Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1993, Side 14
14
FIMMTUDAGUR 15. APRÍL 1993
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELiAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11,
blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00
FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99
GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270
AKUREYRI: STRANDG. 25. SiMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613.
FAX: (96)11605
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1200 kr.
Verð I lausasölu virka daga 115 kr. - Helgarblað 150 kr.
Frumstæð þjóð
Formaður norræna kvikmyndasjóðsins hefur staðfest,
að menntaráðherra íslands hafi beitt sig og sjóðstjómina
óeðlilegum þrýstingi til að fá sjóðinn til að styrkja síð-
ustu kvikmynd skjólstæðings forsætisráðherra íslands.
Þrýstingurinn kom fram í bréfi „á vegum ráðherrans“.
Formaður sjóðsins hefur líka staðfest, að hann og sjóð-
stjómin hafi aldrei fyrr sætt þrýstingi af þessu tagi. Eigi
að síður féllst stjómin á að veita rúmlega átta milljóna
styrk út á sautján milljóna króna styrkbeiðni Hrafns
Gunnlaugssonar til gerðar bíómyndarinnar Hin helgu vé.
Formaðurinn segir óhugsandi, að menntaráðherra
annars lands en íslands hefði komið fram á þennan hátt.
Með þessu er formaðurinn að segja, að íslendingar séu
á lægra siðferðisstigi en Norðurlandabúar. Taka verði
tillit til þess og sýna hinum frumstæðu þolinmæðí.
Því hefur löngum verið haldið fram í leiðurum þessa
blaðs, að siðgæðishugmyndir væru frumstæðari á íslandi
en í nágrannalöndum okkar beggja vegna Atlantshafs,
Norðurlöndum og engilsaxnesku löndunum. Þessi skoð-
un virðist nú vera viðurkennd í nágrannalöndunum.
Atburðarásin í styrkveitingu Norræna kvikmynda-
sjóðsins sýnir, að á Norðurlöndum er htið niður á íslend-
inga sem frumstæða ribbalda, er kunni sér ekki hóf í að
ota sínum tota. Að því leyti eru þeir taldir vera eins og
skrumskæling úr bíómynd eftir Hrafn Gunnlaugsson.
Hálmstráið, sem menntaráðherra íslands notaði í
þrýstingnum á Norræna kvikmyndasjóðinn, var að halda
því fram, að formaður sjóðsins hefði í faxi til skjólstæð-
ings forsætisráðherra lofað honum styrki til verksins.
Formaður sjóðsins neitar að hafa lofað nokkru í faxinu.
Niðurstaða formanns sjóðsins er, að framvegis muni
hann ekki þora að segja við kvikmyndaleikstjóra, að
honum líki hugmyndir hans, af ótta við, að slík ummæh
verði síðar túlkuð sem lpforð um styrk. Óbeint segir
hann, að ekki megi rétta íslendingum htla fingurinn.
Mál þetta varpar skýru ljósi á siðleysi íslenzkra ráða-
manna, af því að það rekst á siðvenjur í nágrannalöndun-
um. Það staðfestir í augum umheimsins, að ísland sé
eins konar Ítalía norðursins, sem ekki geti staðið undir
sömu siðferðiskröfum og gerðar eru á Norðurlöndum.
Siðleysi menntaráðherra í máh þessu felst í að mis-
nota aðstöðu sína til að hygla skjólstæðingi forsætisráð-
herra. Sami ráðherra misnotaði aftur aðstöðu sína til að
bola framkvæmdastjóra ríkissjónvarpsins í frí til að
hygla þessum sama skjólstæðingi forsætisráðherrans.
Svipað siðleysi kemur fram í eignarhaldi stjómmála-
flokkanna á bankastjórastólum og meira að segja for-
stjórastóh Veðurstofunnar, svo að nýleg dæmi séu rakin.
Það kemur fram í, að htið er svo á ráðherra, að þeir
megi haga sér eins og eins konar miðalda-lénsgreifar.
Abyrgð þjóðarinnar á málinu felst í að velja sér stjóm-
málaflokka og -foringja, sem ekki þættu gjaldgengir í
nágrannalöndunum. Þetta stafar af, að þjóðin hefur ekki
siðferðilegan þroska til að hafna spihtum stjómmála-
flokkum og -foringjum með hugarfari lénsgreifa.
Kjósendur telja þolandi, að fjármálum foringja, flokka
og ríkis sé ruglað saman og að mismunandi reglur gildi
um Jón og séra Jón. Kjósendur telja þolandi, að ráðherr-
ar séu eins og smákóngar sem skafh og skammti skjól-
stæðingum. Kjósendur telja þolandi að búa við hermang.
Meðan þjóðin sættir sig við þetta ástand munu ráð-
herrar halda áfram að haga sér sem fyrr. Og Ólafur G.
Einarsson segir vafalaust ekki af sér sem ráðherra.
Jónas Kristjánsson
Lag til að lækka
tilkostnað
Lítil veröbólga eins og núna er
að skapa skilyrði til alveg nýrra
vinnubragða í okkar þjóðfélagi.
Það sem áður var fjarlægt og ókleift
er núna innan seilingar og fyllilega
mögulegt; einfaldlega vegna þess
að verðbólgan er sigin ofan í skap-
legar stæröir.
Enginn vafi er á því að verðskyn
almennings hefur breyst mikið frá
þeim tímum er verðbólgan var
mikil og enginn vissi í raun og veru
hvemig verðlag ýmissa vöruteg-
unda myndi þróast. í 30 prósent
veröbólgu og gott betur var það
nefnilega svo að enginn tók eftir þvi
hvort ein vörutegundin hækkaði um
50 prósent eða 20 prósent. Ef bara
hin varanlega meðaltalshækkun var
eitthvað nærri 30 prósentum.
Það var á þeim tima sem seljend-
ur og framleiðendur vöru gátu
komist upp með alls konar fanta-
brögð. Til viðbótar við verðbólguna
bjuggum við lengst af við efnahags-
lega þenslu þar sem seljandinn
hafði kverkatak á kaupandanum.
Væm menn ekki tilbúnir til að
kaupa vöruna nánast við hvaða
verði sem var gat seljandinn allt
eins neitað að láta hana af hendi.
Um slíkt þekktum við ótal dæmi.
Góöæri en samt kreppa
Menn mega muna árdaga tölvu-
ævintýrisins þegar fyrirtæki og
heimili voru að væðast tölvubún-
aði með íslenskum methraða.
Strákar, sem á þeim tíma voru
glúrnir við tölvufikt, settu á stofn
fyrirtæki og riðu um landið þvert
og endilangt, ýmist til að selja
tölvubúnað ellegar að setja upp
námskeið í tölvukunnáttu og lokk-
uðu landann í löngum bunum til
sín á skólabekk.
Á þessum tímum var ekki viðlit
að reyna að spyrna við fótum.
Kaupandinn hafði ofur einfaldlega
ekki stöðu til þess. Á þessum tíma
var hægt aö sýna fram á með auð-
veldum hætti hvemig öll þjónusta
og aðföng sjávarútvegsins hækk-
uðu langt umfram tekjur greinar-
innar. Þó voru þetta góðæristímar
í hinum ytri skilyrði. Aflinn var
góður og afurðirnar seldust við háu
verði. En afkoma burðarássins
okkar, sjávarútvegsins og þar með
samkeppnisiðnaðarins var með
endemum. Þannig bjuggum viö til
okkar eigin kreppu, hin efnahags-
legu harðindi sem stöfuðu af
mannavöldum.
Þessa tíma megum við aldrei end-
urlifa. Þeir voru alltof dýru verði
keyptir. Sveiílan og slátturinn, sem
fylgdi þessum tímum, vom aö vísu
þægileg fyrir sumar atvinnugreinar
og fólkið í landinu sumpart á meðan
á veislunni stóð. En eftirköstin urðu
líka þeim mun hroðalegri.
Þess vegna verður það seint of
kveðin vísa aö benda á þá þýðingu
og þann mikla árangur sem felst í
því að ná niöur verðbólgunni.
KjaUarmn
Einar K. Guðfinnsson
alþingismaður Sjálfstæðis-
flokksins á Vestfjörðum
Versta glapræðið, sem við gætum
orðið fyrir nú, væri að varpa
markmiðum um litla verðbólgu
fyrir róða. Höfum í huga að sam-
heiti verðbólgunnar er dýrtíð og
líklega er það hugtak ennþá betur
lýsandi fyrir hina efnahagslegu
fylgifiska ört hækkandi verðlags.
Óhugsandi án
lítillar verðbólgu
I lítilli verðbólgu geta heimilin í
landinu fylgst náið með verðlags-
þróun nauðsynjavara sinna og
bruðist við ef þar ætlar eitthvað að
bregða út af. Og fyrirtækin í land-
inu geta með sama hætti fylgst með
verðþróun aðfanga sinna. Nú upp
á síðkastið hefur það gerst í fyrsta
sinn að verðlag innanlands hefur
hækkað minna en erlendis. Þaö er
ómetanlegur árangur því þannig
lækkar smám saman raungengi
gjaldmiðilsins sem styrkir sam-
keppnisstöðu innlendrar fram-
leiðslu.
Þær fréttir, sem berast nú af ein-
stökum fyrirtækjum, sem freista
þess að ná niður kostnaði með
formlegri lækkun stórra kostnað-
arliða, heföu verið óhugsandi á
verðbólgu- og þenslutímum. Nú er
hins vegar lag sem viö verðum að
nýta okkur. Við þær aðstæður sem
uppi eru nú, er tekjur þjóðarbúsins
minnka, ríöur á öllu að okkur tak-
ist að lækka tilkostnað. Lítil verð-
bólga - með öðrum orðum engin
dýrtíð - hefur skapað okkur skil-
yrðin til þess. Viö hljótum að geta
sameinast um að varðveita þann
ómetanlega árangur og byggja á
honum til frambúðar.
Einar K. Guðfinnsson
„í lítilli verðbólgu geta heimilin í landinu fylgst náið með verðlagsþróun
nauðsynjavara sinna ...“
„I30 prósent verðbólgu og gott betur
var það nefnilega svo að enginn tók
eftir því hvort ein vörutegundin hækk-
aði um 50 prósent eða 20 prósent. Ef
bara hin varanlega meðaltalshækkun
var eitthvað nærri 30 prósentum.“
Skoðanir annarra
Smánarblettur á sögu Evrópu
„Stríðið í ríkjum fyrrum Júgóslaviu hefur verið
smánarblettur á sögu Evrópu og þar viðgengist
margskonar viðbjóöur og stríðsglæpir. Aðrar þjóðir
Evrópu hafa horft vanmegnugar á þær blóðsúthell-
ingar sem þar hafa verið daglegt brauð... það hlýtur
að vera meginmarkmið Vesturlanda að koma í veg
fyrir stríð í þessum ríkjum. Þannig er ekki óeölilegt
að Atlantshafsbandalagið endurskoði tilgang sinn í
ljósi breyttrar heimsmyndar."
Ur forystugrein Alþ.bl. 14. apríl
Prófsteinn á NATO
„Afskipti NATO af átökunum í Bosníu geta orðið
prófsteinn á getu þess, rétt eins og Vestur-Evrópu-
sambandsins og EB, sem virðast ekki hafa staðist
þá prófraun... Engu skal spáð um þaö hvaöa áhrif
þessi afskipti hafa á gang styrjaldarinnar. Menn eru
hættir að trúa á skjótar lausnir í þeim efnum. Skelfi-
legur veruleikinn sýnir að það eru tálvonir."
Úr forystugrein Tímans 14. apríl
Mikilvægi tungumálakennslu
„Ég vil hvetja til þess að hvergi verði slakað á
tungumálakennslu, það er nauösynlegt ef við ætlum
að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og þróun hér
á landi. Áherslur kunna hins vegar að þurfa að breyt-
ast í átt til aukinnar sérhæfingar þegar ofar dregur
í skólakerfmu.Ég er sannfærð um að böm hafa
þegar misst hluta af hæfileikum sínum til tungu-
málanáms þegar kennsla hefst við 11 ára aldur. Ég
teldi æskilegra að kennsla hæfist 1-2 árum fyrr en
nú tíðkast. Með því móti ætti að vera hægt að bjóöa
upp á sérhæfða tungumálakennslu þegar í fram-
haldsskóla.“
Berglind Ásgeirsdóttir róðuneytisstjóri. - Mbl. 14. apríl