verða að skrifa bók um Opinberunarbók Jó- David Koresh er upptekinn við rit- hannesar áður en hann kynnir sér s,örf og má ekki vera að því að vilja guðs í smáatriðum. Reuter hlusta á guð sinn. Símamynd Reuter fremur hafa nokkrir krækt í vespur. Talið er að hér sé um ræða hluta smyglvamings en þrátt fyrir vatns- skemmdimar fæst ágætisverð fyrir tækin og allnokkru meira en fyrir algengustu fisktegundimar þar um slóðir. Reuter á næsta sölustað • Áskriftarsími 63-27-00 Notkun FileMaker Pro- gajgnagrunns vT sk|alavorslu oa skyld verkefni Félag um skjalastjórn og Tölvuskóli Tölvu- og verkfræðiþjónustunnar, bjóða 22 kennslustunda nómskeið í notkun FileMaker Pro-gagnagrunns í skjalavörslu og skyldum verkefnum. Nómskeiðið er sniðið fyrir skjalaverði, einkaritara og skrifstofustióra, sem bera óbyrgð ó skjalavörslu ó skrifstorum og vilja nafa röð og reglu ó upplýsingum. Nómskeiðið er jafnt fyrir byrjendur, sem lengra komna. Kennd verður uppsetning ó skróm sem auðvelda vinnu við skjalavörslu og stjórn upplýsinga, s.s. gerð bréfa- dagbókar, geymsluskrór, skróryfir Ijósmyndir, teikningar, myndbönd, smóprent o.fl. Nómskeiðið verður haldið dagana 19., 21., 26., 28. og 30. apríl nk. kl. 13:00 til 16:00 að Grensósvegi 16. Kennarar verða Halldór Kristjónsson verkfræðingur og Bjarni Þórðarson sérfræðingur ó Þjóðskjalasafni. Kennt verður ó Apple Macintosh-tölvur. Vinsamlegast tilkynnið þótttöku hjó Tölvuskóla Tölvu- og verkfraeði þjónustunnar í síma 688090. Þótttökugjald er 12.500,- kr. Lóðahreinsun í Reykjavík vorið 1993 Umráðamenn lóða í Reykjavík eru hvattir til að flytja nú þegar af lóðum sínum allt er veldur óþrifnaði og óprýði. Til að auðvelda fólki að losna við rusl eru gámar við eftirtalda staði: Ánanaust móts við Mýrargötu, Sævarhöfða móts við Malbikunarstöð, Gylfaflöt austan Gufunesvegar, Jafnasel í Breiðholti. Sérstakir hreinsunardagar verða laugardagana 8. og 15. maí og verða ruslapokar afhentir í hverfabæki- stöðvum gatnamálastjóra. Eftir hreinsunardagana munu starfsmenn Reykjavík- urborgar fara um hverfi borgarinnar og hirða upp fyllta poka. Rusl, sem flutt er til eyðingar, skal vera í umbúðum eða bundið og hafa skal ábreiður yfir flutningaköss- um. Umráðamenn óskráðra og umhirðulausra bílgarma, sem eru til óþrifnaðar á götum, bílastæðum, lóðum og opnum svæðum í borginni, eru minntir á að fjar- lægja þá hið fyrsta, annars má búast við að þeir verði teknir til geymslu um takmarkaðan tíma en síðan fluttir til förgunar. Gatnamálastjórinn í Reykjavík Hreinsunardeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.